Altaristöflur í íslenskar kirkjur hafa komið úr ýmsum áttum fyrr á tímum. Margar þeirra voru danskar og sumar höfðu íslenskir málarar gert eftir bestu getu. Þegar Íslendingar hófu um aldamótin 1900 nám í myndlist töldu margir að nú myndu þeir sjá alfarið um að prýða kirkjurnar með verkum sínum. [2] En þegar upp var staðið varð altaristöflumálun ekki stór þáttur á listferli þeirra. Það er órannsakað mál hvers vegna svo varð. [1]

Sá sem gjarnan er talinn vera fyrsti frumkvöðullinn í íslenskri myndlist, Þórarinn B. Þorláksson, skilaði ekki nema fimm altaristöflum sem frumverkum til íslenskra kirkna.

Þórarinn Benedikt Þorláksson – sjálfsmynd frá 1924

Þórarinn Benedikt Þorláksson (1867-1924) stundaði myndlistarnám í Kaupmannahöfn 1895-1902.[3] Hann var fyrstur Íslendinga til að ljúka prófi í myndlist og telst vera frumkvöðull í íslenskri listmálun ásamt þeim Ásgrími Jónssyni, Jóhannesi Kjarval og Jóni Stefánssyni.

Þórarinn Benedikt fæddist 14. febrúar 1867 að Undirfelli í Vatnsdal. Hann lærði bókband og starfaði lengi við þá iðn. Síðan hóf hann nám við Listaháskólann í Kaupmannahöfn og lauk námi þaðan. Eftir hann liggur fjöldi landslagsmálverka. [4]

„Meistarinn var lágvaxinn vindlareykíngamaður í fínofnum tweed-fötum með snyrtilegt hafurskegg og gullbúin gleraugu sem voru formuð eins og hálftúngl,“ svo lýsti Halldór Laxness honum sem var nemandi hans í stuttan tíma.[5]

Frumverk (altaristöflur) eftir Þórarin eru í Þingeyrarkirkju, frá 1911, Brjánslækjarkirkju, 1912, Stórólfshvolskirkju, 1914, Bíldudalskirkju 1916, Þingmúlakirkju í Skriðdal, 1916.[6] Þá gerði hann sex altaristöflur sem eru eftirmyndir af verkum danskra málara.[7]

Hér verður vikið lítillega að frumverkum Þórarins í altaristöflugerð.

Fyrst er það altaristaflan í Þingeyrarkirkju, frá 1911:

Altaristafla Þingeyrarkirkju – mynd: Ívar Brynjólfsson. Stærð:155,5×124 cm

Stefið er Jesús blessar börnin.

Mynd Jesú: Síðhærður, hár fellur á herðar niður, skeggjaður. Horfir beint í augu þess er horfir á myndina. Situr á steini. Bjartur yfirlitum og fagur. Umkringis höfuð hans er helgibaugur, daufhvítur. Í hvítum efnismiklum kyrtli.

Þrjár stúlkur horfa til hans og ein er sýnu næst honum og hann leggur hönd sína á öxl hennar. Í baksýn eru íslensk fjöll, breið ár. Himinn er bláhvítur. Meistarinn frá Nasaret er kominn til Íslands! Myndin er í raunsæisstíl með rómantísku ívafi.

Þetta er altaristaflan í Brjánslækjarkirkju, frá 1912:

Altaristafla Brjánslækjarkirkju – mynd: Ívar Brynjólfsson. Stærð: 114×83 cm

Stefið er góði hirðirinn.

Mynd Jesú: Stendur í götu, er í miðri mynd, sér í annan fótinn. Hvítur kyrtill, efnismikill. Alvarlegur á svip og horfir beint fram. Helgibaugur í kringum höfuð hans. Sítt ár sem fellur niður á axlir, yfirvaraskegg sem rennur saman við barta, ekki að sjá að um alskegg sé að ræða. Pétursskarð á höku?

Hann heldur á lambi sem er óvenjulítið. Fjær sést í tvö lömb.

Himinn er fallega blár með ský á sveimi.

Íslensk fjöll í baksýn, vatn eða á.

Raunsæisstíll – dulúðugur undirtónn.

 

Altaristaflan í Stórólfshvolskirkju, frá 1914:

Altaristafla Stórólfshvolskirkju mynd: Kirkjublaðið.is [8]

Mynd Jesú: Hann er í miðju myndar og í hvítum allefnismiklum kyrtli, breiður helgibaugur umkringis höfuð hans. Sítt hár og skegg. Myndarmaður.

Svipur Jesú er nokkuð skarpleitur og einbeittur.

Tvær stúlkur eru hjá honum og hann styður hönd á öxl annarrar þeirra. Spyrja má hvers vegna listamaðurinn hefur valið að hafa tvær stúlkur en ekki stúlku og dreng – hins sama má spyrja um Þingeyrartöfluna. Stúlkurnar eru í bláum og rauðum kyrtlum. Báðar horfa þær ákveðið upp til Jesú.

Biblíustef: Jesús blessar börnin.

Í baksýn eru fjöll, sem gætu verið íslensk, og vatn. Himinn er blár.

Jesús er hafður utarlega í hægri ramma og horfir niður til stúlknanna en landslagið í vinstri hluta myndarinnar nær að njóta sín vel án þess þó að skyggja á persónu frelsarans. Jesús er aðalatriði myndarinnar þó til hliðar sé og drifhvítur kyrtill hans undirstrikar það og nær ákveðinni athygli áhorfandans.

Raunsæi með rómantísku ívafi.

Altaristafla Bíldudalskirkju – mynd: Ívar Brynjólfsson. Stærð: 130×92 cm

Þetta er altaristaflan í Bíldudalskirkju, frá 1916:

Kristur og María Magdalena við gröfina.

Upprisumynd.

Mynd Jesú: Miðja myndar, í hvítum kyrtli með rauðum hliðarmöttli. Lófar hans eru opnir og þar sér í sáramerki hans eftir krossfestinguna. Hann er með helgibaug, enni hátt, sítt svart skegg og hár niður á axlir. Hár maður og grannur. Fagur yfirlitum en alvarlegur á svip og horfir til Maríu sem er dökkklædd og stendur við einhvers konar vegg.

Bak Kristi eru fjöll og vatn, gæti verið íslensk nátttúrusýn. Himinn blár, dagrenning.

Raunsæi og með rómantísku ívafi.

Þessi altaristafla er í Þingmúlakirkju í Skriðdal, 1916:

Altaristafla Þingmúlakirkju – mynd: Ívar Brynjólfsson. Stærð: 144,5×110 cm

Myndefni: Kristur og bersynduga konan.

Mynd Jesú: Í hvítum kyrtli, rauður hliðarmöttull. Vel sítt miðskipt þykkt hár niður á axlir, skeggjaður og yfirvaraskegg vel snyrt. Hægri hönd ögn útrétt og sú vinstri í hvíldarstöðu og nemur við öxl hinnar bersyndugu konu. Helgibaugur í kringum höfuðið.

Íslenskt landslag er líklegast í baksýn, blátt vatn og grænar engjar. Kristur og bersynduga konan standa á einhvers konar moldarbarði. Himinblámi fagur.

Jesús horfir beint fram í augu þess sem skoðar myndina. Og hið sama gerir hin bersynduga kona. Hiklaust augnaráð þeirra beggja beinir sterkum spurningum og áhrifum til áhorfenda.

Raunsæislegur stíll og rómantískt yfirbragð.

Lokaorð

Listmálarar létu gjarnan sjást landslag í bakgrunni mynda sinna sem áhorfendur gátu kannast við sem sitt eigið – jafnvel heimahögum þeirra. Það er vissulega ákveðin heimfærsla sem málarinn tekur sér. Þórarinn málaði landslag sem minnti á hið íslenska og setti þar með Jesú inn í íslenskt umhverfi og kom jafnframt að þjóðernisrómantískum hugmyndum sínum og samtíma síns.

Þegar metinn er heildarsvipur þeirra altaristaflna sem Þórarinn B. Þorláksson gerði er ekki hægt að segja annað en að hann sé mjög svo hefðbundinn þegar litið er til jesúmyndahefðarinnar og þá einkum 19. aldarinnar. Stíllinn er einfaldur, alla jafna er bjart yfir myndunum, stefin eru lík sem hann velur sér nema hann hafi verið beðið sérstaklega um það.

Nærmyndir (skjáskot) af andliti Jesú frá Nasaret í fyrrnefndum altarismyndum Þórarins B. Þorlákssonar á fimm ára tímabili. Lesendur eru beðnir að skoða myndirnar vel og spyrja sjálfa sig hvort Jesús sé líkur frá einni mynd til annarrar.

Segja má að þessar fimm Jesúmyndir Þórarins B. Þorlákssonar séu nokkuð keimlíkar og einkum á það við þær fyrstu tvær og þær síðustu tvær. Mynd nr. 2 sker sig úr að því leyti til að þar er hann með yfirvaraskegg sem sveigir aftur til bartanna. Hann er með sítt hár á öllum myndunum og skiptir í miðju. Mynd nr. 3 sýnir Jesú með ljósbrúnt hár og nokkuð skarpleitan; einbeittan á svip. Annars er svipurinn fremur mjúkleitur og jafnvel dauflegur – til dæmis á mynd nr. 4. Á öllum myndunum er Jesús í hvítum kyrtli og með rauðan möttul á tveimur þeirra. Hér er sígildur evrópskur Jesús á ferð eins og hann var allt frá endurreisn.

Kirkjublaðið.is þakkar Ívari Brynjólfssyni ljósmyndara, fyrir afnot af myndum. 

arkiv.is | Þórarinn B. Þorláksson

Kirkjublaðið.is fjallaði fyrir nokkru um altarismyndir Jóhannesar S. Kjarvals.
Síðar mun verða fjallað um altarismyndir Ásgríms Jónssonar.

Tilvísanir

[1] Þórhallur Bjarnarson (?), „Altaristöflur íslenskar,“ Nýtt kirkjublað, hálfsmánaðarrit fyrir kristindóm og kristilega menning, 1. júlí, 13. blað (1911), 159.

[2 Þórarinn málaði fimm frumverka-altaristöflur og sex eftirmyndir. Sjá: Þórarinn B. Þorláksson, brautryðjandi í byrjun aldar, ritstj. Ólafur Kvaran (Reykjavík: Listasafn Íslands, 2000,) 102-103. „Eitt hlutverk hefur Ásgrímur haft á hendi fremur öðrum íslenzkum málurum, en það er að prýða kirkjur landsins málverkum. Hann hefur málað allmargar altaristöflur.“ Sveinn Sigurðsson, „Ásgrímur málari“ í Eimreiðin, 4. hefti 1. október 1925, 343.

[3] Björn Th. Björnsson, Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld – drög að sögulegu yfirliti, I. bindi, (Reykjavík: Helgafell, 1964), 57, 85.

[4] Ólafur Kvaran, ritstj., Þórarinn B. Þorláksson, brautryðjandi í byrjun aldar (Listasafn Íslands: Reykjavík: 2000) 12, 24. Og: Brynleifur Tobíasson, Hver er maðurinn – Íslendingaævir II, Bókaforlag Fagurskinna, 1944, 349.

[5] Halldór Laxness, Í túninu heima, Helgafell 1975, 212.

[6] Ólafur Kvaran, ritstj., Þórarinn B. Þorláksson, brautryðjandi í byrjun aldar (Listasafn Íslands: Reykjavík: 2000) 102.

[7] Ólafur Kvaran, ritstj., Þórarinn B. Þorláksson, brautryðjandi í byrjun aldar (Listasafn Íslands: Reykjavík: 2000) 102-103. Fjórar þeirra eru eftirmyndir altaristöflu Dómkirkjunnar í Reykjavík og eru í Bæjarkirkju í Borgarfirði, Ingjaldshólskirkju á Snæfellsnesi (frá 1903), Ólafsvíkurkirkju, og Tjarnarkirkju á Vatnsnesi (frá 1910). Tvær þeirra eru eftirmyndir af sitthvorri myndinni eftir Carl H. Bloch og eru þær í: Höskuldsstaðakirkju (frá 1910) og Lundarkirkju í Borgarfirði.

[8] Ath. umbætur standa yfir á kirkjunni og var þetta skásta myndsjónarhornið 19. júlí s.l. þegar Kirkjublaðið.is fór þar um. Eins reyndist illgerlegt að mæla stærð hennar við þessar aðstæður.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Altaristöflur í íslenskar kirkjur hafa komið úr ýmsum áttum fyrr á tímum. Margar þeirra voru danskar og sumar höfðu íslenskir málarar gert eftir bestu getu. Þegar Íslendingar hófu um aldamótin 1900 nám í myndlist töldu margir að nú myndu þeir sjá alfarið um að prýða kirkjurnar með verkum sínum. [2] En þegar upp var staðið varð altaristöflumálun ekki stór þáttur á listferli þeirra. Það er órannsakað mál hvers vegna svo varð. [1]

Sá sem gjarnan er talinn vera fyrsti frumkvöðullinn í íslenskri myndlist, Þórarinn B. Þorláksson, skilaði ekki nema fimm altaristöflum sem frumverkum til íslenskra kirkna.

Þórarinn Benedikt Þorláksson – sjálfsmynd frá 1924

Þórarinn Benedikt Þorláksson (1867-1924) stundaði myndlistarnám í Kaupmannahöfn 1895-1902.[3] Hann var fyrstur Íslendinga til að ljúka prófi í myndlist og telst vera frumkvöðull í íslenskri listmálun ásamt þeim Ásgrími Jónssyni, Jóhannesi Kjarval og Jóni Stefánssyni.

Þórarinn Benedikt fæddist 14. febrúar 1867 að Undirfelli í Vatnsdal. Hann lærði bókband og starfaði lengi við þá iðn. Síðan hóf hann nám við Listaháskólann í Kaupmannahöfn og lauk námi þaðan. Eftir hann liggur fjöldi landslagsmálverka. [4]

„Meistarinn var lágvaxinn vindlareykíngamaður í fínofnum tweed-fötum með snyrtilegt hafurskegg og gullbúin gleraugu sem voru formuð eins og hálftúngl,“ svo lýsti Halldór Laxness honum sem var nemandi hans í stuttan tíma.[5]

Frumverk (altaristöflur) eftir Þórarin eru í Þingeyrarkirkju, frá 1911, Brjánslækjarkirkju, 1912, Stórólfshvolskirkju, 1914, Bíldudalskirkju 1916, Þingmúlakirkju í Skriðdal, 1916.[6] Þá gerði hann sex altaristöflur sem eru eftirmyndir af verkum danskra málara.[7]

Hér verður vikið lítillega að frumverkum Þórarins í altaristöflugerð.

Fyrst er það altaristaflan í Þingeyrarkirkju, frá 1911:

Altaristafla Þingeyrarkirkju – mynd: Ívar Brynjólfsson. Stærð:155,5×124 cm

Stefið er Jesús blessar börnin.

Mynd Jesú: Síðhærður, hár fellur á herðar niður, skeggjaður. Horfir beint í augu þess er horfir á myndina. Situr á steini. Bjartur yfirlitum og fagur. Umkringis höfuð hans er helgibaugur, daufhvítur. Í hvítum efnismiklum kyrtli.

Þrjár stúlkur horfa til hans og ein er sýnu næst honum og hann leggur hönd sína á öxl hennar. Í baksýn eru íslensk fjöll, breið ár. Himinn er bláhvítur. Meistarinn frá Nasaret er kominn til Íslands! Myndin er í raunsæisstíl með rómantísku ívafi.

Þetta er altaristaflan í Brjánslækjarkirkju, frá 1912:

Altaristafla Brjánslækjarkirkju – mynd: Ívar Brynjólfsson. Stærð: 114×83 cm

Stefið er góði hirðirinn.

Mynd Jesú: Stendur í götu, er í miðri mynd, sér í annan fótinn. Hvítur kyrtill, efnismikill. Alvarlegur á svip og horfir beint fram. Helgibaugur í kringum höfuð hans. Sítt ár sem fellur niður á axlir, yfirvaraskegg sem rennur saman við barta, ekki að sjá að um alskegg sé að ræða. Pétursskarð á höku?

Hann heldur á lambi sem er óvenjulítið. Fjær sést í tvö lömb.

Himinn er fallega blár með ský á sveimi.

Íslensk fjöll í baksýn, vatn eða á.

Raunsæisstíll – dulúðugur undirtónn.

 

Altaristaflan í Stórólfshvolskirkju, frá 1914:

Altaristafla Stórólfshvolskirkju mynd: Kirkjublaðið.is [8]

Mynd Jesú: Hann er í miðju myndar og í hvítum allefnismiklum kyrtli, breiður helgibaugur umkringis höfuð hans. Sítt hár og skegg. Myndarmaður.

Svipur Jesú er nokkuð skarpleitur og einbeittur.

Tvær stúlkur eru hjá honum og hann styður hönd á öxl annarrar þeirra. Spyrja má hvers vegna listamaðurinn hefur valið að hafa tvær stúlkur en ekki stúlku og dreng – hins sama má spyrja um Þingeyrartöfluna. Stúlkurnar eru í bláum og rauðum kyrtlum. Báðar horfa þær ákveðið upp til Jesú.

Biblíustef: Jesús blessar börnin.

Í baksýn eru fjöll, sem gætu verið íslensk, og vatn. Himinn er blár.

Jesús er hafður utarlega í hægri ramma og horfir niður til stúlknanna en landslagið í vinstri hluta myndarinnar nær að njóta sín vel án þess þó að skyggja á persónu frelsarans. Jesús er aðalatriði myndarinnar þó til hliðar sé og drifhvítur kyrtill hans undirstrikar það og nær ákveðinni athygli áhorfandans.

Raunsæi með rómantísku ívafi.

Altaristafla Bíldudalskirkju – mynd: Ívar Brynjólfsson. Stærð: 130×92 cm

Þetta er altaristaflan í Bíldudalskirkju, frá 1916:

Kristur og María Magdalena við gröfina.

Upprisumynd.

Mynd Jesú: Miðja myndar, í hvítum kyrtli með rauðum hliðarmöttli. Lófar hans eru opnir og þar sér í sáramerki hans eftir krossfestinguna. Hann er með helgibaug, enni hátt, sítt svart skegg og hár niður á axlir. Hár maður og grannur. Fagur yfirlitum en alvarlegur á svip og horfir til Maríu sem er dökkklædd og stendur við einhvers konar vegg.

Bak Kristi eru fjöll og vatn, gæti verið íslensk nátttúrusýn. Himinn blár, dagrenning.

Raunsæi og með rómantísku ívafi.

Þessi altaristafla er í Þingmúlakirkju í Skriðdal, 1916:

Altaristafla Þingmúlakirkju – mynd: Ívar Brynjólfsson. Stærð: 144,5×110 cm

Myndefni: Kristur og bersynduga konan.

Mynd Jesú: Í hvítum kyrtli, rauður hliðarmöttull. Vel sítt miðskipt þykkt hár niður á axlir, skeggjaður og yfirvaraskegg vel snyrt. Hægri hönd ögn útrétt og sú vinstri í hvíldarstöðu og nemur við öxl hinnar bersyndugu konu. Helgibaugur í kringum höfuðið.

Íslenskt landslag er líklegast í baksýn, blátt vatn og grænar engjar. Kristur og bersynduga konan standa á einhvers konar moldarbarði. Himinblámi fagur.

Jesús horfir beint fram í augu þess sem skoðar myndina. Og hið sama gerir hin bersynduga kona. Hiklaust augnaráð þeirra beggja beinir sterkum spurningum og áhrifum til áhorfenda.

Raunsæislegur stíll og rómantískt yfirbragð.

Lokaorð

Listmálarar létu gjarnan sjást landslag í bakgrunni mynda sinna sem áhorfendur gátu kannast við sem sitt eigið – jafnvel heimahögum þeirra. Það er vissulega ákveðin heimfærsla sem málarinn tekur sér. Þórarinn málaði landslag sem minnti á hið íslenska og setti þar með Jesú inn í íslenskt umhverfi og kom jafnframt að þjóðernisrómantískum hugmyndum sínum og samtíma síns.

Þegar metinn er heildarsvipur þeirra altaristaflna sem Þórarinn B. Þorláksson gerði er ekki hægt að segja annað en að hann sé mjög svo hefðbundinn þegar litið er til jesúmyndahefðarinnar og þá einkum 19. aldarinnar. Stíllinn er einfaldur, alla jafna er bjart yfir myndunum, stefin eru lík sem hann velur sér nema hann hafi verið beðið sérstaklega um það.

Nærmyndir (skjáskot) af andliti Jesú frá Nasaret í fyrrnefndum altarismyndum Þórarins B. Þorlákssonar á fimm ára tímabili. Lesendur eru beðnir að skoða myndirnar vel og spyrja sjálfa sig hvort Jesús sé líkur frá einni mynd til annarrar.

Segja má að þessar fimm Jesúmyndir Þórarins B. Þorlákssonar séu nokkuð keimlíkar og einkum á það við þær fyrstu tvær og þær síðustu tvær. Mynd nr. 2 sker sig úr að því leyti til að þar er hann með yfirvaraskegg sem sveigir aftur til bartanna. Hann er með sítt hár á öllum myndunum og skiptir í miðju. Mynd nr. 3 sýnir Jesú með ljósbrúnt hár og nokkuð skarpleitan; einbeittan á svip. Annars er svipurinn fremur mjúkleitur og jafnvel dauflegur – til dæmis á mynd nr. 4. Á öllum myndunum er Jesús í hvítum kyrtli og með rauðan möttul á tveimur þeirra. Hér er sígildur evrópskur Jesús á ferð eins og hann var allt frá endurreisn.

Kirkjublaðið.is þakkar Ívari Brynjólfssyni ljósmyndara, fyrir afnot af myndum. 

arkiv.is | Þórarinn B. Þorláksson

Kirkjublaðið.is fjallaði fyrir nokkru um altarismyndir Jóhannesar S. Kjarvals.
Síðar mun verða fjallað um altarismyndir Ásgríms Jónssonar.

Tilvísanir

[1] Þórhallur Bjarnarson (?), „Altaristöflur íslenskar,“ Nýtt kirkjublað, hálfsmánaðarrit fyrir kristindóm og kristilega menning, 1. júlí, 13. blað (1911), 159.

[2 Þórarinn málaði fimm frumverka-altaristöflur og sex eftirmyndir. Sjá: Þórarinn B. Þorláksson, brautryðjandi í byrjun aldar, ritstj. Ólafur Kvaran (Reykjavík: Listasafn Íslands, 2000,) 102-103. „Eitt hlutverk hefur Ásgrímur haft á hendi fremur öðrum íslenzkum málurum, en það er að prýða kirkjur landsins málverkum. Hann hefur málað allmargar altaristöflur.“ Sveinn Sigurðsson, „Ásgrímur málari“ í Eimreiðin, 4. hefti 1. október 1925, 343.

[3] Björn Th. Björnsson, Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld – drög að sögulegu yfirliti, I. bindi, (Reykjavík: Helgafell, 1964), 57, 85.

[4] Ólafur Kvaran, ritstj., Þórarinn B. Þorláksson, brautryðjandi í byrjun aldar (Listasafn Íslands: Reykjavík: 2000) 12, 24. Og: Brynleifur Tobíasson, Hver er maðurinn – Íslendingaævir II, Bókaforlag Fagurskinna, 1944, 349.

[5] Halldór Laxness, Í túninu heima, Helgafell 1975, 212.

[6] Ólafur Kvaran, ritstj., Þórarinn B. Þorláksson, brautryðjandi í byrjun aldar (Listasafn Íslands: Reykjavík: 2000) 102.

[7] Ólafur Kvaran, ritstj., Þórarinn B. Þorláksson, brautryðjandi í byrjun aldar (Listasafn Íslands: Reykjavík: 2000) 102-103. Fjórar þeirra eru eftirmyndir altaristöflu Dómkirkjunnar í Reykjavík og eru í Bæjarkirkju í Borgarfirði, Ingjaldshólskirkju á Snæfellsnesi (frá 1903), Ólafsvíkurkirkju, og Tjarnarkirkju á Vatnsnesi (frá 1910). Tvær þeirra eru eftirmyndir af sitthvorri myndinni eftir Carl H. Bloch og eru þær í: Höskuldsstaðakirkju (frá 1910) og Lundarkirkju í Borgarfirði.

[8] Ath. umbætur standa yfir á kirkjunni og var þetta skásta myndsjónarhornið 19. júlí s.l. þegar Kirkjublaðið.is fór þar um. Eins reyndist illgerlegt að mæla stærð hennar við þessar aðstæður.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir