Saga húðflúrs er ævagömul.

Árið 1991 fundust leifar af fimm þúsund ára gömlum bronsaldarmanni á fjalli nokkru á landamærum Austurríkis og Ítalíu. Maður þessi hafði orðið úti á veiðum og hjá honum fannst bogi og örvar og tinnusteinn til að kveikja eld með.  Nokkur húðflúr voru á húð þessa manns en lík hans varðveittist það vel að sjá má þau á fótum og kvið.

Í Egyptalandi til forna hafa fundist múmíur sem bera húðflúr. Þær eru frá því um 2000 f. Kr. Það er athyglisvert að allar þær múmíur með húðflúr sem þar hafa fundist eru konur. En múmíur karla og kvenna sem bera húðflúr hafa fundist í Lýbíu og eru frá því um 1300 f. Kr. Táknin sem flúruð voru á þetta fólk tengjast sólardýrkun og guðum sem veita sigur í hernaði. Múmíur með húðflúr hafa einnig fundist í Suður Ameríku og Rússlandi.

Húðflúr gegnir margvíslegum hlutverkum og eru þau menningarbundin. Andlit húðflúruð, ákveðin tákn húðflúruð til að sýna að konur af ákveðnum ættbálkum eru hæfar í hjónaband, hermenn sumra ættbálka fá stríðshúðflúr. Þannig mætti lengi telja.

Lengst af var kristnu fólk í nöp við húðflúr og taldi það vera í andstöðu við Biblíuna. Þá var vitnað til Þriðju Mósebókar 19.28 en þau orð tengjast sorgarsiðum sem áttu sér heiðinn uppruna.

Þið skuluð hvorki rista sár í húð ykkar vegna látins manns né láta húðflúra tákn á ykkur. Ég er Drottinn.

Þegar kristin trú breiddist út dró smám saman úr því að þrælar og glæpamenn væru húðflúraðir af yfirvöldum í refsingarskyni en slíkar merkingar voru algengar. Konstantínus keisari (d. 337), sem varð kristinn, gaf fyrirmæli um það að skylmingaþrælar skyldu húðflúraðir á fótum og höndum en ekki í andliti því andlitið bæri merki þess að maðurinn væri skapaður í Guðs mynd. Hadríanus páfi bannaði húðflúr árið 787 og páfar sem komu á eftir honum voru sama sinnis. Miðaldakirkjan setti húðflúrið í flokk með því sem taldist hjáguðadýrkun – mynddýrkun. Það er ástæða þess að húðflúr var nánast óþekkt meðal kristinna manna þar til á 18. öld.

En það kom að því að kristnir menn kynntust húðflúrinu á nýjan leik. Þeir sigldu um höf, leituðu nýrra landa og álfa. Hittu nýtt fólk. Kynntust nýjum siðum og báru þá heim til sín.

Sæfarandinn James Cook (1728-1779) sigldi suður um höf og komst hann og áhöfn hans í kynni við íbúa Pólýnesíu og hjá þeim var húðflúr í hávegum haft. Sumir í skipshöfn hans létu húðflúra sig og það hafði sín áhrif þegar þeir komu aftur heim til hinnar kristnu Evrópu. Húðflúrið naut þó fyrst og fremst vinsælda meðal lágstéttarhópa, sjómanna, hermanna, vændiskvenna og glæpamanna. Húðflúr á þessu fólki var sem merki samfélagsins á því og bar alla fordóma þess og endurspeglaði iðulega sjálfskynjun fólksins sjálfs.

Síðasta áratuginn fyrir daga fyrri heimsstyrjaldarinnar var húðflúr það sjaldgæft á Vesturlöndum að húðflúrað fólk var notað sem sýningaratriði í fjölleikahúsum.

En margt breytist.

Sumir úr yfirstétt féllu fyrir húðflúrinu og jafnvel konungborið fólk. Húðflúrstískan dofnaði í lok síðari heimsstyrjaldarinnar en lifnaði við í kjölfar umróts sem varð í samfélaginu á sjöunda áratug síðustu aldar m. a. vegna stúdentamótmæla og uppgangs hippahreyfingarinnar. Segja má að húðflúr hafi farið sigurgöngu um hinn vestræna heima á síðustu árum og rofið alla múra milli þjóðfélagshópa. Húðflúrið sem bundið var við undirheima, sjómenn og vændiskonur var leyst úr greipum þessara lágstétta og fólk úr efri stéttum taldi ekki svo fráleitt að fá sér húðflúr þó svo það vekti í fyrstu undrun og jafnvel hneykslan.

Ekki er vitað hvort páfar hafi verið með húðflúr. Eflaust einhverjir prestar og nunnur. Fyrsti lútherski biskup þjóðkirkjunnar sem fékk sér húðflúr er sr. Solveig Lára Guðmundsóttir, fyrrum vígslubiskup Hólastiftis. Lét hún húðflúra á sig kross og íslenska pílagrímamerkið. Hér á landi hefur það reyndar færst í vöxt að prestar og djáknar fái sér húðflúr. Þó það sé kannski annað mál þá væri gaman að gera rannsókn á því hvers konar húðflúr kennilýðurinn velur sér. Velur íhaldssamur prestur sér annars konar húðflúr en frjálslyndur? Slík rannsókn bíður síns tíma.

Sumir hermenn í sjóher þjóða sinna létu húðflúra mynd af Kristi á krossinum á bak sér til að koma í veg fyrir að þeir yrðu húðstrýktir ef þeir lentu í óvinahöndum. Menn hefðu veigrað sér við að láta svipu dynja á baki þess sem bæri slíka mynd.

Húðflúr er líkamsskraut sem verður ekki aftur tekið. Það er þarna. Besta húðflúrið flokkast með list og það versta er ekki annað en klaufalegt krot. Húðflúr hefur smám saman fengið viðurkenningu listaheimsins eftir því sem hann varð forvitnari um þetta listform. Hróður húðflúraranna óx í í kjölfar þess að þeir fengu að sýna í virðulegum listasöfnum og galleríum. Húðflúrað fólk gekk um salina og sýndi húðflúr sín.

Líkaminn er notaður sem flötur fyrir margs konar list. Hann er líka notaður sem baráttuvettvangur. Konur hafa til dæmis látið húðflúra á sig baráttuhúðflúr gegn misnotkun, misrétti og kynferðisofbeldi. Sumar konur sem fengið hafa brjóstakrabbamein hafa látið húðflúra örið þar sem brjóstið var til þess að auðvelda sér að tala um trámað sem þær hafa gengið í gegnum. Húðflúr kvenna eru annars konar en karla. Þeir velja gjarnan húðflúr sem koma heim og saman við einhverjar staðlaðar hugmyndir um karlmennskuna meðan konurnar velja húðflúr eins og blóm, fiðrildi og hjarta.

En húðflúr hefur líka verið notað í refsingarskyni og þá hafa táknin og myndirnar verið einfaldar. Grískar og rómverskar heimildir greina frá slíku. Gríski heimspekingurinn Platón taldi að þeir sem yllu helgispjöllum í hofunum ætti að húðflúra og reka úr lýðveldinu. Svetónus segir frá því að hinn grimmi og duttlungafulli keisari, Kalígúla, hafi fyrirskipað að hirðmenn hans skyldu húðflúraðir. Fanganúmer voru húðflúruð á Gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni.

Neysluhyggja samfélags nútímans og stjörnudýrkun hraðaði framgöngu húðflúrsins. Þegar það var orðið stöðutákn að vera með húðflúr fór skriðan af stað. Fólk vildi vera með samskonar húðflúr eins og þessi eða hin stjarnan. Stórfyrirtækin notuðu óhikað glæsta karla og konur sem báru vel sjáanleg húðflúr til að auglýsa milljóndollara eðalvagna, síma, tölvur, rakspíra og ilmvötn. Allt hafði það áhrif til að auka veg húðflúrsins meðal borgaranna.

En hvaða kristilegu tákn og orð eru vinsælust á stofum húðflúraranna?

Þar eru einkum tvö biblíuvers sem eiga vinninginn.

Litla-Biblían í Jóhannesarguðspjalli 3. 16:

Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.

Og Filippíbréfið 4.13:

Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir.

Krossinn er sívinsæll, ýmist róðukross eða latneskur. Andlitsmynd af frelsaranum er líka algeng. Hið forna tákn kristinna manna, fiskur, er einnig mjög algengt húðflúr. Þá fangamark Krists og dúfa heilags anda, Biblían, grísk orð, englar og myndir af guðsmóðurinni.

Margt kristið fólk lítur á húðflúrið sem leið til boðunar og kjörið tækifæri til að tala um trú sína við fólk sem horfir á húðflúrið. Sumir vilja líka láta aðra vita af því að þeir séu kristinnar trúar og eru stoltir af trúarlegum húðflúrum sínum.

Önnur algeng húðflúruð tákn endurspegla ást, sigur gegn hinu illa, og tákn sem draga fram forgengileika mannsins eins og hauskúpa og stundaglas. Þá tákn sem sýna dirfsku og kjark; tákn sem standa fyrir frjósemi og hamingju. Allt algeng tákn í listasögunni. Og auðvitað spretta upp tískutákn og tískumynstur.

Algengt húðflúr meðal búddista er dharmahjólið, tákn lögmálsins um hina síendurteknu hringrás fæðingar og dauða. Þau sem aðhyllast hindúsima eru gjarnan með mynd guðsins Shíva húðfúraða á fótum.

Oft er haft á orði að aldrei sem í nútímanum hafi sjálfsdýrkun manneskjunnar verið eins rík og nú. Líkamsræktarstöðvar spretta upp eins og gorkúlur – hálfgerð sjálfsdýrkunarguðshús þar sem spegillinn er altaristaflan og vöðvamassinn fagnaðarefnið. Krafan er að allir eigi að vera íturvaxnir og fallegir.

Húðflúr er persónulegt val hvers og eins. Einkamál og einkamerki viðkomandi – eins og einkanúmer.

Húðflúrið getur verið merki um sjálfstæði einstaklingsins í ógnarhröðu nútímasamfélaginu og dregur fram sérstöðu hans í mannmergðinni. Tákn um einstaklingsfrelsi. Tákn um festu í samfélagi þar sem æri margt er einnota – húðflúrið verður ekki svo auðveldlega fjarlægt. Húðflúr er ekki einnota.

Stundum er talað um sjálf húðarinnar (e. ego skin). Húðin er eins og spegill sjálfsins, húðin dregur mörk og innan hennar er manneskjan. Merkin á húðinni (húðflúrið) er eins og önnur húð með táknum sem standa fyrir dygðir, ást, vernd og sigur. Einhver gildi sem eru fólki þrátt fyrir allt enn hugstæð.

 

Heimildir:

Huehnergard, John og Harold Liebowitz, „The Biblical Prohibition Against Tattooing,“ í Vetus Testamentum, 2013, Vol. 63, bls. 59-77.

Michael Rees, „From Outsider to Established – Explaining the Current Popularity and Acceptability of Tattooing,“ í Historical Social Research, 2016, Vol 41, No. 3 (157), bls. 157-174.

Kang, Miliann og Katherine Jones, „Why do people get tattoos?“ í Contexts, vetur 2007, vol. 6, no. 1, bls. 42-77.

Steve Gilbert, Tattoo history, a source book, 2000.

Nicholas Thomas, o.fl.: Tattoo – bodies, Art and Exchange in the Pacific and the West,  2005.

Cesare Lombroso, Criminal man, 2006.

 

 

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Saga húðflúrs er ævagömul.

Árið 1991 fundust leifar af fimm þúsund ára gömlum bronsaldarmanni á fjalli nokkru á landamærum Austurríkis og Ítalíu. Maður þessi hafði orðið úti á veiðum og hjá honum fannst bogi og örvar og tinnusteinn til að kveikja eld með.  Nokkur húðflúr voru á húð þessa manns en lík hans varðveittist það vel að sjá má þau á fótum og kvið.

Í Egyptalandi til forna hafa fundist múmíur sem bera húðflúr. Þær eru frá því um 2000 f. Kr. Það er athyglisvert að allar þær múmíur með húðflúr sem þar hafa fundist eru konur. En múmíur karla og kvenna sem bera húðflúr hafa fundist í Lýbíu og eru frá því um 1300 f. Kr. Táknin sem flúruð voru á þetta fólk tengjast sólardýrkun og guðum sem veita sigur í hernaði. Múmíur með húðflúr hafa einnig fundist í Suður Ameríku og Rússlandi.

Húðflúr gegnir margvíslegum hlutverkum og eru þau menningarbundin. Andlit húðflúruð, ákveðin tákn húðflúruð til að sýna að konur af ákveðnum ættbálkum eru hæfar í hjónaband, hermenn sumra ættbálka fá stríðshúðflúr. Þannig mætti lengi telja.

Lengst af var kristnu fólk í nöp við húðflúr og taldi það vera í andstöðu við Biblíuna. Þá var vitnað til Þriðju Mósebókar 19.28 en þau orð tengjast sorgarsiðum sem áttu sér heiðinn uppruna.

Þið skuluð hvorki rista sár í húð ykkar vegna látins manns né láta húðflúra tákn á ykkur. Ég er Drottinn.

Þegar kristin trú breiddist út dró smám saman úr því að þrælar og glæpamenn væru húðflúraðir af yfirvöldum í refsingarskyni en slíkar merkingar voru algengar. Konstantínus keisari (d. 337), sem varð kristinn, gaf fyrirmæli um það að skylmingaþrælar skyldu húðflúraðir á fótum og höndum en ekki í andliti því andlitið bæri merki þess að maðurinn væri skapaður í Guðs mynd. Hadríanus páfi bannaði húðflúr árið 787 og páfar sem komu á eftir honum voru sama sinnis. Miðaldakirkjan setti húðflúrið í flokk með því sem taldist hjáguðadýrkun – mynddýrkun. Það er ástæða þess að húðflúr var nánast óþekkt meðal kristinna manna þar til á 18. öld.

En það kom að því að kristnir menn kynntust húðflúrinu á nýjan leik. Þeir sigldu um höf, leituðu nýrra landa og álfa. Hittu nýtt fólk. Kynntust nýjum siðum og báru þá heim til sín.

Sæfarandinn James Cook (1728-1779) sigldi suður um höf og komst hann og áhöfn hans í kynni við íbúa Pólýnesíu og hjá þeim var húðflúr í hávegum haft. Sumir í skipshöfn hans létu húðflúra sig og það hafði sín áhrif þegar þeir komu aftur heim til hinnar kristnu Evrópu. Húðflúrið naut þó fyrst og fremst vinsælda meðal lágstéttarhópa, sjómanna, hermanna, vændiskvenna og glæpamanna. Húðflúr á þessu fólki var sem merki samfélagsins á því og bar alla fordóma þess og endurspeglaði iðulega sjálfskynjun fólksins sjálfs.

Síðasta áratuginn fyrir daga fyrri heimsstyrjaldarinnar var húðflúr það sjaldgæft á Vesturlöndum að húðflúrað fólk var notað sem sýningaratriði í fjölleikahúsum.

En margt breytist.

Sumir úr yfirstétt féllu fyrir húðflúrinu og jafnvel konungborið fólk. Húðflúrstískan dofnaði í lok síðari heimsstyrjaldarinnar en lifnaði við í kjölfar umróts sem varð í samfélaginu á sjöunda áratug síðustu aldar m. a. vegna stúdentamótmæla og uppgangs hippahreyfingarinnar. Segja má að húðflúr hafi farið sigurgöngu um hinn vestræna heima á síðustu árum og rofið alla múra milli þjóðfélagshópa. Húðflúrið sem bundið var við undirheima, sjómenn og vændiskonur var leyst úr greipum þessara lágstétta og fólk úr efri stéttum taldi ekki svo fráleitt að fá sér húðflúr þó svo það vekti í fyrstu undrun og jafnvel hneykslan.

Ekki er vitað hvort páfar hafi verið með húðflúr. Eflaust einhverjir prestar og nunnur. Fyrsti lútherski biskup þjóðkirkjunnar sem fékk sér húðflúr er sr. Solveig Lára Guðmundsóttir, fyrrum vígslubiskup Hólastiftis. Lét hún húðflúra á sig kross og íslenska pílagrímamerkið. Hér á landi hefur það reyndar færst í vöxt að prestar og djáknar fái sér húðflúr. Þó það sé kannski annað mál þá væri gaman að gera rannsókn á því hvers konar húðflúr kennilýðurinn velur sér. Velur íhaldssamur prestur sér annars konar húðflúr en frjálslyndur? Slík rannsókn bíður síns tíma.

Sumir hermenn í sjóher þjóða sinna létu húðflúra mynd af Kristi á krossinum á bak sér til að koma í veg fyrir að þeir yrðu húðstrýktir ef þeir lentu í óvinahöndum. Menn hefðu veigrað sér við að láta svipu dynja á baki þess sem bæri slíka mynd.

Húðflúr er líkamsskraut sem verður ekki aftur tekið. Það er þarna. Besta húðflúrið flokkast með list og það versta er ekki annað en klaufalegt krot. Húðflúr hefur smám saman fengið viðurkenningu listaheimsins eftir því sem hann varð forvitnari um þetta listform. Hróður húðflúraranna óx í í kjölfar þess að þeir fengu að sýna í virðulegum listasöfnum og galleríum. Húðflúrað fólk gekk um salina og sýndi húðflúr sín.

Líkaminn er notaður sem flötur fyrir margs konar list. Hann er líka notaður sem baráttuvettvangur. Konur hafa til dæmis látið húðflúra á sig baráttuhúðflúr gegn misnotkun, misrétti og kynferðisofbeldi. Sumar konur sem fengið hafa brjóstakrabbamein hafa látið húðflúra örið þar sem brjóstið var til þess að auðvelda sér að tala um trámað sem þær hafa gengið í gegnum. Húðflúr kvenna eru annars konar en karla. Þeir velja gjarnan húðflúr sem koma heim og saman við einhverjar staðlaðar hugmyndir um karlmennskuna meðan konurnar velja húðflúr eins og blóm, fiðrildi og hjarta.

En húðflúr hefur líka verið notað í refsingarskyni og þá hafa táknin og myndirnar verið einfaldar. Grískar og rómverskar heimildir greina frá slíku. Gríski heimspekingurinn Platón taldi að þeir sem yllu helgispjöllum í hofunum ætti að húðflúra og reka úr lýðveldinu. Svetónus segir frá því að hinn grimmi og duttlungafulli keisari, Kalígúla, hafi fyrirskipað að hirðmenn hans skyldu húðflúraðir. Fanganúmer voru húðflúruð á Gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni.

Neysluhyggja samfélags nútímans og stjörnudýrkun hraðaði framgöngu húðflúrsins. Þegar það var orðið stöðutákn að vera með húðflúr fór skriðan af stað. Fólk vildi vera með samskonar húðflúr eins og þessi eða hin stjarnan. Stórfyrirtækin notuðu óhikað glæsta karla og konur sem báru vel sjáanleg húðflúr til að auglýsa milljóndollara eðalvagna, síma, tölvur, rakspíra og ilmvötn. Allt hafði það áhrif til að auka veg húðflúrsins meðal borgaranna.

En hvaða kristilegu tákn og orð eru vinsælust á stofum húðflúraranna?

Þar eru einkum tvö biblíuvers sem eiga vinninginn.

Litla-Biblían í Jóhannesarguðspjalli 3. 16:

Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.

Og Filippíbréfið 4.13:

Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir.

Krossinn er sívinsæll, ýmist róðukross eða latneskur. Andlitsmynd af frelsaranum er líka algeng. Hið forna tákn kristinna manna, fiskur, er einnig mjög algengt húðflúr. Þá fangamark Krists og dúfa heilags anda, Biblían, grísk orð, englar og myndir af guðsmóðurinni.

Margt kristið fólk lítur á húðflúrið sem leið til boðunar og kjörið tækifæri til að tala um trú sína við fólk sem horfir á húðflúrið. Sumir vilja líka láta aðra vita af því að þeir séu kristinnar trúar og eru stoltir af trúarlegum húðflúrum sínum.

Önnur algeng húðflúruð tákn endurspegla ást, sigur gegn hinu illa, og tákn sem draga fram forgengileika mannsins eins og hauskúpa og stundaglas. Þá tákn sem sýna dirfsku og kjark; tákn sem standa fyrir frjósemi og hamingju. Allt algeng tákn í listasögunni. Og auðvitað spretta upp tískutákn og tískumynstur.

Algengt húðflúr meðal búddista er dharmahjólið, tákn lögmálsins um hina síendurteknu hringrás fæðingar og dauða. Þau sem aðhyllast hindúsima eru gjarnan með mynd guðsins Shíva húðfúraða á fótum.

Oft er haft á orði að aldrei sem í nútímanum hafi sjálfsdýrkun manneskjunnar verið eins rík og nú. Líkamsræktarstöðvar spretta upp eins og gorkúlur – hálfgerð sjálfsdýrkunarguðshús þar sem spegillinn er altaristaflan og vöðvamassinn fagnaðarefnið. Krafan er að allir eigi að vera íturvaxnir og fallegir.

Húðflúr er persónulegt val hvers og eins. Einkamál og einkamerki viðkomandi – eins og einkanúmer.

Húðflúrið getur verið merki um sjálfstæði einstaklingsins í ógnarhröðu nútímasamfélaginu og dregur fram sérstöðu hans í mannmergðinni. Tákn um einstaklingsfrelsi. Tákn um festu í samfélagi þar sem æri margt er einnota – húðflúrið verður ekki svo auðveldlega fjarlægt. Húðflúr er ekki einnota.

Stundum er talað um sjálf húðarinnar (e. ego skin). Húðin er eins og spegill sjálfsins, húðin dregur mörk og innan hennar er manneskjan. Merkin á húðinni (húðflúrið) er eins og önnur húð með táknum sem standa fyrir dygðir, ást, vernd og sigur. Einhver gildi sem eru fólki þrátt fyrir allt enn hugstæð.

 

Heimildir:

Huehnergard, John og Harold Liebowitz, „The Biblical Prohibition Against Tattooing,“ í Vetus Testamentum, 2013, Vol. 63, bls. 59-77.

Michael Rees, „From Outsider to Established – Explaining the Current Popularity and Acceptability of Tattooing,“ í Historical Social Research, 2016, Vol 41, No. 3 (157), bls. 157-174.

Kang, Miliann og Katherine Jones, „Why do people get tattoos?“ í Contexts, vetur 2007, vol. 6, no. 1, bls. 42-77.

Steve Gilbert, Tattoo history, a source book, 2000.

Nicholas Thomas, o.fl.: Tattoo – bodies, Art and Exchange in the Pacific and the West,  2005.

Cesare Lombroso, Criminal man, 2006.

 

 

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir