Ung listakona sýndi listaverk eftir sig í Neskirkju og stóð sýningin yfir í nokkrar vikur. Verk hennar vöktu athygli og umhugsun.

Á sunnudaginn var málþing í Neskirkju um kirkjulist og ræddi listakonan unga, Þórdís Erla Zoëga, um listaverk sín sem hún sýndi í kirkjunni. Auk þess fluttu erindi þeir dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson og Hreinn Hákonarson.

Þórdís Erla fæst meðal annars við ljósið í verkum sínum. Enginn getur verið án ljóss í tilverunni, það er eins konar grunnur sem allt líf stendur á. Ljósið er án umgjarðar og flæðir um allt, er hreyfing, já, ljósið kemur langt og mjótt. Öll trúarbrögð hafa ljósið innan sinna herbúða.

Ljósaverk Þórdísar Erlu prýddu veggi safnaðarheimilisins. Fimm gluggar sátu hlið við hlið á vegg, gluggar í sígildum rómönskum stíl, bogadregnir og lýstir upp með rafmagni. Eitt ljósverkanna sat sér á vegg enda ögn frábrugðið gluggunum. Öfugt við venjulega kirkjuglugga var ekki hægt að sjá út um þá né heldur vörpuðu þeir birtu að utan og inn. Einhver kynni að spyrja hvort þetta séu einhvers konar lampar. Svo er nú ekki.

Ljósið stjórnar öllu því sem við gerum. Frá ártíð hefur sólarljósið virkjað okkur, en gerviljós er farið að hafa meiri og meiri áhrif á hegðun okkar og líkamsklukku. Það mætti segja að dagsljósið, sem kemur af himninum, sé það sem við erum í raun að ákalla þar sem áhrif þess á okkar innri veru eru svo mikil. En gerviljósið sem hefur næst mest áhrif á okkur er blátt ljós sem kemur úr hinum ýmsu skjám sem eru virkjaðir með óendanlegu upplýsingaflæði úr gervitungli að himni ofan. (Segir Þórdís Erla í umfjöllun sinni um gluggana).

Þórdís Erla segir að gluggarnir séu í raun og veru afstrakt og hún sé að mála með ljósinu. Sannarlega má taka undir það því að eins og pensilför listmálarans eru ólík þá er birtan missterk í gluggunum og ræður nokkru um það hvar áhorfandi stendur og horfir á verkið.

„Mig langaði til að gera kirkjuglugga, en leika mér með form þeirra,“ segir Þórdís Erla. „Mér fannst gaman að gera svona klassíska kirkjuglugga í þessari módernísku kirkju sem Neskirkja er. Hver gluggi er einstakur og veitir mismunandi innsýn. Sumir eru hálfgerðar gáttir sem opnast áhorfandanum frá vissri átt en aðrir minna frekar á glitský eða ólgusjó. Hægt er að stilla birtustigið á þeim og þeir breytast mikið eftir því hversu bjart er inni í þeim, en þeir eru jafnvel enn dularfyllri þegar slökkt er á ljósinu.“

Þórdís Erla segist notast við ýmsa tækni eins og efnið hologram sem bregst við birtu með mjög skemmtilegum hætti, brýtur hana upp og býr til alls konar prisma sem er síbreytilegt eftir því hvar horft er á gluggana.

Segja má að gluggar Þórdísar Erlu geri sér lítið fyrir og leiki á sjón þess sem virðir þá fyrir sér. Þeir kalla á leik milli sín og áhorfenda vegna þess að nýta sér sjónræna skynvillu. Ótal litbrigði skjóta upp kolli í gluggunum og þeir eru aldrei eins og nýr gluggi blasir við frá hverju sjónarhorni. Er ekki lífið annars þannig? Þegar litið er út um glugga kemur margt fyrir sjónir þess sem horfir. Hann lokar kannski augunum og opnar aftur eftir eitt andartak og hefur ef til vill líka fært sig aðeins til og þá sér hann allt annað en áður. En til viðbótar eru gluggar Þórdísar Erlu fullir af lífi og línur eru mjúkar og ávalar inni í þeim. Þeir eru líka dularfullir að sjá eins og lífið sem er einn stór gluggi út í heiminn. Ljósið sem augað eltir er líka missterkt og tekur þátt í skynvilluleiknum. Öll list hefur alltaf stuðst við hvort tveggja meðvitaðar skynvillur eða þær sem hafa orðið óvart til í listasögunni.

Gluggar eru hversdagsleg fyrirbæri sem ljósveitur og ljósið stjórnar miklu í lífi allra. Já, og hver vill ekki vera  ljóssins megin í tilverunni? „Sólarljósið er auðvitað birtugjafinn mikli en gerviljós er farið að hafa meiri og meiri áhrif á hegðun okkar og líkamsklukku. Það mætti segja að dagsljósið, sem kemur af himninum sé það sem við erum í raun að ákalla þar sem að áhrif þess á okkar innri veru eru svo mikil,“ segir Þórdís Erla og bætir við: „Gerviljósið sem hefur næst mest áhrif á okkur er blátt ljós sem kemur úr hinum ýmsu skjám sem eru virkjaðir með óendanlegu upplýsingaflæði úr gervitunglum sem æða um himinhvolfin.“

Þórdís Erla Zoëga (1988) lauk námi við Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2012. Hún hefur sýnt verk í Kaupmannahöfn, Amsterdam, Stokkhólmi, Berlín, Basel, Tékklandi og víðar. Hér á landi hefur hún unnið verk fyrir Listahátíð í Reykjavík, Listasafn Árnesinga, Listasafn Akureyrar, Gerðarsafn, Íslenska dansflokkinn og Listasafn Reykjavíkur, auk þess sem hún bæjarlistamaður Seltjarnarnesbæjar 2022. Sýning á verkum hennar í Neskirkju er nýlokið.

Nánar um Þórdísi Erlu.

Þórdís Erla var bæjarlistamaður Seltjarnarness 2022.

Gluggar Þórdísar vekja upp ýmsar tilfinningar

Litaveitan er útilistaverk eftir Þórdísi Erlu og er skammt frá Gróttuvita á Seltjarnarnesi

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Ung listakona sýndi listaverk eftir sig í Neskirkju og stóð sýningin yfir í nokkrar vikur. Verk hennar vöktu athygli og umhugsun.

Á sunnudaginn var málþing í Neskirkju um kirkjulist og ræddi listakonan unga, Þórdís Erla Zoëga, um listaverk sín sem hún sýndi í kirkjunni. Auk þess fluttu erindi þeir dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson og Hreinn Hákonarson.

Þórdís Erla fæst meðal annars við ljósið í verkum sínum. Enginn getur verið án ljóss í tilverunni, það er eins konar grunnur sem allt líf stendur á. Ljósið er án umgjarðar og flæðir um allt, er hreyfing, já, ljósið kemur langt og mjótt. Öll trúarbrögð hafa ljósið innan sinna herbúða.

Ljósaverk Þórdísar Erlu prýddu veggi safnaðarheimilisins. Fimm gluggar sátu hlið við hlið á vegg, gluggar í sígildum rómönskum stíl, bogadregnir og lýstir upp með rafmagni. Eitt ljósverkanna sat sér á vegg enda ögn frábrugðið gluggunum. Öfugt við venjulega kirkjuglugga var ekki hægt að sjá út um þá né heldur vörpuðu þeir birtu að utan og inn. Einhver kynni að spyrja hvort þetta séu einhvers konar lampar. Svo er nú ekki.

Ljósið stjórnar öllu því sem við gerum. Frá ártíð hefur sólarljósið virkjað okkur, en gerviljós er farið að hafa meiri og meiri áhrif á hegðun okkar og líkamsklukku. Það mætti segja að dagsljósið, sem kemur af himninum, sé það sem við erum í raun að ákalla þar sem áhrif þess á okkar innri veru eru svo mikil. En gerviljósið sem hefur næst mest áhrif á okkur er blátt ljós sem kemur úr hinum ýmsu skjám sem eru virkjaðir með óendanlegu upplýsingaflæði úr gervitungli að himni ofan. (Segir Þórdís Erla í umfjöllun sinni um gluggana).

Þórdís Erla segir að gluggarnir séu í raun og veru afstrakt og hún sé að mála með ljósinu. Sannarlega má taka undir það því að eins og pensilför listmálarans eru ólík þá er birtan missterk í gluggunum og ræður nokkru um það hvar áhorfandi stendur og horfir á verkið.

„Mig langaði til að gera kirkjuglugga, en leika mér með form þeirra,“ segir Þórdís Erla. „Mér fannst gaman að gera svona klassíska kirkjuglugga í þessari módernísku kirkju sem Neskirkja er. Hver gluggi er einstakur og veitir mismunandi innsýn. Sumir eru hálfgerðar gáttir sem opnast áhorfandanum frá vissri átt en aðrir minna frekar á glitský eða ólgusjó. Hægt er að stilla birtustigið á þeim og þeir breytast mikið eftir því hversu bjart er inni í þeim, en þeir eru jafnvel enn dularfyllri þegar slökkt er á ljósinu.“

Þórdís Erla segist notast við ýmsa tækni eins og efnið hologram sem bregst við birtu með mjög skemmtilegum hætti, brýtur hana upp og býr til alls konar prisma sem er síbreytilegt eftir því hvar horft er á gluggana.

Segja má að gluggar Þórdísar Erlu geri sér lítið fyrir og leiki á sjón þess sem virðir þá fyrir sér. Þeir kalla á leik milli sín og áhorfenda vegna þess að nýta sér sjónræna skynvillu. Ótal litbrigði skjóta upp kolli í gluggunum og þeir eru aldrei eins og nýr gluggi blasir við frá hverju sjónarhorni. Er ekki lífið annars þannig? Þegar litið er út um glugga kemur margt fyrir sjónir þess sem horfir. Hann lokar kannski augunum og opnar aftur eftir eitt andartak og hefur ef til vill líka fært sig aðeins til og þá sér hann allt annað en áður. En til viðbótar eru gluggar Þórdísar Erlu fullir af lífi og línur eru mjúkar og ávalar inni í þeim. Þeir eru líka dularfullir að sjá eins og lífið sem er einn stór gluggi út í heiminn. Ljósið sem augað eltir er líka missterkt og tekur þátt í skynvilluleiknum. Öll list hefur alltaf stuðst við hvort tveggja meðvitaðar skynvillur eða þær sem hafa orðið óvart til í listasögunni.

Gluggar eru hversdagsleg fyrirbæri sem ljósveitur og ljósið stjórnar miklu í lífi allra. Já, og hver vill ekki vera  ljóssins megin í tilverunni? „Sólarljósið er auðvitað birtugjafinn mikli en gerviljós er farið að hafa meiri og meiri áhrif á hegðun okkar og líkamsklukku. Það mætti segja að dagsljósið, sem kemur af himninum sé það sem við erum í raun að ákalla þar sem að áhrif þess á okkar innri veru eru svo mikil,“ segir Þórdís Erla og bætir við: „Gerviljósið sem hefur næst mest áhrif á okkur er blátt ljós sem kemur úr hinum ýmsu skjám sem eru virkjaðir með óendanlegu upplýsingaflæði úr gervitunglum sem æða um himinhvolfin.“

Þórdís Erla Zoëga (1988) lauk námi við Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2012. Hún hefur sýnt verk í Kaupmannahöfn, Amsterdam, Stokkhólmi, Berlín, Basel, Tékklandi og víðar. Hér á landi hefur hún unnið verk fyrir Listahátíð í Reykjavík, Listasafn Árnesinga, Listasafn Akureyrar, Gerðarsafn, Íslenska dansflokkinn og Listasafn Reykjavíkur, auk þess sem hún bæjarlistamaður Seltjarnarnesbæjar 2022. Sýning á verkum hennar í Neskirkju er nýlokið.

Nánar um Þórdísi Erlu.

Þórdís Erla var bæjarlistamaður Seltjarnarness 2022.

Gluggar Þórdísar vekja upp ýmsar tilfinningar

Litaveitan er útilistaverk eftir Þórdísi Erlu og er skammt frá Gróttuvita á Seltjarnarnesi

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir