Í mörgum kirkjum er að finna ágæt rými til að hafa listsýningar af ýmsu tagi. Stundum er ljóst að listaverkin hafa sterkar kirkjulegar tengingar eða skírskotanir. Í öðrum tilvikum er ekki í fljótu bragði nein tengsl að sjá. Sýningin virðist eingöngu standa ein og sér án nokkurra tilvísana sem minna á trú. En þó tilvísanir sýnist vera fjarri þá er það í hendi þess sem skoðar listsýningu hverju sinni að segja til um það.

Listaverk sem listamaður hefur fráleitt tengt nokkuð kirkjulegt eða trúarlegt við að eigin mati hefur ekkert um það að segja hvað listneytandinn kann að sjá í verkinu. Eins og stundum er sagt að þegar listmálarinn hefur strokið síðasta pensilfarið á strigann eða rithöfundur slegið síðasta stafinn í handriti sínu þá hafa þeir ekkert meira um örlög verksins að segja þegar það er komið í hendur og fyrir augu þeirra sem njóta. Þau túlka, skilja og velta vöngum.

Þegar Kjarval var spurður einhverju sinni hvort hann vildi segja eitthvað um eina af myndum sínum svaraði hann stutt og laggott: Nei. Myndin er þarna. Og bætti því við að hann ætlaði ekki að forstimpla hana með einhverju ómerkilegu blaðri.

Skilningur á list getur nefnilega verið afstæður.

Umhverfi hefur áhrif. Sé listaverk sýnt í fjósi kallar það á annan skilning á verkinu vegna umhverfisins. Af hverju er þetta verk sýnt hér? Í fjósinu? Það er hægt að svara því með ýmsu móti og skjóta á litlum listfræðilegum fyrirlestrum – án gríns. Umhverfi hefur áhrif á allt, manneskjurnar, hlutina og listina. Það skapar og mótar – meira en okkur grunar.

Þegar listaverk eru komin inn í sýningarsal kirkju eru þau komin í umhverfi sem þau verða lesin og skilin í það sinnið. Hvort það er réttur skilningur eða ekki skal ekkert fullyrt um og kannski ekki víst að til sé einhver einn skilningur þegar listin er annars vegar. Þegar þau eru flutt í annað sýningarrými getur allt annar skilningur vaknað á þeim.

Í gær var opnuð í Neskirkju listsýning á Torginu og ber heitið: Hreinsunaraðferðir. Þar er ungur listamaður á ferð, Arnar Ásgeirsson. Verkin sem hann sýnir eru litlir skúlptúrar úr plasti sem geyma ýmsa hreinlætisvökva. Í stað höfuðs er tappi og hann hefur endurmótað brúsana í karlmennskuform.

Þegar komið er inn á torgið tekur á móti manni dauft lyktarlandslag sem maður kannast við að einhverju leyti. Það var til dæmis gaman að reka nefið að skúlptúr sem gerður var augljóslega úr umbúðum þvottalagarins Þvol – sem er enn framleitt. Skúlptúrarnir eru ýmist fylltir af vökvum til hálfs eða nær upp að tappa. Önnur hreinlætisefni sem fylla þessa smáskúlptúra eru til dæmis spritt, klór, ilmvatn og klósetthreinsir. Þetta eru allt efni sem fylgja manneskjunum og heimilum þeirra. Efni sem margir telja vera lífsnauðsynleg. Já, efni sem eiga að taka á eins og umbúðir þeirra sýna: stæltur og fagur líkami karlmanns. Hinn sterki maður en ekki hinn mjúki með kampavínsflöskuaxlir. Já, nú verður tekið á því eins og í ræktinni!

Þessi hversdagslegu hreinsiefni sem skúlptúrarnir geyma tilheyra menningu okkar. Við viljum halda heimilum okkar hreinum og að sjálfsögðu okkur sjálfum. Líkaminn er nú musteri Guðs, segir á einum góðum stað. Öll trúarbrögð telja sig hafa sitthvað að segja um líkama manneskjunnar og það hefur nú ekki alltaf verið par hollt. En í stærra samhengi er öngþveiti, kaos öndvert við kosmos, reglu. Sköpunarsagan fyrri segir frá því er komið var skikki á kaosinn og hann settur í kosmos. Sem sé tekið til í djúpinu mikla þar sem andi Guðs sveif yfir. Regla sett á hlutina. Sum heimili geta verið eins og djúpið mikla þegar allt er á hvolfi. Óþrif eru öngþveiti og manneskjan berst gegn þeim og guð er með henni í liði. Þess vegna hófu á sínum tíma ýmsar stofnanir samfélagsins eins og skólar að boða hreinlæti. Kenna fólki að þrífa sig og virða umhverfi sitt.

Menningin og trúarbrögðin eru að mörgu leyti skipulagt taumhald á mannskepnunni og umhverfi hennar. Engu að síður er menningin mótuð af manneskjum og eitthvað þarf að koma til svo ákveðnir þættir í samfélaginu teljist óæskilegir og beri að vinna gegn. Líkamsþefur komst í ruslflokk með tilkomu borgarastéttarinnar á 19. öld og var talinn mikill ósómi.

Meginástæður fyrir breytingum til hins betra hvað snertir hreinlæti er betri vitund um hollara líf í hreinu og heilsusamlegra umhverfi. Auðvitað kemur líka til betri efnahagur fólks og öflugra samfélag. Sem og sterk vitund um að hver maður beri ábyrgð á eigin hreinlæti og heilsu. Þá má einnig benda á stöðugu ímyndunarsköpun hins kapítalíska samfélags sem eirir engu, það er svo sem eðli hans, og ekkert við því að segja meðan fólk gerir ekki byltingu. Ímyndunarsköpunin sem tengist hreinlæti er fagur líkami og hreinn, stoltur og töfrandi, fögur húsakynni og hrein, ilmandi líkami og ilmandi hús. Sem sé lyktarlandslag í háklassa.

En hverfum eftir þennan skylduga útúrdúr aftur að sýningunni í Neskirkju. Litfagrir smákarlaskúlptúrarnir hvíla á nettum steyptum stalli, gráum. Hendur þeirra eru brotnar af sem og fætur við hné. Eins og fornar styttur sem fundist hafa í jörðu í aldagrónum menningarborgum á borð við Róm og Aþenu. Skúlptúrarnir eru gljáandi sléttir og tæknilega afar vel gerðir. Undraefnið plast nýtur sín vel.

Plast. Byltingarkennt efni á sínum tíma. Þetta voðalega efni sem mengar jörð og haf. Þverstæða að þessir líkamsræktuðu karlar skuli geyma hreinsiefni í mengandi plastlíkama sínum. Segir það eitthvað um karlmennskuna? Eða um okkur manneskjurnar?

Niðurstaða: Sýningin í Neskirkju, Hreinsunaraðferðir, vekur upp ýmsar fjörlegar hugsanir um karlmennsku, menningu, trúarbrögð og umhverfismál. Húsnæði hefur sennilega áhrif á túlkun listaverkanna eins og í þessu tilviki þegar verkin kalla fram ýmsar trúarlegar og menningarlegar tilvísanir. Verkin hefðu kallað á allt aðra túlkun hefðu þau verið sett upp í Mjólkurbúi Flóamanna. Eða á Sjávarútvegssýningunni. Já, eða á prestastefnu.

                           

Listamaðurinn Arnar Ásgeirsson (f. 1982)

 

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Í mörgum kirkjum er að finna ágæt rými til að hafa listsýningar af ýmsu tagi. Stundum er ljóst að listaverkin hafa sterkar kirkjulegar tengingar eða skírskotanir. Í öðrum tilvikum er ekki í fljótu bragði nein tengsl að sjá. Sýningin virðist eingöngu standa ein og sér án nokkurra tilvísana sem minna á trú. En þó tilvísanir sýnist vera fjarri þá er það í hendi þess sem skoðar listsýningu hverju sinni að segja til um það.

Listaverk sem listamaður hefur fráleitt tengt nokkuð kirkjulegt eða trúarlegt við að eigin mati hefur ekkert um það að segja hvað listneytandinn kann að sjá í verkinu. Eins og stundum er sagt að þegar listmálarinn hefur strokið síðasta pensilfarið á strigann eða rithöfundur slegið síðasta stafinn í handriti sínu þá hafa þeir ekkert meira um örlög verksins að segja þegar það er komið í hendur og fyrir augu þeirra sem njóta. Þau túlka, skilja og velta vöngum.

Þegar Kjarval var spurður einhverju sinni hvort hann vildi segja eitthvað um eina af myndum sínum svaraði hann stutt og laggott: Nei. Myndin er þarna. Og bætti því við að hann ætlaði ekki að forstimpla hana með einhverju ómerkilegu blaðri.

Skilningur á list getur nefnilega verið afstæður.

Umhverfi hefur áhrif. Sé listaverk sýnt í fjósi kallar það á annan skilning á verkinu vegna umhverfisins. Af hverju er þetta verk sýnt hér? Í fjósinu? Það er hægt að svara því með ýmsu móti og skjóta á litlum listfræðilegum fyrirlestrum – án gríns. Umhverfi hefur áhrif á allt, manneskjurnar, hlutina og listina. Það skapar og mótar – meira en okkur grunar.

Þegar listaverk eru komin inn í sýningarsal kirkju eru þau komin í umhverfi sem þau verða lesin og skilin í það sinnið. Hvort það er réttur skilningur eða ekki skal ekkert fullyrt um og kannski ekki víst að til sé einhver einn skilningur þegar listin er annars vegar. Þegar þau eru flutt í annað sýningarrými getur allt annar skilningur vaknað á þeim.

Í gær var opnuð í Neskirkju listsýning á Torginu og ber heitið: Hreinsunaraðferðir. Þar er ungur listamaður á ferð, Arnar Ásgeirsson. Verkin sem hann sýnir eru litlir skúlptúrar úr plasti sem geyma ýmsa hreinlætisvökva. Í stað höfuðs er tappi og hann hefur endurmótað brúsana í karlmennskuform.

Þegar komið er inn á torgið tekur á móti manni dauft lyktarlandslag sem maður kannast við að einhverju leyti. Það var til dæmis gaman að reka nefið að skúlptúr sem gerður var augljóslega úr umbúðum þvottalagarins Þvol – sem er enn framleitt. Skúlptúrarnir eru ýmist fylltir af vökvum til hálfs eða nær upp að tappa. Önnur hreinlætisefni sem fylla þessa smáskúlptúra eru til dæmis spritt, klór, ilmvatn og klósetthreinsir. Þetta eru allt efni sem fylgja manneskjunum og heimilum þeirra. Efni sem margir telja vera lífsnauðsynleg. Já, efni sem eiga að taka á eins og umbúðir þeirra sýna: stæltur og fagur líkami karlmanns. Hinn sterki maður en ekki hinn mjúki með kampavínsflöskuaxlir. Já, nú verður tekið á því eins og í ræktinni!

Þessi hversdagslegu hreinsiefni sem skúlptúrarnir geyma tilheyra menningu okkar. Við viljum halda heimilum okkar hreinum og að sjálfsögðu okkur sjálfum. Líkaminn er nú musteri Guðs, segir á einum góðum stað. Öll trúarbrögð telja sig hafa sitthvað að segja um líkama manneskjunnar og það hefur nú ekki alltaf verið par hollt. En í stærra samhengi er öngþveiti, kaos öndvert við kosmos, reglu. Sköpunarsagan fyrri segir frá því er komið var skikki á kaosinn og hann settur í kosmos. Sem sé tekið til í djúpinu mikla þar sem andi Guðs sveif yfir. Regla sett á hlutina. Sum heimili geta verið eins og djúpið mikla þegar allt er á hvolfi. Óþrif eru öngþveiti og manneskjan berst gegn þeim og guð er með henni í liði. Þess vegna hófu á sínum tíma ýmsar stofnanir samfélagsins eins og skólar að boða hreinlæti. Kenna fólki að þrífa sig og virða umhverfi sitt.

Menningin og trúarbrögðin eru að mörgu leyti skipulagt taumhald á mannskepnunni og umhverfi hennar. Engu að síður er menningin mótuð af manneskjum og eitthvað þarf að koma til svo ákveðnir þættir í samfélaginu teljist óæskilegir og beri að vinna gegn. Líkamsþefur komst í ruslflokk með tilkomu borgarastéttarinnar á 19. öld og var talinn mikill ósómi.

Meginástæður fyrir breytingum til hins betra hvað snertir hreinlæti er betri vitund um hollara líf í hreinu og heilsusamlegra umhverfi. Auðvitað kemur líka til betri efnahagur fólks og öflugra samfélag. Sem og sterk vitund um að hver maður beri ábyrgð á eigin hreinlæti og heilsu. Þá má einnig benda á stöðugu ímyndunarsköpun hins kapítalíska samfélags sem eirir engu, það er svo sem eðli hans, og ekkert við því að segja meðan fólk gerir ekki byltingu. Ímyndunarsköpunin sem tengist hreinlæti er fagur líkami og hreinn, stoltur og töfrandi, fögur húsakynni og hrein, ilmandi líkami og ilmandi hús. Sem sé lyktarlandslag í háklassa.

En hverfum eftir þennan skylduga útúrdúr aftur að sýningunni í Neskirkju. Litfagrir smákarlaskúlptúrarnir hvíla á nettum steyptum stalli, gráum. Hendur þeirra eru brotnar af sem og fætur við hné. Eins og fornar styttur sem fundist hafa í jörðu í aldagrónum menningarborgum á borð við Róm og Aþenu. Skúlptúrarnir eru gljáandi sléttir og tæknilega afar vel gerðir. Undraefnið plast nýtur sín vel.

Plast. Byltingarkennt efni á sínum tíma. Þetta voðalega efni sem mengar jörð og haf. Þverstæða að þessir líkamsræktuðu karlar skuli geyma hreinsiefni í mengandi plastlíkama sínum. Segir það eitthvað um karlmennskuna? Eða um okkur manneskjurnar?

Niðurstaða: Sýningin í Neskirkju, Hreinsunaraðferðir, vekur upp ýmsar fjörlegar hugsanir um karlmennsku, menningu, trúarbrögð og umhverfismál. Húsnæði hefur sennilega áhrif á túlkun listaverkanna eins og í þessu tilviki þegar verkin kalla fram ýmsar trúarlegar og menningarlegar tilvísanir. Verkin hefðu kallað á allt aðra túlkun hefðu þau verið sett upp í Mjólkurbúi Flóamanna. Eða á Sjávarútvegssýningunni. Já, eða á prestastefnu.

                           

Listamaðurinn Arnar Ásgeirsson (f. 1982)

 

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir