Í þessari grein verður fjallað um hvernig hægt sé að leggja siðferðislegt mat á listaverk og hver séu tengsl siðferðilegs mats og fagurfræðilegra dóma. Því næst verða tekin fáein dæmi, innlend og erlend, um fyrrnefnda þætti, og rætt um þau. Þá verður vikið að listaverkum sem ögra og niðurstaða að lokum.

Fyrst liggur við að spyrja í hverju siðferðilegt mat felist og hverjar séu forsendur þess.

Siðferði

Áður en lengra er haldið verður að huga stuttlega að því hvað siðferði er. Framganga fólks á vettvangi dagsins, skoðanir og viðhorf, athafnir og orð, fara alla jafnan eftir ákveðnum reglum sem hafa verið innrættar frá blautu barnsbeini. Þessar reglur snúast um grundvallaratriði eins og hvað sé rétt og hvað rangt, hvað sé gott og hvað sé vont. Hvernig er gott samfélag? Siðferðið getur átt rætur sínar í trú, stjórnmálahugsjónum, heimspeki og samfélagslegri stöðu.

Í klassískri grískri heimspeki var almennt gengið út frá fjórum höfuðdygðum þegar litið var til eiginleika sem töldust vera góðir. Þessar dygðir voru: viska, réttlæti, hugrekki og hófsemi.[1]

Hvert samfélag er ofið úr reglum er snerta siðferðilega breytni. Lög samfélagsins og reglur endurspegla þær. Þessar reglur eru nokkurs konar grunnforsendur fyrir því að samfélagið gangi með réttum hætti eftir þeim stjórnmálalegu gildum sem móta það. Þessi gildi geta verið býsna ólík um sumt en lík um annað. Sinn er siður í landi hverju er stundum sagt. En þó svipar hjörtunum til í Súdan og Grímsnesinu eins og skáldið sagði.

Þrátt fyrir siðferðilega innrætingu er manneskjan þannig úr garði gerð að hún víkur oft frá því sem kallast gott siðferði. Þess hefur samfélagið komið sér upp samfélagslegu taumhaldi sem svo er kallað og birtist það í lögum og reglum. Þar er eitt viðmiðanna að halda uppi allsherjarreglu.

Þegar listneytandi ákveður að leggja siðferðilegt mat á listaverk mótast það af siðferðilegum viðhorfum hans og hversu afdráttarlaust hann beitir siðferðilegum viðmiðum sínum. Þar kemur og við sögu tilfinning hans eða skoðun á því hvað honum eða henni finnst vera fagurt.

Fagurfræði

Fáein orð um fagurfræðina eftir því sem Immanuel Kant (1724-1804) leggur hana fram: „Fagurfræði snýst um að dómi Kants um tvenns konar  frumreynslu. Annars vegar koma listaverk og náttúrufyrirbæri mönnum fyrir sjónir sem háleit eða yfirþyrmandi. Hins vegar þykir mönnum veruleikinn vera fallegur.“[2] Þessi upplifun á ekkert skylt við þekkingu heldur er smekkur. Reynsla af fegurð er huglæg og það er form hlutanna sem hefur þau áhrif að eitthvað er talið vera fagurt. En til skjalanna kemur líka ímyndunaraflið sem „tengir einstakar skynjanir við almenn hugtök.“ Ímyndunaraflið leikur sér með skynjanir mannfólksins. Þessi gleðileikur ímyndunaraflsins kyndir undir fegurðarreynslu mannsins. Og fegurðin er eins og Guð, óskiljanleg og óútskýranleg. Og leikur ímyndunaraflsins er sjálfsprottinn.[3]

Eiginleikar hluta, hver litur þeirra er og hvernig þeir eru lagaðir, og hvort samræmi sé í þeim, er meðal annars það sem velt er fyrir sér í fagurfræðinni. Og það er líka spurt um listgildi.

Nærtækast er að spyrja fyrst með hvaða hætti listaverk hefur siðferðislega skírskotun. Er hægt að lesa einhverja siðferðilega tilvísun í málverk sem sýnir fossinn Dynjanda? Eða rauðan hest í haga? Ólíklegt er að listneytandi felli einhverja dóma um slík verk sem hafa almenna skírskotun til veruleikans – og falla vel að almennum smekk.

Listaverk í Seðlabanka Íslands vekja kurr

Sofandi kona, eftir Gunnlaug Blöndal (1893-1963) – í eigu Eimskipafélagsins

Nú getur listneytandi talið eitthvert listaverk vera ósæmilegt. Dæmi skal tekið af verkum eftir Gunnlaug Blöndal (1893-1962) sem prýddu veggi í Seðlabanka Íslands. Starfsmaður kvartaði og taldi þau vera ósæmileg. Brugðist var við kvörtun starfsmannsins og verkin tekin ofan og sett í geymslu. Þegar forstöðumaður Listasafns Íslands var spurður um málið svaraði hún svo:

„Það blikka ákveðin viðvör­un­ar­ljós þegar við finn­um að fólki er mis­boðið við það sem við köll­um klass­ískt mynd­mál. Þá finnst okk­ur við vera far­in að fær­ast í átt að ein­hverju sem gæti kall­ast rit­skoðun.“ Þá sendi Bandalag íslenskra listamanna frá sér yfirlýsingu þar sem sagði það vera „undarlega tímaskekkju puritanisma að ritskoða list með þessum hætti.“[4]

Bankinn brást og við með yfirlýsingu þar sem sagði að ákvörðunin um að fjarlægja verkin (þau voru tvö) hefði ekkert með „listrænt mat“ að gera. Ástæðan var hins vegar sú að bankinn vildi hafa:

„…hliðsjón af jafn­rétt­is­stefnu, stefnu gegn einelti og áreitni var ákveðið að bregðast við þess­um ábend­ing­um, m.a. með hliðsjón af jafn­rétt­isáætl­un.“

Það var ekki útskýrt með hvaða hætti málverkin væru ósæmileg en fyrirsögn fréttarinnar gefur til kynna að þar hafi nekt komið við sögu. En ljóst er að einhvers konar siðferðilegt mat hefur verið lagt á listaverkið og Seðlabankinn rökstyður það með tilvísan í jafnréttisáætlun o.fl. Orð eins og ritskoðun og púritönsk tímaskekkja voru mótrök. Bankinn frýjaði sig undan því að hafa kveðið upp einhvern fagurfræðilegan dóm um verkið eins og fram kemur.

Listsýning til háðungar

Jónas Jónsson frá Hriflu (1885-1968) var mikill áhrifamaður í íslensku þjóðlífi á fjórða áratugi síðustu aldar. Hann var formaður Menntamálaráðs sem hafði á sinni könnu kaup á listaverkum. Jónas hafði ákveðinn smekk á list, var hallur undir íhaldssaman stíl og vildi að listaverkin væru sem líkust fyrirmyndinni. Honum var mjög í nöp við nýjar listastefnur sem voru að ryðja sér til rúms. Sagði að heimsstyrjaldirnar hefðu ruglað dómgreind manna og haft slæm áhrif á listamenn og þar á meðal íslenska.[5] Hann kallaði nýja strauma í málaralist, sjúkdómsöldu.[6] Hér var það fegurðarhugtakið sem skipaði háan sess hjá honum. Íslenskir málarar áttu að halda sig við að mála íslenska náttúru og túlka þjóðlífið.[7]

Hann hafði sem sé hugmyndir um hvað væri list og hvað ekki. Því til staðfestingar lét hann hengja upp málverk í marsmánuði 1942 í hliðarsölum Alþingis svo þingmenn sæju hvað væri slæm list.[8] Listamennirnir sem féllu í þennan flokk hjá honum voru þeir Jón Stefánsson, Jón Engilberts, Gunnlaug Scheving, Þorvald Skúlason og Jóhann Briem.[9] Hann talaði um þá sem klessumálara og þeir sem fylgdu „frönsku úrkynjunarstefnunni“ voru til fárra fiska metnir.[10] Jónas lét svo flytja sýninguna í búðarglugga í bænum svo almenningur sæi hvað hann væri að tala um. Til þess að fólk áttaði sig betur lét hann fjarlægja „klessuverkin“ og hengja upp verk sem  voru að mati hans „táknræn fyrir það bezta, sem gert hefir verið í íslenzkri myndlist.“[11] Þeir listamenn sem áttu verk í þessum gæðaflokki voru: Sigurður Guðmundsson, Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrímur Jónsson, Ríkarður Jónsson, Gunnlaugur Blöndal, Jóhannes Kjarval og „þóknanleg“ mynd eftir Jón Stefánsson.[12]

Í þessari deilu skipti fagurfræði máli og siðferðislegt mat á listaverkum. Jónas var ómyrkur í máli um nýjungar í myndlist og talaði um að listamenn sæktust eftir fordæmum sem væru „ljót og ófullkomin, í stað þess að tigna fegurð og göfgi.“ Auk þess hafi sá hugsunarháttur skotið rótum að „list sem tilheyrir nútímanum, hljóti að sækjast eftir ljótleika í efnisvali en hirðuleysi og vanþekkingu í vinnubrögðum.“[13] Þeir listamenn sem voru honum þóknanlegir höfðu flutt fegurð inn í andlegt líf þjóðarinnar.[14]

Þessi listaverk sem tilheyrðu hinum nýju listastefnum væru merki um siðferðilega úrkynjun.

Enn um siðferðilegt mat og fagurfræði

Þessi sögulegi atburður, Háðungarsýningin 1942, er athyglisverður í listfræðilegu ljósi og þá rætt er um að leggja siðferðislegt mat á listaverk og hver séu tengsl siðferðilegs mats og fagurfræðilegra dóma.

Ljóst er að „klessuverkin“ sem Jónas nefndi svo fengu falleinkunn í siðferðilegu mati hans á þeim. Af því leiddi að hinn fagurfræðilegi dómur var nánast útlegðardómur. Í umræðunni kom og fram að hann hafi verið álasaður fyrir að brjóta óskráð lög smekkvísinnar með kaupum á verkunum að eigin sögn.[15]

Hér liggur sem sé allt undir. Jónas hafði mikið vald sem formaður Menntamálaráðs til að kaupa listaverk fyrir hönd ríkisins. Hér var „réttmætt gildismat almennings“[16] í húfi – eða hvað?

Listaverk sem ögra

Nú má spyrja að tvennu: hvort listaverk geti verið hvort tveggja í senn ögrandi og ósiðlegt og hvort listamönnum leyfist meira en öðrum sakir listarinnar.

Þrjú dæmi:

Skúlptúr ítalska listamannsins Maurizio Cattelan (f. 1960) sem sýnir mann er krýpur í bæn sinni í fyrrum gettói í Varsjá, klæddur sem skóladrengur en höfuð hans er Hitlersmynd.[17]

Verk  Maurizio Cattela

Annað listaverkið er eftir bandarískan listamann og ljósmyndara, Andres Serrano (f. 1950 ) og er ljósmynd sem sýnir róðukross í krukku og vökvi umlykur hann og er það þvag listamannsins.[18]. Kirkjublaðið.is mun fjalla síðar nánar um þetta mjög svo umdeilda verk.

Listaverkið Piss Christ eftir bandaríska listamanninn Andres Serrano

Þriðja verkið er málverk eftir Dönu Schutz (f.1976) – hún er líka bandarísk. Málverkið byggir á kynþáttamorði á fjórtán ára gömlum dreng og sýnir hann látinn í kistu sinni en móðir hans hafði gert þá kröfu að kistan yrði opin og viðhafði eftirfarandi: „Látum fólkið sjá það sem ég hef séð.“[19]

  Verk Dana Schutz, frá 2016

Hvernig er það siðferðilega mat sem lagt er á þessi listaverk og hver eru tengsl þess við þann veruleika sem þau vísa til? Og er samband milli hins siðferðilega mats og þess fagurfræðilega dóms sem kann að vera kveðinn upp yfir því.

Þó að þessi þrjú verk séu á vissan hátt ólík þá eiga þau það sameiginlegt að vekja upp tilfinningar gagnvart þjáningu og því hvernig saklausir líða – það er veruleiki þeirra. Listamennirnir stíga inn í líf fólks gegnum verk sín. „Listamaðurinn hefur að vísu ákveðna persónu sem fyrirmynd, en það sem hann málar er samband sitt við hana.“[20] Nú skal ósagt látið hvort þeir hafi vitað fyrir fram að verkin yrðu umdeild og vektu harm og reiði. Vettvangur sorgar og harms af því tagi sem verkin fást við er ákveðinn hamfaravettvangur. Siðferðilegt mat á þeim byggir á tilfinningu fyrir því hvort komið sé inn á þennan vettvang af djúpri virðingu sem er sterkari heldur en innri sköpunarkraftur listamannsins sem svellur eftir því að koma tilfinningum sínum í listaverk.

Niðurstaða

Hinn fagurfræðilegi dómur kann að litast um of af neikvæðu siðferðilegu mati vegna þess að viðfangsefni listamannanna eru jafnvel talin eign annarra sem þeir eigi ekki, að minnsta kosti með þessum hætti, að skipta sér af. Eignarhald á tilteknum málstað er alltaf fyrir hendi í samfélaginu og þar þarf að stíga varlega til jarðar í ljósi siðareglunnar: aðgát skal höfð í nærveru sálar. Í þessu tilviki snerta listaverkin stjórnmál, trúmál og kynþáttamál – og kunna að virka ögrandi – en þetta er skynjun listamannanna á viðfangsefninu. Stjórnmál, trúmál og kynþáttamál eru allt mikilvæg mál sem eru sífellt til umræðu en þá oftast í hinu stærra samhengi samfélagsumræðunnar. Um leið og þau fara að leita inn til þeirra sem bera harm í hjarta sem runninn er af rótum viðfangsefnis listamannanna á viðfangsefnum, hafa verið svikin, eða ofsótt, þá bregðast viðkomandi við sér til varnar burtséð frá siðferði og fegurð. Þetta á líka við um þau sem telja vegið að menningu sem þau hafa staðið við bakið á og er kappsmál að vernda gegn ýmsum nýjungum og breytingum.

Tilvísanir

[1] Göran Bexell, Carl-Henric Grenholm, Siðfræði af sjónarhóli guðfræði og heimspeki, ísl. þýð. Aðalsteinn Davíðsson, (Reykjavík: Skálholtsútgáfan-Siðfræðistofnun, 1997):159.

[2] Gunnar Skirbekk, Nils Gilje, Heimspekisaga, ísl. þýð. Stefán Hjörleifsson, (Reykjavík: HÍB, 1999): 446.

[3] Gunnar J. Árnason, Ásýnd heimsins – um listir og fagurfræði í hugmyndaheimi nútímans, (Reykjavík: Háskólaútgáfan og Listaháskóli Íslands, 2017): 64-66.

[4] „Brjóstamyndir Gunnlaugs inni í geymslu,“ Morgunblaðið 22. janúar 2019.

[5] Jónas Jónsson, „Hvíldartími í listum og bókmenntum,“ Tíminn, 6. desember, 1941: 500-501. Og ítrekað í: Jónas Jónsson, „Ljótleiki eða fegurð,“ Tíminn, 9. maí 1942: 170.

[6] Jónas Jónsson, „Sýning Freymóðs Jóhannssonar,“ Tíminn 6. nóvemer, 1926: 187.

[7] Jónas Jónsson, „Um sögulegar myndir,“ Samvinnan, 32. árg., 7. hefti. (Reykjavík: Samband íslenzkra samvinnufélaga, 1938): 100.

[8] Björn Th. Björnsson, Íslenzk myndlist – á 19. og 20. öld – drög að sögulgu yfirliti, II., (Reykjavík: Helgafelll, 1973): 210.

[9] Aðalsteinn Ingólfsson, „Listamannadeilur,“ Í deiglunni, (Reykjavík: Listasafn Íslands og Mál og menning,1994): 149.

[10] Jónas Jónsson, „Skáld og hagyrðingar,“ Tíminn, 9. apríl 1942: 106, 107, 108.

[11] Jónas Jónsson, „Ljótleiki eða fegurð,“ Tíminn, 9. maí 1942: 170.

[12] Aðalsteinn Ingólfsson, „Listamannadeilur,“ Í deiglunni, (Reykjavík: Listasafn Íslands og Mál og menning,1994): 149-150.

[13] Jónas Jónsson, „Hvíldartími í listum og bókmenntum,“ Tíminn, 6. desember 1941, 126: 500.

[14] Jónas Jónsson, „Hvíldartími í listum og bókmenntum,“ Tíminn, 18. desember 1941: 520.

[15] Jónas Jónsson, „Skáld og hagyrðingar,“ Tíminn, 9. apríl 1942: 106, 107, 108.

[16] Íslensk listasaga – frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar, II.,bindi, Gunnar J. Árnason, Hrafnhildur Schram, Æsa Sigurjónsdóttir, (Reykjavík: Listasafn Íslands og Forlagið), 206. Nútímalistin fylgdi ekki hefðbundnum frásagnarhefðum, náttúrulýsingar voru öðruvísi en venja var, fágað akademískt handbragð vék fyrir groddalegu að mati hans: „stigveldi í listaheiminum riðlaðist og alþýðulistinn var gert jafnhátt undir höfði og helstu meistaraverkum.“

[17] Jean Robertson, Craig McDaniel, Themes of contemporary art – visual art after 1980, (New York, Oxford: Oxford university press, 2005): 359-360.

[18]Jean Robertson, Craig McDaniel, Themes of contemporary art – visual art after 1980, (New York, Oxford: Oxford university press, 2005): 355.

[19]Souza, Aruna, „Act 1, Open Casket, Whitney Biennial, 2017,“ í Whitewalling, Art, Race and Protest in 3 Acts. (New York: Badlands Unlimited, 2020): 15-63.

[20]Halldór Laxness, „Myndlist okkar forn og ný,“ Sjálfsagðir hlutir, (Reykjavík: Helgafell, 1962):100.

Heimildir

Aðalsteinn Ingólfsson, „Listamannadeilur,“ Í deiglunni. Reykjavík: Listasafn Íslands og Mál og menning, 1994.

Björn Th. Björnsson, Íslenzk myndlist – á 19. og 20. öld – drög að sögulgu yfirliti, II. Reykjavík: Helgafelll, 1973.

„Brjóstamyndir Gunnlaugs inni í geymslu,“ Morgunblaðið 22. janúar 2019.

Souza, Aruna, „Act 1, Open Casket, Whitney Biennial, 2017,“ í Whitewalling, Art, Race and Protest in 3 Acts. (New York: Badlands Unlimited, 2020).

Gilje, Nils og Gunnar Skirbekk, Heimspekisaga, ísl. þýð. Stefán Hjörleifsson. Reykjavík: HÍB, 1999.

Grenholm, Carl-Henric og Göran Bexell, Siðfræði af sjónarhóli guðfræði og heimspeki, ísl. þýð. Aðalsteinn Davíðsson. Reykjavík: Skálholtsútgáfan-Siðfræðistofnun, 1997.

Gunnar J. Árnason, Ásýnd heimsins – um listir og fagurfræði í hugmyndaheimi nútímans. Reykjavík: Háskólaútgáfan og Listaháskóli Íslands, 2017.

Gunnar J. Árnason, Hrafnhildur Schram, Æsa Sigurjónsdóttir, Íslensk listasaga – frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar, II.,bindi. Reykjavík: Listasafn Íslands og Forlagið, 2009.

Halldór Laxness, „Myndlist okkar forn og ný,“ Sjálfsagðir hlutir. Reykjavík: Helgafell, 1962.

Jónas Jónsson, „Hvíldartími í listum og bókmenntum,“ Tíminn, 6. desember. Reykjavík: Framsóknarflokkurinn, 1941.

Jónas Jónsson, „Ljótleiki eða fegurð,“ Tíminn, 9. maí 1942, 44. blað. Reykjavík: Framsóknarflokkurinn, 1942.

Jónas Jónsson, „Úr nútímalist,“ Samvinnan, 3. hefti 1946. Reykjavík: Samband ísl. samvinnufélaga, 1946.

Jónas Jónsson, „Úr nútímalist,“ Samvinnan, 4. tbl., 1946. Reykjavík: Samband ísl. samvinnufélaga, 1946.

Jónas Jónsson, „Skáld og hagyrðingar,“ Tíminn, 9. apríl 1942, 28. blað. Reykjavík: Framsóknarflokkurinn, 1942.

Jónas Jónsson, „Sýning Freymóðs Jóhannssonar,“ Tíminn 6. nóvemer. Reykjavík: Framsóknarflokkurinn, 1926.

McDaniel, Craig og Jean Robertson, Themes of contemporary art – visual art after 1980, New York, Oxford: Oxford university press, 2005.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Í þessari grein verður fjallað um hvernig hægt sé að leggja siðferðislegt mat á listaverk og hver séu tengsl siðferðilegs mats og fagurfræðilegra dóma. Því næst verða tekin fáein dæmi, innlend og erlend, um fyrrnefnda þætti, og rætt um þau. Þá verður vikið að listaverkum sem ögra og niðurstaða að lokum.

Fyrst liggur við að spyrja í hverju siðferðilegt mat felist og hverjar séu forsendur þess.

Siðferði

Áður en lengra er haldið verður að huga stuttlega að því hvað siðferði er. Framganga fólks á vettvangi dagsins, skoðanir og viðhorf, athafnir og orð, fara alla jafnan eftir ákveðnum reglum sem hafa verið innrættar frá blautu barnsbeini. Þessar reglur snúast um grundvallaratriði eins og hvað sé rétt og hvað rangt, hvað sé gott og hvað sé vont. Hvernig er gott samfélag? Siðferðið getur átt rætur sínar í trú, stjórnmálahugsjónum, heimspeki og samfélagslegri stöðu.

Í klassískri grískri heimspeki var almennt gengið út frá fjórum höfuðdygðum þegar litið var til eiginleika sem töldust vera góðir. Þessar dygðir voru: viska, réttlæti, hugrekki og hófsemi.[1]

Hvert samfélag er ofið úr reglum er snerta siðferðilega breytni. Lög samfélagsins og reglur endurspegla þær. Þessar reglur eru nokkurs konar grunnforsendur fyrir því að samfélagið gangi með réttum hætti eftir þeim stjórnmálalegu gildum sem móta það. Þessi gildi geta verið býsna ólík um sumt en lík um annað. Sinn er siður í landi hverju er stundum sagt. En þó svipar hjörtunum til í Súdan og Grímsnesinu eins og skáldið sagði.

Þrátt fyrir siðferðilega innrætingu er manneskjan þannig úr garði gerð að hún víkur oft frá því sem kallast gott siðferði. Þess hefur samfélagið komið sér upp samfélagslegu taumhaldi sem svo er kallað og birtist það í lögum og reglum. Þar er eitt viðmiðanna að halda uppi allsherjarreglu.

Þegar listneytandi ákveður að leggja siðferðilegt mat á listaverk mótast það af siðferðilegum viðhorfum hans og hversu afdráttarlaust hann beitir siðferðilegum viðmiðum sínum. Þar kemur og við sögu tilfinning hans eða skoðun á því hvað honum eða henni finnst vera fagurt.

Fagurfræði

Fáein orð um fagurfræðina eftir því sem Immanuel Kant (1724-1804) leggur hana fram: „Fagurfræði snýst um að dómi Kants um tvenns konar  frumreynslu. Annars vegar koma listaverk og náttúrufyrirbæri mönnum fyrir sjónir sem háleit eða yfirþyrmandi. Hins vegar þykir mönnum veruleikinn vera fallegur.“[2] Þessi upplifun á ekkert skylt við þekkingu heldur er smekkur. Reynsla af fegurð er huglæg og það er form hlutanna sem hefur þau áhrif að eitthvað er talið vera fagurt. En til skjalanna kemur líka ímyndunaraflið sem „tengir einstakar skynjanir við almenn hugtök.“ Ímyndunaraflið leikur sér með skynjanir mannfólksins. Þessi gleðileikur ímyndunaraflsins kyndir undir fegurðarreynslu mannsins. Og fegurðin er eins og Guð, óskiljanleg og óútskýranleg. Og leikur ímyndunaraflsins er sjálfsprottinn.[3]

Eiginleikar hluta, hver litur þeirra er og hvernig þeir eru lagaðir, og hvort samræmi sé í þeim, er meðal annars það sem velt er fyrir sér í fagurfræðinni. Og það er líka spurt um listgildi.

Nærtækast er að spyrja fyrst með hvaða hætti listaverk hefur siðferðislega skírskotun. Er hægt að lesa einhverja siðferðilega tilvísun í málverk sem sýnir fossinn Dynjanda? Eða rauðan hest í haga? Ólíklegt er að listneytandi felli einhverja dóma um slík verk sem hafa almenna skírskotun til veruleikans – og falla vel að almennum smekk.

Listaverk í Seðlabanka Íslands vekja kurr

Sofandi kona, eftir Gunnlaug Blöndal (1893-1963) – í eigu Eimskipafélagsins

Nú getur listneytandi talið eitthvert listaverk vera ósæmilegt. Dæmi skal tekið af verkum eftir Gunnlaug Blöndal (1893-1962) sem prýddu veggi í Seðlabanka Íslands. Starfsmaður kvartaði og taldi þau vera ósæmileg. Brugðist var við kvörtun starfsmannsins og verkin tekin ofan og sett í geymslu. Þegar forstöðumaður Listasafns Íslands var spurður um málið svaraði hún svo:

„Það blikka ákveðin viðvör­un­ar­ljós þegar við finn­um að fólki er mis­boðið við það sem við köll­um klass­ískt mynd­mál. Þá finnst okk­ur við vera far­in að fær­ast í átt að ein­hverju sem gæti kall­ast rit­skoðun.“ Þá sendi Bandalag íslenskra listamanna frá sér yfirlýsingu þar sem sagði það vera „undarlega tímaskekkju puritanisma að ritskoða list með þessum hætti.“[4]

Bankinn brást og við með yfirlýsingu þar sem sagði að ákvörðunin um að fjarlægja verkin (þau voru tvö) hefði ekkert með „listrænt mat“ að gera. Ástæðan var hins vegar sú að bankinn vildi hafa:

„…hliðsjón af jafn­rétt­is­stefnu, stefnu gegn einelti og áreitni var ákveðið að bregðast við þess­um ábend­ing­um, m.a. með hliðsjón af jafn­rétt­isáætl­un.“

Það var ekki útskýrt með hvaða hætti málverkin væru ósæmileg en fyrirsögn fréttarinnar gefur til kynna að þar hafi nekt komið við sögu. En ljóst er að einhvers konar siðferðilegt mat hefur verið lagt á listaverkið og Seðlabankinn rökstyður það með tilvísan í jafnréttisáætlun o.fl. Orð eins og ritskoðun og púritönsk tímaskekkja voru mótrök. Bankinn frýjaði sig undan því að hafa kveðið upp einhvern fagurfræðilegan dóm um verkið eins og fram kemur.

Listsýning til háðungar

Jónas Jónsson frá Hriflu (1885-1968) var mikill áhrifamaður í íslensku þjóðlífi á fjórða áratugi síðustu aldar. Hann var formaður Menntamálaráðs sem hafði á sinni könnu kaup á listaverkum. Jónas hafði ákveðinn smekk á list, var hallur undir íhaldssaman stíl og vildi að listaverkin væru sem líkust fyrirmyndinni. Honum var mjög í nöp við nýjar listastefnur sem voru að ryðja sér til rúms. Sagði að heimsstyrjaldirnar hefðu ruglað dómgreind manna og haft slæm áhrif á listamenn og þar á meðal íslenska.[5] Hann kallaði nýja strauma í málaralist, sjúkdómsöldu.[6] Hér var það fegurðarhugtakið sem skipaði háan sess hjá honum. Íslenskir málarar áttu að halda sig við að mála íslenska náttúru og túlka þjóðlífið.[7]

Hann hafði sem sé hugmyndir um hvað væri list og hvað ekki. Því til staðfestingar lét hann hengja upp málverk í marsmánuði 1942 í hliðarsölum Alþingis svo þingmenn sæju hvað væri slæm list.[8] Listamennirnir sem féllu í þennan flokk hjá honum voru þeir Jón Stefánsson, Jón Engilberts, Gunnlaug Scheving, Þorvald Skúlason og Jóhann Briem.[9] Hann talaði um þá sem klessumálara og þeir sem fylgdu „frönsku úrkynjunarstefnunni“ voru til fárra fiska metnir.[10] Jónas lét svo flytja sýninguna í búðarglugga í bænum svo almenningur sæi hvað hann væri að tala um. Til þess að fólk áttaði sig betur lét hann fjarlægja „klessuverkin“ og hengja upp verk sem  voru að mati hans „táknræn fyrir það bezta, sem gert hefir verið í íslenzkri myndlist.“[11] Þeir listamenn sem áttu verk í þessum gæðaflokki voru: Sigurður Guðmundsson, Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrímur Jónsson, Ríkarður Jónsson, Gunnlaugur Blöndal, Jóhannes Kjarval og „þóknanleg“ mynd eftir Jón Stefánsson.[12]

Í þessari deilu skipti fagurfræði máli og siðferðislegt mat á listaverkum. Jónas var ómyrkur í máli um nýjungar í myndlist og talaði um að listamenn sæktust eftir fordæmum sem væru „ljót og ófullkomin, í stað þess að tigna fegurð og göfgi.“ Auk þess hafi sá hugsunarháttur skotið rótum að „list sem tilheyrir nútímanum, hljóti að sækjast eftir ljótleika í efnisvali en hirðuleysi og vanþekkingu í vinnubrögðum.“[13] Þeir listamenn sem voru honum þóknanlegir höfðu flutt fegurð inn í andlegt líf þjóðarinnar.[14]

Þessi listaverk sem tilheyrðu hinum nýju listastefnum væru merki um siðferðilega úrkynjun.

Enn um siðferðilegt mat og fagurfræði

Þessi sögulegi atburður, Háðungarsýningin 1942, er athyglisverður í listfræðilegu ljósi og þá rætt er um að leggja siðferðislegt mat á listaverk og hver séu tengsl siðferðilegs mats og fagurfræðilegra dóma.

Ljóst er að „klessuverkin“ sem Jónas nefndi svo fengu falleinkunn í siðferðilegu mati hans á þeim. Af því leiddi að hinn fagurfræðilegi dómur var nánast útlegðardómur. Í umræðunni kom og fram að hann hafi verið álasaður fyrir að brjóta óskráð lög smekkvísinnar með kaupum á verkunum að eigin sögn.[15]

Hér liggur sem sé allt undir. Jónas hafði mikið vald sem formaður Menntamálaráðs til að kaupa listaverk fyrir hönd ríkisins. Hér var „réttmætt gildismat almennings“[16] í húfi – eða hvað?

Listaverk sem ögra

Nú má spyrja að tvennu: hvort listaverk geti verið hvort tveggja í senn ögrandi og ósiðlegt og hvort listamönnum leyfist meira en öðrum sakir listarinnar.

Þrjú dæmi:

Skúlptúr ítalska listamannsins Maurizio Cattelan (f. 1960) sem sýnir mann er krýpur í bæn sinni í fyrrum gettói í Varsjá, klæddur sem skóladrengur en höfuð hans er Hitlersmynd.[17]

Verk  Maurizio Cattela

Annað listaverkið er eftir bandarískan listamann og ljósmyndara, Andres Serrano (f. 1950 ) og er ljósmynd sem sýnir róðukross í krukku og vökvi umlykur hann og er það þvag listamannsins.[18]. Kirkjublaðið.is mun fjalla síðar nánar um þetta mjög svo umdeilda verk.

Listaverkið Piss Christ eftir bandaríska listamanninn Andres Serrano

Þriðja verkið er málverk eftir Dönu Schutz (f.1976) – hún er líka bandarísk. Málverkið byggir á kynþáttamorði á fjórtán ára gömlum dreng og sýnir hann látinn í kistu sinni en móðir hans hafði gert þá kröfu að kistan yrði opin og viðhafði eftirfarandi: „Látum fólkið sjá það sem ég hef séð.“[19]

  Verk Dana Schutz, frá 2016

Hvernig er það siðferðilega mat sem lagt er á þessi listaverk og hver eru tengsl þess við þann veruleika sem þau vísa til? Og er samband milli hins siðferðilega mats og þess fagurfræðilega dóms sem kann að vera kveðinn upp yfir því.

Þó að þessi þrjú verk séu á vissan hátt ólík þá eiga þau það sameiginlegt að vekja upp tilfinningar gagnvart þjáningu og því hvernig saklausir líða – það er veruleiki þeirra. Listamennirnir stíga inn í líf fólks gegnum verk sín. „Listamaðurinn hefur að vísu ákveðna persónu sem fyrirmynd, en það sem hann málar er samband sitt við hana.“[20] Nú skal ósagt látið hvort þeir hafi vitað fyrir fram að verkin yrðu umdeild og vektu harm og reiði. Vettvangur sorgar og harms af því tagi sem verkin fást við er ákveðinn hamfaravettvangur. Siðferðilegt mat á þeim byggir á tilfinningu fyrir því hvort komið sé inn á þennan vettvang af djúpri virðingu sem er sterkari heldur en innri sköpunarkraftur listamannsins sem svellur eftir því að koma tilfinningum sínum í listaverk.

Niðurstaða

Hinn fagurfræðilegi dómur kann að litast um of af neikvæðu siðferðilegu mati vegna þess að viðfangsefni listamannanna eru jafnvel talin eign annarra sem þeir eigi ekki, að minnsta kosti með þessum hætti, að skipta sér af. Eignarhald á tilteknum málstað er alltaf fyrir hendi í samfélaginu og þar þarf að stíga varlega til jarðar í ljósi siðareglunnar: aðgát skal höfð í nærveru sálar. Í þessu tilviki snerta listaverkin stjórnmál, trúmál og kynþáttamál – og kunna að virka ögrandi – en þetta er skynjun listamannanna á viðfangsefninu. Stjórnmál, trúmál og kynþáttamál eru allt mikilvæg mál sem eru sífellt til umræðu en þá oftast í hinu stærra samhengi samfélagsumræðunnar. Um leið og þau fara að leita inn til þeirra sem bera harm í hjarta sem runninn er af rótum viðfangsefnis listamannanna á viðfangsefnum, hafa verið svikin, eða ofsótt, þá bregðast viðkomandi við sér til varnar burtséð frá siðferði og fegurð. Þetta á líka við um þau sem telja vegið að menningu sem þau hafa staðið við bakið á og er kappsmál að vernda gegn ýmsum nýjungum og breytingum.

Tilvísanir

[1] Göran Bexell, Carl-Henric Grenholm, Siðfræði af sjónarhóli guðfræði og heimspeki, ísl. þýð. Aðalsteinn Davíðsson, (Reykjavík: Skálholtsútgáfan-Siðfræðistofnun, 1997):159.

[2] Gunnar Skirbekk, Nils Gilje, Heimspekisaga, ísl. þýð. Stefán Hjörleifsson, (Reykjavík: HÍB, 1999): 446.

[3] Gunnar J. Árnason, Ásýnd heimsins – um listir og fagurfræði í hugmyndaheimi nútímans, (Reykjavík: Háskólaútgáfan og Listaháskóli Íslands, 2017): 64-66.

[4] „Brjóstamyndir Gunnlaugs inni í geymslu,“ Morgunblaðið 22. janúar 2019.

[5] Jónas Jónsson, „Hvíldartími í listum og bókmenntum,“ Tíminn, 6. desember, 1941: 500-501. Og ítrekað í: Jónas Jónsson, „Ljótleiki eða fegurð,“ Tíminn, 9. maí 1942: 170.

[6] Jónas Jónsson, „Sýning Freymóðs Jóhannssonar,“ Tíminn 6. nóvemer, 1926: 187.

[7] Jónas Jónsson, „Um sögulegar myndir,“ Samvinnan, 32. árg., 7. hefti. (Reykjavík: Samband íslenzkra samvinnufélaga, 1938): 100.

[8] Björn Th. Björnsson, Íslenzk myndlist – á 19. og 20. öld – drög að sögulgu yfirliti, II., (Reykjavík: Helgafelll, 1973): 210.

[9] Aðalsteinn Ingólfsson, „Listamannadeilur,“ Í deiglunni, (Reykjavík: Listasafn Íslands og Mál og menning,1994): 149.

[10] Jónas Jónsson, „Skáld og hagyrðingar,“ Tíminn, 9. apríl 1942: 106, 107, 108.

[11] Jónas Jónsson, „Ljótleiki eða fegurð,“ Tíminn, 9. maí 1942: 170.

[12] Aðalsteinn Ingólfsson, „Listamannadeilur,“ Í deiglunni, (Reykjavík: Listasafn Íslands og Mál og menning,1994): 149-150.

[13] Jónas Jónsson, „Hvíldartími í listum og bókmenntum,“ Tíminn, 6. desember 1941, 126: 500.

[14] Jónas Jónsson, „Hvíldartími í listum og bókmenntum,“ Tíminn, 18. desember 1941: 520.

[15] Jónas Jónsson, „Skáld og hagyrðingar,“ Tíminn, 9. apríl 1942: 106, 107, 108.

[16] Íslensk listasaga – frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar, II.,bindi, Gunnar J. Árnason, Hrafnhildur Schram, Æsa Sigurjónsdóttir, (Reykjavík: Listasafn Íslands og Forlagið), 206. Nútímalistin fylgdi ekki hefðbundnum frásagnarhefðum, náttúrulýsingar voru öðruvísi en venja var, fágað akademískt handbragð vék fyrir groddalegu að mati hans: „stigveldi í listaheiminum riðlaðist og alþýðulistinn var gert jafnhátt undir höfði og helstu meistaraverkum.“

[17] Jean Robertson, Craig McDaniel, Themes of contemporary art – visual art after 1980, (New York, Oxford: Oxford university press, 2005): 359-360.

[18]Jean Robertson, Craig McDaniel, Themes of contemporary art – visual art after 1980, (New York, Oxford: Oxford university press, 2005): 355.

[19]Souza, Aruna, „Act 1, Open Casket, Whitney Biennial, 2017,“ í Whitewalling, Art, Race and Protest in 3 Acts. (New York: Badlands Unlimited, 2020): 15-63.

[20]Halldór Laxness, „Myndlist okkar forn og ný,“ Sjálfsagðir hlutir, (Reykjavík: Helgafell, 1962):100.

Heimildir

Aðalsteinn Ingólfsson, „Listamannadeilur,“ Í deiglunni. Reykjavík: Listasafn Íslands og Mál og menning, 1994.

Björn Th. Björnsson, Íslenzk myndlist – á 19. og 20. öld – drög að sögulgu yfirliti, II. Reykjavík: Helgafelll, 1973.

„Brjóstamyndir Gunnlaugs inni í geymslu,“ Morgunblaðið 22. janúar 2019.

Souza, Aruna, „Act 1, Open Casket, Whitney Biennial, 2017,“ í Whitewalling, Art, Race and Protest in 3 Acts. (New York: Badlands Unlimited, 2020).

Gilje, Nils og Gunnar Skirbekk, Heimspekisaga, ísl. þýð. Stefán Hjörleifsson. Reykjavík: HÍB, 1999.

Grenholm, Carl-Henric og Göran Bexell, Siðfræði af sjónarhóli guðfræði og heimspeki, ísl. þýð. Aðalsteinn Davíðsson. Reykjavík: Skálholtsútgáfan-Siðfræðistofnun, 1997.

Gunnar J. Árnason, Ásýnd heimsins – um listir og fagurfræði í hugmyndaheimi nútímans. Reykjavík: Háskólaútgáfan og Listaháskóli Íslands, 2017.

Gunnar J. Árnason, Hrafnhildur Schram, Æsa Sigurjónsdóttir, Íslensk listasaga – frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar, II.,bindi. Reykjavík: Listasafn Íslands og Forlagið, 2009.

Halldór Laxness, „Myndlist okkar forn og ný,“ Sjálfsagðir hlutir. Reykjavík: Helgafell, 1962.

Jónas Jónsson, „Hvíldartími í listum og bókmenntum,“ Tíminn, 6. desember. Reykjavík: Framsóknarflokkurinn, 1941.

Jónas Jónsson, „Ljótleiki eða fegurð,“ Tíminn, 9. maí 1942, 44. blað. Reykjavík: Framsóknarflokkurinn, 1942.

Jónas Jónsson, „Úr nútímalist,“ Samvinnan, 3. hefti 1946. Reykjavík: Samband ísl. samvinnufélaga, 1946.

Jónas Jónsson, „Úr nútímalist,“ Samvinnan, 4. tbl., 1946. Reykjavík: Samband ísl. samvinnufélaga, 1946.

Jónas Jónsson, „Skáld og hagyrðingar,“ Tíminn, 9. apríl 1942, 28. blað. Reykjavík: Framsóknarflokkurinn, 1942.

Jónas Jónsson, „Sýning Freymóðs Jóhannssonar,“ Tíminn 6. nóvemer. Reykjavík: Framsóknarflokkurinn, 1926.

McDaniel, Craig og Jean Robertson, Themes of contemporary art – visual art after 1980, New York, Oxford: Oxford university press, 2005.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir