Sá dagur líður landsmönnum seint úr minni þegar gos hófst á Heimaey 23. janúar 1973.

Nú er hálf öld liðin frá þessum viðburði.

Aldrei hafði fólk séð annað eins þegar hús og mannvirki Eyjamanna fóru undir hraun og ösku.

Þar var mikið lán að flestir bátar voru í höfn og því gat flutningur fólks upp á land hafist fljótt.

Þær voru margar ljósmyndirnar sem sýndu náttúruhamfarirnar og mjög áhrifamiklar.

Ein mynd var að mörgu leyti öðrum sterkari. Hana tók Sigurgeir Jónasson (f. 1934), ljósmyndari, (myndin er varðveitt í Ljósmyndasafni Vestmannaeyja). Segja má að hún hafi orðið heimsfræg – og margir tóku síðar mynd frá svipuðu sjónarhorni og hann. Mynd úr veruleika Eyjamanna og í raun úr veruleika svo margra þegar öllu er á botninn hvolft. Jafnvel þótt svört öskuský leggist yfir sál, ból og byggð þá er ekkert að óttast: Þér munuð lifa.

Orðin á sáluhliðinu töluðu kannski aldrei sterkar til Eyjamanna en einmitt í þessum hörmungum. Þau gáfu þeim von, kjark og elju. Og líka þjóðinni sem fylgdist með atburðunum, óttaslegin og kvíðin.

Ég lifi og þér munuð lifa. Þarna stóð það skrifað á boga sáluhliðsins að heimabyggð Eyjamanna yrði ekki eldi og eimyrju að bráð. Eyjarnar myndu rísa aftur upp. Það varð svo. Skilaboðin voru býsna skýr því að aska og gjall náði ekki að sökkva sáluhliðinu með orðunum sterku. Í raun og veru voru þessi orð stutt prédikun og í þessum aðstæðum þurfti hún ekki að vera lengri. Og það sem meira var: Hún var áhrifarík prédikun sem náði til mikils fjölda fólks. Einlæg og ákveðin. Full af von og trúarvissu.

Það var þungbært fyrir fólk að þurfa að yfirgefa heimili sín í snarhasti. Skilja nánast allt eftir. Óvissan var mikil. Hvað yrði um húsin og eigur fólksins? Og margir misstu mikið. Sumir allt.

Samfélagið tók höndum saman um að rétta Eyjamönnum hjálparhönd. Fólkið sem sté upp úr bátunum í Reykjavíkurhöfn um gosnóttina og síðar var þreytulegt á svipinn og sorg hvíldi yfir andlitum þess. En það var enga uppgjöf að finna hjá því.

Sáluhliðið í kirkjugarði Vestmanneyinga sem reis hálft upp úr ösku og gjalli varð kirkjulistakonunni Sigrúnu Jónsdóttur innblástur í listaverk, svartan hökul, sem gefinn var Landakirkju 1981. Þetta er hökull úr íslenskri ull og ofinn með þeim hætti sem sýnir hraun, ösku og gjall. Næmur listamaður finnur oftast leiðir til að tengja verk sín því umhverfi þar sem það á heima. Þessi hökull er gott dæmi um messuklæði sem ber með sér innblástur þroskaðrar listakonu. Verkið er látlaust, einfalt og með sterkan boðskap.

Kirkjulistakonan sótti verkefnið í veruleikann og eigin aðstæður. Segja má að listakonan og listaverkið hafi runnið saman í eitt.

Framhlið þessa messuklæðis, hökulsins, er sáluhliðið fræga, á svörtum fleti sem er ögn gráyrjóttur eins og aska. Og orðin kunnu, Ég lifi og þér munuð lifa, ísaumuð á sáluhliðsbogann með hógværum hætti og einbeittum. Bakhliðin er með útsaumaða mynd af Kristi á krossinum og stjörnuregn himinsins steypist yfir hann.

Sigrún átti í baráttu við krabbamein þegar hún fékkst við að sauma hökulinn og hún hafði betur í því stríði. Hún sagði svo frá gerð þessa listaverks:

Ég sauma sársauka minn og um leið sársauka allra sem horfast í augu við dauðann út í svarta sorgarhempuna. Ég hugsa um það jákvæða í kringum gosið, hvernig almættið stýrði öllu á besta veg. Úr því þessi hökull lenti í höndum mínum núna hlýt ég að sleppa gegnum hörmungarnar. Því trúi ég þegar best liggur á mér, þeirri sannfæringu held ég þrátt fyrir yfirlýsingar lækna um að ég eigi stutt eftir. … Ég sauma krossfestingarmynd á bak hökulsins í anda Passíusálmanna.  … Á framhliðinni vitna ég til hamfaranna. Þar sauma ég sáluhliðið hálft á kafi í ösku. … Ég lagði mitt eigið líf undir og einsetti mér að lifa eins og Landakirkja sem eldgosið hótaði að gleypa en gerði þó ei.“ (Þórunn Valdimarsdóttir, Engin venjuleg kona – litríkt líf Sigrúnar Jónsdóttur, kirkjulistakonu, JPV, 2000, bls. 187-188).

Þessi hökull Sigrúnar er aðeins notaður einu sinni á ári. Á föstudaginn langa. Trúarskírskotun hans er sterk. Myrkur grúfir yfir öllu á Golgatahæð og sú hæð getur verið víða. Og myrkrið, eldur og aska, grúfði yfir Vestmanneyinga þessa nótt í janúar fyrir hálfri öld. En myrkrið sigraði ekki. Ég lifi og þér munuð lifa. Í hvert sinn er Vestmanneyingar sjá þessa mynd og þennan hökul minnast þeir með þakklæti lífgjafarinnar. Með því tókst kirkjulistakonunni Sigrúnu Jónsdóttur að vísa til grundvallaratriðis í kristinni trú sem er upprisan. Hversu dimm sem för manna um heiminn kann að vera þá er ljós skaparans aldrei langt undan. Lifandi ljós. Ljós lífsins.

Framhlið hökulsins (Mynd: Kirkjublaðið.is)

Bakhlið hökulsins er með krossfestingarmynd og stjörnum rignir að ofan (Mynd: Jakob Ágúst Hjálmarsson)


Hér er stutt viðtal við Sigrúnu í Morgunblaðinu 16. apríl 1981 (Skjáskot)

Mynd: Wikipedia

Mynd: Wikipedia

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Sá dagur líður landsmönnum seint úr minni þegar gos hófst á Heimaey 23. janúar 1973.

Nú er hálf öld liðin frá þessum viðburði.

Aldrei hafði fólk séð annað eins þegar hús og mannvirki Eyjamanna fóru undir hraun og ösku.

Þar var mikið lán að flestir bátar voru í höfn og því gat flutningur fólks upp á land hafist fljótt.

Þær voru margar ljósmyndirnar sem sýndu náttúruhamfarirnar og mjög áhrifamiklar.

Ein mynd var að mörgu leyti öðrum sterkari. Hana tók Sigurgeir Jónasson (f. 1934), ljósmyndari, (myndin er varðveitt í Ljósmyndasafni Vestmannaeyja). Segja má að hún hafi orðið heimsfræg – og margir tóku síðar mynd frá svipuðu sjónarhorni og hann. Mynd úr veruleika Eyjamanna og í raun úr veruleika svo margra þegar öllu er á botninn hvolft. Jafnvel þótt svört öskuský leggist yfir sál, ból og byggð þá er ekkert að óttast: Þér munuð lifa.

Orðin á sáluhliðinu töluðu kannski aldrei sterkar til Eyjamanna en einmitt í þessum hörmungum. Þau gáfu þeim von, kjark og elju. Og líka þjóðinni sem fylgdist með atburðunum, óttaslegin og kvíðin.

Ég lifi og þér munuð lifa. Þarna stóð það skrifað á boga sáluhliðsins að heimabyggð Eyjamanna yrði ekki eldi og eimyrju að bráð. Eyjarnar myndu rísa aftur upp. Það varð svo. Skilaboðin voru býsna skýr því að aska og gjall náði ekki að sökkva sáluhliðinu með orðunum sterku. Í raun og veru voru þessi orð stutt prédikun og í þessum aðstæðum þurfti hún ekki að vera lengri. Og það sem meira var: Hún var áhrifarík prédikun sem náði til mikils fjölda fólks. Einlæg og ákveðin. Full af von og trúarvissu.

Það var þungbært fyrir fólk að þurfa að yfirgefa heimili sín í snarhasti. Skilja nánast allt eftir. Óvissan var mikil. Hvað yrði um húsin og eigur fólksins? Og margir misstu mikið. Sumir allt.

Samfélagið tók höndum saman um að rétta Eyjamönnum hjálparhönd. Fólkið sem sté upp úr bátunum í Reykjavíkurhöfn um gosnóttina og síðar var þreytulegt á svipinn og sorg hvíldi yfir andlitum þess. En það var enga uppgjöf að finna hjá því.

Sáluhliðið í kirkjugarði Vestmanneyinga sem reis hálft upp úr ösku og gjalli varð kirkjulistakonunni Sigrúnu Jónsdóttur innblástur í listaverk, svartan hökul, sem gefinn var Landakirkju 1981. Þetta er hökull úr íslenskri ull og ofinn með þeim hætti sem sýnir hraun, ösku og gjall. Næmur listamaður finnur oftast leiðir til að tengja verk sín því umhverfi þar sem það á heima. Þessi hökull er gott dæmi um messuklæði sem ber með sér innblástur þroskaðrar listakonu. Verkið er látlaust, einfalt og með sterkan boðskap.

Kirkjulistakonan sótti verkefnið í veruleikann og eigin aðstæður. Segja má að listakonan og listaverkið hafi runnið saman í eitt.

Framhlið þessa messuklæðis, hökulsins, er sáluhliðið fræga, á svörtum fleti sem er ögn gráyrjóttur eins og aska. Og orðin kunnu, Ég lifi og þér munuð lifa, ísaumuð á sáluhliðsbogann með hógværum hætti og einbeittum. Bakhliðin er með útsaumaða mynd af Kristi á krossinum og stjörnuregn himinsins steypist yfir hann.

Sigrún átti í baráttu við krabbamein þegar hún fékkst við að sauma hökulinn og hún hafði betur í því stríði. Hún sagði svo frá gerð þessa listaverks:

Ég sauma sársauka minn og um leið sársauka allra sem horfast í augu við dauðann út í svarta sorgarhempuna. Ég hugsa um það jákvæða í kringum gosið, hvernig almættið stýrði öllu á besta veg. Úr því þessi hökull lenti í höndum mínum núna hlýt ég að sleppa gegnum hörmungarnar. Því trúi ég þegar best liggur á mér, þeirri sannfæringu held ég þrátt fyrir yfirlýsingar lækna um að ég eigi stutt eftir. … Ég sauma krossfestingarmynd á bak hökulsins í anda Passíusálmanna.  … Á framhliðinni vitna ég til hamfaranna. Þar sauma ég sáluhliðið hálft á kafi í ösku. … Ég lagði mitt eigið líf undir og einsetti mér að lifa eins og Landakirkja sem eldgosið hótaði að gleypa en gerði þó ei.“ (Þórunn Valdimarsdóttir, Engin venjuleg kona – litríkt líf Sigrúnar Jónsdóttur, kirkjulistakonu, JPV, 2000, bls. 187-188).

Þessi hökull Sigrúnar er aðeins notaður einu sinni á ári. Á föstudaginn langa. Trúarskírskotun hans er sterk. Myrkur grúfir yfir öllu á Golgatahæð og sú hæð getur verið víða. Og myrkrið, eldur og aska, grúfði yfir Vestmanneyinga þessa nótt í janúar fyrir hálfri öld. En myrkrið sigraði ekki. Ég lifi og þér munuð lifa. Í hvert sinn er Vestmanneyingar sjá þessa mynd og þennan hökul minnast þeir með þakklæti lífgjafarinnar. Með því tókst kirkjulistakonunni Sigrúnu Jónsdóttur að vísa til grundvallaratriðis í kristinni trú sem er upprisan. Hversu dimm sem för manna um heiminn kann að vera þá er ljós skaparans aldrei langt undan. Lifandi ljós. Ljós lífsins.

Framhlið hökulsins (Mynd: Kirkjublaðið.is)

Bakhlið hökulsins er með krossfestingarmynd og stjörnum rignir að ofan (Mynd: Jakob Ágúst Hjálmarsson)


Hér er stutt viðtal við Sigrúnu í Morgunblaðinu 16. apríl 1981 (Skjáskot)

Mynd: Wikipedia

Mynd: Wikipedia

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir