Stundum er sagt að hraði nútímans sé svo mikill að fólk hafi ekki tíma til að biðja. Í nútímanum er flest allt auk þess mælt eftir árangri og margir eru ekki vissir hvort bæn skili yfirleitt nokkrum árangri. Er þá ekki allt bænahald tímasóun? Sumum dettur í hug að setja bæn fram í skyndi til öryggis ef vera skyldi að hún skilaði árangri. Slíkar hugsanir endurspegla árangurs-sýki nútímans sem svífur yfir öllu lífi okkar.

Oft er svo að mörgum þykir erfitt að biðja. Þeir eru ekki vissir um hvernig eigi að bera sig að. Og sumir halda jafnvel að ein rétt aðferð sé til við að biðja og skili meiri árangri en aðrar. Er stutt bæn betri en löng? Er ekki betra að hafa bænina langa því ekki skortir bænaefni? Til eru menn sem ryðja út úr sér bænum í síbylju og á ógnarhraða meðan öðrum vefst tunga um tönn.

Margur telur sig aldrei hafa verið bænheyrðan meðan aðrir telja svo hafi verið. Sumum finnst líka þeir ekki vera þess verðugir að á bænir þeirra sé hlustað. Í hugum annarra eru bænir sjálfselskufullar vegna þess að þeir telja að þær snúist aðeins um þarfir biðjandans og hann gleymi því öðrum. Enn aðrir halda að bæn líkist stórmarkaði þar sem menn grípa varning úr hillum og skella í körfu. Og svo eru þeir sem líta á bæn sem töfraorð.

Bæn verður til í huga hvers manns þegar hugur hans leitar til Guðs. Og þörf til að biðja verður sömuleiðis líka til þar. Bænin mótast eftir aðstæðum hvers og eins. Sjúkur maður biður um lækningu. Deyjandi maður biður um líkn. Þannig mætti lengi telja.

Bæn er samtal ýmist með orðum eða án orða. Í bæninni göngum við fram fyrir skapara lífsins og opnum huga okkar fyrir honum. Hann sér og veit hvers við ætlum að biðja.

Bænin er líka lofgjörð og þökk. Við lofum þann sem gaf okkur allt og þökkum honum fyrir lífið. Við þurfum oft að minna okkur sjálf á að undur lífsins er ekki frá okkur komið. Það er gjöf.

Allir sem lifa verða einhvern tíma á ævinni fyrir mótlæti. Það er hluti af lífinu sem við vildum reyndar svo sannarlega vera laus við. Mótlæti lífsins ógnar tilveru okkar og við búumst til varnar. Sjúkdómar herja, náttúruhamfarir æða og aðrar ógnir sem maðurinn ræður lítið sem ekkert við. Líf okkar er ofið úr ilmandi þráðum og fögrum en jafnframt grönnum og veikum og öðrum sem minna á svart stálið. Þessi undarlegi vefur sem lífið er vekur margar spurningar í hugum okkar og ekki síst sú staðreynd að lífið eins og við þekkjum það tekur enda. Margar spurningar vakna andspænis þeirri  mögnuðu gátu. En trúin veitir svör og við minnumst orða eins og: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. (Matteusarguðspjall 7.7).

Trúin mun ætíð fylgja manninum eins og dagur fylgir nótt. Stundum er trúin veik og stundum sterk. Sumir kasta jafnvel trúnni á Guð og fara að trúa á sjálfa sig eða búa til trú úr trúleysi sínu. Eða hæra trúnni í einn graut. Þannig spriklar manneskjan á öllum öldum.

Þeir sem eru óvanir að biðja geta stuðst við bænir annarra sem finna má til dæmis í bænabókum. Þær bænir verða þeirra. Þegar búið er að fara oft með þær bænir verða nýjar bænir til í huga þess er biður. Hans eigin bænir – hans eigin orð.

Bæn er mikilvægur þáttur í helgihaldi hvers manns. Í bæninni stillum við huga okkar á bylgjulengd Guðs. Við kyrrum hugann og látum allar hversdagslegar hugsanir streyma út úr honum. Nánast tæmum hann. Við fyllum hann með anda Guðs og stöndum frammi fyrir honum með tómar hendur. Allt er frá honum komið sem hefur gefið okkur lífið. Þakklæti fyrir að lifa ómar í huga okkar og þráin eftir því að ganga fram í anda hans sem er kærleikur og miskunn.

Mundu að bæn er samtal þitt við Guð sem hefur gefið þér lífið. Samtal er á milli tveggja. Það er jafnmikilvægt að hlusta og að setja hugsanir sínar fram. Bænin er lykill sem þú hefur í höndunum og þú skalt nota hann á hverjum degi, kvölds og morgna.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Stundum er sagt að hraði nútímans sé svo mikill að fólk hafi ekki tíma til að biðja. Í nútímanum er flest allt auk þess mælt eftir árangri og margir eru ekki vissir hvort bæn skili yfirleitt nokkrum árangri. Er þá ekki allt bænahald tímasóun? Sumum dettur í hug að setja bæn fram í skyndi til öryggis ef vera skyldi að hún skilaði árangri. Slíkar hugsanir endurspegla árangurs-sýki nútímans sem svífur yfir öllu lífi okkar.

Oft er svo að mörgum þykir erfitt að biðja. Þeir eru ekki vissir um hvernig eigi að bera sig að. Og sumir halda jafnvel að ein rétt aðferð sé til við að biðja og skili meiri árangri en aðrar. Er stutt bæn betri en löng? Er ekki betra að hafa bænina langa því ekki skortir bænaefni? Til eru menn sem ryðja út úr sér bænum í síbylju og á ógnarhraða meðan öðrum vefst tunga um tönn.

Margur telur sig aldrei hafa verið bænheyrðan meðan aðrir telja svo hafi verið. Sumum finnst líka þeir ekki vera þess verðugir að á bænir þeirra sé hlustað. Í hugum annarra eru bænir sjálfselskufullar vegna þess að þeir telja að þær snúist aðeins um þarfir biðjandans og hann gleymi því öðrum. Enn aðrir halda að bæn líkist stórmarkaði þar sem menn grípa varning úr hillum og skella í körfu. Og svo eru þeir sem líta á bæn sem töfraorð.

Bæn verður til í huga hvers manns þegar hugur hans leitar til Guðs. Og þörf til að biðja verður sömuleiðis líka til þar. Bænin mótast eftir aðstæðum hvers og eins. Sjúkur maður biður um lækningu. Deyjandi maður biður um líkn. Þannig mætti lengi telja.

Bæn er samtal ýmist með orðum eða án orða. Í bæninni göngum við fram fyrir skapara lífsins og opnum huga okkar fyrir honum. Hann sér og veit hvers við ætlum að biðja.

Bænin er líka lofgjörð og þökk. Við lofum þann sem gaf okkur allt og þökkum honum fyrir lífið. Við þurfum oft að minna okkur sjálf á að undur lífsins er ekki frá okkur komið. Það er gjöf.

Allir sem lifa verða einhvern tíma á ævinni fyrir mótlæti. Það er hluti af lífinu sem við vildum reyndar svo sannarlega vera laus við. Mótlæti lífsins ógnar tilveru okkar og við búumst til varnar. Sjúkdómar herja, náttúruhamfarir æða og aðrar ógnir sem maðurinn ræður lítið sem ekkert við. Líf okkar er ofið úr ilmandi þráðum og fögrum en jafnframt grönnum og veikum og öðrum sem minna á svart stálið. Þessi undarlegi vefur sem lífið er vekur margar spurningar í hugum okkar og ekki síst sú staðreynd að lífið eins og við þekkjum það tekur enda. Margar spurningar vakna andspænis þeirri  mögnuðu gátu. En trúin veitir svör og við minnumst orða eins og: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. (Matteusarguðspjall 7.7).

Trúin mun ætíð fylgja manninum eins og dagur fylgir nótt. Stundum er trúin veik og stundum sterk. Sumir kasta jafnvel trúnni á Guð og fara að trúa á sjálfa sig eða búa til trú úr trúleysi sínu. Eða hæra trúnni í einn graut. Þannig spriklar manneskjan á öllum öldum.

Þeir sem eru óvanir að biðja geta stuðst við bænir annarra sem finna má til dæmis í bænabókum. Þær bænir verða þeirra. Þegar búið er að fara oft með þær bænir verða nýjar bænir til í huga þess er biður. Hans eigin bænir – hans eigin orð.

Bæn er mikilvægur þáttur í helgihaldi hvers manns. Í bæninni stillum við huga okkar á bylgjulengd Guðs. Við kyrrum hugann og látum allar hversdagslegar hugsanir streyma út úr honum. Nánast tæmum hann. Við fyllum hann með anda Guðs og stöndum frammi fyrir honum með tómar hendur. Allt er frá honum komið sem hefur gefið okkur lífið. Þakklæti fyrir að lifa ómar í huga okkar og þráin eftir því að ganga fram í anda hans sem er kærleikur og miskunn.

Mundu að bæn er samtal þitt við Guð sem hefur gefið þér lífið. Samtal er á milli tveggja. Það er jafnmikilvægt að hlusta og að setja hugsanir sínar fram. Bænin er lykill sem þú hefur í höndunum og þú skalt nota hann á hverjum degi, kvölds og morgna.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir