Tungufellkirkja stendur á lágum hól við bæinn Tungufell í Hrunamannahreppi. Hún var reist 1856-1857, smíðuð úr timbri og er turnlaus; kirkjan er af elstu gerð íslenskra timburkirkna. Flatarmál kirkjugólfs er 22 m² og tekur hún 30 manns í sæti.

Kirkju í Tungufelli er fyrst getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200.

Tungufellskirkju smíðaði Sigfús Guðmundsson (1805-1877), snikkari, sem bjó á Eyrarbakka en var frá Ytri-Tjörn í Eyjafirði. Hagleiksmaðurinn Ófeigur Jónsson (177-1843) frá Heiðarbæ í Þingvallasveit, málaði meðal annars altarið, prédikunarstólinn, gerði söngtöfluna og númerakassann, en þessir hlutir komu úr gömlu torfkirkjunni á Tungufelli sem hann smíðaði 1831.

Frægastur gripa Tungufellskirkju er smeltur kross frá borginn Limoges í Frakklandi en hann var afhentur Þjóðminjasafninu 1915. Krossinn er talinn smíðaður snemma á 13. öld.

Klukkur Tungufellskirkju eru tvær og eru steyptar fyrir 1200. Þær eru meðal elstu kirknaklukkna á Norðurlöndum.

Þjóðminjasafns Íslands fékk kirkjuna að gjöf 1987 en þá var búið að taka hana af sem sóknarkirkju. Tungufellskirkja var bændakirkja.

Kirkjunni er þjónað frá Hrunaprestakalli.

Heimild: Kirkjur Íslands, 1. bindi, R. 2001, bls. 107-143.

Altari Tungufellskirkju er látlaust

Umgjörðina um altaristöfluna málaði Ófeigur Jónsson – altaristaflan er eftirmynd sem Brynjólfur Þórðarson (1896-1938), frá Bakkakoti á Seltjarnarnesi, gerði af mynd danska listmálarans, Carls Bloch (1834-1890)

Söngtaflan (númerataflan, sálmataflan), smíðuð og máluð af Ófeigi Jónssyni

Númerakassinn er smíðaður líklegast af Ófeigi Jónssyni

Hliðarsjón inn kirkju frá dyrum

Horft til altaris frá prédikunarstóli sem Ófeigur Jónsson skar út og málaði

Á hliðum altariskáps eru skreytingar eins og þessi

Heimagerður hanki á vegg

Stéttin fyrir framan kirkjuna

Kirkjan hvílir á hlöðnum grunni

Tungufellskirkja

Kross úr járni upp af vesturstafni Tungufellskirkjus

Myndir: Kirkjublaðið.is

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Tungufellkirkja stendur á lágum hól við bæinn Tungufell í Hrunamannahreppi. Hún var reist 1856-1857, smíðuð úr timbri og er turnlaus; kirkjan er af elstu gerð íslenskra timburkirkna. Flatarmál kirkjugólfs er 22 m² og tekur hún 30 manns í sæti.

Kirkju í Tungufelli er fyrst getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200.

Tungufellskirkju smíðaði Sigfús Guðmundsson (1805-1877), snikkari, sem bjó á Eyrarbakka en var frá Ytri-Tjörn í Eyjafirði. Hagleiksmaðurinn Ófeigur Jónsson (177-1843) frá Heiðarbæ í Þingvallasveit, málaði meðal annars altarið, prédikunarstólinn, gerði söngtöfluna og númerakassann, en þessir hlutir komu úr gömlu torfkirkjunni á Tungufelli sem hann smíðaði 1831.

Frægastur gripa Tungufellskirkju er smeltur kross frá borginn Limoges í Frakklandi en hann var afhentur Þjóðminjasafninu 1915. Krossinn er talinn smíðaður snemma á 13. öld.

Klukkur Tungufellskirkju eru tvær og eru steyptar fyrir 1200. Þær eru meðal elstu kirknaklukkna á Norðurlöndum.

Þjóðminjasafns Íslands fékk kirkjuna að gjöf 1987 en þá var búið að taka hana af sem sóknarkirkju. Tungufellskirkja var bændakirkja.

Kirkjunni er þjónað frá Hrunaprestakalli.

Heimild: Kirkjur Íslands, 1. bindi, R. 2001, bls. 107-143.

Altari Tungufellskirkju er látlaust

Umgjörðina um altaristöfluna málaði Ófeigur Jónsson – altaristaflan er eftirmynd sem Brynjólfur Þórðarson (1896-1938), frá Bakkakoti á Seltjarnarnesi, gerði af mynd danska listmálarans, Carls Bloch (1834-1890)

Söngtaflan (númerataflan, sálmataflan), smíðuð og máluð af Ófeigi Jónssyni

Númerakassinn er smíðaður líklegast af Ófeigi Jónssyni

Hliðarsjón inn kirkju frá dyrum

Horft til altaris frá prédikunarstóli sem Ófeigur Jónsson skar út og málaði

Á hliðum altariskáps eru skreytingar eins og þessi

Heimagerður hanki á vegg

Stéttin fyrir framan kirkjuna

Kirkjan hvílir á hlöðnum grunni

Tungufellskirkja

Kross úr járni upp af vesturstafni Tungufellskirkjus

Myndir: Kirkjublaðið.is

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir