Sálmar á atómöld eftir Matthías Johannessen (1930-2024) komu eins og hressandi andblær inn í íslenskar trúarbókmenntir enda að hans sögn ortir „í einhvers konar æðiskasti“ en slík köst geta stundum átt sér trúarlegar rætur þegar litið er til spámanna og spekinga fyrri alda. Hann setti trúarhugsanir sínar fram með fjörlegum hætti í sterku og litríku myndmáli. Þar var nútímamaður á ferð sem velti fyrir sér spurningum um lífið og tilgang þess, manneskjuna og almættið. Um hlutskipti mannsins andspænis gátu lífsins og dauðanum.

Ég opna hjarta mitt,
þetta innmúraða búr ljóða minna
og sendi þau eins og fugla
út meðal fólksins – (Úr Sálmi 36)

Vissulega ortu samtímaskáld hans bæði eldri og yngri ljóð þar sem ýmsum tilvistarspurningum var varpað fram. Sum skáldanna ortu hreinræktuð trúarljóð sem mörg hver rötuðu í sálmabókina en hún geymir kjarnann í trúarkveðskap landsmanna.

Sálmar á atómöld, eftir Matthías Johannessen. Útg. Almenna bókafélagið, 1991

Já, Sálmar á atómöld voru svo sannarlega ólíkir hefðbundnum trúarkveðskap sálmabókarinnar. Margir hafa bent á að býsna margir sálmar sálmabókar kirkjunnar endurspegli á sama hátt og Ritningin gamla heimsmynd og ekki síður gamla samfélagsmynd Íslands. Sumir sálmar flytja beinlínis með sér kuldann og vosbúðina úr torfbæjunum. Enn aðrir endurspegla vetrarhörkur við ysta haf með þungum snjóalögum og þess vegna var sól upprisunnar svo kærkomin öllum hjörtum. Og linnulaust er manneskjan minnt á hve mikill syndari hún sé, aum og vesæl. Eina ráðið til að losna við hrollinn og eymdina var því að taka sem kröftugast undir sönginn! En svo má ekki heldur gleyma þeim sálmum sem eru hlýir og umfaðma fólkið með huggunarríkum orðum – og nútíminn fékk líka sem betur fer meira rými en áður í nýútkominni sálmabók.

En það kvað við annan tón hjá borgarskáldinu Matthíasi Johannessen en í sálmabókinni. Skáldið vefur listilega saman lífsgleði og gáska við daglegt líf borgarbúans sem leiðir ekki aðeins hugann að fljúgandi stundum dagsins heldur virkjar hann líka bænamál sitt sem verður honum einhvers konar haldreipi í veröld sem er í senn fögur og hættuleg.

Milli þín og okkar
bænin.

Með þögninni
eyðir þú öllum misskilningi
eins og sól þurrki dögg
af morgungrænum blöðum. (Sálmur 44)

Skáld atómaldarsálmanna er svo sannarlega statt í hringiðu nútímans þar sem hitaveitan hefur hringað sig um í húsunum. Skáldið er ekki umlukið andlegu helgikófi heldur er það statt í hversdagsleikanum sem er vettvangur manneskjunnar í blíðu og stríðu. Förunautur skáldsins í hversdagsleikanum er sjálft almættið og fyrir vikið er hver dagur sem hátíð.

Þó að skáldið sé umvafið ys og þys borgarinnar, ilmi og angan, önnum og hvíld, þá er náttúran aldrei langt undan og tilvísanir til hennar má finna í mörgum sálmanna. Milli borgar og náttúru eru nefnilega líka tengsl.

Segja má að það fari nokkuð vel á með skáldinu og almættinu í návist hvors annars. Þó almættið svari honum ekki beinum orðum þá má finna svör þess víða í sálmunum – og þögnin er líka svar. Skapari veraldar er sá sem aldrei breytist – hann er stöðugur og kærleiksríkur.

Fjallið teygir sig
upp í eilífðarbláan himin
þegar þokan liggur í hlíðum þess
og úrsvalir vindar næða
um björg og blóm,
en þokunni léttir
og þá kemur himinninn til þess
heiður og tær.

Þannig leitum við einnig að þér
langt yfir skammt,
án þess að vita
af kærleika þínum. (Sálmur 34)

Skaparinn er líka sá sem fyrirgefur því að manneskjurnar eru fráleitt alltaf til fyrirmyndar en þær eiga hauk í horni þar sem hann er og senda bænir til hans:

hraðskeyti milli þín og okkar
að þú fyrirgefir
vorar skuldir. (Úr 51. sálmi)

Mál ljóðanna er ekki flókið heldur ljóma þau af ákveðnu hispursleysi og djúpri einlægni sem þarf ekki að kæfa í einhverju orðskrúði. Þar er eintal skáldsins við almættið og þar leggur skáldið fram ljóðrænar hugsanir sínar í trausti þess að þær séu heyrðar. Það er daglegt líf og taktur þess sem á hug skáldsins og hjarta. Skáldið er fullt auðmýktar andspænis sköpunarverkinu í hversdagsleikanum og lofsyngur það. Og það efast ekki um líf eftir dauðann! Matthías er skáld upprisunnar:

Gráðugur er dauðinn,
fleygir tíminn lífi okkar
í óseðjandi gin,
við sjáum það glefsa til ykkar
hvassar vígtennur öldunnar,
hugsum: saltur er dauðinn.
En landið
bíður með heita
framrétta hönd. (Sálmur 59)

Sálmar Matthíasar eiga enn fullt erindi til fólks þó að þeir hafi komið fyrst út fyrir tæpum sextíu árum eða 1966 sem hluti af bókinni Fagur er dalur – þeir voru 49 að tölu. Þeir vöktu töluverða athygli. Sálmarnir með viðbótum og nokkrum breytingum komu svo út 1991 og fengu heitið Sálmar á atómöld. Nú hafði skáldið bætt við sálmum í ljóðaflokkinn og voru þeir orðnir 65. Ekki er ósennilegt að skáldið hafi verið að leika sér að tölum í sambandi við fjölda sálmanna. Skáldið ætlaði sér sannarlega ekki í neina samkeppni við passíusálmaskáldið í Saurbæ og talan 50 var því frátekin í hans huga og þess vegna var numið staðar við 49 sálma. Og svo kallaðist 49. sálmurinn yfir fimmta tuginn og til hins fræga Passíusálms nr. 51 eftir skáldið Stein Steinarr sem Matthías dáði mjög og tók viðtöl við. Þá er þess að geta að greinargóður formáli fylgdi seinni útgáfunni af sálmunum og hann ritaði dr. Gunnar Kristjánsson.

Trúin er höfundi inngróin frá bernsku eins og fram kemur í sálmunum. Einlæg trú og hrein:

Brjóst mitt ósáinn akur
sem beið eftir regni.

Í þennan akur
hafa margir sáðmenn
dreift korni sínu.

Þegar ég var drengur
signdi ég mig
á brjóst og enni,
áður en móðir mín
klæddi mig í kot og skyrtubol:

Í nafni guðs föður
sonar og heilags anda.

Nú er langt síðan.

En eins og blómin spretta úr moldinni
þannig hefur orð þitt
vaxið í brjósti mínu. (Sálmur 11).

Glettnin er aldrei langt undan í sálmum skáldsins:

Skógræktarmenn
gróðursetja unga sprota,
við fylgjumst stolt
með starfi þeirra.

Þú gróðursetur eilíft líf
í brjósti okkar.

Samt færð þú engan styrk
frá því opinbera.

Og ég sem hélt að tilvera okkar
stjórnaðist af duttlungum
háttvirtra þingmanna. (Sálmur 26)

Kirkjublaðið.is hefur oft nefnt það í umfjöllun um ljóðabækur að kirkjur gerðu vel í því að bjóða sóknarbörnum upp á ljóðalestur og hvetja þau sömuleiðis sjálf til að yrkja. Form ljóðsins er nefnilega ekki svo fjarskylt formi trúarhugsunar en í hvoru tveggja er fetuð slóð milli þess sem bærist í andránni og hins sem er þarna í verðandinni – ef ekki á báðum stöðum. Þegar skyggnst er ofan í djúp mannshugans og guðshugans þarf stundum að íklæðast kafarabúningi ljóðsins.

Sálmar á atómöld eru upplögð lesning í safnaðarstarfi og vekja örugglega fjörlegar andans umræður. Vel mætti hugsa sér að þeir væru lesnir í heild sinni milli páska og hvítasunnu í kirkjum, til dæmis í Neskirkju í Reykjavík sem lengst af var sóknarkirkja skáldsins.

Matthías Johannessen, skáld og ritstjóri, var fæddur 3. janúar 1930 og lést 11. mars 2024. Guð blessi minningu hans. 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Sálmar á atómöld eftir Matthías Johannessen (1930-2024) komu eins og hressandi andblær inn í íslenskar trúarbókmenntir enda að hans sögn ortir „í einhvers konar æðiskasti“ en slík köst geta stundum átt sér trúarlegar rætur þegar litið er til spámanna og spekinga fyrri alda. Hann setti trúarhugsanir sínar fram með fjörlegum hætti í sterku og litríku myndmáli. Þar var nútímamaður á ferð sem velti fyrir sér spurningum um lífið og tilgang þess, manneskjuna og almættið. Um hlutskipti mannsins andspænis gátu lífsins og dauðanum.

Ég opna hjarta mitt,
þetta innmúraða búr ljóða minna
og sendi þau eins og fugla
út meðal fólksins – (Úr Sálmi 36)

Vissulega ortu samtímaskáld hans bæði eldri og yngri ljóð þar sem ýmsum tilvistarspurningum var varpað fram. Sum skáldanna ortu hreinræktuð trúarljóð sem mörg hver rötuðu í sálmabókina en hún geymir kjarnann í trúarkveðskap landsmanna.

Sálmar á atómöld, eftir Matthías Johannessen. Útg. Almenna bókafélagið, 1991

Já, Sálmar á atómöld voru svo sannarlega ólíkir hefðbundnum trúarkveðskap sálmabókarinnar. Margir hafa bent á að býsna margir sálmar sálmabókar kirkjunnar endurspegli á sama hátt og Ritningin gamla heimsmynd og ekki síður gamla samfélagsmynd Íslands. Sumir sálmar flytja beinlínis með sér kuldann og vosbúðina úr torfbæjunum. Enn aðrir endurspegla vetrarhörkur við ysta haf með þungum snjóalögum og þess vegna var sól upprisunnar svo kærkomin öllum hjörtum. Og linnulaust er manneskjan minnt á hve mikill syndari hún sé, aum og vesæl. Eina ráðið til að losna við hrollinn og eymdina var því að taka sem kröftugast undir sönginn! En svo má ekki heldur gleyma þeim sálmum sem eru hlýir og umfaðma fólkið með huggunarríkum orðum – og nútíminn fékk líka sem betur fer meira rými en áður í nýútkominni sálmabók.

En það kvað við annan tón hjá borgarskáldinu Matthíasi Johannessen en í sálmabókinni. Skáldið vefur listilega saman lífsgleði og gáska við daglegt líf borgarbúans sem leiðir ekki aðeins hugann að fljúgandi stundum dagsins heldur virkjar hann líka bænamál sitt sem verður honum einhvers konar haldreipi í veröld sem er í senn fögur og hættuleg.

Milli þín og okkar
bænin.

Með þögninni
eyðir þú öllum misskilningi
eins og sól þurrki dögg
af morgungrænum blöðum. (Sálmur 44)

Skáld atómaldarsálmanna er svo sannarlega statt í hringiðu nútímans þar sem hitaveitan hefur hringað sig um í húsunum. Skáldið er ekki umlukið andlegu helgikófi heldur er það statt í hversdagsleikanum sem er vettvangur manneskjunnar í blíðu og stríðu. Förunautur skáldsins í hversdagsleikanum er sjálft almættið og fyrir vikið er hver dagur sem hátíð.

Þó að skáldið sé umvafið ys og þys borgarinnar, ilmi og angan, önnum og hvíld, þá er náttúran aldrei langt undan og tilvísanir til hennar má finna í mörgum sálmanna. Milli borgar og náttúru eru nefnilega líka tengsl.

Segja má að það fari nokkuð vel á með skáldinu og almættinu í návist hvors annars. Þó almættið svari honum ekki beinum orðum þá má finna svör þess víða í sálmunum – og þögnin er líka svar. Skapari veraldar er sá sem aldrei breytist – hann er stöðugur og kærleiksríkur.

Fjallið teygir sig
upp í eilífðarbláan himin
þegar þokan liggur í hlíðum þess
og úrsvalir vindar næða
um björg og blóm,
en þokunni léttir
og þá kemur himinninn til þess
heiður og tær.

Þannig leitum við einnig að þér
langt yfir skammt,
án þess að vita
af kærleika þínum. (Sálmur 34)

Skaparinn er líka sá sem fyrirgefur því að manneskjurnar eru fráleitt alltaf til fyrirmyndar en þær eiga hauk í horni þar sem hann er og senda bænir til hans:

hraðskeyti milli þín og okkar
að þú fyrirgefir
vorar skuldir. (Úr 51. sálmi)

Mál ljóðanna er ekki flókið heldur ljóma þau af ákveðnu hispursleysi og djúpri einlægni sem þarf ekki að kæfa í einhverju orðskrúði. Þar er eintal skáldsins við almættið og þar leggur skáldið fram ljóðrænar hugsanir sínar í trausti þess að þær séu heyrðar. Það er daglegt líf og taktur þess sem á hug skáldsins og hjarta. Skáldið er fullt auðmýktar andspænis sköpunarverkinu í hversdagsleikanum og lofsyngur það. Og það efast ekki um líf eftir dauðann! Matthías er skáld upprisunnar:

Gráðugur er dauðinn,
fleygir tíminn lífi okkar
í óseðjandi gin,
við sjáum það glefsa til ykkar
hvassar vígtennur öldunnar,
hugsum: saltur er dauðinn.
En landið
bíður með heita
framrétta hönd. (Sálmur 59)

Sálmar Matthíasar eiga enn fullt erindi til fólks þó að þeir hafi komið fyrst út fyrir tæpum sextíu árum eða 1966 sem hluti af bókinni Fagur er dalur – þeir voru 49 að tölu. Þeir vöktu töluverða athygli. Sálmarnir með viðbótum og nokkrum breytingum komu svo út 1991 og fengu heitið Sálmar á atómöld. Nú hafði skáldið bætt við sálmum í ljóðaflokkinn og voru þeir orðnir 65. Ekki er ósennilegt að skáldið hafi verið að leika sér að tölum í sambandi við fjölda sálmanna. Skáldið ætlaði sér sannarlega ekki í neina samkeppni við passíusálmaskáldið í Saurbæ og talan 50 var því frátekin í hans huga og þess vegna var numið staðar við 49 sálma. Og svo kallaðist 49. sálmurinn yfir fimmta tuginn og til hins fræga Passíusálms nr. 51 eftir skáldið Stein Steinarr sem Matthías dáði mjög og tók viðtöl við. Þá er þess að geta að greinargóður formáli fylgdi seinni útgáfunni af sálmunum og hann ritaði dr. Gunnar Kristjánsson.

Trúin er höfundi inngróin frá bernsku eins og fram kemur í sálmunum. Einlæg trú og hrein:

Brjóst mitt ósáinn akur
sem beið eftir regni.

Í þennan akur
hafa margir sáðmenn
dreift korni sínu.

Þegar ég var drengur
signdi ég mig
á brjóst og enni,
áður en móðir mín
klæddi mig í kot og skyrtubol:

Í nafni guðs föður
sonar og heilags anda.

Nú er langt síðan.

En eins og blómin spretta úr moldinni
þannig hefur orð þitt
vaxið í brjósti mínu. (Sálmur 11).

Glettnin er aldrei langt undan í sálmum skáldsins:

Skógræktarmenn
gróðursetja unga sprota,
við fylgjumst stolt
með starfi þeirra.

Þú gróðursetur eilíft líf
í brjósti okkar.

Samt færð þú engan styrk
frá því opinbera.

Og ég sem hélt að tilvera okkar
stjórnaðist af duttlungum
háttvirtra þingmanna. (Sálmur 26)

Kirkjublaðið.is hefur oft nefnt það í umfjöllun um ljóðabækur að kirkjur gerðu vel í því að bjóða sóknarbörnum upp á ljóðalestur og hvetja þau sömuleiðis sjálf til að yrkja. Form ljóðsins er nefnilega ekki svo fjarskylt formi trúarhugsunar en í hvoru tveggja er fetuð slóð milli þess sem bærist í andránni og hins sem er þarna í verðandinni – ef ekki á báðum stöðum. Þegar skyggnst er ofan í djúp mannshugans og guðshugans þarf stundum að íklæðast kafarabúningi ljóðsins.

Sálmar á atómöld eru upplögð lesning í safnaðarstarfi og vekja örugglega fjörlegar andans umræður. Vel mætti hugsa sér að þeir væru lesnir í heild sinni milli páska og hvítasunnu í kirkjum, til dæmis í Neskirkju í Reykjavík sem lengst af var sóknarkirkja skáldsins.

Matthías Johannessen, skáld og ritstjóri, var fæddur 3. janúar 1930 og lést 11. mars 2024. Guð blessi minningu hans. 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir