Julian Francis Stair er leirlistamaður, sagnfræðingur og rithöfundur; gerir stór og smá listaverk. Öll hafa þau vakið athygli fyrir fegurð og frumleika. Í mörgum verkum sínum glímir hann við dauðann og lífið. Stair hefur haldið fjölda sýninga á ævi sinni og er kunnur um allt Bretland.

En þú, Drottinn, ert faðir vor,
vér erum leir, þú hefur mótað oss…

Jesaja 64. 7

Manninum er oft líkt við leir í Biblíunni og Guði við leirkerasmiðinn.

Leirlistamaðurinn sem gerði þau leirverk sem myndin sýnir er náttúrlega enginn guð þó hann hafi skapandi hendur.

Leirverkin eru mannhæðar há og standa fyrir manneskjur. En það er ekki aðeins brothættur leirinn sem minnir á manneskjuna og fallvaltleika lífsins heldur og efnið sem í honum er. Það er mjög sérstakt: dufti jarðneskra manna eftir líkbrennslu er blandað saman við leirinn. Verkin sameina því þetta tvennt: manneskjuna og leirinn, líf og dauða.

Í næsta mánuði verður haldin viðamikil sýning á verkum hans í listasafninu Sainsbury Centre í Norwich á Englandi. Yfirskrift sýningarinnar er: Listin, dauði og lífið komandi.

Í þessu sambandi má benda á frumvarp til laga um breytingu á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi. Þar er lagt til að dreifing jarðneskra leifa verði gefin frjáls.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Julian Francis Stair er leirlistamaður, sagnfræðingur og rithöfundur; gerir stór og smá listaverk. Öll hafa þau vakið athygli fyrir fegurð og frumleika. Í mörgum verkum sínum glímir hann við dauðann og lífið. Stair hefur haldið fjölda sýninga á ævi sinni og er kunnur um allt Bretland.

En þú, Drottinn, ert faðir vor,
vér erum leir, þú hefur mótað oss…

Jesaja 64. 7

Manninum er oft líkt við leir í Biblíunni og Guði við leirkerasmiðinn.

Leirlistamaðurinn sem gerði þau leirverk sem myndin sýnir er náttúrlega enginn guð þó hann hafi skapandi hendur.

Leirverkin eru mannhæðar há og standa fyrir manneskjur. En það er ekki aðeins brothættur leirinn sem minnir á manneskjuna og fallvaltleika lífsins heldur og efnið sem í honum er. Það er mjög sérstakt: dufti jarðneskra manna eftir líkbrennslu er blandað saman við leirinn. Verkin sameina því þetta tvennt: manneskjuna og leirinn, líf og dauða.

Í næsta mánuði verður haldin viðamikil sýning á verkum hans í listasafninu Sainsbury Centre í Norwich á Englandi. Yfirskrift sýningarinnar er: Listin, dauði og lífið komandi.

Í þessu sambandi má benda á frumvarp til laga um breytingu á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi. Þar er lagt til að dreifing jarðneskra leifa verði gefin frjáls.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir