Augun segja sögu. Stundum er meira segja sagt að þau séu spegill sálarinnar. Allt það sem hrærist hið innra með okkur birtist fyrr eða síðar á augnskjánum. Engu sé í raun og veru hægt að leyna. Augun afhjúpa alla fyrr eða síðar.

Allir þekkja mikilvægi þess að komast í augnsamband við fólk. Það er ekki nóg að að sjá fólk og taka í höndina á því heldur verður að horfa í augu þess. Menn horfast í augu og tala á vissan hátt með augunum.

Það er ekki tilviljun að talað sé um hlýlegt augnaráð og umhyggjusamt sem lýs jafn snilldarlega og sól á fögrum degi. Það er líka ástúðarfullt og endurspeglar sjálfa ástina og það er ekki lítið. Í hinum frægu Ljóðaljóðum sem fjalla um ást Guðs á manninum segir:

„…hjarta mínu hefurðu rænt með augnaráðinu einu…“ (4.9).

Mjög laglega að orði komist um það að verða ástfanginn – eða um ást við fyrstu sýn? Margir kannast við það.

En augnaráðið er ekki bara farvegur hins fagra og góða. Það getur líka verið stingandi og hatursfullt. Illkvittnislegt – og lævíst og flóttalegt; skimandi augu og óheiðarleg. Við getum sett margvísleg lýsingarorð fyrir framan augnaráðið – allt eftir því hvernig það birtist okkur. En sennilega er augnaráðið alla jafna vinsamlegt og hlutlaust. Um leið og hrært er í tilfinningunum og hugsunum breytist augnaráðið í samræmi við það. Það er ekki bara spegill heldur líka hitamælir eða jafnvel tilfinningalegur jarðskjálftamælir manneskjunnar.

Augu okkar mannanna eru dýrmæt og verða aldrei ofmetin. Við gleymum oft að þakka fyrir að hafa sjón og sjá heiminn í kringum okkur. Sjá annað fólk. Eða okkur sjálf. Það skiptir ekki máli þótt margt sem beri fyrir augu okkar sé hreinasta hörmung og sálarsligandi – ekki má loka augunum fyrir því heldur hlusta á hróp þeirra eftir réttlæti.

Oftast sjáum við það sem er gott og fagurt, ljúft og yndislegt. Hjá flestum dregur augað sig oftast nær því sem er fallegt heldur en því sem telst vera ófagurt og illt. Það dregst að ljósinu, hinu fagra og góða.

Meistarinn frá Nasaret talaði um augað sem lampa líkamans:

„Auga þitt er lampi líkamans. (Lúkasarguðspjall 11.34).

Þar endurómaði hann örugglega kunn orð Sálmanna:

„Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.“ (119.105).

Úr augum meistarans frá Nasret skein von og birta.

Það er mikilvægt að nota rétt ljós í lífinu eða eins og sagt er og þykir æskilegt: að sjá hlutina í réttu ljósi. Margt getur nefnilega villt mönnum sýn og slegið ryki í augu þeirra. Augun eru berskjölduð enda þótt hægt sé að renna augnlokunum niður og stundum harla fljótt. En augnlokin eru ekkert járntjald. Rétta ljósið getur verið vandfundið – hafðu augun opin.  Stundum getur meira að segja ljós villt mönnum sýn, þá er það villuljós.

Augað starfar stöðugt og á góðum stað í helgri bók segir:

„…augað verður aldrei satt af að sjá.“ (Prédikarinn 1.8).

Það er sífelld veisla sem ber fyrir augun – sjáðu bara náttúruna! Fjöll, fossa og ár. Blóm og hraun. Fólkið þitt. En eins og í öllum veislum þá verða menn að gæta sín. Ekki er allt jafn hollt og gott. Flestir kunna sér þó hóf og stýra augum með sóma.

Svo er talað um auga Guðs. Hvað er það? Augu meistarans frá Nasaret. Í þeim sjáum við skapara himins og jarðar.

Hvað vilt þú að menn sjái hjá þér? Og hvað vill Guð sjá?

Hvaða augnaráð velur þú úr tilfinningasafni þínu? Vinsamlegt, hörkulegt? Blítt og ástúðarfullt sem vekur vellíðan?

Siðferðisboðskapur meistarans frá Nasaret vísar okkur veg og verður sem ljós fyrir augað.

Það er rétt ljós.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Augun segja sögu. Stundum er meira segja sagt að þau séu spegill sálarinnar. Allt það sem hrærist hið innra með okkur birtist fyrr eða síðar á augnskjánum. Engu sé í raun og veru hægt að leyna. Augun afhjúpa alla fyrr eða síðar.

Allir þekkja mikilvægi þess að komast í augnsamband við fólk. Það er ekki nóg að að sjá fólk og taka í höndina á því heldur verður að horfa í augu þess. Menn horfast í augu og tala á vissan hátt með augunum.

Það er ekki tilviljun að talað sé um hlýlegt augnaráð og umhyggjusamt sem lýs jafn snilldarlega og sól á fögrum degi. Það er líka ástúðarfullt og endurspeglar sjálfa ástina og það er ekki lítið. Í hinum frægu Ljóðaljóðum sem fjalla um ást Guðs á manninum segir:

„…hjarta mínu hefurðu rænt með augnaráðinu einu…“ (4.9).

Mjög laglega að orði komist um það að verða ástfanginn – eða um ást við fyrstu sýn? Margir kannast við það.

En augnaráðið er ekki bara farvegur hins fagra og góða. Það getur líka verið stingandi og hatursfullt. Illkvittnislegt – og lævíst og flóttalegt; skimandi augu og óheiðarleg. Við getum sett margvísleg lýsingarorð fyrir framan augnaráðið – allt eftir því hvernig það birtist okkur. En sennilega er augnaráðið alla jafna vinsamlegt og hlutlaust. Um leið og hrært er í tilfinningunum og hugsunum breytist augnaráðið í samræmi við það. Það er ekki bara spegill heldur líka hitamælir eða jafnvel tilfinningalegur jarðskjálftamælir manneskjunnar.

Augu okkar mannanna eru dýrmæt og verða aldrei ofmetin. Við gleymum oft að þakka fyrir að hafa sjón og sjá heiminn í kringum okkur. Sjá annað fólk. Eða okkur sjálf. Það skiptir ekki máli þótt margt sem beri fyrir augu okkar sé hreinasta hörmung og sálarsligandi – ekki má loka augunum fyrir því heldur hlusta á hróp þeirra eftir réttlæti.

Oftast sjáum við það sem er gott og fagurt, ljúft og yndislegt. Hjá flestum dregur augað sig oftast nær því sem er fallegt heldur en því sem telst vera ófagurt og illt. Það dregst að ljósinu, hinu fagra og góða.

Meistarinn frá Nasaret talaði um augað sem lampa líkamans:

„Auga þitt er lampi líkamans. (Lúkasarguðspjall 11.34).

Þar endurómaði hann örugglega kunn orð Sálmanna:

„Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.“ (119.105).

Úr augum meistarans frá Nasret skein von og birta.

Það er mikilvægt að nota rétt ljós í lífinu eða eins og sagt er og þykir æskilegt: að sjá hlutina í réttu ljósi. Margt getur nefnilega villt mönnum sýn og slegið ryki í augu þeirra. Augun eru berskjölduð enda þótt hægt sé að renna augnlokunum niður og stundum harla fljótt. En augnlokin eru ekkert járntjald. Rétta ljósið getur verið vandfundið – hafðu augun opin.  Stundum getur meira að segja ljós villt mönnum sýn, þá er það villuljós.

Augað starfar stöðugt og á góðum stað í helgri bók segir:

„…augað verður aldrei satt af að sjá.“ (Prédikarinn 1.8).

Það er sífelld veisla sem ber fyrir augun – sjáðu bara náttúruna! Fjöll, fossa og ár. Blóm og hraun. Fólkið þitt. En eins og í öllum veislum þá verða menn að gæta sín. Ekki er allt jafn hollt og gott. Flestir kunna sér þó hóf og stýra augum með sóma.

Svo er talað um auga Guðs. Hvað er það? Augu meistarans frá Nasaret. Í þeim sjáum við skapara himins og jarðar.

Hvað vilt þú að menn sjái hjá þér? Og hvað vill Guð sjá?

Hvaða augnaráð velur þú úr tilfinningasafni þínu? Vinsamlegt, hörkulegt? Blítt og ástúðarfullt sem vekur vellíðan?

Siðferðisboðskapur meistarans frá Nasaret vísar okkur veg og verður sem ljós fyrir augað.

Það er rétt ljós.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir