Þjóðkirkjan er fjölmennt félag á íslenskan mælikvarða. Og meira en það. Stærsta félag landsins og telur rúmlega sextíu prósent landsmanna – eða ríflega 230þúsund manns.

Fjöldi fólks fylgist vel með félaginu og tekur þátt í starfsemi þess. Þjóðkirkjufólk sem ann félaginu, kann að meta lýðræðisleg vinnubrögð og opna stjórnsýslu. Fólkið vill vita hvað er á seyði í félaginu og hvað standi til hvort heldur á grundvelli sóknar eða æðstu stjórnar kirkjunnar.

Nú hefur samband þessa stóra félags, þjóðkirkjunnar, við ríkið tekið breytingum og þær munu verða fleiri þegar ný þjóðkirkjulög koma til sögunnar með samþykki Alþingis á vordögum.

Þetta er fagnaðarefni og þjóðkirkjan horfir fram á tíma nær algers sjálfstæðis með öll sín mál.

Þegar ný braut er fetuð þarf að gæta sín og huga vel að öllu.

Kirkjublaðið.is hefur heyrt að býsna margir geri athugasemdir við að ekki eru lengur birt nöfn umsækjenda um prestaköll eins og áður var. Nú er bara auglýst og enginn veit neitt fyrr en tilkynnt er hver fékk starfið.

Allir vita að ríkinu er skylt að birta nöfn umsækjenda um embætti og þegar um áhrifastöður er að ræða birtast nöfn umsækjenda iðulega í fjölmiðlum. Auglýst er í Lögbirtingablaði og víðar. Það er ekki gert til að svala forvitni fólks heldur til að sjá það mannval sem hefur áhuga á vissum störfum og að allt sé uppi á borðum í nafni gagnsæis, opinnar og vandaðrar stjórnsýslu. Þá er og sjálfsagt að umsækjendur viti hverjir aðrir sækja um sömu stöðu. Skemmst er að minnast að nýlega sóttu sextíu manns um stöðu forsetaritara. Og á vef heilbrigðisráðuneytisins mátti sjá fyrir nokkru nöfn þrettán einstaklinga sem sóttu um embætti skrifstofustjóra skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu í ráðuneytinu – og vakti það kannski athygli að það voru tíu konur og þrír karlar. Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins segir nefnilega: „Skylt er, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að upplýsingum um nöfn og starfsheiti umsækjenda þegar umsóknarfrestur er liðinn.“  Samhljóða setning stendur reyndar enn í starfsreglum um val og veitingu prestsembætta, 3. 16.

Nöfn umsækjenda um prestaköll eru sem sé ekki lengur birt. Það er miður. Margir í prestaköllunum veltu vöngum yfir umsækjendum þegar nöfn þeirra voru birt. Höfðu janfvel skoðanir á því hvern þau vildu fá en vissu mæta vel að matsnefnd færi yfir umsóknir og síðan væri málið í höndum kjörnefndar og biskups. En það var opið. Fólk sá hvaða ungu guðfræðingar og prestar höfðu áhuga á prestakallinu og sum þeirra höfðu býsna drjúga reynslu í pokahorninu. Og nöfn nýúskrifaðra guðfræðinga voru eins og sproti hins nýja og vorboði í kirkjunni. Nú er ekkert birt fyrr en í lokin þegar sagt er hver hreppti hnossið.

Það er ekki gott að mati Kirkjublaðsins.is að aukið sjálfstæði kirkjunnar leiði til ógagnsæis í stjórnsýslunni. Rök gegn birtingu á nöfnum umsækjenda um stöður eru oft þau að birting fæli frá góða umsækjendur. Það er réttmætt sjónarhorn að vissu marki, en það er eðlilegt og sjálfsagt að fólk hreyfi sig og sæki um störf sem losna og engin ástæða til að nota þau rök gegn gagnsæi. Í nútímanum þarf enginn að móðgast þó einhver hafi hug á að færa sig um set og láta aðra njóta starfskrafta sinna á skyldum vettvangi innan sama félags eða stofnunar. Margir starfa til dæmis hjá fleiri en einum stað á starfsævinni og það þykir kostur.

Gagnsæi í starfsemi félags um smátt sem stórt er lykilatriði til að efla traust þess.

Kirkjublaðið.is vonar að þetta verði tekið til athugunar. Sjálft hefur það verið spennt fyrir því hve margir sóttu um Dalaprestakall en það var auglýst laus til umsóknar fyrir skemmstu. Þá væri og gaman að vita hverjir sækja um Reykholtsprestakall en umsóknafrestur um það er reyndar ekki enn liðinn. Ekki er gott að heyra á skotspónum um hinn eða þennan umsækjandann sem kannski reynist svo ekki vera rétt heldur aðeins sögusögn.

Kirkjublaðið.is gerir athugasemd við þetta að þessu sinni.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Þjóðkirkjan er fjölmennt félag á íslenskan mælikvarða. Og meira en það. Stærsta félag landsins og telur rúmlega sextíu prósent landsmanna – eða ríflega 230þúsund manns.

Fjöldi fólks fylgist vel með félaginu og tekur þátt í starfsemi þess. Þjóðkirkjufólk sem ann félaginu, kann að meta lýðræðisleg vinnubrögð og opna stjórnsýslu. Fólkið vill vita hvað er á seyði í félaginu og hvað standi til hvort heldur á grundvelli sóknar eða æðstu stjórnar kirkjunnar.

Nú hefur samband þessa stóra félags, þjóðkirkjunnar, við ríkið tekið breytingum og þær munu verða fleiri þegar ný þjóðkirkjulög koma til sögunnar með samþykki Alþingis á vordögum.

Þetta er fagnaðarefni og þjóðkirkjan horfir fram á tíma nær algers sjálfstæðis með öll sín mál.

Þegar ný braut er fetuð þarf að gæta sín og huga vel að öllu.

Kirkjublaðið.is hefur heyrt að býsna margir geri athugasemdir við að ekki eru lengur birt nöfn umsækjenda um prestaköll eins og áður var. Nú er bara auglýst og enginn veit neitt fyrr en tilkynnt er hver fékk starfið.

Allir vita að ríkinu er skylt að birta nöfn umsækjenda um embætti og þegar um áhrifastöður er að ræða birtast nöfn umsækjenda iðulega í fjölmiðlum. Auglýst er í Lögbirtingablaði og víðar. Það er ekki gert til að svala forvitni fólks heldur til að sjá það mannval sem hefur áhuga á vissum störfum og að allt sé uppi á borðum í nafni gagnsæis, opinnar og vandaðrar stjórnsýslu. Þá er og sjálfsagt að umsækjendur viti hverjir aðrir sækja um sömu stöðu. Skemmst er að minnast að nýlega sóttu sextíu manns um stöðu forsetaritara. Og á vef heilbrigðisráðuneytisins mátti sjá fyrir nokkru nöfn þrettán einstaklinga sem sóttu um embætti skrifstofustjóra skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu í ráðuneytinu – og vakti það kannski athygli að það voru tíu konur og þrír karlar. Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins segir nefnilega: „Skylt er, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að upplýsingum um nöfn og starfsheiti umsækjenda þegar umsóknarfrestur er liðinn.“  Samhljóða setning stendur reyndar enn í starfsreglum um val og veitingu prestsembætta, 3. 16.

Nöfn umsækjenda um prestaköll eru sem sé ekki lengur birt. Það er miður. Margir í prestaköllunum veltu vöngum yfir umsækjendum þegar nöfn þeirra voru birt. Höfðu janfvel skoðanir á því hvern þau vildu fá en vissu mæta vel að matsnefnd færi yfir umsóknir og síðan væri málið í höndum kjörnefndar og biskups. En það var opið. Fólk sá hvaða ungu guðfræðingar og prestar höfðu áhuga á prestakallinu og sum þeirra höfðu býsna drjúga reynslu í pokahorninu. Og nöfn nýúskrifaðra guðfræðinga voru eins og sproti hins nýja og vorboði í kirkjunni. Nú er ekkert birt fyrr en í lokin þegar sagt er hver hreppti hnossið.

Það er ekki gott að mati Kirkjublaðsins.is að aukið sjálfstæði kirkjunnar leiði til ógagnsæis í stjórnsýslunni. Rök gegn birtingu á nöfnum umsækjenda um stöður eru oft þau að birting fæli frá góða umsækjendur. Það er réttmætt sjónarhorn að vissu marki, en það er eðlilegt og sjálfsagt að fólk hreyfi sig og sæki um störf sem losna og engin ástæða til að nota þau rök gegn gagnsæi. Í nútímanum þarf enginn að móðgast þó einhver hafi hug á að færa sig um set og láta aðra njóta starfskrafta sinna á skyldum vettvangi innan sama félags eða stofnunar. Margir starfa til dæmis hjá fleiri en einum stað á starfsævinni og það þykir kostur.

Gagnsæi í starfsemi félags um smátt sem stórt er lykilatriði til að efla traust þess.

Kirkjublaðið.is vonar að þetta verði tekið til athugunar. Sjálft hefur það verið spennt fyrir því hve margir sóttu um Dalaprestakall en það var auglýst laus til umsóknar fyrir skemmstu. Þá væri og gaman að vita hverjir sækja um Reykholtsprestakall en umsóknafrestur um það er reyndar ekki enn liðinn. Ekki er gott að heyra á skotspónum um hinn eða þennan umsækjandann sem kannski reynist svo ekki vera rétt heldur aðeins sögusögn.

Kirkjublaðið.is gerir athugasemd við þetta að þessu sinni.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir