Kristin trú segir sögu. Reyndar rekur hún margar sögur. Sumar þeirra eru dularfullar og óskiljanlegar. Aðrar svo auðskildar og djúpar. Svo eru þær sem eru algjör tilbúningur þar sem ímyndunin hefur tekist á loft. Þá eru það goðsögurnar svo teygjanlegar og torskildar í sveiflukenndri viðleitni sinni til að greina frá einhverju sem skiptir máli. Allar þessar sögur eiga það þó sammerkt að þær eru runnar frá mönnum – kannski voru sumir þeirra uppljómaðir?

Maðurinn er vera sem segir sögur. Vera sem túlkar þær sömu sögur og reynir að flytja þær inn í líf annarra.

Hver einstaklingur er saga.

Í öllum sögum er spurt um sannleika eða sannleikskorn. Varla stæði á svari hjá okkur sjálfum ef við værum spurð um sannleikann í lífi okkar. Við gætum dregið ýmsa sannleiksbita upp úr lífsskjóðu okkar og boðið öðrum að njóta með. Og eins er víst að ekki myndu allir ljúka upp lofsorði á gæði sögubitanna úr lífi okkar. Smekkur er enda misjafn Sem betur fer.

En við komumst ekki frá sögubitunum í nestisboxi lífsgöngunnar. Þeir eru þarna. Og þeir eru hluti af lífi okkar. Þeir geyma lífssögu okkar.

Þegar við skoðum líf okkar getum við ekki alltaf greint á milli staðreynda og hugarburðar. Í lífi okkar er hugarburðurinn oft samhliða staðreyndum. Svo þverstæðukennt sem það kann annars að hljóma þá getur staðreynd í huga okkar verið hugarburður að áliti annarra. Og öfugt.

Biblían geymir margar sögur – sögur sem menn skráðu. Sögur þjóða og einstaklinga. Sögur sem eiga sér í mörgum tilvikum fótfestu í raunverulegum atburðum. Í mörgum þeirra er öldum steypt í einn dag því að tíminn er oft ekki annað en samningsatriði í mannkynssögunni. Sumar sagnanna eru taldar vera hreinn og klár uppspuni eins og saga Jónasar í hvalnum og sagan um Ester drottningu. En þó tilbúnar séu þá var þeim ætlað að koma ákveðnum skilaboðum áleiðis til áheyrenda – og lesenda. Og sem hverjar aðrar sögur þá hafa þær náð þessu markmiði. Sögur sem eiga rætur sínar í trúarlegum jarðvegi vísa út fyrir sjálfar sig og ögra einatt því sem kallast hversdagslegar staðreyndir – og að ógleymdum þeim sem blátt blóð vísindanna rennur um. Þær rjúka af heitri og ilmandi sannfæringu um tilvist völundar himins og jarðar.

Engin saga hefur verið rannsökuð jafn rækilega og saga Jesú Krists. Þar er enga eina niðurstöðu að finna heldur margar. Niðurstöður sem hafa fært hann nær okkur og niðurstöður sem hafa gert hann fjarlægan í augum okkar. Sögu Jesú Krists þekkja margir – hvort heldur það er nú saga hans sem sveitamanns úr Galíleu sem fór víða um og prédikaði eða hins upphafna Jesú Krists sem hinir fyrstu kristnu menn sögðu öðrum frá. Fáir neita því að hann hafi verið til – en þeir sem það gera, skipa þunnskipaðan bekk sérlundaðra.

Kristin trú á rætur sínar í þeim sögum sem fjalla um frá Jesú frá Nasaret, líf hans og starf. Dauða og upprisu. Saga hans og trúin á hann renna saman í eina mynd. Það eru ekki aðeins myndirnar sem guðspjöllin draga upp af honum heldur einnig sú mynd sem við málum af honum í huga okkar og lífi. Hvert og eitt okkar er nefnilega í þessum skilningi listmálari, trúarlistmálari. Sú mynd sem við málum er persónuleg og þó við geymum hana í hugskoti okkar þá sýnum við hana sem einstaklingar í viðmóti, framgöngu og orðum á vettvangi dagsins.

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Kristin trú segir sögu. Reyndar rekur hún margar sögur. Sumar þeirra eru dularfullar og óskiljanlegar. Aðrar svo auðskildar og djúpar. Svo eru þær sem eru algjör tilbúningur þar sem ímyndunin hefur tekist á loft. Þá eru það goðsögurnar svo teygjanlegar og torskildar í sveiflukenndri viðleitni sinni til að greina frá einhverju sem skiptir máli. Allar þessar sögur eiga það þó sammerkt að þær eru runnar frá mönnum – kannski voru sumir þeirra uppljómaðir?

Maðurinn er vera sem segir sögur. Vera sem túlkar þær sömu sögur og reynir að flytja þær inn í líf annarra.

Hver einstaklingur er saga.

Í öllum sögum er spurt um sannleika eða sannleikskorn. Varla stæði á svari hjá okkur sjálfum ef við værum spurð um sannleikann í lífi okkar. Við gætum dregið ýmsa sannleiksbita upp úr lífsskjóðu okkar og boðið öðrum að njóta með. Og eins er víst að ekki myndu allir ljúka upp lofsorði á gæði sögubitanna úr lífi okkar. Smekkur er enda misjafn Sem betur fer.

En við komumst ekki frá sögubitunum í nestisboxi lífsgöngunnar. Þeir eru þarna. Og þeir eru hluti af lífi okkar. Þeir geyma lífssögu okkar.

Þegar við skoðum líf okkar getum við ekki alltaf greint á milli staðreynda og hugarburðar. Í lífi okkar er hugarburðurinn oft samhliða staðreyndum. Svo þverstæðukennt sem það kann annars að hljóma þá getur staðreynd í huga okkar verið hugarburður að áliti annarra. Og öfugt.

Biblían geymir margar sögur – sögur sem menn skráðu. Sögur þjóða og einstaklinga. Sögur sem eiga sér í mörgum tilvikum fótfestu í raunverulegum atburðum. Í mörgum þeirra er öldum steypt í einn dag því að tíminn er oft ekki annað en samningsatriði í mannkynssögunni. Sumar sagnanna eru taldar vera hreinn og klár uppspuni eins og saga Jónasar í hvalnum og sagan um Ester drottningu. En þó tilbúnar séu þá var þeim ætlað að koma ákveðnum skilaboðum áleiðis til áheyrenda – og lesenda. Og sem hverjar aðrar sögur þá hafa þær náð þessu markmiði. Sögur sem eiga rætur sínar í trúarlegum jarðvegi vísa út fyrir sjálfar sig og ögra einatt því sem kallast hversdagslegar staðreyndir – og að ógleymdum þeim sem blátt blóð vísindanna rennur um. Þær rjúka af heitri og ilmandi sannfæringu um tilvist völundar himins og jarðar.

Engin saga hefur verið rannsökuð jafn rækilega og saga Jesú Krists. Þar er enga eina niðurstöðu að finna heldur margar. Niðurstöður sem hafa fært hann nær okkur og niðurstöður sem hafa gert hann fjarlægan í augum okkar. Sögu Jesú Krists þekkja margir – hvort heldur það er nú saga hans sem sveitamanns úr Galíleu sem fór víða um og prédikaði eða hins upphafna Jesú Krists sem hinir fyrstu kristnu menn sögðu öðrum frá. Fáir neita því að hann hafi verið til – en þeir sem það gera, skipa þunnskipaðan bekk sérlundaðra.

Kristin trú á rætur sínar í þeim sögum sem fjalla um frá Jesú frá Nasaret, líf hans og starf. Dauða og upprisu. Saga hans og trúin á hann renna saman í eina mynd. Það eru ekki aðeins myndirnar sem guðspjöllin draga upp af honum heldur einnig sú mynd sem við málum af honum í huga okkar og lífi. Hvert og eitt okkar er nefnilega í þessum skilningi listmálari, trúarlistmálari. Sú mynd sem við málum er persónuleg og þó við geymum hana í hugskoti okkar þá sýnum við hana sem einstaklingar í viðmóti, framgöngu og orðum á vettvangi dagsins.

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir