Listhús Ófeigs er við Skólavörðustíg í Reykjavík og hefur verið rekið á sama stað í rúma þrjá áratugi. Sýningarrýmið er á efri hæð hússins en á þeirri neðri er skartgripaverslun. Rýmið er mjög svo viðkunnanlegt og hæfir smærri sýningum. Þar stendur núna yfir listsýning á verkum Soffíu Sæmundsdóttur, myndlistarmanns. Sýningin ber heitið Himinbogi.

Á þessari sýningu eru fimmtán lítil myndverk. Þau eru máluð með olíulitum og köldu vaxi (e. cold wax) á tréplötur. Verkin taka sig vel út á fallega máluðum panelnum í sýningarrýminu og misbreiðar rifurnar á honum setja heimilislegan svip á þau.

Soffía Sæmundsdóttir er fædd árið 1965. Hún er gagnmenntaður myndlistarmaður: stundaði myndlistarnám í Vínarborg og síðan í Myndlistar- og handíðaskóla Íslands 1987-91 þar sem hún útskrifaðist úr grafíkdeild. Hún tók meistaragráðu í myndlist við Mills-háskólann í Oakland í Kaliforníu 2003. Soffía hefur haldið fjölda sýninga bæði hér á landi og í útlöndum. Verk hennar eru í eigu fjölmargra safna, stofnana og einstaklinga. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir list sína, þar á meðal listamannalaun, Jay De Fao-verðlaunin (2003) og Joan Mitchell málverka- og höggmyndaverðlaunin (2004). Hún var verðlaunahafi í alþjóðlegu málverkasamkeppninni Winsor og Newton árið 2000.

Það eru ekki margir listamenn hér á landi sem fást við gerð mynda með trúarlegum tilvísunum hvort heldur við að mála þær eða höggva út. Þess vegna er spennandi að rekast á myndlistarkonu sem heldur sýningu á verkum sínum í hjarta borgarinnar sem bera sterkan svip helgimynda – að minnsta kosti hvílir svipur kyrrðar og helgi yfir þeim flestum. Soffía útskýrir reyndar tilurð verkanna með þeim hætti að henni hafi virst sem harka og grimmd hefði yfirhöndina í samskiptum milli manna í veröldinni. Ekki hafi sambandsleysi bætt ástandið þeirra í milli. Þessi listaverk hafi verið listrænt andsvar í huga hennar sem hún vildi koma á framfæri. Listakonan leitaðist við að tengja saman í verkum sínum jákvæða krafta í veröldinni, mýkt og samband við æðri máttarvöld. Keimur af impressjónískum anda svífur yfir listaverkum Soffíu á þessari sýningu og má segja að það hæfi þeim vel og jafnvel ekki örgrannt um að gælt sé við naívisma.

Óhætt er að fullyrða að listakonunni hafi tekist ætlunarverk sitt með að miðla í verkum sínum mjúkum straumum og hlýjum. Hógværum og sáttfúsum. Það streymir frá þeim einbeittur friður í hóglyndi þeirra og lítillæti. Verkin eru fígúratíf og yfir mörgum þeim sem rísa úr pensli listamannsins eru geislabaugar. Engir andlitsdrættir eru sjáanlegir og trufla því ekki. Þetta eru verur sem eru hugsanlega helgar. Sumar kannski englar? Eða dýrlingar? Ef til vill manneskjur á vegferð til betra lífs og friðsamara? Hver veit? Heiti verkanna benda svo sannarlega líka til andlegra vídda eins og Gloria (dýrð), Himnarnir opnast, Himnasmiður, Himinbogi, Stjarna og Undir regnboga.

Öll verkin eru til sölu. Verð þeirra er á bilinu 70.000 til 420.000 kr.

Heimasíða listakonunnar.

Allar myndir: Kirkjublaðið.is

Himnasmiður                                                                                                                                                       

Himnarnir opnast – allt er hljótt                                                                                                                       

Undir regnboga                                                                                                                                                   

Milliliður                                                                                                                                                                

Stefnumót

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Listhús Ófeigs er við Skólavörðustíg í Reykjavík og hefur verið rekið á sama stað í rúma þrjá áratugi. Sýningarrýmið er á efri hæð hússins en á þeirri neðri er skartgripaverslun. Rýmið er mjög svo viðkunnanlegt og hæfir smærri sýningum. Þar stendur núna yfir listsýning á verkum Soffíu Sæmundsdóttur, myndlistarmanns. Sýningin ber heitið Himinbogi.

Á þessari sýningu eru fimmtán lítil myndverk. Þau eru máluð með olíulitum og köldu vaxi (e. cold wax) á tréplötur. Verkin taka sig vel út á fallega máluðum panelnum í sýningarrýminu og misbreiðar rifurnar á honum setja heimilislegan svip á þau.

Soffía Sæmundsdóttir er fædd árið 1965. Hún er gagnmenntaður myndlistarmaður: stundaði myndlistarnám í Vínarborg og síðan í Myndlistar- og handíðaskóla Íslands 1987-91 þar sem hún útskrifaðist úr grafíkdeild. Hún tók meistaragráðu í myndlist við Mills-háskólann í Oakland í Kaliforníu 2003. Soffía hefur haldið fjölda sýninga bæði hér á landi og í útlöndum. Verk hennar eru í eigu fjölmargra safna, stofnana og einstaklinga. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir list sína, þar á meðal listamannalaun, Jay De Fao-verðlaunin (2003) og Joan Mitchell málverka- og höggmyndaverðlaunin (2004). Hún var verðlaunahafi í alþjóðlegu málverkasamkeppninni Winsor og Newton árið 2000.

Það eru ekki margir listamenn hér á landi sem fást við gerð mynda með trúarlegum tilvísunum hvort heldur við að mála þær eða höggva út. Þess vegna er spennandi að rekast á myndlistarkonu sem heldur sýningu á verkum sínum í hjarta borgarinnar sem bera sterkan svip helgimynda – að minnsta kosti hvílir svipur kyrrðar og helgi yfir þeim flestum. Soffía útskýrir reyndar tilurð verkanna með þeim hætti að henni hafi virst sem harka og grimmd hefði yfirhöndina í samskiptum milli manna í veröldinni. Ekki hafi sambandsleysi bætt ástandið þeirra í milli. Þessi listaverk hafi verið listrænt andsvar í huga hennar sem hún vildi koma á framfæri. Listakonan leitaðist við að tengja saman í verkum sínum jákvæða krafta í veröldinni, mýkt og samband við æðri máttarvöld. Keimur af impressjónískum anda svífur yfir listaverkum Soffíu á þessari sýningu og má segja að það hæfi þeim vel og jafnvel ekki örgrannt um að gælt sé við naívisma.

Óhætt er að fullyrða að listakonunni hafi tekist ætlunarverk sitt með að miðla í verkum sínum mjúkum straumum og hlýjum. Hógværum og sáttfúsum. Það streymir frá þeim einbeittur friður í hóglyndi þeirra og lítillæti. Verkin eru fígúratíf og yfir mörgum þeim sem rísa úr pensli listamannsins eru geislabaugar. Engir andlitsdrættir eru sjáanlegir og trufla því ekki. Þetta eru verur sem eru hugsanlega helgar. Sumar kannski englar? Eða dýrlingar? Ef til vill manneskjur á vegferð til betra lífs og friðsamara? Hver veit? Heiti verkanna benda svo sannarlega líka til andlegra vídda eins og Gloria (dýrð), Himnarnir opnast, Himnasmiður, Himinbogi, Stjarna og Undir regnboga.

Öll verkin eru til sölu. Verð þeirra er á bilinu 70.000 til 420.000 kr.

Heimasíða listakonunnar.

Allar myndir: Kirkjublaðið.is

Himnasmiður                                                                                                                                                       

Himnarnir opnast – allt er hljótt                                                                                                                       

Undir regnboga                                                                                                                                                   

Milliliður                                                                                                                                                                

Stefnumót

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir