Þessi engilsmynd af hendi Banksy er ólík öðrum englamyndum. Hann er í húsasundi og óhrjálegir gaflarnir tveir með daufu kroti og veðruðum auglýsingum minna reyndar á súlur svo sem í musteri væri og mættu muna fífil sinn fegurri. En þetta er ekkert musteri heldur skítugt skuggasund þar sem engill situr og styður höndum á hné sér. Sígarettan í hægri hönd og við fótinn er líkast til áfengisflaska. Kannski tóm. Yfir höfði hans er geislabaugur og vængir úr baki. Hann er þungt hugsi og vonleysið leynir sér ekki. Hugmynd áhorfandans um hina stöðluðu engilsmynd og ásjónu er víðs fjarri. Hér er myndefni í anda helgimynda sem sýna alla jafna flögrandi engla sett í jarðneskt samband hins umkomulausa engils. Þessi engill er yfirgefinn en þó er englakyn hans enn fyrir hendi en það sýnir geislabaugurinn sem ekki er farinn enda þótt engillinn virðist vera ögn uppgefinn og þá kannski á því að búa á götunni.
Já, heimilislaus engill í borginni eins og svo margir jarðneskir bræður hans og systur á jaðri samfélagsins sem réttlæti samfélagsins hefur yfirgefið.
Nú er engill sú vera úr efri byggðum sem flytur skilaboð til barna jarðarinnar og frægastur er náttúrlega erkiengillinn Gabríel sem flutti boðskapinn um væntanlega fæðingu guðssonarins.[1] Englar eru mjúkmálir og skilaboð þeirra ljúf og frá þeim streymir góður andi eins og sagt er. En hvaða skilaboð flytur þessi engill Banksy í ókunna húsasundinu? Og skyldu fleiri slíkir vera í öðrum húsasundum heimsins?
Þessi mynd kemur vel heim og saman við það sem kallast skapandi mótstaða (e. cultural jamming) og er listræn aðgerðarhyggja þar sem kunn stef úr menningunni eru tekin og mótuð með óvenjulegum hætti og grípandi til að ná þeim á sitt vald[2] í því skyni að koma ákveðnum skilaboðum til samfélagsins.
Tilvísanir
[1] Lúkasarguðspjall 1.26-34.
[2] Kenza Tegaoua, „British Visual Arts from Museum to Streets: Banksy and Culture Jamming,“ Aleph. Langues, médias et société 11, nr. 5 (2024): 448. https://aleph.edinum.org/11053?lang=en – sótt 31. desember 2025.
Þessi engilsmynd af hendi Banksy er ólík öðrum englamyndum. Hann er í húsasundi og óhrjálegir gaflarnir tveir með daufu kroti og veðruðum auglýsingum minna reyndar á súlur svo sem í musteri væri og mættu muna fífil sinn fegurri. En þetta er ekkert musteri heldur skítugt skuggasund þar sem engill situr og styður höndum á hné sér. Sígarettan í hægri hönd og við fótinn er líkast til áfengisflaska. Kannski tóm. Yfir höfði hans er geislabaugur og vængir úr baki. Hann er þungt hugsi og vonleysið leynir sér ekki. Hugmynd áhorfandans um hina stöðluðu engilsmynd og ásjónu er víðs fjarri. Hér er myndefni í anda helgimynda sem sýna alla jafna flögrandi engla sett í jarðneskt samband hins umkomulausa engils. Þessi engill er yfirgefinn en þó er englakyn hans enn fyrir hendi en það sýnir geislabaugurinn sem ekki er farinn enda þótt engillinn virðist vera ögn uppgefinn og þá kannski á því að búa á götunni.
Já, heimilislaus engill í borginni eins og svo margir jarðneskir bræður hans og systur á jaðri samfélagsins sem réttlæti samfélagsins hefur yfirgefið.
Nú er engill sú vera úr efri byggðum sem flytur skilaboð til barna jarðarinnar og frægastur er náttúrlega erkiengillinn Gabríel sem flutti boðskapinn um væntanlega fæðingu guðssonarins.[1] Englar eru mjúkmálir og skilaboð þeirra ljúf og frá þeim streymir góður andi eins og sagt er. En hvaða skilaboð flytur þessi engill Banksy í ókunna húsasundinu? Og skyldu fleiri slíkir vera í öðrum húsasundum heimsins?
Þessi mynd kemur vel heim og saman við það sem kallast skapandi mótstaða (e. cultural jamming) og er listræn aðgerðarhyggja þar sem kunn stef úr menningunni eru tekin og mótuð með óvenjulegum hætti og grípandi til að ná þeim á sitt vald[2] í því skyni að koma ákveðnum skilaboðum til samfélagsins.
Tilvísanir
[1] Lúkasarguðspjall 1.26-34.
[2] Kenza Tegaoua, „British Visual Arts from Museum to Streets: Banksy and Culture Jamming,“ Aleph. Langues, médias et société 11, nr. 5 (2024): 448. https://aleph.edinum.org/11053?lang=en – sótt 31. desember 2025.





