Stundum veltir maður því fyrir sér hvort listamaður sem skapar áhrifaríka mynd hafi hugsanlega séð svipaða mynd áður. Um það eru vissulega dæmi úr listasögunni.

Stundum veltir maður því líka fyrir sér hvort kona sem kvartar undan of mikilli vinnu hafi ekki fengið oftar en ekki sama svarið: Haltu bara áfram. Starf þitt er göfugt. En hér þarf hins vegar einhver að hlusta á karlmann ræða málin.

Það var kona sem lagði sig fram í þjónustu. Já, hún lagði sig alla fram og var hugsanlega að niðurlotum komin. Hún kvartaði við meistarann frá Nasaret og sagði systur sína láta sig eina um að þjóna gestum. Og meistarinn sagði einfaldlega að hún væri sannarlega áhyggjufull, já vissulega mjög áhyggjufull, og mæddist í mörgu. Systir hennar hefði valið góða hlutskiptið sem var að hlusta á hann. Það yrði ekki frá henni tekið. Svo að hún fór aftur fram í eldhús. Kúguð eða sátt?

Þær hétu Marta og María, systur.

Og Marta var sú sem að niðurlotum var komin og hrópaði á hjálp. Stóð upp fyrir haus í eldhúsinu. María sú sem hafði eyru næm sem frjóa mold. Hlustaði. (Lúkasarguðspjall 10.38-41).

Má kannski líta á þetta sem karlrembu í meistaranum frá Nasaret? Einhver varð að þjóna og einhver varð að hlusta. Ákveðin skipting í stéttir að boði karlmanns: að þjóna og hlusta. Hefur þetta jafnvel náð inn í söfnuðina þar sem kvenfélögin baka og hella upp á kaffi meðan hin ræða málin? Þau völdu góða hlutskiptið. Heppin. Hin lentu heldur betur í því. Eða var þjónustan við matargerð og heimilisstörf upphafin með því að vera sett í næsta sæti við að hlusta? Ef, hvar sér þess stað?

Marga daga hef ég horft á útlendar konur ýta á undan sér hreinlætisvögnum í ýmsum opinberum stofnunum samfélagins. Þessir vagnar voru skriðdrekar gegn óhreinindum sem starfsfólk virðulegra stofnana skildi eftir sig við mikilvæg störf á hinum og þessum starfsvettvangi. Þær komu og unnu hljóðlaust. Í svörtum einkennisfötum sem á var rauðsaumað aðlaðandi nafn fyrirtækisins sem minnti á himnaríki. Þær kvörtuðu kannski ekki, veit það ekki. Og báðu ekki um hjálp eins og Marta. Ég hef boðið þeim góðan dag þar sem ég vann en þær tóku margar varla undir. Sumar sögðu góðan dag á bjagaðri íslensku – eða á ensku. En þær unnu hljóðlaust og voru nánast ósýnilegar. Kannski voru þær ósýnilegar og mállausar að boði vinnuveitandans. Hugsaði stundum hvers vegna bjóðum við þeim ekki í kaffi? Eða hádegismat? En þær eiga að vera ósýnilegar. Og ósýnilegt fólk borðar hvorki mat né drekkur kaffi.

Konur eru oft ósýnilegar. Þó ekki allar. En sérstaklega þær sem þjóna öðrum þrátt fyrir að þjónustan sé mærð á hátíðarstundum.

Listakonan Marianne von Werefkin (1861-1932) málaði verk árið 1910 sem heitir Svörtu konurnar. Það fylgir þessum orðum. Við þekkjum öll þau hlutverk kvenna á vinnumarkaði sem eru nánast eyrnamerkt þeim. Eða þær hlekkjaðar við þau. Var í gær í þorraheimsókn sem afi á leikskóla – frábær stund. Þar voru allt gæðakonur að störfum sem mega sennilega ekki kvarta eins og Marta enda þótt störf þeirra séu undirstöðustörf í samfélaginu.

Listakonan Werefkin sýnir konur að störfum í verki þar sem þögn erfiðisins hvílir yfir. Þær bera sína byrði en aka ekki þrifavögnum í stórum húsum þar sem fjármálafyrirtæki hafa hreiðrað um sig. Bognar ganga þær með hvíta byrði áleiðis til borgarinnar. Hvað skyldi vera í pokunum? Áhyggjur þeirra og mæða? Ekki laun þeirrra, það er svo mikið sem víst.

Muggur, Guðmundur Thorsteinsson (1891-1924), gerði krítarmynd árið 1919. Hún heitir Kolaburður og kallast á við Svörtu konurnar. Þar er drungaleg fylking þögulla erfiðiskvenna sem ber kol á baki upp hallandi bryggjuna. Það er nánast kynlaus hópur, boginn í baki. En tvær konur standa fremst á bryggjunni og horfa á kynsystur sínar. Kannski bíða þær eftir því að komast á bryggjusporðinn til að axla sinn poka. Eða völdu þær ef til vill góða hlutskiptið?

Krítarmyndin Kolaburður, gerð 1919: Muggur (Guðmundur Thorsteinsson). Mynd: Kirkjublaðið.is

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Stundum veltir maður því fyrir sér hvort listamaður sem skapar áhrifaríka mynd hafi hugsanlega séð svipaða mynd áður. Um það eru vissulega dæmi úr listasögunni.

Stundum veltir maður því líka fyrir sér hvort kona sem kvartar undan of mikilli vinnu hafi ekki fengið oftar en ekki sama svarið: Haltu bara áfram. Starf þitt er göfugt. En hér þarf hins vegar einhver að hlusta á karlmann ræða málin.

Það var kona sem lagði sig fram í þjónustu. Já, hún lagði sig alla fram og var hugsanlega að niðurlotum komin. Hún kvartaði við meistarann frá Nasaret og sagði systur sína láta sig eina um að þjóna gestum. Og meistarinn sagði einfaldlega að hún væri sannarlega áhyggjufull, já vissulega mjög áhyggjufull, og mæddist í mörgu. Systir hennar hefði valið góða hlutskiptið sem var að hlusta á hann. Það yrði ekki frá henni tekið. Svo að hún fór aftur fram í eldhús. Kúguð eða sátt?

Þær hétu Marta og María, systur.

Og Marta var sú sem að niðurlotum var komin og hrópaði á hjálp. Stóð upp fyrir haus í eldhúsinu. María sú sem hafði eyru næm sem frjóa mold. Hlustaði. (Lúkasarguðspjall 10.38-41).

Má kannski líta á þetta sem karlrembu í meistaranum frá Nasaret? Einhver varð að þjóna og einhver varð að hlusta. Ákveðin skipting í stéttir að boði karlmanns: að þjóna og hlusta. Hefur þetta jafnvel náð inn í söfnuðina þar sem kvenfélögin baka og hella upp á kaffi meðan hin ræða málin? Þau völdu góða hlutskiptið. Heppin. Hin lentu heldur betur í því. Eða var þjónustan við matargerð og heimilisstörf upphafin með því að vera sett í næsta sæti við að hlusta? Ef, hvar sér þess stað?

Marga daga hef ég horft á útlendar konur ýta á undan sér hreinlætisvögnum í ýmsum opinberum stofnunum samfélagins. Þessir vagnar voru skriðdrekar gegn óhreinindum sem starfsfólk virðulegra stofnana skildi eftir sig við mikilvæg störf á hinum og þessum starfsvettvangi. Þær komu og unnu hljóðlaust. Í svörtum einkennisfötum sem á var rauðsaumað aðlaðandi nafn fyrirtækisins sem minnti á himnaríki. Þær kvörtuðu kannski ekki, veit það ekki. Og báðu ekki um hjálp eins og Marta. Ég hef boðið þeim góðan dag þar sem ég vann en þær tóku margar varla undir. Sumar sögðu góðan dag á bjagaðri íslensku – eða á ensku. En þær unnu hljóðlaust og voru nánast ósýnilegar. Kannski voru þær ósýnilegar og mállausar að boði vinnuveitandans. Hugsaði stundum hvers vegna bjóðum við þeim ekki í kaffi? Eða hádegismat? En þær eiga að vera ósýnilegar. Og ósýnilegt fólk borðar hvorki mat né drekkur kaffi.

Konur eru oft ósýnilegar. Þó ekki allar. En sérstaklega þær sem þjóna öðrum þrátt fyrir að þjónustan sé mærð á hátíðarstundum.

Listakonan Marianne von Werefkin (1861-1932) málaði verk árið 1910 sem heitir Svörtu konurnar. Það fylgir þessum orðum. Við þekkjum öll þau hlutverk kvenna á vinnumarkaði sem eru nánast eyrnamerkt þeim. Eða þær hlekkjaðar við þau. Var í gær í þorraheimsókn sem afi á leikskóla – frábær stund. Þar voru allt gæðakonur að störfum sem mega sennilega ekki kvarta eins og Marta enda þótt störf þeirra séu undirstöðustörf í samfélaginu.

Listakonan Werefkin sýnir konur að störfum í verki þar sem þögn erfiðisins hvílir yfir. Þær bera sína byrði en aka ekki þrifavögnum í stórum húsum þar sem fjármálafyrirtæki hafa hreiðrað um sig. Bognar ganga þær með hvíta byrði áleiðis til borgarinnar. Hvað skyldi vera í pokunum? Áhyggjur þeirra og mæða? Ekki laun þeirrra, það er svo mikið sem víst.

Muggur, Guðmundur Thorsteinsson (1891-1924), gerði krítarmynd árið 1919. Hún heitir Kolaburður og kallast á við Svörtu konurnar. Þar er drungaleg fylking þögulla erfiðiskvenna sem ber kol á baki upp hallandi bryggjuna. Það er nánast kynlaus hópur, boginn í baki. En tvær konur standa fremst á bryggjunni og horfa á kynsystur sínar. Kannski bíða þær eftir því að komast á bryggjusporðinn til að axla sinn poka. Eða völdu þær ef til vill góða hlutskiptið?

Krítarmyndin Kolaburður, gerð 1919: Muggur (Guðmundur Thorsteinsson). Mynd: Kirkjublaðið.is

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir