Hugsun okkar gerjast í samfélaginu. Við myndum okkur skoðanir og tökum stundum við ómeltum skoðunum annarra um hvað sé gott og eftirsóknarvert. Öll þekkjum við þau markmið sem margur í nútímanum telur að skuli uppfyllt eins og fegurð, frægð og ríkidæmi. Sumir segja að í þessum markmiðum sé styrkleika manneskjunnar að finna. Mörg okkar leggja nótt við nýtan dag til að ná þessum markmiðum. Samfélagsmiðlar eru deigla sem við sogumst að og þeir þeyta okkur fram og aftur. Það er spenna og galsi í loftinu. Það eru margir sem vilja ná tali af okkur.

En fæstir eru nú frægir, fagrir og ríkir eftir mælikvarða ríkjandi tísku í skoðunum og útliti. Flestir eru venjulegt fólk. Kannski bara ofur hversdagslegt fólk sem gengur að störfum sínum af heiðarleika og vinnugleði. Keyrir innkaupakerrur á undan sér í hversdagslegum lágvöruverslunum. Og líður bara nokkuð vel. Ef ekki stór vel. Nema ef lent er á innkaupakerrunni með bilaða hjólið sem lætur ekki að stjórn. Það er önnur örsaga.

Persónuleiki hvers og eins er ofinn úr mörgum þáttum, jákvæðum sem neikvæðum. Alla ævina út er manneskjan að mótast á líðandi stund í hversdeginum.

Einn er sá þáttur í persónuþroska hvers og eins sem mætti kannski gefa meiri gaum. Sá er hógværð. Ein ástæða þessa áhugaleysis á hógværðinni er kannski sú að hún er hálfgerður útlagi í tíðaranda nútímans sem krefst þess að við séum öll svo óskaplega hress og fögur, sjálfsörugg og framsýn, óbilandi vinnuþjarkar, frökk og hörð í skoðunum, rökföst og málsnjöll, full af frumkvæði og snjöllum lausnum. Sum okkar jafnvel áhrifavaldar og enn önnur eitursnjöll á twitter. Þarna er hógværðin hálfgert viðundur eða niðursetningur. Hógværðin kemst ekki að á sviðinu því að senuþjófarnir eru svo margir.

Þar nútímamaðurinn á hógværð að halda?

Hógværðinni fylgir raunsæi og sterk samkennd. Hugarró. Hún dregur fram rétta möguleika hvers og eins. Er lausnamiðuð og raungóð þó ekki fari hátt. Hógværðin felur ekkert og ef hún er sönn þá sýnir hún manneskjuna eins og hún er. Í návist hógværrar manneskju þarf enginn að óttast neitt því hún dregur fram það besta og er ætíð fús að hlusta. Hógværðin er einlæg og sanngjörn. Kærleikurinn er lífsförunautur hógværðarinnar.

Hógværð dregur fram djúpa virðingu og ríka umhyggju fyrir allri sköpuninni, öllu lífinu, já fyrir öllum manneskjum. Engin manneskja er annarri æðri, allar eiga þær upphaf sitt og endi í sköpunarmætti Guðs. Hógvær manneskja gengur veg lífsins í einlægri trú á allt sem veröld gjafarans eina hefur upp á að bjóða. Hún skoðar lífið með augum kærleikans sem allt sigrar að lokum.

Ég er hógvær og af hjarta lítillátur, sagði meistarann frá Nasaret. Í öllum frásögum af honum sjáum við og finnum þessa hógværð sem getur verið okkur eftirdæmi til að rækta með sjálfum okkur. Hún er dygð og verður svo þó nútíminn hampi ekki dygðum ýkja mikið.

Trúin setur hógværð í virðingarsæti og gefur okkur tækifæri til að vaxa upp yfir hégómaraus líðandi stundar. Við þurfum ekki að vera annað en við sjálf. Öll hvílum við í hendi þess sem gaf okkur lífið og þekkir mannssálina betur en maðurinn sjálfur. Veit að hógværðin er okkur fyrir bestu.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Hugsun okkar gerjast í samfélaginu. Við myndum okkur skoðanir og tökum stundum við ómeltum skoðunum annarra um hvað sé gott og eftirsóknarvert. Öll þekkjum við þau markmið sem margur í nútímanum telur að skuli uppfyllt eins og fegurð, frægð og ríkidæmi. Sumir segja að í þessum markmiðum sé styrkleika manneskjunnar að finna. Mörg okkar leggja nótt við nýtan dag til að ná þessum markmiðum. Samfélagsmiðlar eru deigla sem við sogumst að og þeir þeyta okkur fram og aftur. Það er spenna og galsi í loftinu. Það eru margir sem vilja ná tali af okkur.

En fæstir eru nú frægir, fagrir og ríkir eftir mælikvarða ríkjandi tísku í skoðunum og útliti. Flestir eru venjulegt fólk. Kannski bara ofur hversdagslegt fólk sem gengur að störfum sínum af heiðarleika og vinnugleði. Keyrir innkaupakerrur á undan sér í hversdagslegum lágvöruverslunum. Og líður bara nokkuð vel. Ef ekki stór vel. Nema ef lent er á innkaupakerrunni með bilaða hjólið sem lætur ekki að stjórn. Það er önnur örsaga.

Persónuleiki hvers og eins er ofinn úr mörgum þáttum, jákvæðum sem neikvæðum. Alla ævina út er manneskjan að mótast á líðandi stund í hversdeginum.

Einn er sá þáttur í persónuþroska hvers og eins sem mætti kannski gefa meiri gaum. Sá er hógværð. Ein ástæða þessa áhugaleysis á hógværðinni er kannski sú að hún er hálfgerður útlagi í tíðaranda nútímans sem krefst þess að við séum öll svo óskaplega hress og fögur, sjálfsörugg og framsýn, óbilandi vinnuþjarkar, frökk og hörð í skoðunum, rökföst og málsnjöll, full af frumkvæði og snjöllum lausnum. Sum okkar jafnvel áhrifavaldar og enn önnur eitursnjöll á twitter. Þarna er hógværðin hálfgert viðundur eða niðursetningur. Hógværðin kemst ekki að á sviðinu því að senuþjófarnir eru svo margir.

Þar nútímamaðurinn á hógværð að halda?

Hógværðinni fylgir raunsæi og sterk samkennd. Hugarró. Hún dregur fram rétta möguleika hvers og eins. Er lausnamiðuð og raungóð þó ekki fari hátt. Hógværðin felur ekkert og ef hún er sönn þá sýnir hún manneskjuna eins og hún er. Í návist hógværrar manneskju þarf enginn að óttast neitt því hún dregur fram það besta og er ætíð fús að hlusta. Hógværðin er einlæg og sanngjörn. Kærleikurinn er lífsförunautur hógværðarinnar.

Hógværð dregur fram djúpa virðingu og ríka umhyggju fyrir allri sköpuninni, öllu lífinu, já fyrir öllum manneskjum. Engin manneskja er annarri æðri, allar eiga þær upphaf sitt og endi í sköpunarmætti Guðs. Hógvær manneskja gengur veg lífsins í einlægri trú á allt sem veröld gjafarans eina hefur upp á að bjóða. Hún skoðar lífið með augum kærleikans sem allt sigrar að lokum.

Ég er hógvær og af hjarta lítillátur, sagði meistarann frá Nasaret. Í öllum frásögum af honum sjáum við og finnum þessa hógværð sem getur verið okkur eftirdæmi til að rækta með sjálfum okkur. Hún er dygð og verður svo þó nútíminn hampi ekki dygðum ýkja mikið.

Trúin setur hógværð í virðingarsæti og gefur okkur tækifæri til að vaxa upp yfir hégómaraus líðandi stundar. Við þurfum ekki að vera annað en við sjálf. Öll hvílum við í hendi þess sem gaf okkur lífið og þekkir mannssálina betur en maðurinn sjálfur. Veit að hógværðin er okkur fyrir bestu.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir