Auðkúlukirkja í Svínavatnshreppi, A-Húnavatnssýslu, Norðurlandi vestra, var reist árið 1894 og vígð 9. september sama ár. Hún er úr timbri, áttstrend og hvílir á hlöðnum grunni. Kirkjuna smíðaði Þorsteinn Sigurðsson, forsmiður, en hann kom að smíði fjórtán kirkna. Form kirkjunnar er mjög óvenjulegt eins og myndin sýnir. Hún vakti strax mikla athygli og þótt athyglisvert listaverk – og listasmíð. Hún „státar af byggingarlistarlegum þokka,“ segir í Kirkjum Íslands (Þorsteinn Gunnarsson, 8. bindi, R. 2006, bls.  25.) Jafnframt er sagt þar að hún sé „einstakt verk í íslenskri kirkjubyggingasögu.“ Margir  hafa velt fyrir sér fyrirmynd kirkjunnar og bent meðal annars á rússneskar smákirkjur og skosk garðhús.

Auðkúlukirkja á ýmsa góða gripi. Altaristaflan er dönsk frá 1875  og sýnir Krist upprisinn. Kirkjuklukkur eru tvær og frá 1755.

Það borgar sig að leggja smálykkju á leið sína til að skoða þetta einstaka guðshús sem Auðkúlukirkja er. Kirkjan er í Þingeyraklaustursprestakalli og situr sóknarpresturinn á Blönduósi.

Sjá nánar Kirkjur Íslands, 8. bindi, R. 2006, bls. 8-37.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Auðkúlukirkja í Svínavatnshreppi, A-Húnavatnssýslu, Norðurlandi vestra, var reist árið 1894 og vígð 9. september sama ár. Hún er úr timbri, áttstrend og hvílir á hlöðnum grunni. Kirkjuna smíðaði Þorsteinn Sigurðsson, forsmiður, en hann kom að smíði fjórtán kirkna. Form kirkjunnar er mjög óvenjulegt eins og myndin sýnir. Hún vakti strax mikla athygli og þótt athyglisvert listaverk – og listasmíð. Hún „státar af byggingarlistarlegum þokka,“ segir í Kirkjum Íslands (Þorsteinn Gunnarsson, 8. bindi, R. 2006, bls.  25.) Jafnframt er sagt þar að hún sé „einstakt verk í íslenskri kirkjubyggingasögu.“ Margir  hafa velt fyrir sér fyrirmynd kirkjunnar og bent meðal annars á rússneskar smákirkjur og skosk garðhús.

Auðkúlukirkja á ýmsa góða gripi. Altaristaflan er dönsk frá 1875  og sýnir Krist upprisinn. Kirkjuklukkur eru tvær og frá 1755.

Það borgar sig að leggja smálykkju á leið sína til að skoða þetta einstaka guðshús sem Auðkúlukirkja er. Kirkjan er í Þingeyraklaustursprestakalli og situr sóknarpresturinn á Blönduósi.

Sjá nánar Kirkjur Íslands, 8. bindi, R. 2006, bls. 8-37.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir