Þau sem prédika vinna við textagerð af margvíslegum toga og þau sjálf vita að þeim tekst misjafnlega upp. Stundum rennur allt svo ljúflega fram og stafirnir á lyklaborðinu hlaupa sem hörðustu spretthlauparar á undan fingurgómunum. En stafirnir geta líka setið fastir sem væru þeir límdir niður í lyklaborðið með tonnataki og hugurinn með öllu ófær um að hreyfa þá úr stað. Reykspólar svo hvín í gömlu hjólförunum.

Það eru ekki aðeins prestarnir sem glíma við orð í vinnunni heldur og margir listamenn.

Nú heldur listakonan Jóna Hlíf Halldórsdóttir inn á hinn kirkjulega vettvang með textaverk. Hún hefur í mörg ár meðal annars fengist við gerð slíkra listaverka.

Sýning Jónu Hlífar ber yfirskriftina: Orðið – verða – varð – urðum – orðið.

Textaverk Jónu Hlífar prýða veggi Torgsins í Neskirkju. Þar er hin ákjósanlegasta sýningaraðstaða eins og mörgum er kunnugt um. Sýningaraðstaða sem tengir saman órjúfanleg bönd menningar og kirkju. Ættu sem flestir söfnuðir að bjóða listamönnum að nýta rými í safnaðarheimilum og innan kirkju fyrir listaverk.

Textaverk eru með öðrum hætti en flest listaverk. Í þeim er textinn viðfangsefnið. Ekki bara uppröðun orða og setninga heldur framsetning þeirra. Þarflaust er kannski að taka fram að textaverk hafa með einum eða öðrum hætti alltaf verið til í listasögu mannkyns.

Aðferð Jónu Hlífar er sú að texti er settur á myndflöt. Síðan tekur hún sig til og fer að móta stafina eins og um skúlptúr væri að ræða. Hún lyftir einstaka stöfum upp úr myndfletinum og með því lifnar hann við og hreyfing fer um eins og bylgja. Upplyfting stafanna er mismikil. Sumir stafir hrista með hógværð af sér fjötra flatarins og koma á móti áhorfandanum; skilja eftir skugga að baki sér. Aðrir rísa  nokkuð býsna keikir upp úr fletinum svo þeir eru við það nánast að falla út úr honum. Enn aðrir lyfta kolli með miklum erfiðismunum upp úr stífum fletinum og þykjast bara nokkuð góðir.

En það er ekki hreyfing hinna upplyftu stafa sem textaverkið snýst um. Textinn sjálfur skiptir líka máli. Endalaust má velta því fyrir sér hvers vegna listamaðurinn velur þennan texta en ekki annan. Málið snýst ekki um það heldur að þetta er textinn sem listamaðurinn kaus að glíma við.

Ef farið er sólarsinnis um salinn þá ljómar fyrsta textaverkið af bjartsýni: Það bága varir oft stutta stund en hið blíða lengi. Flöturinn er grænleitur og skugginn af upplyftum stöfunum er mismikill. Þetta textaverk flytur í raun og veru viss sannindi sálusorgunarinnar og á því vel heima í kirkju eða á skrifstofu sálusorgarans. Fólk vill nefnilega gleyma því að hið bjarta og jákvæða stendur nú jafnan lengur en hið dökka og ískyggilega. Þarft verk að minna á það.

Veður er listakonunni hugleikið í textaverkunum.

Eitt textaverkanna flytur minningu um stórviðri undir Eyjafjöllum sem var með slíkum ósköpum að það:… tók upp Holtavatn og bar allt í brott… Engin furða að stafir þessa verks séu flestir með dökkum skugga þó að þeir haldi sig furðu þétt við flötinn meðan veðrið gengur yfir. Einstaka stafur er þó nær við það að falla út úr fletinum í veðurhamnum.

Orðin eru eins og pensilför listamanna í meðförum Jónu Hlífar. Íslenska er orðmörg og listakonan þrykkir nokkrum á flötinn sem geyma þá hugsun að lifa af á Íslandi. Sú hugsun var oft rík fyrr á öldum hvort fólk lifði af veturinn. Svo sem ekki undravert að aldur var mældur í þeim vetrum sem hver og einn hafði nú náð að lifa. Þrjú textaverk hennar á bláleitum fleti með svartri öldu undir endurspegla þennan veruleika brothættrar lífsgöngunnar.

Ekki verður vikið að fleiri verkum Jónu Hlífar. Öll eru þau forvitnileg og hafa margvíslegar skírskotanir eins og lifandi listaverk sem verða til í einhvers konar samtali. Þau sem virða fyrir sér listaverk Jónu Hlífar hefja þegar í huganum samtal við verkin og fjörleiki orða og bókstafa kallar fram vissan samhljóm í sálarafkimum áhorfenda. Textaverk eru eins og mörg listaverk að þau tengjast með ólíkum hætti eftir því í hvaða húsakynnum þau eru sýnd. Í lútherskri kirkju er meginþungi á boðun orðsins eina og þá með þeim verkfærum sem sjálf orðin eru.

Hver er listakonan?

Jóna Hlíf Halldórsdóttir (f. 1978) hefur lokið námi frá Glasgow School of Art í Skotlandi 2007 og Listaháskóla Íslands 2012.

Í bókinni Brim hvít sýn sem kom út árið 2022 er fjallað um myndlist listakonunnar. Listsköpun hennar er mjög svo fjölbreytileg og textaverk aðeins hluti af þeim. Jón Hlíf segir meðal annars þetta um verk sín:

„Textaverk og tilraunir með efni hafa verið kjarninn í myndrænni tjáningu minni undanfarin ár. Að vinna með texta sem áferð og hvernig hann geur bæði stutt eða stýrt sjónrænu viðfangi, með því að vera leið til að birta hugsanir, við að setja fram og skapa samfélög, sem grundvöllur hugmynda, eða sem dyr að sköpun og skilning.“ (Bls. 249).

Jóna Hlíf hefur haldið fjölda einkasýninga hér heima og í útlöndum. Hún hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Verk eftir hana eru í eigu listasafna, stofnana og fyrirtækja.

Nokkur verk á sýningunni – myndir tók Vigfús Birgisson:

Hér fjallar sóknarpresturinn í Nessókn, sr. Skúli S. Ólafsson, um listsýningu Jónu Hlífar í prédikun sinni sl. sunnudag.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Þau sem prédika vinna við textagerð af margvíslegum toga og þau sjálf vita að þeim tekst misjafnlega upp. Stundum rennur allt svo ljúflega fram og stafirnir á lyklaborðinu hlaupa sem hörðustu spretthlauparar á undan fingurgómunum. En stafirnir geta líka setið fastir sem væru þeir límdir niður í lyklaborðið með tonnataki og hugurinn með öllu ófær um að hreyfa þá úr stað. Reykspólar svo hvín í gömlu hjólförunum.

Það eru ekki aðeins prestarnir sem glíma við orð í vinnunni heldur og margir listamenn.

Nú heldur listakonan Jóna Hlíf Halldórsdóttir inn á hinn kirkjulega vettvang með textaverk. Hún hefur í mörg ár meðal annars fengist við gerð slíkra listaverka.

Sýning Jónu Hlífar ber yfirskriftina: Orðið – verða – varð – urðum – orðið.

Textaverk Jónu Hlífar prýða veggi Torgsins í Neskirkju. Þar er hin ákjósanlegasta sýningaraðstaða eins og mörgum er kunnugt um. Sýningaraðstaða sem tengir saman órjúfanleg bönd menningar og kirkju. Ættu sem flestir söfnuðir að bjóða listamönnum að nýta rými í safnaðarheimilum og innan kirkju fyrir listaverk.

Textaverk eru með öðrum hætti en flest listaverk. Í þeim er textinn viðfangsefnið. Ekki bara uppröðun orða og setninga heldur framsetning þeirra. Þarflaust er kannski að taka fram að textaverk hafa með einum eða öðrum hætti alltaf verið til í listasögu mannkyns.

Aðferð Jónu Hlífar er sú að texti er settur á myndflöt. Síðan tekur hún sig til og fer að móta stafina eins og um skúlptúr væri að ræða. Hún lyftir einstaka stöfum upp úr myndfletinum og með því lifnar hann við og hreyfing fer um eins og bylgja. Upplyfting stafanna er mismikil. Sumir stafir hrista með hógværð af sér fjötra flatarins og koma á móti áhorfandanum; skilja eftir skugga að baki sér. Aðrir rísa  nokkuð býsna keikir upp úr fletinum svo þeir eru við það nánast að falla út úr honum. Enn aðrir lyfta kolli með miklum erfiðismunum upp úr stífum fletinum og þykjast bara nokkuð góðir.

En það er ekki hreyfing hinna upplyftu stafa sem textaverkið snýst um. Textinn sjálfur skiptir líka máli. Endalaust má velta því fyrir sér hvers vegna listamaðurinn velur þennan texta en ekki annan. Málið snýst ekki um það heldur að þetta er textinn sem listamaðurinn kaus að glíma við.

Ef farið er sólarsinnis um salinn þá ljómar fyrsta textaverkið af bjartsýni: Það bága varir oft stutta stund en hið blíða lengi. Flöturinn er grænleitur og skugginn af upplyftum stöfunum er mismikill. Þetta textaverk flytur í raun og veru viss sannindi sálusorgunarinnar og á því vel heima í kirkju eða á skrifstofu sálusorgarans. Fólk vill nefnilega gleyma því að hið bjarta og jákvæða stendur nú jafnan lengur en hið dökka og ískyggilega. Þarft verk að minna á það.

Veður er listakonunni hugleikið í textaverkunum.

Eitt textaverkanna flytur minningu um stórviðri undir Eyjafjöllum sem var með slíkum ósköpum að það:… tók upp Holtavatn og bar allt í brott… Engin furða að stafir þessa verks séu flestir með dökkum skugga þó að þeir haldi sig furðu þétt við flötinn meðan veðrið gengur yfir. Einstaka stafur er þó nær við það að falla út úr fletinum í veðurhamnum.

Orðin eru eins og pensilför listamanna í meðförum Jónu Hlífar. Íslenska er orðmörg og listakonan þrykkir nokkrum á flötinn sem geyma þá hugsun að lifa af á Íslandi. Sú hugsun var oft rík fyrr á öldum hvort fólk lifði af veturinn. Svo sem ekki undravert að aldur var mældur í þeim vetrum sem hver og einn hafði nú náð að lifa. Þrjú textaverk hennar á bláleitum fleti með svartri öldu undir endurspegla þennan veruleika brothættrar lífsgöngunnar.

Ekki verður vikið að fleiri verkum Jónu Hlífar. Öll eru þau forvitnileg og hafa margvíslegar skírskotanir eins og lifandi listaverk sem verða til í einhvers konar samtali. Þau sem virða fyrir sér listaverk Jónu Hlífar hefja þegar í huganum samtal við verkin og fjörleiki orða og bókstafa kallar fram vissan samhljóm í sálarafkimum áhorfenda. Textaverk eru eins og mörg listaverk að þau tengjast með ólíkum hætti eftir því í hvaða húsakynnum þau eru sýnd. Í lútherskri kirkju er meginþungi á boðun orðsins eina og þá með þeim verkfærum sem sjálf orðin eru.

Hver er listakonan?

Jóna Hlíf Halldórsdóttir (f. 1978) hefur lokið námi frá Glasgow School of Art í Skotlandi 2007 og Listaháskóla Íslands 2012.

Í bókinni Brim hvít sýn sem kom út árið 2022 er fjallað um myndlist listakonunnar. Listsköpun hennar er mjög svo fjölbreytileg og textaverk aðeins hluti af þeim. Jón Hlíf segir meðal annars þetta um verk sín:

„Textaverk og tilraunir með efni hafa verið kjarninn í myndrænni tjáningu minni undanfarin ár. Að vinna með texta sem áferð og hvernig hann geur bæði stutt eða stýrt sjónrænu viðfangi, með því að vera leið til að birta hugsanir, við að setja fram og skapa samfélög, sem grundvöllur hugmynda, eða sem dyr að sköpun og skilning.“ (Bls. 249).

Jóna Hlíf hefur haldið fjölda einkasýninga hér heima og í útlöndum. Hún hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Verk eftir hana eru í eigu listasafna, stofnana og fyrirtækja.

Nokkur verk á sýningunni – myndir tók Vigfús Birgisson:

Hér fjallar sóknarpresturinn í Nessókn, sr. Skúli S. Ólafsson, um listsýningu Jónu Hlífar í prédikun sinni sl. sunnudag.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir