Um síðustu helgi var Kópavogskirkja umvafin listaverki eftir listakonuna Eyglóu Harðardóttur. Listaverkið ber nafnið Sviðsmyndir og er vídeólistaverk.

Kópavogskirkja er einstök kirkjubygging, krosskirkja, mjúk og formfögur. Stendur hógvær í Borgarholtinu. Það er eins og hún rísi upp úr grýttu holtinu í allri sinni rósemd og fegurð.

Margir listamenn eru spenntir fyrir því að setja upp tímabundin listaverk í almenningsrými. Kópavogskirkja eins og mörg önnur guðshús bjóða upp á heppilega fleti sem eru upplagðir fyrir vídeólistaverk og innsetningar af ýmsu tagi.

Listakonan greip til þess ráðs í listsköpun sinni að faðma kirkjuna með léttum pensilförum ljósalitanna sem leysa hvert annað af hólmi með taktbundnum hraða. Þess vegna var það tilkomumikið að horfa á vídeó-innsetningu Eyglóar þetta vetrarkvöld sem Kirkjublaðið.is stóð í éljaganginum og myndaði kirkjuna. Þetta var ánægjuleg listastund á garralegum stað á vetrarkvöldi og élin skutust eins og neistar inn á myndflötinn. Hreyfingin í hressilegum éljahryðjum og samfléttaðar ljósabreytingar í listaverkinu léku vel saman. Þau voru mörg eftirminnileg sjónarhornin sem urðu á vegi augans við Borgarholtið í vídeólistaverki Eyglóar.

Vídeólistaverk Eyglóar var hluti af dagskrá Vetrarhátíðar í Kópavogi sem haldin var um helgina. Það var sérstaklega gert fyrir þess hátíð. Verkið var sýnt á föstudaginn og laugardaginn 4. og 3. febrúar frá 18.30 og til miðnættis.

Eygló Harðardóttir er fædd árið 1964. Hún lauk námi frá Myndlistar- og handíðaskóla Íslands árið 1987. Síðan hélt hún utan til framhaldsnáms í Hollandi. Í þrjú ár stundaði hún nám við Akademi voor Beeldende Kunst en Industrie, í Enschede. Hún lauk meistaragráðu við listkennsludeild Listaháskóla Íslands árið 2014. Eygló  hefur haldið fjölda sýninga hér á landi og í útlöndum.

Í fjölbreytilegum verkum hennar má sjá að þar er skynjun listamannsins í öndvegi. Hlutföll og form sem sótt eru í daglegt líf, menningu, tónlist, hljóð, kvikmyndir og arkitektúr. Eða með öðrum orðum: það er sjálft lífið sem gefur listakonunni innblástur.

Eygló var valin myndlistarmaður ársins 2019.

Litafjör og snörp él minna á brotna rúðu sem auga myndavélarinnar fangar

Kópavogskirkja – litabylgjur streyma um kirkjuhúsið

Litur gróandans

Fjörugar litaöldur fóru um kirkjuna hægt og hratt

Upprisusólin skein fagurlega í éljaganginum 

Dulúðug

Dulúðug og full vonar, lífs og upprisu

Gulur og sterklegur sólargeisli les sig fimlega upp flötinn 

Hér má sjá umfjöllun RÚV um listaverkið og viðtal við listakonuna.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Um síðustu helgi var Kópavogskirkja umvafin listaverki eftir listakonuna Eyglóu Harðardóttur. Listaverkið ber nafnið Sviðsmyndir og er vídeólistaverk.

Kópavogskirkja er einstök kirkjubygging, krosskirkja, mjúk og formfögur. Stendur hógvær í Borgarholtinu. Það er eins og hún rísi upp úr grýttu holtinu í allri sinni rósemd og fegurð.

Margir listamenn eru spenntir fyrir því að setja upp tímabundin listaverk í almenningsrými. Kópavogskirkja eins og mörg önnur guðshús bjóða upp á heppilega fleti sem eru upplagðir fyrir vídeólistaverk og innsetningar af ýmsu tagi.

Listakonan greip til þess ráðs í listsköpun sinni að faðma kirkjuna með léttum pensilförum ljósalitanna sem leysa hvert annað af hólmi með taktbundnum hraða. Þess vegna var það tilkomumikið að horfa á vídeó-innsetningu Eyglóar þetta vetrarkvöld sem Kirkjublaðið.is stóð í éljaganginum og myndaði kirkjuna. Þetta var ánægjuleg listastund á garralegum stað á vetrarkvöldi og élin skutust eins og neistar inn á myndflötinn. Hreyfingin í hressilegum éljahryðjum og samfléttaðar ljósabreytingar í listaverkinu léku vel saman. Þau voru mörg eftirminnileg sjónarhornin sem urðu á vegi augans við Borgarholtið í vídeólistaverki Eyglóar.

Vídeólistaverk Eyglóar var hluti af dagskrá Vetrarhátíðar í Kópavogi sem haldin var um helgina. Það var sérstaklega gert fyrir þess hátíð. Verkið var sýnt á föstudaginn og laugardaginn 4. og 3. febrúar frá 18.30 og til miðnættis.

Eygló Harðardóttir er fædd árið 1964. Hún lauk námi frá Myndlistar- og handíðaskóla Íslands árið 1987. Síðan hélt hún utan til framhaldsnáms í Hollandi. Í þrjú ár stundaði hún nám við Akademi voor Beeldende Kunst en Industrie, í Enschede. Hún lauk meistaragráðu við listkennsludeild Listaháskóla Íslands árið 2014. Eygló  hefur haldið fjölda sýninga hér á landi og í útlöndum.

Í fjölbreytilegum verkum hennar má sjá að þar er skynjun listamannsins í öndvegi. Hlutföll og form sem sótt eru í daglegt líf, menningu, tónlist, hljóð, kvikmyndir og arkitektúr. Eða með öðrum orðum: það er sjálft lífið sem gefur listakonunni innblástur.

Eygló var valin myndlistarmaður ársins 2019.

Litafjör og snörp él minna á brotna rúðu sem auga myndavélarinnar fangar

Kópavogskirkja – litabylgjur streyma um kirkjuhúsið

Litur gróandans

Fjörugar litaöldur fóru um kirkjuna hægt og hratt

Upprisusólin skein fagurlega í éljaganginum 

Dulúðug

Dulúðug og full vonar, lífs og upprisu

Gulur og sterklegur sólargeisli les sig fimlega upp flötinn 

Hér má sjá umfjöllun RÚV um listaverkið og viðtal við listakonuna.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir