Aldrei sem nú hafa söfnuðir haft jafngóð tækifæri til að ná til fólks. Reyndar með sérstökum hætti, hinum rafræna.

Það hefur komið í ljós á kórónuveirutíma þegar streymt hefur verið frá fjölmörgum söfnuðum að þeir hafa haft gott samstarf um streymið enda allir að reyna fyrir sér í nýju umhverfi. Efnið hefur verið vandað og helgihald gefandi og hátíðlegt eins og vera ber. Þetta er streymiskirkjan, eins og stundum er sagt. Hún hefur sprottið upp þegar kirkjurnar hafa þurft að loka að sér tímabundið. Kirkjan hefur verið ótrúlega snör til verka í þessu tilliti.

Þá kemur kirkjan til fólksins. Það er fallegt og gott. Táknrænt og sterkt.

Sumar kirkjur eiga góðan búnað eða hafa aðgang honum. Aðrar ekki. Það er eins og gengur. Tæknimenn eru ekki á hverju strái en þó má alls staðar finna ungt og áhugasamt fólk sem kann ótrúlega margt fyrir sér og getur leiðbeint um upptökur og gæði. Í þéttbýlinu er oft greiður aðgangur að framúrskarandi tæknifólki sem tilbúið er að greiða götu kirkjunnar.

Auðvitað má segja að kannski þurfi ekki allir að streyma helgistundum frá öllum kirkjum. Nóg er að nokkrar taki það að sér. Sjá um helgihaldið þvert yfir öll sóknarmörk, land og mið. Enda er nú sóknaskipan eingöngu mannlegt skipulag til að koma boðskap trúarinnar til skila og að nýta starfsfólk sem best og

En samt. Margir söfnuðir þegja. Söfnuðir sem gaman væri að heyra frá –fróðlegt væri að heyra í prestunum. Í innstu fjörðum og úti á nesjum. Borg og bæ. Sömuleiðis gæti það verið góð kynning á starfsemi kirkjunnar um allt land. Kynning á starfi sókna sem fáir vita kannski af.

Athugasemdin er að þessu sinni í raun og veru hvatning til presta og sóknarnefnda á hinum og þessum stöðum á landinu, að láta í sér heyra. Sýna að streymiskirkjan sé alls staðar lifandi á hinum fordæmalausu tímum!

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aldrei sem nú hafa söfnuðir haft jafngóð tækifæri til að ná til fólks. Reyndar með sérstökum hætti, hinum rafræna.

Það hefur komið í ljós á kórónuveirutíma þegar streymt hefur verið frá fjölmörgum söfnuðum að þeir hafa haft gott samstarf um streymið enda allir að reyna fyrir sér í nýju umhverfi. Efnið hefur verið vandað og helgihald gefandi og hátíðlegt eins og vera ber. Þetta er streymiskirkjan, eins og stundum er sagt. Hún hefur sprottið upp þegar kirkjurnar hafa þurft að loka að sér tímabundið. Kirkjan hefur verið ótrúlega snör til verka í þessu tilliti.

Þá kemur kirkjan til fólksins. Það er fallegt og gott. Táknrænt og sterkt.

Sumar kirkjur eiga góðan búnað eða hafa aðgang honum. Aðrar ekki. Það er eins og gengur. Tæknimenn eru ekki á hverju strái en þó má alls staðar finna ungt og áhugasamt fólk sem kann ótrúlega margt fyrir sér og getur leiðbeint um upptökur og gæði. Í þéttbýlinu er oft greiður aðgangur að framúrskarandi tæknifólki sem tilbúið er að greiða götu kirkjunnar.

Auðvitað má segja að kannski þurfi ekki allir að streyma helgistundum frá öllum kirkjum. Nóg er að nokkrar taki það að sér. Sjá um helgihaldið þvert yfir öll sóknarmörk, land og mið. Enda er nú sóknaskipan eingöngu mannlegt skipulag til að koma boðskap trúarinnar til skila og að nýta starfsfólk sem best og

En samt. Margir söfnuðir þegja. Söfnuðir sem gaman væri að heyra frá –fróðlegt væri að heyra í prestunum. Í innstu fjörðum og úti á nesjum. Borg og bæ. Sömuleiðis gæti það verið góð kynning á starfsemi kirkjunnar um allt land. Kynning á starfi sókna sem fáir vita kannski af.

Athugasemdin er að þessu sinni í raun og veru hvatning til presta og sóknarnefnda á hinum og þessum stöðum á landinu, að láta í sér heyra. Sýna að streymiskirkjan sé alls staðar lifandi á hinum fordæmalausu tímum!

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir