Í gær var steindur gluggi eftir Ólaf Elíasson vígður í Dómkirkju heilags Nikulásar í Greifswald í Þýskalandi.

Glugginn er gerður í minningu þýska listmálarans Caspar David Friedrich (1774-1840) en á þessu ári eru 250 ár liðin frá fæðingu hans í borginni Greifswald. Hann er talinn merkastur þýskra listmálara á sinni tið.

Listaverkið ber nafnið Gluggi fyrir ljós á ferð (þ. Fenster für bewegtes Licht). Hann er einstakt listaverk í sinni röð í allri Evrópu því að litir verksins byggjast bæði á rannsóknum Ólafs á litum og eðli ljóssins sem og á litatónum úr málverki Caspar David Friedrich. Þessir litatónar eru ígreyptir í handblásið glerið í steinda glugganum. Verkið er dæmigert fyrir þau listaverk Ólafs þar sem reynt er á samskipti skynfæra mannsins og eiginleika ljóssins.

Listamaðurinn beinir iðulega sjónum sínum að áhorfandanum og skynjun hans á verkunum. Áhorfandinn skiptir því miklu máli í huga listamannsins og í mörgum verka hans leynast fyrirbærafræðilegar spurningar og íhuganir. Í verkunum dregur listamaðurinn fram ný sjónarhorn sem lögð eru fyrir áhorfandann. Hann gefur áhorfandanum tækifæri til að kynnast sjálfum sér og skynjun sinni með nýjum hætti. Verk Ólafs eru því mjög svo lifandi og gagnvirk.

Steindur gluggi Ólafs er á austurhlið kirkjunnar og hann lýsir honum svo:

Þetta flókna geómetríska mynstur í listaverkinu sýnir bæði tígla og ferninga sem skarast við hringform eftir því sem ofar dregur í verkið. Umbreyting litanna frá rauðu og yfir í gult og þá gagnsæjan og efst trónir blár litur er innblástur frá málverki Caspar David Friedrich… Steinda glerið magnar ljósið sem streymir að utan og varpar litum inn í kirkjuna og yfir altarið. Þetta hvetur kirkjugestinn til að staldra við um stund. Gefa sér tíma til að íhuga og finna  hvernig kirkjan er hluti af umhverfinu.

Málverkið sem veitti Ólafi innblástur var gert 1823 og 1824 til minningar um Úlrik von Hutten (1488-1523), sem var þýskur riddari, menntamaður, skáld og háðsádeiluhöfundur. Hann fylgdi Marteini Lúther að í siðbótarmálum og gagnrýndi rómversk-kaþólsku kirkjuna harðlega.

Umrætt málverk er málað með olíulitum á striga og sýnir mann standa við gröf Úlriks von Hutten.

Ólafur Elíasson (f. 1967) er dansk-íslenskur listamaður og hefur búið í Þýskalandi í um tvo áratugi og starfar þar. Hann er einn þekktasti og virtasti listamaður heimsins. Á síðasta ári hlaut Ólafur Pra­emium Im­per­iale- verðlaunin sem eru Nóbelsverðlaun listaheimsins. Kunnustu verk Ólafs eru skúlptúrar og innsetningar þar sem ljós gegnir miklu hlutverki. Þá eru mörg verka hans á milli þess að vera myndlist, arkitektúr og hönnun – ef ekki allt í senn. Steindi glugginn í dómkirkjunni í Greifswald mun vera fyrsta kirkjulega listaverkið sem Ólafur gerir og því má segja að um nokkur tímamót sé að ræða á listamannsferli hans.

Málverkið eftir Caspar David Friedrich (1774-1840) sem veitti Ólafi innblástur við gerð steinda gluggans. Verkið heitir: Við gröf Úlriks von Hutten

Sjá nánar um gluggann hér.

Guðsþjónustan í gær – Ólafur Elíasson ræðir um verkið.

Dómkirkja heilags Nikulásar í Greifswald tilheyrir lúthersk-evangelískum söfnuði.

Studio Olafur Einarsson.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Í gær var steindur gluggi eftir Ólaf Elíasson vígður í Dómkirkju heilags Nikulásar í Greifswald í Þýskalandi.

Glugginn er gerður í minningu þýska listmálarans Caspar David Friedrich (1774-1840) en á þessu ári eru 250 ár liðin frá fæðingu hans í borginni Greifswald. Hann er talinn merkastur þýskra listmálara á sinni tið.

Listaverkið ber nafnið Gluggi fyrir ljós á ferð (þ. Fenster für bewegtes Licht). Hann er einstakt listaverk í sinni röð í allri Evrópu því að litir verksins byggjast bæði á rannsóknum Ólafs á litum og eðli ljóssins sem og á litatónum úr málverki Caspar David Friedrich. Þessir litatónar eru ígreyptir í handblásið glerið í steinda glugganum. Verkið er dæmigert fyrir þau listaverk Ólafs þar sem reynt er á samskipti skynfæra mannsins og eiginleika ljóssins.

Listamaðurinn beinir iðulega sjónum sínum að áhorfandanum og skynjun hans á verkunum. Áhorfandinn skiptir því miklu máli í huga listamannsins og í mörgum verka hans leynast fyrirbærafræðilegar spurningar og íhuganir. Í verkunum dregur listamaðurinn fram ný sjónarhorn sem lögð eru fyrir áhorfandann. Hann gefur áhorfandanum tækifæri til að kynnast sjálfum sér og skynjun sinni með nýjum hætti. Verk Ólafs eru því mjög svo lifandi og gagnvirk.

Steindur gluggi Ólafs er á austurhlið kirkjunnar og hann lýsir honum svo:

Þetta flókna geómetríska mynstur í listaverkinu sýnir bæði tígla og ferninga sem skarast við hringform eftir því sem ofar dregur í verkið. Umbreyting litanna frá rauðu og yfir í gult og þá gagnsæjan og efst trónir blár litur er innblástur frá málverki Caspar David Friedrich… Steinda glerið magnar ljósið sem streymir að utan og varpar litum inn í kirkjuna og yfir altarið. Þetta hvetur kirkjugestinn til að staldra við um stund. Gefa sér tíma til að íhuga og finna  hvernig kirkjan er hluti af umhverfinu.

Málverkið sem veitti Ólafi innblástur var gert 1823 og 1824 til minningar um Úlrik von Hutten (1488-1523), sem var þýskur riddari, menntamaður, skáld og háðsádeiluhöfundur. Hann fylgdi Marteini Lúther að í siðbótarmálum og gagnrýndi rómversk-kaþólsku kirkjuna harðlega.

Umrætt málverk er málað með olíulitum á striga og sýnir mann standa við gröf Úlriks von Hutten.

Ólafur Elíasson (f. 1967) er dansk-íslenskur listamaður og hefur búið í Þýskalandi í um tvo áratugi og starfar þar. Hann er einn þekktasti og virtasti listamaður heimsins. Á síðasta ári hlaut Ólafur Pra­emium Im­per­iale- verðlaunin sem eru Nóbelsverðlaun listaheimsins. Kunnustu verk Ólafs eru skúlptúrar og innsetningar þar sem ljós gegnir miklu hlutverki. Þá eru mörg verka hans á milli þess að vera myndlist, arkitektúr og hönnun – ef ekki allt í senn. Steindi glugginn í dómkirkjunni í Greifswald mun vera fyrsta kirkjulega listaverkið sem Ólafur gerir og því má segja að um nokkur tímamót sé að ræða á listamannsferli hans.

Málverkið eftir Caspar David Friedrich (1774-1840) sem veitti Ólafi innblástur við gerð steinda gluggans. Verkið heitir: Við gröf Úlriks von Hutten

Sjá nánar um gluggann hér.

Guðsþjónustan í gær – Ólafur Elíasson ræðir um verkið.

Dómkirkja heilags Nikulásar í Greifswald tilheyrir lúthersk-evangelískum söfnuði.

Studio Olafur Einarsson.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir