Flestir lifa lífi sem kalla má venjulegt líf. Auðvitað eru til margvíslegar útgáfur af því sem nefnt er svo og þar með mætti kannski alveg eins segja að flestir lifi sínu venjulega lífi á eigin forsendum – eða að allir lifi óvenjulegu lífi út frá sínum venjulega sjónarhóli. Hvað um það. Einhvers staðar þarna úti er sem sé hugmynd um venjulegt líf sem getur líka verið harla óvenjulegt í dagfarslegum prúðleika sínum.

Venjulegt líf mótast af ýmsu og má þar fyrst nefna vinnu, nám, heimilishald, umhyggju fyrir börnum, tómstundir, samvinnu og svo mætti lengi telja. Ýmsar áhyggjur sækja á allar manneskjur og ólík vandamál skjóta upp kolli sem geta truflað gang hins venjulega lífs. Það eru áhyggjur sem oft eiga rót sína í fjárhagsörðugleikum eða slitróttum samskiptum – eða áhyggjur af einhverjum í fjölskyldunni. Oft sækir stöðnun að þessu venjubundna lífi – stöðnun sem er kannski eitt nafn af mörgum á gráum hversdagsleikanum – þegar hver dagur verður öðrum líkur og virðist ætla að kæfa allan andlegan ferskleika. Þegar hversdagsleikinn sækir að er mikilvægt að geta brotið lífsmynstrið upp með einhverju móti og hleypt inn nýjum straumum.

Eitt megineinkenni venjulegs lífs er ábyrgð þess sem því lifir – ábyrgð á daglegum rekstri sjálfs síns og heimilisins. Ábyrgð á högum sinna nánustu og kærleikur til þeirra. Þetta er ábyrgð sem hver og einn axlar einn og sér og í mörgum tilvikum með þeim sem honum standa  næst. Þegar fólk ber sameiginlega ábyrgð á einhverju er lykilatriði að geta rætt málin og skoðað þau út frá ýmsum hliðum og reynt að leita niðurstöðu sem er í samræmi við hugsanir beggja aðila.

En lífið gengur stundum alvarlega úr hinum venjulegu skorðum. Ljósasta dæmið um það eru jarðhræringarnar á Reykjanesi og hvernig þær hafa kippt svo mörgum stoðum undan hinu venjulega lífi sem Grindvíkingar lifðu. Þær hremmingar hafa sameinað litla þjóð sem vill sem fyrst að lífinu verði komið í venjulegan farveg. Það tekur tíma og reynir á þolrif þeirra sem stóðu frammi fyrir því að þurfa að yfirgefa hin venjulegu heimili sín.

Margir hvíla sælir í sínu venjulega lífi og vilja litlu breyta. En aðrir sitja um sitt venjulega líf og reyna hvað þeir geta til að snúa á það. Þeir þola kannski ekki eintóna hljóm þess og hversdagsleika. Upplifa stundum að hversdagsleikinn verður yfirþyrmandi. Þá er gripið til aðgerða. Ný gönguleið getur verið nýbreytni – ný hárgreiðsla eða flík – undirbúningur matarboðs fyrir góða vini – eða viðkomandi ákveður að rífa sig upp og fara á námskeið. Lesa bók. Fara í leikhús eða á safn.

Hægt er að telja upp langan lista af þeim möguleikum sem bjóðast þeim sem ætla sér að vinna bug á gráum hversdagsleikanum.

Kirkjublaðið.is gerist svo djarft að benda á þann möguleika að líta við í kirkju á morgun. Taka þátt í helgihaldi og hlusta á prédikun – eða bara fylgjast með því álengdar af bekknum og spyrja í huganum hvort þetta höfði til þeirra. Hvað skyldi presturinn annars segja? Aldrei að vita nema hann víki að hversdagslegu lífi þeirra sem sitja á kirkjubekk og með hvaða hætti trúin banki þar upp á.

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Flestir lifa lífi sem kalla má venjulegt líf. Auðvitað eru til margvíslegar útgáfur af því sem nefnt er svo og þar með mætti kannski alveg eins segja að flestir lifi sínu venjulega lífi á eigin forsendum – eða að allir lifi óvenjulegu lífi út frá sínum venjulega sjónarhóli. Hvað um það. Einhvers staðar þarna úti er sem sé hugmynd um venjulegt líf sem getur líka verið harla óvenjulegt í dagfarslegum prúðleika sínum.

Venjulegt líf mótast af ýmsu og má þar fyrst nefna vinnu, nám, heimilishald, umhyggju fyrir börnum, tómstundir, samvinnu og svo mætti lengi telja. Ýmsar áhyggjur sækja á allar manneskjur og ólík vandamál skjóta upp kolli sem geta truflað gang hins venjulega lífs. Það eru áhyggjur sem oft eiga rót sína í fjárhagsörðugleikum eða slitróttum samskiptum – eða áhyggjur af einhverjum í fjölskyldunni. Oft sækir stöðnun að þessu venjubundna lífi – stöðnun sem er kannski eitt nafn af mörgum á gráum hversdagsleikanum – þegar hver dagur verður öðrum líkur og virðist ætla að kæfa allan andlegan ferskleika. Þegar hversdagsleikinn sækir að er mikilvægt að geta brotið lífsmynstrið upp með einhverju móti og hleypt inn nýjum straumum.

Eitt megineinkenni venjulegs lífs er ábyrgð þess sem því lifir – ábyrgð á daglegum rekstri sjálfs síns og heimilisins. Ábyrgð á högum sinna nánustu og kærleikur til þeirra. Þetta er ábyrgð sem hver og einn axlar einn og sér og í mörgum tilvikum með þeim sem honum standa  næst. Þegar fólk ber sameiginlega ábyrgð á einhverju er lykilatriði að geta rætt málin og skoðað þau út frá ýmsum hliðum og reynt að leita niðurstöðu sem er í samræmi við hugsanir beggja aðila.

En lífið gengur stundum alvarlega úr hinum venjulegu skorðum. Ljósasta dæmið um það eru jarðhræringarnar á Reykjanesi og hvernig þær hafa kippt svo mörgum stoðum undan hinu venjulega lífi sem Grindvíkingar lifðu. Þær hremmingar hafa sameinað litla þjóð sem vill sem fyrst að lífinu verði komið í venjulegan farveg. Það tekur tíma og reynir á þolrif þeirra sem stóðu frammi fyrir því að þurfa að yfirgefa hin venjulegu heimili sín.

Margir hvíla sælir í sínu venjulega lífi og vilja litlu breyta. En aðrir sitja um sitt venjulega líf og reyna hvað þeir geta til að snúa á það. Þeir þola kannski ekki eintóna hljóm þess og hversdagsleika. Upplifa stundum að hversdagsleikinn verður yfirþyrmandi. Þá er gripið til aðgerða. Ný gönguleið getur verið nýbreytni – ný hárgreiðsla eða flík – undirbúningur matarboðs fyrir góða vini – eða viðkomandi ákveður að rífa sig upp og fara á námskeið. Lesa bók. Fara í leikhús eða á safn.

Hægt er að telja upp langan lista af þeim möguleikum sem bjóðast þeim sem ætla sér að vinna bug á gráum hversdagsleikanum.

Kirkjublaðið.is gerist svo djarft að benda á þann möguleika að líta við í kirkju á morgun. Taka þátt í helgihaldi og hlusta á prédikun – eða bara fylgjast með því álengdar af bekknum og spyrja í huganum hvort þetta höfði til þeirra. Hvað skyldi presturinn annars segja? Aldrei að vita nema hann víki að hversdagslegu lífi þeirra sem sitja á kirkjubekk og með hvaða hætti trúin banki þar upp á.

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir