Allt er umlukið því sem við köllum tími. Tíminn setur manneskjunni ákveðin mörk og gefur henni líka frelsi. Þannig má segja að tíminn sé hvort tveggja í senn frelsi og fjötur. Tíminn er það svigrúm sem manneskjan hefur í lífinu og að sönnu er það misjafnlega nýtt. Hver og einn hefur það að miklu leyti í hendi sinni hvernig tímanum er varið.

Á öllum skeiðum sögunnar hefur manneskjan velt tímanum fyrir sér og reynt að komast til botns í honum. Hún hefur leitast við að ná tökum á tímanum og ætíð skynjað hvað hann er dýrmætur. Aldrei er of oft minnst það að hver mínúta sem líður kemur aldrei aftur. Tíminn er í raun takmörkuð gæði og þess vegna er hann dýr í margvíslegum skilningi.

Engum hefur tekist að skilja tímann til hlítar þrátt fyrir ákaflega sterka löngun til þess. Sumum hefur jafnvel flogið í hug að stöðva tímann. Aðrir hafa látið sig dreyma um að ferðast um í tímanum og lagt nótt við dag til að finna upp tímavél. Enn aðrir hafa gránað við að smíða eilífðarvélina.

En getum við stöðvað tímann? Getum við ferðast um í honum? Þær stundir koma í lífi manna að svo virðist sem tíminn standi kyrr eða líða að minnsta kosti ákaflega hægt. Manneskjan stendur hins vegar ætíð á þeim mótum að geta horft til fortíðar í þeirri andrá sem hún lifir og við köllum nútíð – sem og að horfa til framtíðar í hinni sömu andrá. Tími manneskjunnar leikur því á þessum þremur skautum og vissulega getur hún ferðast á milli þeirra, látið hugann reika til þess sem liðið er og skoðað hann frá ýmsum sjónarhornum og jafnframt svifið til framtíðar. Þó er hún ætíð stödd í iðu tímans sem er nútíðin, andránni, sem líður svo ógnarhratt að fyrr en varir er sú andrá orðin að fortíð.

Stundum er sagt að tíminn sé óvinur manneskjunnar. Þessi tímans tönn sem svo er kölluð er heldur ófrýnileg en sterk og eyðist ekki. Tíminn vinnur á manneskjunni svo sem sjá má á elligulum höndum öldungsins þar sem tíminn hefur skilið eftir spor sín. Barnshúðin mjúka sést ekki lengur og hugurinn sem við skynjum tímann með er kannski orðin feyskinn og tregur í gang.

Mitt á líðandi stund þar sem tíminn hraðar sér niður stundaglasið skýtur upp hugmynd um eilífð, að vera laus við beisli tímans. Eilífð. Hún er óendanlegur tími, um aldur og eilífð eða sem sé alltaf. Eilífð er í raun enginn tími, uppleystur tími. Eilíft áframhald, já, ódauðleiki í veröld sem ekki er römmuð inn af tímanum. Það hefur margur þráð. En hver ræður húsum í eilífðinni? Trúarbrögðin hafa tekið sér fyrir hendur að kynna fyrir okkur húsráðendur á þeim bænum.

Kristin trú boðar að Guð hafi stigið inn í tíma mannsins í Jesú Kristi, axlað byrðar holdsins eins og segir í gömlum bókum, og holdið er tímanlegt. Hann bjóðist til að leiða manneskjuna hér og nú út úr tímanum inn í eilífð sína. Það kallast Paradís, himnesk valllendi, sumarlandið, veröld Guðs, hugsun Guðs – og fleiri nöfn mætti tína til. Þar er bara ekki aðeins tíminn floginn á brott heldur er þar allt í himnalagi. Eða:

Þá mun úlfurinn búa hjá lambinu
og pardusdýrið liggja hjá kiðlingnum.
Kálfur, ljón og alifé munu ganga saman
og smásveinn gæta þeirra.

Kýr og birna verða saman á beit,
ungviði þeirra hvílir hvort hjá öðru,
og ljónið mun bíta gras eins og nautið.

Brjóstmylkingurinn mun leika sér
við holu nöðrunnar
og barn, nývanið af brjósti,
stinga hendi inn í bæli höggormsins.

Enginn mun gera illt,
enginn valda skaða
á mínu heilaga fjalli
því að allt landið verður fullt af þekkingu á Drottni
eins og vatn hylur sjávardjúpið.

(Spádómsbók Jesaja 11.6-9)

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Allt er umlukið því sem við köllum tími. Tíminn setur manneskjunni ákveðin mörk og gefur henni líka frelsi. Þannig má segja að tíminn sé hvort tveggja í senn frelsi og fjötur. Tíminn er það svigrúm sem manneskjan hefur í lífinu og að sönnu er það misjafnlega nýtt. Hver og einn hefur það að miklu leyti í hendi sinni hvernig tímanum er varið.

Á öllum skeiðum sögunnar hefur manneskjan velt tímanum fyrir sér og reynt að komast til botns í honum. Hún hefur leitast við að ná tökum á tímanum og ætíð skynjað hvað hann er dýrmætur. Aldrei er of oft minnst það að hver mínúta sem líður kemur aldrei aftur. Tíminn er í raun takmörkuð gæði og þess vegna er hann dýr í margvíslegum skilningi.

Engum hefur tekist að skilja tímann til hlítar þrátt fyrir ákaflega sterka löngun til þess. Sumum hefur jafnvel flogið í hug að stöðva tímann. Aðrir hafa látið sig dreyma um að ferðast um í tímanum og lagt nótt við dag til að finna upp tímavél. Enn aðrir hafa gránað við að smíða eilífðarvélina.

En getum við stöðvað tímann? Getum við ferðast um í honum? Þær stundir koma í lífi manna að svo virðist sem tíminn standi kyrr eða líða að minnsta kosti ákaflega hægt. Manneskjan stendur hins vegar ætíð á þeim mótum að geta horft til fortíðar í þeirri andrá sem hún lifir og við köllum nútíð – sem og að horfa til framtíðar í hinni sömu andrá. Tími manneskjunnar leikur því á þessum þremur skautum og vissulega getur hún ferðast á milli þeirra, látið hugann reika til þess sem liðið er og skoðað hann frá ýmsum sjónarhornum og jafnframt svifið til framtíðar. Þó er hún ætíð stödd í iðu tímans sem er nútíðin, andránni, sem líður svo ógnarhratt að fyrr en varir er sú andrá orðin að fortíð.

Stundum er sagt að tíminn sé óvinur manneskjunnar. Þessi tímans tönn sem svo er kölluð er heldur ófrýnileg en sterk og eyðist ekki. Tíminn vinnur á manneskjunni svo sem sjá má á elligulum höndum öldungsins þar sem tíminn hefur skilið eftir spor sín. Barnshúðin mjúka sést ekki lengur og hugurinn sem við skynjum tímann með er kannski orðin feyskinn og tregur í gang.

Mitt á líðandi stund þar sem tíminn hraðar sér niður stundaglasið skýtur upp hugmynd um eilífð, að vera laus við beisli tímans. Eilífð. Hún er óendanlegur tími, um aldur og eilífð eða sem sé alltaf. Eilífð er í raun enginn tími, uppleystur tími. Eilíft áframhald, já, ódauðleiki í veröld sem ekki er römmuð inn af tímanum. Það hefur margur þráð. En hver ræður húsum í eilífðinni? Trúarbrögðin hafa tekið sér fyrir hendur að kynna fyrir okkur húsráðendur á þeim bænum.

Kristin trú boðar að Guð hafi stigið inn í tíma mannsins í Jesú Kristi, axlað byrðar holdsins eins og segir í gömlum bókum, og holdið er tímanlegt. Hann bjóðist til að leiða manneskjuna hér og nú út úr tímanum inn í eilífð sína. Það kallast Paradís, himnesk valllendi, sumarlandið, veröld Guðs, hugsun Guðs – og fleiri nöfn mætti tína til. Þar er bara ekki aðeins tíminn floginn á brott heldur er þar allt í himnalagi. Eða:

Þá mun úlfurinn búa hjá lambinu
og pardusdýrið liggja hjá kiðlingnum.
Kálfur, ljón og alifé munu ganga saman
og smásveinn gæta þeirra.

Kýr og birna verða saman á beit,
ungviði þeirra hvílir hvort hjá öðru,
og ljónið mun bíta gras eins og nautið.

Brjóstmylkingurinn mun leika sér
við holu nöðrunnar
og barn, nývanið af brjósti,
stinga hendi inn í bæli höggormsins.

Enginn mun gera illt,
enginn valda skaða
á mínu heilaga fjalli
því að allt landið verður fullt af þekkingu á Drottni
eins og vatn hylur sjávardjúpið.

(Spádómsbók Jesaja 11.6-9)

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir