Kirkjublaðið.is fjallaði í lok síðasta árs um bókina Sjö goðsagnir um Lúther. Þýðandi hennar, Ásmundur Stefánsson, hefur óskað eftir því að koma þessum athugasemdum á framfæri og við því er góðfúslega orðið. Hann sest því við Gestaglugga Kirkjublaðsins.is að þessu sinni.

Ásmundur Stefánsson (f. 1945). Hagfræðingur frá Kaupmannahafnarháskóla 1972 og starfaði fyrri hluta starfsævinnar lengst af hjá Alþýðusambandi Íslands og síðari hluta starfsævinnar í bankakerfinu. Lét af störfum fyrir rúmum áratug.

Hreinn S. Hákonarson, ritstjóri Kirkjublaðsins, skrifar umsögn um bók Frederiks Stjernfeld, Sjö goðsagnir um Lúther, sem ég þýddi og Ormstunga gaf út síðastliðið haust. Þar sem mér finnst að með umsögninni sé opnað á umræðu í Kirkjublaðinu, óska ég eftir því að eftirfarandi athugasemdir mínar birtist í blaðinu.

Greina milli staðreynda, flökkusagna, hálfsannleika og beinna lygasagna

Hreinn S. Hákonarson, ritstjóri Kirkjublaðsins, skrifar umsögn um bók Frederiks Stjernfeld, Sjö goðsagnir um Lúther, sem ég þýddi og Ormstunga gaf út síðastliðið haust. Um leið og Hreinn fagnar bókinni og hælir þýðingunni, elur hann á tortryggni, spyr og biður fólk að hugleiða, hvað komi manni eins og mér til að þýða bók eins og þessa. Í eftirmála bókarinnar svara ég þessari spurningu að eigin mati nokkuð skýrt. Mér finnst sú mynd sem kirkjunnar þjónar gefa af Lúther mjög einhliða og oftlega rangfærð og eins og ég segi í eftirmálanum: „Bókin ætti að hjálpa okkur til þess að skilja milli staðreynda, flökkusagna, hálfsannleika og beinna lygasagna um Lúther.“ (Bókin, bls. 143)

Hver má fjalla um Lúther?

Ég tek þessum athugasemdum vel enda eru þær á sinn hátt í lútherskum anda, því þegar menn án kennivalds fjalla um trúmál segir Lúther þá vera á hættulegri braut: …„jafnvel þótt þeir boðuðu fagnaðarerindið ómengað, jafnvel þótt þeir væru englar eða Gabríel af himnum ofan…Sá sem vill prédika skal sýna fram á embætti eða fyrirmæli sem reka eða neyða hann til þess, ella skal hann þegja. Vilji hann það ekki, skal slíkur skúrkur færður til hins rétta meistara, það er meistara Hans“ –Það er böðulsins. (Bókin, bls. 50-51)

Hvernig eru  berin valin?

Ég ætla ekki að fullyrða að Stjernfelt hafi lesið hvert það orð sem Lúther lét eftir sig en mér finnst efnistök hans sýna að hann er vel lesin í efninu. Það er rétt hjá Hreini að hann velur tilvitnanir í Lúther af vandvirkni. Með vali sínu vill Stjernfelt gera lesandanum kleift að ná heildaryfirsýn yfir orð og gerðir Lúthers eða eins of hann segir sjálfur: „Þessi litla bók er andófsrödd sem dregur fram mikilvæg atriði varðandi Lúther. Atriði sem sjaldan eru kennd í guðfræðináminu,tæplega nefnd  í predikunarstólnum og heyrast sjaldan í opinberri umræðu.“ (Bókin, bls. 12). Hann byggir bókina á orðum Lúthers en gerir honum ekki upp orð. Af því að Hreinn talar um valin ber á tertuna, má vel orða það svo að Stjernfelt leggi áherslu á að tína þau ber sem kirkjunnar menn sniðganga oftast í berjatínslu sinni, kannski af því þeim finnst þau súr.

Hreinn tekur undir gagnrýni Stjernfelt á Lúther.

Það kemur skýrt fram í umfjöllun Hreins að hann telur að rökræða þurfi orð og gerðir Lúthers og að mestu tekur hann undir þá gagnrýni á Lúther sem er að finna í bók Frederiks Stjernfelt. Nánar um það síðar. Hann bregður helst þeim skyldi til varnar lútherskunni hér á landi að verk Lúthers hafi verið lítt kunn á Íslandi og bætir við í öryggisskyni: „Orð Lúthers hafa svo sem ekki verið nein kennivaldsorð í kirkjunni.

Hreinn tekur undir að ekki sé réttmætt að tengja Lúther trúfrelsi eða frjálsri hugsun.

Hreinn tekur undir þá skoðun Frederiks Stjernfelt að ekki standi rök til að tengja Lúther við trúfrelsi eða frjálsa hugsun, hvað þá aðskilnað ríkis og kirkju. Hreinn telur að vísu að það gerist ekki í almennri umræðu á Íslandi. Ég vil leyfa mér að benda á fræðsluþætti um Lúther á afmælisárinu 2017, þar sem Lúther er þakkað að við höfum konur í prestsembættum á Íslandi og hugmyndir frönsku byltingarinnar um frelsi og bræðralag sagðar endurspegla Lúther. Ýmsir kirkjunnar menn hafa tengt aðskilnað ríkis og kirkju við hugmyndir Lúthers. Þar sem Hreinn lýsir sig sammála Frederik Stjernfelt um þessi efni, fer ég ekki lengra út í þá sálma.

Lúther opnaði nýja vídd í umræðum í Evrópu.

Hreinn telur öðru máli gegna um tjáningarfrelsið. Uppreisn Lúthers gegn páfa braut niður hugmyndafræðilega einokun kaþólsku kirkjunnar og opnaði nýja vídd í öllum umræðum í Evrópu. Lúther fylgdi sjónarmiðum sínum eftir með að þýða biblíuna á móðurmálið og nýta hina nýju prenttækni til útgáfu ótal dreifirita sem komu viðhorfum hans á framfæri og gerðu þau aðgengileg fyrir fjöldann. Stjernfelt staðfestir mikilvægi Lúthers í þessu efni en bendir jafnframt á að Lúther hvatti ekki til opinnar umræðu. Hann vildi að fólk tæki á móti og viðurkenndi hina nýju staðreynd og hana ómengaða.

Lúther mótmælti páfa en þoldi illa að sér væri mótmælt

Allir vita að Lúther formælti kaþólskunni og páfa með samsafni af ljótum orðum en það gleymist oft að afstaða hans til annarra hópa mótmælenda og vantrúaðra, var alveg sú sama. Þar var djöfullinn að verki: „… enn frekar á það við um andlega galdra þar sem djöfullinn gerir það sama hið innra með trúverðugum orðum og kennisetningum og hann gerir með ytri áhrifum, sýnum og litum. Sem sagt, með þessum hætti tekur hann skilninginn frá hjarta manna þannig að þeir vinna eið að því að hégómlegustu og trúlausustu draumar þeirra séu óumdeilanlegar staðreyndir. Þannig hefur hann á okkar tíma náð tökum á Müntzer og Zwingli og fjöldamörgum öðrum.“ (bls. 38 í bókinni) En þeir tveir voru báðir mótmælendur sem viku frá skoðunum Lúthers. Þegar það er trúin ein sem greinir á milli trúlausra og kristinna, leiðir skortur á trú eða röng trú til þess að viðkomandi hlýtur að vera í liði djöfulsins. Ekkert réttlætir tjáningarfrelsi slíkra manna. Lúther hvatti ekki til frjálsrar umræðu. Þegar tveir sannleikar voru til umræðu, var hins vegar óhjákvæmilegt að margir veltu því fyrir sér hvort sá þriðji væri ekki til og einhverjir tóku sig til og settu fram sinn eigin sannleika. Þótt Lúther væri ekki hliðhollur tjáningarfrelsi, gátu hvorki hann né aðrir lokað á alla umræðu hversu fegnir sem þeir vildu. Í deilum skilgreinir fólk eigin skoðanir betur en áður og leitar skipulega að veilum í rökstuðningi andstæðinga sinna. Kannski þvert gegn vilja sínum, stuðlaði Lúther þannig að rökræðum.

Milliliðalaust samband manns og Guðs.

Hið almenna prestdæmi eða prestdómur táknaði milliliðalaust samband manns við Guð. Án efa hefur það gefið mörgum aukið sjálfsöryggi og kjark, en því má ekki gleyma að Lúther taldi það ekki gefa neinum rétt til að setja fram trúartúlkanir, nema hann hefði til þess kennivald, samanber það sem dregið er fram í fyrstu málsgrein þessara athugasemda. Almenna prestdæmið var skýrt afmarkað við samskipti manns og Guðs og gaf engan rétt í hinum veraldlega heimi. Í bændauppreisninni árið 1525  vísuðu ýmsir til hins almenna prestdóms. Lúther fordæmdi þá hugsun harkalega og í lúthersku ríkjunum átti hún engan stað. Kirkjan var og vildi vera hluti af hinu veraldlega valdi furstans eða konungs sem bar að vernda og styrkja kirkjuna. Lúther taldi það sameiginlegt  verkefni ríkisvalds og kirkju að halda öllum á réttri  braut. Bókstafstrú Lúthers leiddi þannig til þess að Móselög voru tekin upp í veraldlega löggjöf. Á Íslandi birtist sá arfur meðal annars með Stóradómi og Drekkingarhyl. Konungur sá um leið til þess að aðrir trúarhópar rugluðu ekki almenning í ríminu og skyldaði fólk til að mæta til kirkju.

„Skírnin gerir ekki líkama og eigur frjálsar heldur sálina.“

Hreinn segir: „Hvað hlýðni við yfirvöld snertir þá hefur afstaða til þess verið með ýmsum hætti.“ Ég held að erfitt sé að finna þessari fullyrðingu stað í sögunni. Lútherska kirkjan hefur frá upphafi stutt sig við og stutt við furstann eða konunginn. Lúther lagði áherslu á þær tilvísanir í biblíuna sem krefjast hlýðni við veraldleg yfirvöld. Þannig taldi Lúther að í frásögninni af því þegar Kristur sagði: „Gjaldið keisaranum það sem keisarans er,“ hafi hann beygt okkur undir ok hins veraldlega valds. Hann vísar einnig til bréfa Páls og Péturs um að hlýða beri yfirvöldum og segir: „Skírnin gerir ekki líkama og eigur frjálsar heldur sálina.“ (bls. 59 í bókinni)

„Að gera frelsun beint líkamlega.“

Um kröfu bænda í uppreisninni 1525 um afnám ánauðarinnar segir Lúther: „Það eiga engir að vera ánauðugir því Kristur hefur gert okkur alla frjálsa. Hvað er það? Að gera frelsun hreint líkamlega. Áttu Abraham og aðrir patríarkar ekki ánauðugt fólk? Lesið hvað heilagur Páll kennir okkur um þjóna sem á þeim tíma voru allir ánauðugir. Þessi krafa gengur því beint gegn guðspjallinu og lýsir ræningjaviðhorfi. Því hún þýðir að maður tekur líkama sinn, sem er orðinn eign herrans, frá honum.“ (bls. 58 í bókinni)  Furstarnir börðu uppreisnina niður með hörku og drápu líklega um 70-100 þúsund bændur. Lúther studdi furstana afdráttarlaust og svaraði þeim sem gagnrýndu hann fullum hálsi. Hann taldi atburðarásina sýna til hvers agaleysi leiðir: „Allt var opið og afskiptalaust. Fólk óttaðist hvorki né virti neitt lengur. … Asninn þarf á svipunni að halda og lýðurinn vill láta stjórna sér með valdi, það vissi Guð vel. Þess vegna gaf hann yfirvöldum ekki afþurrkunarkúst heldur sverð í hönd.“ (bls. 63 í bókinni)

Lúther var fangi hindurvitna og taldi að drepa skyldi galdrakonur.

Hreinn bendir á að galdrafárið hafi verið „mjög flókið samfélagslegt fyrirbæri.“ Ég held að enginn geti deilt um það. Ég sé hins vegar ekki að Stjernfelt fari fram úr sér með því að benda á þá staðreynd að í Danmörku og á Íslandi hófst fárið ekki fyrr en eftir siðaskipti, um leið og hann minnir á að þær hafi hafist fyrr annars staðar í álfunni. Aðalatriðið varðandi Lúther og galdrabrennur er væntanlega að Lúther var fangi hindurvitna og trúði fyrirvaralaust á að galdrar væru raunverulegir og hluti af átökum hins góða og illa. Hann trúði að göldrum mætti beita til góðs en taldi slíka galdra ekki síður verk djöfulsins en þá sem ollu skaða. Lúther lagði áherslu á að konur væru „móttækilegri en karlar fyrir brögðum djöfulsins … Hver hefur tölu á þeim fáránlegu, hlægilegu, röngu, meiningarlausu og hjátrúarfullu málum sem þetta auðtrúa kyn sýslar með? Þær hafa það frá formóðir sinni Evu að láta blekkjast og hafa sig að fífli.“ (bls. 65 í bókinni) Niðurstaða Lúthers er því einhlít: „Það eru fullkomlega réttlát lög sem kveða á um að drepa skuli galdrakonur.“ (bls. 70 í bókinni)

Við teljum rangar skoðanir rangar hvenær sem þær voru settar fram.

Hreinn staðfestir áhrif gyðingafordóma Lúthers en telur rangt hjá Stjernfelt að gera lítið úr því að vísað sé til tíðarandans þegar Lúther er metinn. Hér verður að gera þá athugasemd að þótt tíðarandi skiptir máli þegar skoðanir fólks á fyrri öldum er bornar saman innbyrðis, hljótum við alltaf að meta fordæmisgildi þeirra í nútímanum á mælikvarða samtímans. Þegar við metum hvort við viljum taka okkur orð eða gerðir Lúthers til fyrirmyndar, metum við þau á siðferðilega mælistiku tuttugustu og fyrstu aldar en ekki tíðaranda sextándu aldar í Evrópu. Við höldum bara í það sem við teljum hafa staðist tímans tönn. Rangar skoðanir eða fyrirlitlegar gerðir, verða okkur ekki fordæmi hver sem á í hlut og hvenær sem það gerðist. Það er erfitt fyrir trúarsamfélag að endurskoða afstöðu sína til forystumanna samfélagsins á fyrri tímum. Það er erfitt að viðurkenna að þeir hafi haft rangt fyrir sér. Það er aftur á móti óhjákvæmilegt ef við viljum halda samræmi í eign viðhorfum. Þá verðum við einfaldlega a beita dómgreind og velja hvað er fordæmi og hvað er fordæmanlegt.

Hreinn gerir ekki athugasemdir við frásögn Stjernfelt af mótmælendum og nasistum.

Stjernfelt sýnir fram á að kjarnafylgi nasistanna var á mótmælendasvæðunum í Þýskalandi og forustumenn kirkjunnar tóku nasistum og Hitler almennt vel. Þjóðernishyggja mómælendakirkjunnar, krafa hennar um fortakslausa hlýðni gagnvart yfirvöldum og gyðingaandúðin féllu vel að nasismanum. Við stríðslok þótti flestum forustumönnum kirkjunnar að lýðræði hentaði ekki Þjóðverjum. Hreinn gerir engar athugasemdir við þessa umfjöllun Stjernfelt.

Felldi lútherska kirkjan kommúnismann?

Hreinn segir hins vegar: „Hvað lýðræðisbaráttu í Austur-Þýskalandi og hlut lútherskunnar þar hefði höfundi verið í lófa lagið að geta hjartastaðar þeirrar byltingar sem var Nikolajkirkjan í Leipzig. Kirkjan sú varð griðland þeirra er mótmæltu múrnum og tóku þátt í að fella hann í nafni lýðræðis og mannréttinda.“ Vegna þessarar athugasemdar vil ég taka fram að ég veit ekkert um skoðanir Stjernfelt á falli kommúnismans í Austur-Evrópu. Hann fjallar ekkert um það í bókinni. Það sem ég veit sjálfur, gefur mér hins vegar til kynna að sovéska kerfið hafi molnað innan frá í Austur-Þýskalandi eins og í öðrum Austur-Evrópulöndum. Ég veit að lútherska kirkjan kom illa undan fargi kommúnismans og að það er almennt talin ein meginskýringin á því að Lútherskir eru í dag færri en kaþólskir í hinu sameinaða Þýskalandi. Í dag er stærsti hópurinn í trúarflokkum þar í landi reyndar fólk utan trúfélaga. Ég dreg ekki í efa mikilvægi bænastundanna í Nikolajkirkjunni í Leipzig en mér virðist augljóslega ofmælt að þar hafi verið hjartastaður byltingarinnar sem felldi járntjaldið.

„Ég hef minni trú á þessu.“

Hreinn hefur eftir Stjernfelt: „Það er „mögulegt“ segir hann að starfsemi klaustra sem laut að hjúkrun og umönnun og fluttist yfir til ríkisins hafi verið fyrstu skref í átt til velferðarsamfélags. Hreinn lítur hins vegar fram hjá niðurstöðu Stjernfelts sem segir í beinu framhaldi: „Ég hef minni trú á þessu.“ (bls. 123) Ég vil bæta því við að ég fæ ekki betur séð en Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur, sem rannsakað hefur íslensku klaustrin, komist að þeirri niðurstöðu að velferðarþjónusta klaustranna hafi einfaldlega fallið niður með falli klaustranna. Framfærsla fátækra virðist hins vegar frá landnámstíð hafa verið verkefni sveitarfélaga fremur en ríkis. Nútíma velferðarsamfélag undir forræði ríkisins varð til á tuttugustu öldinni og ég tel aðrar fjöldahreyfingar hafa valdið þar meiru en kirkjan.

Er þjóðkirkjan lúthersk eða „trúarsögulegar minjar og hægt að túlka með ýmsu móti. Annað ekki.“?

Kirkjublaðið segist á heimasíðu sinni, vera óháður vefmiðill sem byggi á lúhersk-evangelískum grunni. Það er hliðstæð tilvísun og við finnum í íslensku stjórnarskránni sem nafngreinir Lúther einn allra manna. Hreinn segir um kirkjuna: „Þjóðkirkjan er lúthersk í þeim skilningi að hún er sammála nokkrum meginatriðum í kenningum Lúthers og um fyrirkomulag kirkjunnar. Í játningasafni hennar eru Ágsborgarjátningin og Fræði Lúthers hin minni – og sitthvað fleira. Allar játningar eru á vissan hátt trúarsögulegar minjar og hægt að túlka með ýmsu móti. Annað ekki.“ Eftir aðskilnað ríkis og kirkju tel ég að vísu að fátt í fyrirkomulagi hennar endurspegli kenningar Lúthers og hin opna skilgreining Hreins á sögulegum minjum og frjálsri túlkun þeirra virðist ekki skilja mikið eftir af trúarviðhorfum Lúthers, nema hjá þeim sem af einhverjum ástæðum kjósa að hafa þau í heiðri. Væntanlega er það íhaldssemi mín sem kallar eftir trúargrunni. Þótt ég sé sammála Hreini um að lifandi trú sé alltaf í endurskoðun, verður hún að mínu mati að eiga sér einhvern sameiginlegan grunn. Til að geta kallast lúthersk verðum við því að vita, hvað hjá Lúther er til eftirbreytni og hvað ekki.

Þótt okkur Hrein greini á um ýmislegt, erum við greinilega sammála um að bók Frederiks Stjernfelt er lestursins virði. Við erum greinilega líka sammála um að margt í boðskap Lúthers samræmist ekki nútímaviðhorfum. Mér finnst samt nokkuð djarft hjá Hreini að telja að lúthersk kirkja geti látið kenningar hans lönd og leið og haldið áfram að segjast vera lúthersk og jafnvel að það sé óþarft að gera greinarmun á því frá Lúther sem hefur fordæmisgildi og þess sem við fordæmum.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Kirkjublaðið.is fjallaði í lok síðasta árs um bókina Sjö goðsagnir um Lúther. Þýðandi hennar, Ásmundur Stefánsson, hefur óskað eftir því að koma þessum athugasemdum á framfæri og við því er góðfúslega orðið. Hann sest því við Gestaglugga Kirkjublaðsins.is að þessu sinni.

Ásmundur Stefánsson (f. 1945). Hagfræðingur frá Kaupmannahafnarháskóla 1972 og starfaði fyrri hluta starfsævinnar lengst af hjá Alþýðusambandi Íslands og síðari hluta starfsævinnar í bankakerfinu. Lét af störfum fyrir rúmum áratug.

Hreinn S. Hákonarson, ritstjóri Kirkjublaðsins, skrifar umsögn um bók Frederiks Stjernfeld, Sjö goðsagnir um Lúther, sem ég þýddi og Ormstunga gaf út síðastliðið haust. Þar sem mér finnst að með umsögninni sé opnað á umræðu í Kirkjublaðinu, óska ég eftir því að eftirfarandi athugasemdir mínar birtist í blaðinu.

Greina milli staðreynda, flökkusagna, hálfsannleika og beinna lygasagna

Hreinn S. Hákonarson, ritstjóri Kirkjublaðsins, skrifar umsögn um bók Frederiks Stjernfeld, Sjö goðsagnir um Lúther, sem ég þýddi og Ormstunga gaf út síðastliðið haust. Um leið og Hreinn fagnar bókinni og hælir þýðingunni, elur hann á tortryggni, spyr og biður fólk að hugleiða, hvað komi manni eins og mér til að þýða bók eins og þessa. Í eftirmála bókarinnar svara ég þessari spurningu að eigin mati nokkuð skýrt. Mér finnst sú mynd sem kirkjunnar þjónar gefa af Lúther mjög einhliða og oftlega rangfærð og eins og ég segi í eftirmálanum: „Bókin ætti að hjálpa okkur til þess að skilja milli staðreynda, flökkusagna, hálfsannleika og beinna lygasagna um Lúther.“ (Bókin, bls. 143)

Hver má fjalla um Lúther?

Ég tek þessum athugasemdum vel enda eru þær á sinn hátt í lútherskum anda, því þegar menn án kennivalds fjalla um trúmál segir Lúther þá vera á hættulegri braut: …„jafnvel þótt þeir boðuðu fagnaðarerindið ómengað, jafnvel þótt þeir væru englar eða Gabríel af himnum ofan…Sá sem vill prédika skal sýna fram á embætti eða fyrirmæli sem reka eða neyða hann til þess, ella skal hann þegja. Vilji hann það ekki, skal slíkur skúrkur færður til hins rétta meistara, það er meistara Hans“ –Það er böðulsins. (Bókin, bls. 50-51)

Hvernig eru  berin valin?

Ég ætla ekki að fullyrða að Stjernfelt hafi lesið hvert það orð sem Lúther lét eftir sig en mér finnst efnistök hans sýna að hann er vel lesin í efninu. Það er rétt hjá Hreini að hann velur tilvitnanir í Lúther af vandvirkni. Með vali sínu vill Stjernfelt gera lesandanum kleift að ná heildaryfirsýn yfir orð og gerðir Lúthers eða eins of hann segir sjálfur: „Þessi litla bók er andófsrödd sem dregur fram mikilvæg atriði varðandi Lúther. Atriði sem sjaldan eru kennd í guðfræðináminu,tæplega nefnd  í predikunarstólnum og heyrast sjaldan í opinberri umræðu.“ (Bókin, bls. 12). Hann byggir bókina á orðum Lúthers en gerir honum ekki upp orð. Af því að Hreinn talar um valin ber á tertuna, má vel orða það svo að Stjernfelt leggi áherslu á að tína þau ber sem kirkjunnar menn sniðganga oftast í berjatínslu sinni, kannski af því þeim finnst þau súr.

Hreinn tekur undir gagnrýni Stjernfelt á Lúther.

Það kemur skýrt fram í umfjöllun Hreins að hann telur að rökræða þurfi orð og gerðir Lúthers og að mestu tekur hann undir þá gagnrýni á Lúther sem er að finna í bók Frederiks Stjernfelt. Nánar um það síðar. Hann bregður helst þeim skyldi til varnar lútherskunni hér á landi að verk Lúthers hafi verið lítt kunn á Íslandi og bætir við í öryggisskyni: „Orð Lúthers hafa svo sem ekki verið nein kennivaldsorð í kirkjunni.

Hreinn tekur undir að ekki sé réttmætt að tengja Lúther trúfrelsi eða frjálsri hugsun.

Hreinn tekur undir þá skoðun Frederiks Stjernfelt að ekki standi rök til að tengja Lúther við trúfrelsi eða frjálsa hugsun, hvað þá aðskilnað ríkis og kirkju. Hreinn telur að vísu að það gerist ekki í almennri umræðu á Íslandi. Ég vil leyfa mér að benda á fræðsluþætti um Lúther á afmælisárinu 2017, þar sem Lúther er þakkað að við höfum konur í prestsembættum á Íslandi og hugmyndir frönsku byltingarinnar um frelsi og bræðralag sagðar endurspegla Lúther. Ýmsir kirkjunnar menn hafa tengt aðskilnað ríkis og kirkju við hugmyndir Lúthers. Þar sem Hreinn lýsir sig sammála Frederik Stjernfelt um þessi efni, fer ég ekki lengra út í þá sálma.

Lúther opnaði nýja vídd í umræðum í Evrópu.

Hreinn telur öðru máli gegna um tjáningarfrelsið. Uppreisn Lúthers gegn páfa braut niður hugmyndafræðilega einokun kaþólsku kirkjunnar og opnaði nýja vídd í öllum umræðum í Evrópu. Lúther fylgdi sjónarmiðum sínum eftir með að þýða biblíuna á móðurmálið og nýta hina nýju prenttækni til útgáfu ótal dreifirita sem komu viðhorfum hans á framfæri og gerðu þau aðgengileg fyrir fjöldann. Stjernfelt staðfestir mikilvægi Lúthers í þessu efni en bendir jafnframt á að Lúther hvatti ekki til opinnar umræðu. Hann vildi að fólk tæki á móti og viðurkenndi hina nýju staðreynd og hana ómengaða.

Lúther mótmælti páfa en þoldi illa að sér væri mótmælt

Allir vita að Lúther formælti kaþólskunni og páfa með samsafni af ljótum orðum en það gleymist oft að afstaða hans til annarra hópa mótmælenda og vantrúaðra, var alveg sú sama. Þar var djöfullinn að verki: „… enn frekar á það við um andlega galdra þar sem djöfullinn gerir það sama hið innra með trúverðugum orðum og kennisetningum og hann gerir með ytri áhrifum, sýnum og litum. Sem sagt, með þessum hætti tekur hann skilninginn frá hjarta manna þannig að þeir vinna eið að því að hégómlegustu og trúlausustu draumar þeirra séu óumdeilanlegar staðreyndir. Þannig hefur hann á okkar tíma náð tökum á Müntzer og Zwingli og fjöldamörgum öðrum.“ (bls. 38 í bókinni) En þeir tveir voru báðir mótmælendur sem viku frá skoðunum Lúthers. Þegar það er trúin ein sem greinir á milli trúlausra og kristinna, leiðir skortur á trú eða röng trú til þess að viðkomandi hlýtur að vera í liði djöfulsins. Ekkert réttlætir tjáningarfrelsi slíkra manna. Lúther hvatti ekki til frjálsrar umræðu. Þegar tveir sannleikar voru til umræðu, var hins vegar óhjákvæmilegt að margir veltu því fyrir sér hvort sá þriðji væri ekki til og einhverjir tóku sig til og settu fram sinn eigin sannleika. Þótt Lúther væri ekki hliðhollur tjáningarfrelsi, gátu hvorki hann né aðrir lokað á alla umræðu hversu fegnir sem þeir vildu. Í deilum skilgreinir fólk eigin skoðanir betur en áður og leitar skipulega að veilum í rökstuðningi andstæðinga sinna. Kannski þvert gegn vilja sínum, stuðlaði Lúther þannig að rökræðum.

Milliliðalaust samband manns og Guðs.

Hið almenna prestdæmi eða prestdómur táknaði milliliðalaust samband manns við Guð. Án efa hefur það gefið mörgum aukið sjálfsöryggi og kjark, en því má ekki gleyma að Lúther taldi það ekki gefa neinum rétt til að setja fram trúartúlkanir, nema hann hefði til þess kennivald, samanber það sem dregið er fram í fyrstu málsgrein þessara athugasemda. Almenna prestdæmið var skýrt afmarkað við samskipti manns og Guðs og gaf engan rétt í hinum veraldlega heimi. Í bændauppreisninni árið 1525  vísuðu ýmsir til hins almenna prestdóms. Lúther fordæmdi þá hugsun harkalega og í lúthersku ríkjunum átti hún engan stað. Kirkjan var og vildi vera hluti af hinu veraldlega valdi furstans eða konungs sem bar að vernda og styrkja kirkjuna. Lúther taldi það sameiginlegt  verkefni ríkisvalds og kirkju að halda öllum á réttri  braut. Bókstafstrú Lúthers leiddi þannig til þess að Móselög voru tekin upp í veraldlega löggjöf. Á Íslandi birtist sá arfur meðal annars með Stóradómi og Drekkingarhyl. Konungur sá um leið til þess að aðrir trúarhópar rugluðu ekki almenning í ríminu og skyldaði fólk til að mæta til kirkju.

„Skírnin gerir ekki líkama og eigur frjálsar heldur sálina.“

Hreinn segir: „Hvað hlýðni við yfirvöld snertir þá hefur afstaða til þess verið með ýmsum hætti.“ Ég held að erfitt sé að finna þessari fullyrðingu stað í sögunni. Lútherska kirkjan hefur frá upphafi stutt sig við og stutt við furstann eða konunginn. Lúther lagði áherslu á þær tilvísanir í biblíuna sem krefjast hlýðni við veraldleg yfirvöld. Þannig taldi Lúther að í frásögninni af því þegar Kristur sagði: „Gjaldið keisaranum það sem keisarans er,“ hafi hann beygt okkur undir ok hins veraldlega valds. Hann vísar einnig til bréfa Páls og Péturs um að hlýða beri yfirvöldum og segir: „Skírnin gerir ekki líkama og eigur frjálsar heldur sálina.“ (bls. 59 í bókinni)

„Að gera frelsun beint líkamlega.“

Um kröfu bænda í uppreisninni 1525 um afnám ánauðarinnar segir Lúther: „Það eiga engir að vera ánauðugir því Kristur hefur gert okkur alla frjálsa. Hvað er það? Að gera frelsun hreint líkamlega. Áttu Abraham og aðrir patríarkar ekki ánauðugt fólk? Lesið hvað heilagur Páll kennir okkur um þjóna sem á þeim tíma voru allir ánauðugir. Þessi krafa gengur því beint gegn guðspjallinu og lýsir ræningjaviðhorfi. Því hún þýðir að maður tekur líkama sinn, sem er orðinn eign herrans, frá honum.“ (bls. 58 í bókinni)  Furstarnir börðu uppreisnina niður með hörku og drápu líklega um 70-100 þúsund bændur. Lúther studdi furstana afdráttarlaust og svaraði þeim sem gagnrýndu hann fullum hálsi. Hann taldi atburðarásina sýna til hvers agaleysi leiðir: „Allt var opið og afskiptalaust. Fólk óttaðist hvorki né virti neitt lengur. … Asninn þarf á svipunni að halda og lýðurinn vill láta stjórna sér með valdi, það vissi Guð vel. Þess vegna gaf hann yfirvöldum ekki afþurrkunarkúst heldur sverð í hönd.“ (bls. 63 í bókinni)

Lúther var fangi hindurvitna og taldi að drepa skyldi galdrakonur.

Hreinn bendir á að galdrafárið hafi verið „mjög flókið samfélagslegt fyrirbæri.“ Ég held að enginn geti deilt um það. Ég sé hins vegar ekki að Stjernfelt fari fram úr sér með því að benda á þá staðreynd að í Danmörku og á Íslandi hófst fárið ekki fyrr en eftir siðaskipti, um leið og hann minnir á að þær hafi hafist fyrr annars staðar í álfunni. Aðalatriðið varðandi Lúther og galdrabrennur er væntanlega að Lúther var fangi hindurvitna og trúði fyrirvaralaust á að galdrar væru raunverulegir og hluti af átökum hins góða og illa. Hann trúði að göldrum mætti beita til góðs en taldi slíka galdra ekki síður verk djöfulsins en þá sem ollu skaða. Lúther lagði áherslu á að konur væru „móttækilegri en karlar fyrir brögðum djöfulsins … Hver hefur tölu á þeim fáránlegu, hlægilegu, röngu, meiningarlausu og hjátrúarfullu málum sem þetta auðtrúa kyn sýslar með? Þær hafa það frá formóðir sinni Evu að láta blekkjast og hafa sig að fífli.“ (bls. 65 í bókinni) Niðurstaða Lúthers er því einhlít: „Það eru fullkomlega réttlát lög sem kveða á um að drepa skuli galdrakonur.“ (bls. 70 í bókinni)

Við teljum rangar skoðanir rangar hvenær sem þær voru settar fram.

Hreinn staðfestir áhrif gyðingafordóma Lúthers en telur rangt hjá Stjernfelt að gera lítið úr því að vísað sé til tíðarandans þegar Lúther er metinn. Hér verður að gera þá athugasemd að þótt tíðarandi skiptir máli þegar skoðanir fólks á fyrri öldum er bornar saman innbyrðis, hljótum við alltaf að meta fordæmisgildi þeirra í nútímanum á mælikvarða samtímans. Þegar við metum hvort við viljum taka okkur orð eða gerðir Lúthers til fyrirmyndar, metum við þau á siðferðilega mælistiku tuttugustu og fyrstu aldar en ekki tíðaranda sextándu aldar í Evrópu. Við höldum bara í það sem við teljum hafa staðist tímans tönn. Rangar skoðanir eða fyrirlitlegar gerðir, verða okkur ekki fordæmi hver sem á í hlut og hvenær sem það gerðist. Það er erfitt fyrir trúarsamfélag að endurskoða afstöðu sína til forystumanna samfélagsins á fyrri tímum. Það er erfitt að viðurkenna að þeir hafi haft rangt fyrir sér. Það er aftur á móti óhjákvæmilegt ef við viljum halda samræmi í eign viðhorfum. Þá verðum við einfaldlega a beita dómgreind og velja hvað er fordæmi og hvað er fordæmanlegt.

Hreinn gerir ekki athugasemdir við frásögn Stjernfelt af mótmælendum og nasistum.

Stjernfelt sýnir fram á að kjarnafylgi nasistanna var á mótmælendasvæðunum í Þýskalandi og forustumenn kirkjunnar tóku nasistum og Hitler almennt vel. Þjóðernishyggja mómælendakirkjunnar, krafa hennar um fortakslausa hlýðni gagnvart yfirvöldum og gyðingaandúðin féllu vel að nasismanum. Við stríðslok þótti flestum forustumönnum kirkjunnar að lýðræði hentaði ekki Þjóðverjum. Hreinn gerir engar athugasemdir við þessa umfjöllun Stjernfelt.

Felldi lútherska kirkjan kommúnismann?

Hreinn segir hins vegar: „Hvað lýðræðisbaráttu í Austur-Þýskalandi og hlut lútherskunnar þar hefði höfundi verið í lófa lagið að geta hjartastaðar þeirrar byltingar sem var Nikolajkirkjan í Leipzig. Kirkjan sú varð griðland þeirra er mótmæltu múrnum og tóku þátt í að fella hann í nafni lýðræðis og mannréttinda.“ Vegna þessarar athugasemdar vil ég taka fram að ég veit ekkert um skoðanir Stjernfelt á falli kommúnismans í Austur-Evrópu. Hann fjallar ekkert um það í bókinni. Það sem ég veit sjálfur, gefur mér hins vegar til kynna að sovéska kerfið hafi molnað innan frá í Austur-Þýskalandi eins og í öðrum Austur-Evrópulöndum. Ég veit að lútherska kirkjan kom illa undan fargi kommúnismans og að það er almennt talin ein meginskýringin á því að Lútherskir eru í dag færri en kaþólskir í hinu sameinaða Þýskalandi. Í dag er stærsti hópurinn í trúarflokkum þar í landi reyndar fólk utan trúfélaga. Ég dreg ekki í efa mikilvægi bænastundanna í Nikolajkirkjunni í Leipzig en mér virðist augljóslega ofmælt að þar hafi verið hjartastaður byltingarinnar sem felldi járntjaldið.

„Ég hef minni trú á þessu.“

Hreinn hefur eftir Stjernfelt: „Það er „mögulegt“ segir hann að starfsemi klaustra sem laut að hjúkrun og umönnun og fluttist yfir til ríkisins hafi verið fyrstu skref í átt til velferðarsamfélags. Hreinn lítur hins vegar fram hjá niðurstöðu Stjernfelts sem segir í beinu framhaldi: „Ég hef minni trú á þessu.“ (bls. 123) Ég vil bæta því við að ég fæ ekki betur séð en Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur, sem rannsakað hefur íslensku klaustrin, komist að þeirri niðurstöðu að velferðarþjónusta klaustranna hafi einfaldlega fallið niður með falli klaustranna. Framfærsla fátækra virðist hins vegar frá landnámstíð hafa verið verkefni sveitarfélaga fremur en ríkis. Nútíma velferðarsamfélag undir forræði ríkisins varð til á tuttugustu öldinni og ég tel aðrar fjöldahreyfingar hafa valdið þar meiru en kirkjan.

Er þjóðkirkjan lúthersk eða „trúarsögulegar minjar og hægt að túlka með ýmsu móti. Annað ekki.“?

Kirkjublaðið segist á heimasíðu sinni, vera óháður vefmiðill sem byggi á lúhersk-evangelískum grunni. Það er hliðstæð tilvísun og við finnum í íslensku stjórnarskránni sem nafngreinir Lúther einn allra manna. Hreinn segir um kirkjuna: „Þjóðkirkjan er lúthersk í þeim skilningi að hún er sammála nokkrum meginatriðum í kenningum Lúthers og um fyrirkomulag kirkjunnar. Í játningasafni hennar eru Ágsborgarjátningin og Fræði Lúthers hin minni – og sitthvað fleira. Allar játningar eru á vissan hátt trúarsögulegar minjar og hægt að túlka með ýmsu móti. Annað ekki.“ Eftir aðskilnað ríkis og kirkju tel ég að vísu að fátt í fyrirkomulagi hennar endurspegli kenningar Lúthers og hin opna skilgreining Hreins á sögulegum minjum og frjálsri túlkun þeirra virðist ekki skilja mikið eftir af trúarviðhorfum Lúthers, nema hjá þeim sem af einhverjum ástæðum kjósa að hafa þau í heiðri. Væntanlega er það íhaldssemi mín sem kallar eftir trúargrunni. Þótt ég sé sammála Hreini um að lifandi trú sé alltaf í endurskoðun, verður hún að mínu mati að eiga sér einhvern sameiginlegan grunn. Til að geta kallast lúthersk verðum við því að vita, hvað hjá Lúther er til eftirbreytni og hvað ekki.

Þótt okkur Hrein greini á um ýmislegt, erum við greinilega sammála um að bók Frederiks Stjernfelt er lestursins virði. Við erum greinilega líka sammála um að margt í boðskap Lúthers samræmist ekki nútímaviðhorfum. Mér finnst samt nokkuð djarft hjá Hreini að telja að lúthersk kirkja geti látið kenningar hans lönd og leið og haldið áfram að segjast vera lúthersk og jafnvel að það sé óþarft að gera greinarmun á því frá Lúther sem hefur fordæmisgildi og þess sem við fordæmum.

Viltu deila þessari grein með fleirum?