Oft er haft á orði að í tilfinningum manneskjunnar felist ákveðin orka. Þegar fólk hefur fengið útrás fyrir tilfinningar sínar upplifir það mikið orkuleysi. Það er sem undin tuska. Þá er nauðsyn að safna orku. Sumar tilfinningar eru flokkaðar sem jákvæðar og þær þekkjum við mæta vel eins og ást, virðingu og umhyggju. Viljum rækta þær með okkur og kenna börnum að kannast við þær. Aðrar eru neikvæðar og á þeim þarf að hafa stjórn. Neikvæðar tilfinningar hafa verið settar í flokk með dauðasyndum því svo alvarlegar hafa þær verið taldar. Ein þeirra er öfundin sem er kraftmikil tilfinning og neikvæð.

„Ef við gætum virkjað öfundina hér á landi, þyrftum við ekki aðra orku,“

sagði einn íslenskur menningarfrömuður fyrir margt löngu.[1] Kannski felst í því sannleikskorn, eða hvað?

Það er gott að vera tilfinningavera, manneskja sem hefur mýkt og lætur í ljósi tilfinningar sínar. Oft erum við líka hvött til að bæla ekki tilfinningarnar niður vegna þess að það sé óhollt sálunni að láta þær krauma og streitast á móti því að þær komi upp á yfirborðið.

Öfundin er ein af hinum skuggalegu tilfinningum sem manneskjan glímir við og tekst misjafnlega. Frá blautu barnsbeini er okkur kennt að vera ekki öfundsjúk. Það sé ekki fagurt að öfunda aðra heldur eigum við að gleðjast með öðrum þegar vel gengur hjá þeim. En þetta reynist okkur stundum erfitt. Við fögnum aldeilis ekki alltaf innilega þegar einhverjum vegnar vel hvort heldur í starfi eða einkalífi. Sérstaklega þegar allir eiga að vera sætastir og miklir snillingar.

Öfundin er jafngömul mannkyninu og er tilfinning sem ekki er hægt að leiða hjá sér. Hún er tengd því sem illt er og kannski er frægasta dæmið um hana að finna í sjálfri Paradís. Þau Adam og Eva voru sæl í Edensgarði forðum daga allt þar til að höggormurinn slægi kom skríðandi til þeirra og vakti athygli á því að þau gætu orðið eins og Guð með því að eta ávöxt nokkurn sem þeim var bannað að snerta. Þessi tilhugsun um að geta orðið eins og Guð vakti öfundina í brjóstum þeirra og því fór sem fór. Hið sama er að segja af þeim bræðrum Kain og Abel. Öfundin sem gaus upp í huga Kains leiddi til þess að hann réðist gegn bróður sínum.

Öll höfum við fundið fyrir öfundsýki þó að hún hafi ekki leitt til jafn skelfilegra athafna eins og hjá Kain. Öfundin rís upp eins og höggormur í sálum okkar þegar við lítum í kringum okkur og virðum fyrir okkur það sem annað fólk á, hvernig það er og hvernig það hagar sér. Við viljum verða eins og það, eignast það sem það á og njóta sömu viðurkenningar og það. Þannig er öfundin sem kló er vill krafsa í það sem aðrir hafa með einhverjum hætti fengið hvort heldur það er nú auður eða fegurð.

En öfundin birtist líka í illu umtal i, andúð og hroka. Í henni er alltaf að finna einhvern samanburð. Við berum okkur saman við aðra og ef við náum ekki sömu stöðu og þau þá grípum við stundum til þess að níða viðkomandi niður með orðum og reyndar stundum í athöfnum. En orðin eru alltaf nær okkur en athafnir og öll vitum við að orð geta verið hættuleg og sér í lagi þau orð sem enginn veit hvaðan koma. Þau orð kallast rógur og rógurinn er nafnlaus en ekki alltaf bragðlaus.

Öfundin eykur á svartsýni hjá okkur og kyndir undir þunglyndislegum hugsunum sem brjóta okkur niður. Okkur finnst sem staða okkar sé vonlaus meðan aðrir baða sig í vellystingum og hafa það gott. En við stöndum kyrr á sama stað og ekkert gengur. Allt gengur betur hjá öðrum. Slíkar hugsanir grafa um sig í huga okkar og ná stundum að skjóta svo djúpum rótum að við verðum að leita okkur aðstoðar til að rífa þær upp og sá því sem gefur góðan ávöxt af sér.

En er eitthvert ráð til gegn öfundinni? Er þetta ekki mannleg tilfinning sem við virðumst ráða lítið við? Jú, það er rétt. En reynslan kennir okkur manneskjunum að öfundin leiðir alltaf til ills og hið illa viljum við forðast í lengstu lög. Allt uppeldi og öll hugarfarsmótun hvort heldur siðferðileg eða félagsleg miðar að því að leiða okkur þetta fyrir sjónir: Af öfund hlýst aðeins illt.

Öllum er því hollt að viðurkenna þessa tilfinningu og að hún sé illviðráðanleg en jafnframt verði að stappa stálinu í sig til að hemja hana. Berjast á móti því sem illt er og meiðir. Í þessari baráttu kemur okkur til hjálpar kærleiksboðorðið sem Jesús Kristur sagði vera æðst allra:

Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum… Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.

Tilvísun

[1] Matthías Johannessen, Hugleiðingar og viðtöl, (Helgafell: Reykjavík, 1963), bls. 220.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Oft er haft á orði að í tilfinningum manneskjunnar felist ákveðin orka. Þegar fólk hefur fengið útrás fyrir tilfinningar sínar upplifir það mikið orkuleysi. Það er sem undin tuska. Þá er nauðsyn að safna orku. Sumar tilfinningar eru flokkaðar sem jákvæðar og þær þekkjum við mæta vel eins og ást, virðingu og umhyggju. Viljum rækta þær með okkur og kenna börnum að kannast við þær. Aðrar eru neikvæðar og á þeim þarf að hafa stjórn. Neikvæðar tilfinningar hafa verið settar í flokk með dauðasyndum því svo alvarlegar hafa þær verið taldar. Ein þeirra er öfundin sem er kraftmikil tilfinning og neikvæð.

„Ef við gætum virkjað öfundina hér á landi, þyrftum við ekki aðra orku,“

sagði einn íslenskur menningarfrömuður fyrir margt löngu.[1] Kannski felst í því sannleikskorn, eða hvað?

Það er gott að vera tilfinningavera, manneskja sem hefur mýkt og lætur í ljósi tilfinningar sínar. Oft erum við líka hvött til að bæla ekki tilfinningarnar niður vegna þess að það sé óhollt sálunni að láta þær krauma og streitast á móti því að þær komi upp á yfirborðið.

Öfundin er ein af hinum skuggalegu tilfinningum sem manneskjan glímir við og tekst misjafnlega. Frá blautu barnsbeini er okkur kennt að vera ekki öfundsjúk. Það sé ekki fagurt að öfunda aðra heldur eigum við að gleðjast með öðrum þegar vel gengur hjá þeim. En þetta reynist okkur stundum erfitt. Við fögnum aldeilis ekki alltaf innilega þegar einhverjum vegnar vel hvort heldur í starfi eða einkalífi. Sérstaklega þegar allir eiga að vera sætastir og miklir snillingar.

Öfundin er jafngömul mannkyninu og er tilfinning sem ekki er hægt að leiða hjá sér. Hún er tengd því sem illt er og kannski er frægasta dæmið um hana að finna í sjálfri Paradís. Þau Adam og Eva voru sæl í Edensgarði forðum daga allt þar til að höggormurinn slægi kom skríðandi til þeirra og vakti athygli á því að þau gætu orðið eins og Guð með því að eta ávöxt nokkurn sem þeim var bannað að snerta. Þessi tilhugsun um að geta orðið eins og Guð vakti öfundina í brjóstum þeirra og því fór sem fór. Hið sama er að segja af þeim bræðrum Kain og Abel. Öfundin sem gaus upp í huga Kains leiddi til þess að hann réðist gegn bróður sínum.

Öll höfum við fundið fyrir öfundsýki þó að hún hafi ekki leitt til jafn skelfilegra athafna eins og hjá Kain. Öfundin rís upp eins og höggormur í sálum okkar þegar við lítum í kringum okkur og virðum fyrir okkur það sem annað fólk á, hvernig það er og hvernig það hagar sér. Við viljum verða eins og það, eignast það sem það á og njóta sömu viðurkenningar og það. Þannig er öfundin sem kló er vill krafsa í það sem aðrir hafa með einhverjum hætti fengið hvort heldur það er nú auður eða fegurð.

En öfundin birtist líka í illu umtal i, andúð og hroka. Í henni er alltaf að finna einhvern samanburð. Við berum okkur saman við aðra og ef við náum ekki sömu stöðu og þau þá grípum við stundum til þess að níða viðkomandi niður með orðum og reyndar stundum í athöfnum. En orðin eru alltaf nær okkur en athafnir og öll vitum við að orð geta verið hættuleg og sér í lagi þau orð sem enginn veit hvaðan koma. Þau orð kallast rógur og rógurinn er nafnlaus en ekki alltaf bragðlaus.

Öfundin eykur á svartsýni hjá okkur og kyndir undir þunglyndislegum hugsunum sem brjóta okkur niður. Okkur finnst sem staða okkar sé vonlaus meðan aðrir baða sig í vellystingum og hafa það gott. En við stöndum kyrr á sama stað og ekkert gengur. Allt gengur betur hjá öðrum. Slíkar hugsanir grafa um sig í huga okkar og ná stundum að skjóta svo djúpum rótum að við verðum að leita okkur aðstoðar til að rífa þær upp og sá því sem gefur góðan ávöxt af sér.

En er eitthvert ráð til gegn öfundinni? Er þetta ekki mannleg tilfinning sem við virðumst ráða lítið við? Jú, það er rétt. En reynslan kennir okkur manneskjunum að öfundin leiðir alltaf til ills og hið illa viljum við forðast í lengstu lög. Allt uppeldi og öll hugarfarsmótun hvort heldur siðferðileg eða félagsleg miðar að því að leiða okkur þetta fyrir sjónir: Af öfund hlýst aðeins illt.

Öllum er því hollt að viðurkenna þessa tilfinningu og að hún sé illviðráðanleg en jafnframt verði að stappa stálinu í sig til að hemja hana. Berjast á móti því sem illt er og meiðir. Í þessari baráttu kemur okkur til hjálpar kærleiksboðorðið sem Jesús Kristur sagði vera æðst allra:

Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum… Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.

Tilvísun

[1] Matthías Johannessen, Hugleiðingar og viðtöl, (Helgafell: Reykjavík, 1963), bls. 220.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir