Kirkjan er nokkurs konar orðaverksmiðja. Það er ekki undarlegt í sjálfu sér. Í upphafi var „Orðið“ og það var Guð.

Kirkjan er aðeins til ef þar er að finna einhvern sem talar, boðar. Auðvitað munu einhverjir andmæla þessu og segja að það sé jafn mikilvægt að sitja ekki með hendur í skauti og eigi kristin trú að koma fram í orði og verki. Og þá koma upp orð eins og náungakærleikur, kærleiksþjónusta, safnaðarstarf o.s.frv. En dugar það allt? Hvernig getum við yfirleitt fengið að vita í raun hvort allt þetta virki þarna úti á vettvangi dagsins þegar prédikarinn stendur í stólnum andspænis söfnuðinum? Lifandi fólki og fólki fullt efasemda?

Við getum gripið til margtugginna orða eins og að orðið sé skapandi og að orð Guðs sé vort erfðafé eins og segir í sálminum. En hvað viljum við í raun og veru segja?

„Words, words, words“

Þegar öllu er á botninn hvolft þá hef ég þau níu ár sem ég hef þjónað sem prestur fundið fyrir sífellt meiri efa um hverju kirkjan og kristin trú vilji koma á framfæri í orðaflaumi sínum. Þegar ég hóf prestskap ætlaði ég mér að boða með hávaða og látum þá guðfræði sem kynnti til sögunnar róttæka náð og frelsi sem ekki var hægt að skorast undan.

En svo sótti efinn að mér. Hægt og örugglega. Skref fyrir skref. Það var ekki efi um róttæka náð Guðs. Nei, heldur efi um hvort það sem ég var að segja hefði yfirleitt einhverja þýðingu fyrir fólk af holdi og blóði.

Jú, örugglega fyrir þau sem telja að trúin sé afgreidd mál og allt í góðu með hana hjá því. Og þau sem líta svo á að presturinn sé í slíkri lykilstöðu að hann einn og óstuddur tryggi mikilvægi prédikunarinnar og réttmæti. En hvað með öll hin sem eru örugglega meirihlutinn – og líka allt kirkjufólkið? Er það ekki Shakespeare sem lætur Hamlet segja snögglega upp úr sálarangist sínu: „Words, words, words?“ (ísl. orð, orð, orð).

Já, til hvers eru öll þessi orð? Hvers vegna ekki að hafa aðeins hljóðar um sig, draga sig í hlé um stund og birtast ekki aftur fyrr en maður telur sig hafa fundið eitthvað nýtt að segja?

Það getur presturinn náttúrlega ekki gert. Köllun hans og hluti af starfinu sem hann glímir við vikulega er að prédika. Kirkjuárið kemur svo sjálft skeiðandi og dregur upp verkefnið. Þá er bara að horfast í augu við það eins og uppvaskið. En þessar hugsanir sóttu enn fastar að mér um daginn þegar ég greip úr bókahillunni litla bók þar sem lesa mátti uppbyggilega ræðu um akursins liljugrös og fugla himinsins. Þetta var hnitmiðaður texti sem sagði margt á fáeinum blaðsíðum en það var meira en sýndist í fyrstu. Ég skildi ekki nærri því allt en ég rak augun í eitt atriði sem hrópaði á mig í einfaldleika sínum: Þú þarft ekki að tala þegar þú biður heldur að hlusta. Þú biður nefnilega með þögninni. Eða: „Í þögn bænarinnar heyrir Guð í þeim er biður.“

Nú er ég ekki í hópi þeirra sem geta státað sig af því að vera bænahestur. Ég á reyndar stöðugt í vandræðum með bænina hreint út sagt. En hvað með það: Að biðja er að hlusta, bæn er þögn. Ég held að það þýði meðal annars að í bæninni göngum við fram fyrir Guð í vanmætti okkar fremur en að knýja út úr honum einhverja ábyrgð gagnvart okkur.

Það er kannski þess vegna sem innihaldsríkasta bænin er annað hvort þakkarbæn eða kveinstafabæn. Enda segir okkar maður, Kirkegaard[1], að það sem einhver óskar sér varði oft leiðina til örvæntingar því hvað gerist ef lífið verður ekki eins og um er beðið? Það hendir nefnilega sjaldnast að allt gangi eftir.

Höfum kjark til að taka á móti

En af hverju eigum við að þegja? Kannski er ástæðan sú að við eigum að efla með okkur djörfung og hug til að taka okkur stöðu þeim megin þar sem eitthvað er að okkur rétt. Það er aðeins hægt ef við sýnum þolinmæði ásamt auðmýkt.

Því miður er það kannski erfiðara en virðist við fyrstu sýn fyrir mörg okkar sem gegnum starfi prests. Skyndilega verður okkur ljóst að besta prédikunin skýst ekki upp úr þreyttum frösum og klisjum eftir annasama viku eins og kaffi sem rennur úr sjálfvirku kaffikönnunni í safnaðarheimilinu.

Fyrir nokkru heyrði ég einhvern skjóta fram dálítilli athugasemd og hún vakti mig til umhugsunar: Við horfum ekki lengur til himins. Látum augun ekki hvarfla um trjátoppana, sjáum ekki fuglana fljúga um og tökum ekki eftir öllum tilbrigðunum húsanna í borgunum. Við störum bara beint fram fyrir okkur – þráðbeint eftir götunum þar sem þung umferðin streymir – horfum til verkefnanna sem bíða okkar og við festumst þar með aftur í gömlu hjólförunum sem alltaf hafa verið óvinir sköpunargáfunnar. Við opnum ekki augun fyrir því sem býður okkur upp á eitthvað annað en það sem við viljum sópa að okkur í einni svipan, ná til og skilja. Þetta er líka vandi þegar kemur að prédikuninni.

Stofnun sem stærir sig af því að standa vörð um djúpan boðskap sem hefur þýðingu fyrir sálarheill allra manna verður að átta sig á því að það skiptir máli hvort orðið sem frá henni kemur er lifandi og nærandi eða bara rútínuhjal af stólnum eins og hver önnur gömul plata úr plötusafni prestanna. Viku eftir viku. Hvert kirkjuárið á fætur öðru.

Tilvísun:

[1]  Søren Kirkegaard (1813-1855), frægastur danskra guðfræðinga og heimspekinga sem hallur var undir tilvistarheimspeki. Nokkur verka hans hafa verið þýdd á íslensku.

Í fyrra birti Kirkjublaðið.is þessa grein eftir Hans Nørkjær Franch.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Kirkjan er nokkurs konar orðaverksmiðja. Það er ekki undarlegt í sjálfu sér. Í upphafi var „Orðið“ og það var Guð.

Kirkjan er aðeins til ef þar er að finna einhvern sem talar, boðar. Auðvitað munu einhverjir andmæla þessu og segja að það sé jafn mikilvægt að sitja ekki með hendur í skauti og eigi kristin trú að koma fram í orði og verki. Og þá koma upp orð eins og náungakærleikur, kærleiksþjónusta, safnaðarstarf o.s.frv. En dugar það allt? Hvernig getum við yfirleitt fengið að vita í raun hvort allt þetta virki þarna úti á vettvangi dagsins þegar prédikarinn stendur í stólnum andspænis söfnuðinum? Lifandi fólki og fólki fullt efasemda?

Við getum gripið til margtugginna orða eins og að orðið sé skapandi og að orð Guðs sé vort erfðafé eins og segir í sálminum. En hvað viljum við í raun og veru segja?

„Words, words, words“

Þegar öllu er á botninn hvolft þá hef ég þau níu ár sem ég hef þjónað sem prestur fundið fyrir sífellt meiri efa um hverju kirkjan og kristin trú vilji koma á framfæri í orðaflaumi sínum. Þegar ég hóf prestskap ætlaði ég mér að boða með hávaða og látum þá guðfræði sem kynnti til sögunnar róttæka náð og frelsi sem ekki var hægt að skorast undan.

En svo sótti efinn að mér. Hægt og örugglega. Skref fyrir skref. Það var ekki efi um róttæka náð Guðs. Nei, heldur efi um hvort það sem ég var að segja hefði yfirleitt einhverja þýðingu fyrir fólk af holdi og blóði.

Jú, örugglega fyrir þau sem telja að trúin sé afgreidd mál og allt í góðu með hana hjá því. Og þau sem líta svo á að presturinn sé í slíkri lykilstöðu að hann einn og óstuddur tryggi mikilvægi prédikunarinnar og réttmæti. En hvað með öll hin sem eru örugglega meirihlutinn – og líka allt kirkjufólkið? Er það ekki Shakespeare sem lætur Hamlet segja snögglega upp úr sálarangist sínu: „Words, words, words?“ (ísl. orð, orð, orð).

Já, til hvers eru öll þessi orð? Hvers vegna ekki að hafa aðeins hljóðar um sig, draga sig í hlé um stund og birtast ekki aftur fyrr en maður telur sig hafa fundið eitthvað nýtt að segja?

Það getur presturinn náttúrlega ekki gert. Köllun hans og hluti af starfinu sem hann glímir við vikulega er að prédika. Kirkjuárið kemur svo sjálft skeiðandi og dregur upp verkefnið. Þá er bara að horfast í augu við það eins og uppvaskið. En þessar hugsanir sóttu enn fastar að mér um daginn þegar ég greip úr bókahillunni litla bók þar sem lesa mátti uppbyggilega ræðu um akursins liljugrös og fugla himinsins. Þetta var hnitmiðaður texti sem sagði margt á fáeinum blaðsíðum en það var meira en sýndist í fyrstu. Ég skildi ekki nærri því allt en ég rak augun í eitt atriði sem hrópaði á mig í einfaldleika sínum: Þú þarft ekki að tala þegar þú biður heldur að hlusta. Þú biður nefnilega með þögninni. Eða: „Í þögn bænarinnar heyrir Guð í þeim er biður.“

Nú er ég ekki í hópi þeirra sem geta státað sig af því að vera bænahestur. Ég á reyndar stöðugt í vandræðum með bænina hreint út sagt. En hvað með það: Að biðja er að hlusta, bæn er þögn. Ég held að það þýði meðal annars að í bæninni göngum við fram fyrir Guð í vanmætti okkar fremur en að knýja út úr honum einhverja ábyrgð gagnvart okkur.

Það er kannski þess vegna sem innihaldsríkasta bænin er annað hvort þakkarbæn eða kveinstafabæn. Enda segir okkar maður, Kirkegaard[1], að það sem einhver óskar sér varði oft leiðina til örvæntingar því hvað gerist ef lífið verður ekki eins og um er beðið? Það hendir nefnilega sjaldnast að allt gangi eftir.

Höfum kjark til að taka á móti

En af hverju eigum við að þegja? Kannski er ástæðan sú að við eigum að efla með okkur djörfung og hug til að taka okkur stöðu þeim megin þar sem eitthvað er að okkur rétt. Það er aðeins hægt ef við sýnum þolinmæði ásamt auðmýkt.

Því miður er það kannski erfiðara en virðist við fyrstu sýn fyrir mörg okkar sem gegnum starfi prests. Skyndilega verður okkur ljóst að besta prédikunin skýst ekki upp úr þreyttum frösum og klisjum eftir annasama viku eins og kaffi sem rennur úr sjálfvirku kaffikönnunni í safnaðarheimilinu.

Fyrir nokkru heyrði ég einhvern skjóta fram dálítilli athugasemd og hún vakti mig til umhugsunar: Við horfum ekki lengur til himins. Látum augun ekki hvarfla um trjátoppana, sjáum ekki fuglana fljúga um og tökum ekki eftir öllum tilbrigðunum húsanna í borgunum. Við störum bara beint fram fyrir okkur – þráðbeint eftir götunum þar sem þung umferðin streymir – horfum til verkefnanna sem bíða okkar og við festumst þar með aftur í gömlu hjólförunum sem alltaf hafa verið óvinir sköpunargáfunnar. Við opnum ekki augun fyrir því sem býður okkur upp á eitthvað annað en það sem við viljum sópa að okkur í einni svipan, ná til og skilja. Þetta er líka vandi þegar kemur að prédikuninni.

Stofnun sem stærir sig af því að standa vörð um djúpan boðskap sem hefur þýðingu fyrir sálarheill allra manna verður að átta sig á því að það skiptir máli hvort orðið sem frá henni kemur er lifandi og nærandi eða bara rútínuhjal af stólnum eins og hver önnur gömul plata úr plötusafni prestanna. Viku eftir viku. Hvert kirkjuárið á fætur öðru.

Tilvísun:

[1]  Søren Kirkegaard (1813-1855), frægastur danskra guðfræðinga og heimspekinga sem hallur var undir tilvistarheimspeki. Nokkur verka hans hafa verið þýdd á íslensku.

Í fyrra birti Kirkjublaðið.is þessa grein eftir Hans Nørkjær Franch.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir