Það er stundum sagt að eðlileg sjálfselska sé nauðsynleg hverjum manni. Hins vegar heyrist líka að sjálfselska sé ekki mönnum holl. Margir þekkja einnig málsháttinn: Hver er sjálfum sér næstur.

Sjálfselska beinist að manneskjunni sjálfri eins og sjálft orðið ber með sér. Um er að ræða elsku sem er sjálfhverf, snýst um eigið sjálf. Sá maður sem elskar sjálfan sig lætur eigin hag og þarfir ganga fyrir. Lætur sjálfan sig ætíð efstan á blað – síðan koma aðrir.

Sjálfselskan getur stundum verið uppbyggileg og jákvæð gagnvart einstaklingum, hún verndar hann í vissum aðstæðum – og aðrir kunna jafnvel að hafa góðan hag af því á stundum. Hún getur líka lagt stein í götu mannsins sjálfs og verið hóflaus eða innan ákveðinna marka sem þjóna honum en ekki öðrum. Sjálfselskan getur líka verið ein mynd ofbeldis þegar fólk lætur elsku til sjálfs sín bitna harkalega á öðrum og notar jafnvel aðra einstaklinga til þess að þjóna sjálfselsku sinni.

Öll þekkjum við sjálfselskuna, ýmist í litlum mæli eða miklum. Mörgum tekst líka að dylja hana vegna þess að í uppeldi er hún ekki talin æskileg nema að ákveðnu marki: að bera virðingu fyrir sjálfum sér. Hjálpfýsi og aðstoð við þau sem eru hjálpar þurfi er innprentuð börnum frá blautu barnsbeini.

En varla líður sá dagur að fólk standi ekki andspænis vali milli sjálfselsku og elsku til annarra.

Stundum er sagt að í lífsháska dugi það eitt að hver maður bjargi sjálfum sér. Og víst er að andspænis mikilli lífshættu hugsar hver og einn um að bjarga eigin skinni.

En þau eru líka til sem hafa beitt kröftum sínum til að koma öðrum til hjálpar í aðsteðjandi hættu og hirt minna um eigin hag. Slíkt fólk kallast hetjur og margur á því líf að gjalda en sínu fórnaði það.

Það þarf ekki að kenna börnum sjálfselsku. Hún er þeim meðfædd að vissu marki eða verður til í samspili þeirra við umhverfið. Hugur barnsins virðist telja að heimurinn sé því gefinn og engum öðrum. Uppeldi felst meðal annars í því að beisla þennan sjálfhverfa þátt svo barnið verði farsæll einstaklingur.

Öll erum við á einu máli um að öllum eigi að lífa vel og takmarkið sé að lina þjáningar þeirra sem þjást með einum eða öðrum hætti.

Kristin trú gerir uppreisn gegn taumlausri sjálfselsku og hvetur fólk fyrst og síðast til að láta sér annt um hag annarra. Elskufullur hugur á ekki að nema staðar við mörk eigin hugsunar og hags heldur beinast að öðrum.

Meistarinn frá Nasaret lagði grunn siðferðilegrar velferðar og kristið fólk vill standa á þeim grunni. Hann hafði margt um kærleika og elsku að segja og var fyrirmynd í þeim efnum eins og í svo mörgu öðru. Setti kærleika og elsku í flokk boðorða. Það er ekki lítið. Hjá honum lá kærleiksröðin ljós fyrir og við rifjum hana hér upp: Elska okkar beinist fyrst til Guð skaparans fyrir að gefa okkur lífið, síðan til náungans eftir þeirri elsku sem við sýnum sjálfum okkur. Þetta er röðin: Guð, náunginn, þú.

Eða með orðum hans sjálfs – hið æðsta boðorð:

„Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er hliðstætt þessu: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ (Matteusarguðspjall 22.37-39).

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Það er stundum sagt að eðlileg sjálfselska sé nauðsynleg hverjum manni. Hins vegar heyrist líka að sjálfselska sé ekki mönnum holl. Margir þekkja einnig málsháttinn: Hver er sjálfum sér næstur.

Sjálfselska beinist að manneskjunni sjálfri eins og sjálft orðið ber með sér. Um er að ræða elsku sem er sjálfhverf, snýst um eigið sjálf. Sá maður sem elskar sjálfan sig lætur eigin hag og þarfir ganga fyrir. Lætur sjálfan sig ætíð efstan á blað – síðan koma aðrir.

Sjálfselskan getur stundum verið uppbyggileg og jákvæð gagnvart einstaklingum, hún verndar hann í vissum aðstæðum – og aðrir kunna jafnvel að hafa góðan hag af því á stundum. Hún getur líka lagt stein í götu mannsins sjálfs og verið hóflaus eða innan ákveðinna marka sem þjóna honum en ekki öðrum. Sjálfselskan getur líka verið ein mynd ofbeldis þegar fólk lætur elsku til sjálfs sín bitna harkalega á öðrum og notar jafnvel aðra einstaklinga til þess að þjóna sjálfselsku sinni.

Öll þekkjum við sjálfselskuna, ýmist í litlum mæli eða miklum. Mörgum tekst líka að dylja hana vegna þess að í uppeldi er hún ekki talin æskileg nema að ákveðnu marki: að bera virðingu fyrir sjálfum sér. Hjálpfýsi og aðstoð við þau sem eru hjálpar þurfi er innprentuð börnum frá blautu barnsbeini.

En varla líður sá dagur að fólk standi ekki andspænis vali milli sjálfselsku og elsku til annarra.

Stundum er sagt að í lífsháska dugi það eitt að hver maður bjargi sjálfum sér. Og víst er að andspænis mikilli lífshættu hugsar hver og einn um að bjarga eigin skinni.

En þau eru líka til sem hafa beitt kröftum sínum til að koma öðrum til hjálpar í aðsteðjandi hættu og hirt minna um eigin hag. Slíkt fólk kallast hetjur og margur á því líf að gjalda en sínu fórnaði það.

Það þarf ekki að kenna börnum sjálfselsku. Hún er þeim meðfædd að vissu marki eða verður til í samspili þeirra við umhverfið. Hugur barnsins virðist telja að heimurinn sé því gefinn og engum öðrum. Uppeldi felst meðal annars í því að beisla þennan sjálfhverfa þátt svo barnið verði farsæll einstaklingur.

Öll erum við á einu máli um að öllum eigi að lífa vel og takmarkið sé að lina þjáningar þeirra sem þjást með einum eða öðrum hætti.

Kristin trú gerir uppreisn gegn taumlausri sjálfselsku og hvetur fólk fyrst og síðast til að láta sér annt um hag annarra. Elskufullur hugur á ekki að nema staðar við mörk eigin hugsunar og hags heldur beinast að öðrum.

Meistarinn frá Nasaret lagði grunn siðferðilegrar velferðar og kristið fólk vill standa á þeim grunni. Hann hafði margt um kærleika og elsku að segja og var fyrirmynd í þeim efnum eins og í svo mörgu öðru. Setti kærleika og elsku í flokk boðorða. Það er ekki lítið. Hjá honum lá kærleiksröðin ljós fyrir og við rifjum hana hér upp: Elska okkar beinist fyrst til Guð skaparans fyrir að gefa okkur lífið, síðan til náungans eftir þeirri elsku sem við sýnum sjálfum okkur. Þetta er röðin: Guð, náunginn, þú.

Eða með orðum hans sjálfs – hið æðsta boðorð:

„Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er hliðstætt þessu: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ (Matteusarguðspjall 22.37-39).

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir