Trú er hluti af lífsafstöðu fólks og hún getur skipað stóran sess í lífinu eða lítinn. Einhvers konar trú hefur alltaf fylgt mannkyninu og hefur haft mikil áhrif á það. Segja má að allir hafi trú í brjósti sínu eða ígildi hennar og getur hún birst í ýmsum myndum.

Nútímamaðurinn er sjálfstæður einstaklingur og vill ekki láta marga segja sér fyrir verkum. Kennivald kirkju sem gerir þá kröfu til hans að hann taki á móti ýmsu sem trúarkerfið leggur fram, gangist henni nánast á hönd með því að játast ákveðnum trúarkenningum og sérstakri framsetningu trúarinnar, er nánast horfið. Segja má að þetta kennivald lifi hins vegar í ýmsum siðum og venjum sem kirkjan stendur vörð um.

Í forsvari fyrir túlkun trúarinnar eru þau sem eru að störfum fyrir viðkomandi trúfélög og hafa í skjóli menntunar og aðstöðu mikil áhrif á það hvernig túlka skuli trúna. Engu að síður er öllum heimilt að túlka trúna og grundvöll hennar sem er meistarinn frá Nasaret og helgitextar sem segja frá honum. Þar fer fram samtal og íhugun.

Ýmsar kenningar og játningar bera fornan ham í samfélagi nútímans og margur virðir þær sakir forneskju sinnar og hefðarljóma en telur þær lítt hæfa nútímanum. Enda má heyra víða nýjar játningar sem samdar eru út frá trúartextum. Sumar eru persónulegar og aðrar sameiginlegar.

Veraldleg trúfélög, lífsskoðunarfélög, eiga sér líka sinn grundvöll og játningar þar sem ígildi trúarjátningar er trúarafneitun. Forystufólk þessara hreyfinga hefur og túlkunarvald. Siðferðislegur grunnur þeirra er þegar að mestu leyti fyrir hendi í samfélaginu byggður á lögum, reglum og hefðum, sem hvíla á grunni kristninnar.

Í trúnni getur maðurinn fundið leiðir til þess að ganga veg lífsins og öðlast skilning á lífinu á grundvelli trúarinnar.

Þjóðkirkjan er öflugt trúfélag og nýtur sérstöðu í samfélaginu á grundvelli sögu sinnar. Það leggur henni á herðar mikla ábyrgð. Hún hefur á annað hundrað presta og djákna í þjónustu sinni til að koma boðskap trúarinnar áleiðis og þjóna fólki.

Og hver er þessi boðskapur sem kirkjan telur vera svo brýnan? Boðskapur sem hver kristinn söfnuður safnast um til að hlýða á og íhuga?

Á öllum öldum hefur kirkjan haldið fast við þennan boðskap og ekki látið tískustrauma taka hryggjarstykkið úr honum: Guð hefur vitjað heims í Jesú Kristi og vill leiða hann.

Ekki er annað heyra en að þjóðkirkjan leitist við í prédikun sinni og störfum að bregðast við straumum samtímans og ná sambandi við líðandi stund til þess að koma boðskap sínum á framfæri. Hún verður að tala við samtímann á því máli sem hann skilur því hún hefur það hlutverk að boða fagnaðarerindið eftir öllum þeim leiðum er nútíminn kann að bjóða upp á.

Kirkjan þarf ekki að óttast fjandsamleg áhrifaöfl samtímans svo lengi sem hún týnir ekki hinum rauða þræði í boðskap trúarinnar. Hún þarf kannski framar öllu að óttast það að verða um of værukær og sofna á verðinum þar sem henni ber að taka þátt í allri samfélagsumræðunni.

Margur hefur viljað marka trúnni völl hér í heimi á sviði tilfinningalífsins og sett hana undir einkamáladálk mannlífsins. Flíkar ekki miklu um trú sína og því ræður viðkomandi auðvitað. Svo eru þau sem vilja gera trúna nánast að einhverju afbrigði innhverfrar íhugunar og er það vel ef næst að fleyta kjarna trúarinnar til einhverra með þeim hætti. En þó má ekki gleyma að kristin trú geymir ekki aðeins innhverfa þræði heldur og sterka  úthverfa þræði: Jesús Kristur gekk um kring og gjörði gott.  Hún snýr sér að manninum þar sem hann er – ávarpar hann í aðstæðum hversdagsins og lætur sér ekkert vera óviðkomandi.

Veraldleg kjör mannsins geta átt tilkall til afskipta kirkjunnar sem og hin andlegu kjör og svo hefur reyndar verið allt frá fyrstu tíð. Kristin trú verður aldrei sett ofan í skúffu sem merkt er sérstaklega sem trúmál:

kristin trú á að vera í öllum hólfum mannlífsins – hún á að taka á öllu. Þess vegna er hjálparstarf öflugt á vegum kirkju og kristinna safnaða; þess vegna er safnaðarstarf blómlegt í flestum söfnuðum og hvers kyns hjálparhópar að störfum; þess vegna býður kirkjan fram fjölskrúðugt barnastarf því hún vill hafa hönd í bagga með uppeldi barna og styðja foreldra í góðu verki svo ávextir verði góðir; þess vegna vill kirkjan eiga orð við ungmennin á viðkvæmum aldri og efla með þeim trúna í fermingarundirbúningi; þess vegna leiðbeinir kirkjan fjölskyldum og réttir þeim hjálparhönd á öllum stundum lífsins – þannig mætti lengi telja. Allt eru þetta ávextir trúarinnar – ávextir hins góða trés sem vefur sig um kirkjuna.

Trúin á erindi við manninn í heiminum hvar sem hann kann að vera: á öllum aldursskeiðum getur trúin borið góðan ávöxt öðrum til lífs.

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Trú er hluti af lífsafstöðu fólks og hún getur skipað stóran sess í lífinu eða lítinn. Einhvers konar trú hefur alltaf fylgt mannkyninu og hefur haft mikil áhrif á það. Segja má að allir hafi trú í brjósti sínu eða ígildi hennar og getur hún birst í ýmsum myndum.

Nútímamaðurinn er sjálfstæður einstaklingur og vill ekki láta marga segja sér fyrir verkum. Kennivald kirkju sem gerir þá kröfu til hans að hann taki á móti ýmsu sem trúarkerfið leggur fram, gangist henni nánast á hönd með því að játast ákveðnum trúarkenningum og sérstakri framsetningu trúarinnar, er nánast horfið. Segja má að þetta kennivald lifi hins vegar í ýmsum siðum og venjum sem kirkjan stendur vörð um.

Í forsvari fyrir túlkun trúarinnar eru þau sem eru að störfum fyrir viðkomandi trúfélög og hafa í skjóli menntunar og aðstöðu mikil áhrif á það hvernig túlka skuli trúna. Engu að síður er öllum heimilt að túlka trúna og grundvöll hennar sem er meistarinn frá Nasaret og helgitextar sem segja frá honum. Þar fer fram samtal og íhugun.

Ýmsar kenningar og játningar bera fornan ham í samfélagi nútímans og margur virðir þær sakir forneskju sinnar og hefðarljóma en telur þær lítt hæfa nútímanum. Enda má heyra víða nýjar játningar sem samdar eru út frá trúartextum. Sumar eru persónulegar og aðrar sameiginlegar.

Veraldleg trúfélög, lífsskoðunarfélög, eiga sér líka sinn grundvöll og játningar þar sem ígildi trúarjátningar er trúarafneitun. Forystufólk þessara hreyfinga hefur og túlkunarvald. Siðferðislegur grunnur þeirra er þegar að mestu leyti fyrir hendi í samfélaginu byggður á lögum, reglum og hefðum, sem hvíla á grunni kristninnar.

Í trúnni getur maðurinn fundið leiðir til þess að ganga veg lífsins og öðlast skilning á lífinu á grundvelli trúarinnar.

Þjóðkirkjan er öflugt trúfélag og nýtur sérstöðu í samfélaginu á grundvelli sögu sinnar. Það leggur henni á herðar mikla ábyrgð. Hún hefur á annað hundrað presta og djákna í þjónustu sinni til að koma boðskap trúarinnar áleiðis og þjóna fólki.

Og hver er þessi boðskapur sem kirkjan telur vera svo brýnan? Boðskapur sem hver kristinn söfnuður safnast um til að hlýða á og íhuga?

Á öllum öldum hefur kirkjan haldið fast við þennan boðskap og ekki látið tískustrauma taka hryggjarstykkið úr honum: Guð hefur vitjað heims í Jesú Kristi og vill leiða hann.

Ekki er annað heyra en að þjóðkirkjan leitist við í prédikun sinni og störfum að bregðast við straumum samtímans og ná sambandi við líðandi stund til þess að koma boðskap sínum á framfæri. Hún verður að tala við samtímann á því máli sem hann skilur því hún hefur það hlutverk að boða fagnaðarerindið eftir öllum þeim leiðum er nútíminn kann að bjóða upp á.

Kirkjan þarf ekki að óttast fjandsamleg áhrifaöfl samtímans svo lengi sem hún týnir ekki hinum rauða þræði í boðskap trúarinnar. Hún þarf kannski framar öllu að óttast það að verða um of værukær og sofna á verðinum þar sem henni ber að taka þátt í allri samfélagsumræðunni.

Margur hefur viljað marka trúnni völl hér í heimi á sviði tilfinningalífsins og sett hana undir einkamáladálk mannlífsins. Flíkar ekki miklu um trú sína og því ræður viðkomandi auðvitað. Svo eru þau sem vilja gera trúna nánast að einhverju afbrigði innhverfrar íhugunar og er það vel ef næst að fleyta kjarna trúarinnar til einhverra með þeim hætti. En þó má ekki gleyma að kristin trú geymir ekki aðeins innhverfa þræði heldur og sterka  úthverfa þræði: Jesús Kristur gekk um kring og gjörði gott.  Hún snýr sér að manninum þar sem hann er – ávarpar hann í aðstæðum hversdagsins og lætur sér ekkert vera óviðkomandi.

Veraldleg kjör mannsins geta átt tilkall til afskipta kirkjunnar sem og hin andlegu kjör og svo hefur reyndar verið allt frá fyrstu tíð. Kristin trú verður aldrei sett ofan í skúffu sem merkt er sérstaklega sem trúmál:

kristin trú á að vera í öllum hólfum mannlífsins – hún á að taka á öllu. Þess vegna er hjálparstarf öflugt á vegum kirkju og kristinna safnaða; þess vegna er safnaðarstarf blómlegt í flestum söfnuðum og hvers kyns hjálparhópar að störfum; þess vegna býður kirkjan fram fjölskrúðugt barnastarf því hún vill hafa hönd í bagga með uppeldi barna og styðja foreldra í góðu verki svo ávextir verði góðir; þess vegna vill kirkjan eiga orð við ungmennin á viðkvæmum aldri og efla með þeim trúna í fermingarundirbúningi; þess vegna leiðbeinir kirkjan fjölskyldum og réttir þeim hjálparhönd á öllum stundum lífsins – þannig mætti lengi telja. Allt eru þetta ávextir trúarinnar – ávextir hins góða trés sem vefur sig um kirkjuna.

Trúin á erindi við manninn í heiminum hvar sem hann kann að vera: á öllum aldursskeiðum getur trúin borið góðan ávöxt öðrum til lífs.

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir