Það er undarleg að verið sé að drepa manneskjur á hverjum degi og leggja borgir í auðn. Einhver sagði að maðurinn væri því miður ekki kominn lengra en þetta. Þegar hann er í stríðsham er engu eirt.

Viðurstyggð eyðileggingarinnar, segir einn guðspjallamaðurinn.

Getum við verið ótrufluð af þjáningum annarra?

Við lifum okkar hversdagslega lífi og í fjarska eru fréttir af stríðshörmungum.

Úkraína. Herþotur og önnur vopn eru á leiðinni. Líka skriðdrekar. Stríðsglæpamaður í Moskvu. Faðmlög, vestræn og austræn. Örvæntingarfullt fólk leitar í rústum heimila sinna. Nálykt yfir borgum.

Hvað á þjóð að gera þegar önnur ræðst að henni með valdi?

Almenningur – fólk eins og ég og þú. Við.

Verður ekki að grípa til varna?

Ekkert okkar vildi vera í þeim sporum að senda börn syni og dætur í fremstu víglínu.

Og hvað getum við gert? Spyrjum í einfeldni okkar: Er ekki hægt að binda endi á þessar skelfingar? Hvað með friðarviðræður?

Friður – hvað er nú það?

Svona er þjáning annarra og sársauki – við fylgjumst með úr fjarska. Nokkuð örugg en kannski ráðþrota, tvístígandi: Stríð var og er enn ómótstæðilegasta – og myndrænasta – fréttin. (Susan Sontag, Um sársauka annarra, R. bls. 71).  Þjáning annarra setur líka mark sitt á okkur  en hver stöðvar sigurgöngu hamlsausra hermanna? (bls. 65).

Það er svo að sjá sem þjáning hafi ætíð fylgt mannkyninu. Hvar sem borið er niður í sögu mannkynsins má sjá þjáningu af ýmsum toga. Margir segja sem svo að þjáningin sé nánast samofin sögu mannsins: hvar sem maðurinn er á ferð þá mun ætíð fylgja skrefum hans einhvers konar þjáning. Þó nútímamenn telji sig standa framar en menn fyrri tíða þá hefur þeim ekki tekist að vinna bug á þjáningunni. Auðvitað hefur margt áunnist mannkyni til heilla eins og t.d. í læknavísindum. En þjáningin er þrátt fyrir allt ætíð einhvers staðar handan við hornið ýmist í einkalífi manna eða í samskiptum þjóðanna eins og dæmin sanna.

En það er ekki bara hjá mönnum sem þjáning ber að dyrum. Alls staðar úti í náttúrunni sjáum við þjáningu við hlið fegurðarinnar. Sjáum miskunnarleysi lífvera sem ráðast margar hver að annarri sjálfum sér til lífs og er svo að sjá að þar sé dauði eins annars líf.

Og saklaust fólk þjáist…

Náttúruhamfarir dynja yfir og enginn fær vörnum við komið. Jörð nötraði í Tyrklandi og Sýrlandi fyrir nokkru og gleypti fimmtíu þúsund manns. Sennilega farið að snjóa yfir þá frétt. Sjórinn gengur á land, eldur rís úr iðrum jarðar og það hriktir í fjöllum. Fárviðri fer um borgir og lönd. Menn og dýr farast og eignaspjöll eru mikil.

En hvaðan er þjáningin runnin? Getum við svarað þeirri spurningu?

Kristin trú geymir helgimyndafræði þjáningarinnar. Hún fjallar öðrum þræði um þjáningu Guðs og manns, heimsins, í ljósi upprisunnar.

Maðurinn er vera sem spyr og leitar – vera sem gefst aldrei upp í leit sinni að svörum við gátu lífsins. Og hann reynir að svara eftir bestu getu en veit þó að svörin eru ófullkominn.

Gjörðir manna hafa ýmsar afleiðingar í för með sér – það er öllum ljóst. Misvitrir þjóðarleiðtogar hafa kallað dauða og þjáningu yfir þjóðir sínar og þarf engin dæmi að nefna í því sambandi. Þjóðir hafa líka oft verið undarlega auðblekktar af alls konar lýðskrumurum sem hafa leitt þær út í herfilegar ógöngur. Samskipti manna í millum mótast stundum af ógnunum, svikum og lygum.  Maðurinn hefur oft horfst í augu við þversögn lífsins  og gömul orð vitna um það og gætu hafa verið rituð í gær en þau á postulinn Páll:

Hið góða, sem ég vil, geri ég ekki en hið vonda, sem ég vil ekki, það geri ég. (Rómverjabréfið 7.19).

Guð er oft dreginn til ábyrgðar vegna þjáningar veraldar. Sennilega auðveldara að kenna honum um allar ófarir – fyrst fólk segir að hann sé til. Eflaust vilja einhverjir draga Guð fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag eins og Pútín. Menn spyrja einfaldlega: Hvernig í ósköpunum gat Guð skapað svona skelfilega veröld? Er hann ekki algóður og alvitur? Hvers vegna grípur hann ekki inn í þegar allt stefnir í voða?

Sumir trúaðir menn vilja ekki ræða mál þessi vegna þess að þeir telja það ekki sæma að dæma Guð né ræða hvort sköpun hans hefði getað verið með öðrum hætti en hún er. Aðrir trúmenn gerast svo djarfir að halda uppi vörnum fyrir skaparann og svara eftir mætti: Hvers konar heimur væri heimurinn ef Guð væri alltaf að grípa inn í allt það sem aflaga færi? Væri heimurinn þá ekki frekar líkur einhvers konar vél sem gengi smurt fyrir sig heldur en lífi þar sem skiptast á skin og skúrir? Aðrir segja: Svo skelfilega veröld hefur enginn góður Guð skapað – þess vegna er Guð ekki til.

En þó menn þurrki Guð úr vitund veraldar er þar með ekki sagt að þeir eigi greiða leið að svari við vandamáli þjáningarinnar í heiminum.

Trúað fólk hefur sett allt traust sitt á Guð andspænis þjáningu veraldar. Fá dæmi eru um að fólk hafi gengið af trú sinni við það að ganga í gegnum þjáningar. Það merkilega er að hún hefur eflst við það hvort heldur þjáningin var af eigin rót runnin eða óumflýjanleg.

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Það er undarleg að verið sé að drepa manneskjur á hverjum degi og leggja borgir í auðn. Einhver sagði að maðurinn væri því miður ekki kominn lengra en þetta. Þegar hann er í stríðsham er engu eirt.

Viðurstyggð eyðileggingarinnar, segir einn guðspjallamaðurinn.

Getum við verið ótrufluð af þjáningum annarra?

Við lifum okkar hversdagslega lífi og í fjarska eru fréttir af stríðshörmungum.

Úkraína. Herþotur og önnur vopn eru á leiðinni. Líka skriðdrekar. Stríðsglæpamaður í Moskvu. Faðmlög, vestræn og austræn. Örvæntingarfullt fólk leitar í rústum heimila sinna. Nálykt yfir borgum.

Hvað á þjóð að gera þegar önnur ræðst að henni með valdi?

Almenningur – fólk eins og ég og þú. Við.

Verður ekki að grípa til varna?

Ekkert okkar vildi vera í þeim sporum að senda börn syni og dætur í fremstu víglínu.

Og hvað getum við gert? Spyrjum í einfeldni okkar: Er ekki hægt að binda endi á þessar skelfingar? Hvað með friðarviðræður?

Friður – hvað er nú það?

Svona er þjáning annarra og sársauki – við fylgjumst með úr fjarska. Nokkuð örugg en kannski ráðþrota, tvístígandi: Stríð var og er enn ómótstæðilegasta – og myndrænasta – fréttin. (Susan Sontag, Um sársauka annarra, R. bls. 71).  Þjáning annarra setur líka mark sitt á okkur  en hver stöðvar sigurgöngu hamlsausra hermanna? (bls. 65).

Það er svo að sjá sem þjáning hafi ætíð fylgt mannkyninu. Hvar sem borið er niður í sögu mannkynsins má sjá þjáningu af ýmsum toga. Margir segja sem svo að þjáningin sé nánast samofin sögu mannsins: hvar sem maðurinn er á ferð þá mun ætíð fylgja skrefum hans einhvers konar þjáning. Þó nútímamenn telji sig standa framar en menn fyrri tíða þá hefur þeim ekki tekist að vinna bug á þjáningunni. Auðvitað hefur margt áunnist mannkyni til heilla eins og t.d. í læknavísindum. En þjáningin er þrátt fyrir allt ætíð einhvers staðar handan við hornið ýmist í einkalífi manna eða í samskiptum þjóðanna eins og dæmin sanna.

En það er ekki bara hjá mönnum sem þjáning ber að dyrum. Alls staðar úti í náttúrunni sjáum við þjáningu við hlið fegurðarinnar. Sjáum miskunnarleysi lífvera sem ráðast margar hver að annarri sjálfum sér til lífs og er svo að sjá að þar sé dauði eins annars líf.

Og saklaust fólk þjáist…

Náttúruhamfarir dynja yfir og enginn fær vörnum við komið. Jörð nötraði í Tyrklandi og Sýrlandi fyrir nokkru og gleypti fimmtíu þúsund manns. Sennilega farið að snjóa yfir þá frétt. Sjórinn gengur á land, eldur rís úr iðrum jarðar og það hriktir í fjöllum. Fárviðri fer um borgir og lönd. Menn og dýr farast og eignaspjöll eru mikil.

En hvaðan er þjáningin runnin? Getum við svarað þeirri spurningu?

Kristin trú geymir helgimyndafræði þjáningarinnar. Hún fjallar öðrum þræði um þjáningu Guðs og manns, heimsins, í ljósi upprisunnar.

Maðurinn er vera sem spyr og leitar – vera sem gefst aldrei upp í leit sinni að svörum við gátu lífsins. Og hann reynir að svara eftir bestu getu en veit þó að svörin eru ófullkominn.

Gjörðir manna hafa ýmsar afleiðingar í för með sér – það er öllum ljóst. Misvitrir þjóðarleiðtogar hafa kallað dauða og þjáningu yfir þjóðir sínar og þarf engin dæmi að nefna í því sambandi. Þjóðir hafa líka oft verið undarlega auðblekktar af alls konar lýðskrumurum sem hafa leitt þær út í herfilegar ógöngur. Samskipti manna í millum mótast stundum af ógnunum, svikum og lygum.  Maðurinn hefur oft horfst í augu við þversögn lífsins  og gömul orð vitna um það og gætu hafa verið rituð í gær en þau á postulinn Páll:

Hið góða, sem ég vil, geri ég ekki en hið vonda, sem ég vil ekki, það geri ég. (Rómverjabréfið 7.19).

Guð er oft dreginn til ábyrgðar vegna þjáningar veraldar. Sennilega auðveldara að kenna honum um allar ófarir – fyrst fólk segir að hann sé til. Eflaust vilja einhverjir draga Guð fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag eins og Pútín. Menn spyrja einfaldlega: Hvernig í ósköpunum gat Guð skapað svona skelfilega veröld? Er hann ekki algóður og alvitur? Hvers vegna grípur hann ekki inn í þegar allt stefnir í voða?

Sumir trúaðir menn vilja ekki ræða mál þessi vegna þess að þeir telja það ekki sæma að dæma Guð né ræða hvort sköpun hans hefði getað verið með öðrum hætti en hún er. Aðrir trúmenn gerast svo djarfir að halda uppi vörnum fyrir skaparann og svara eftir mætti: Hvers konar heimur væri heimurinn ef Guð væri alltaf að grípa inn í allt það sem aflaga færi? Væri heimurinn þá ekki frekar líkur einhvers konar vél sem gengi smurt fyrir sig heldur en lífi þar sem skiptast á skin og skúrir? Aðrir segja: Svo skelfilega veröld hefur enginn góður Guð skapað – þess vegna er Guð ekki til.

En þó menn þurrki Guð úr vitund veraldar er þar með ekki sagt að þeir eigi greiða leið að svari við vandamáli þjáningarinnar í heiminum.

Trúað fólk hefur sett allt traust sitt á Guð andspænis þjáningu veraldar. Fá dæmi eru um að fólk hafi gengið af trú sinni við það að ganga í gegnum þjáningar. Það merkilega er að hún hefur eflst við það hvort heldur þjáningin var af eigin rót runnin eða óumflýjanleg.

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir