Dr. Skúli S. Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju, sest við Gestaglugga Kirkjublaðsins.is og skrifar þriðju greinina um biskupskosningu á næsta ári. Dr. Skúli hefur m.a. setið í framkvæmdanefnd kirkjuþings og á kirkjuþingi.

Frumkvöðullinn Ben Horowitz (f. 1966) er þaulreyndur á sínu sviði og hefur byggt upp blómleg fyrirtæki. Í bók sinni The Hard Thing About Hard Things: Building a Business when there are no Easy Answers, frá árinu 2014 ræðir hann stóru ákvarðanirnar sem mæta fólki í viðskiptalífinu. Meðal annars fjallar hann um það vandasama verkefni að ráða yfirmenn (bls. 124).

Að velja rétt

Ráðleggingar hans á þessu sviði finnast mér eiga erindi til okkar sem kjósum í vor. Biskup leiðir kjarnastarfsemi kirkjunnar og fyrir vikið þarf að meta hvort reynsla og þjálfun frambjóðenda nýtist í því vandasama verkefni.

Ástæða þess að pistlar þessir birtast núna, hálfu ári fyrir kosningar, er sú að ekki hefur enn verið með formlegum hætti upplýst um frambjóðendur. Þessar hugrenningar eru því ekki settir fram með einhverja ákveðna einstaklinga í huga.

Þau gallalausu

Draga má hugmyndir Horowitz á þessu sviði saman í eina setningu: „Höldum okkur við staðreyndir.“ Þetta hljómar ekki flókið en auðvelt er að villast af leið svo að við látum aðra þætti ráða. Hann telur upp nokkur atriði í því sambandi en mig langar að staldra við eitt þeirra:

Það er, þegar við veljum fremur þau sem hafa fáa galla fremur en hin sem búa yfir mörgum kostum. Í ljósi þess að „skvaldrið“ má skoða sem ónæmiskerfi samfélags, er sennilegt að fólk veigri sér við að velja þau sem koma illa út úr því mati. Það eru sennilega þau sem hafa stigið á einhverjar tær. Einhver úr hópi þeirra sem minnst er skvaldrað um getur því staðið uppi sem sigurvegari. Þetta er ekki góð leið til ákvörðunartöku:

 

  • Vart þarf að útskýra fyrir þeim sem taka þátt í kirkjulegu starfi að öll erum við með einhverja veikleika. Við þekkjum svar Jesú til þeirra sem hugðust grýta hórseku konuna (Jóh. 8.2–11). Sannleikurinn er sá að hvorki kjósendur né frambjóðendur eru hafnir yfir gagnrýni. Enginn er fullkominn.
  • Hafi einhver frambjóðenda sýnt ógætilega hegðun eða farið óvenjulegar leiðir, þarf það síst af öllu að vera frágangssök. Það getur þvert á móti verið til marks um að viðkomandi hafi öðlast reynslu við krefjandi aðstæður og sennilega hefur hún verið lærdómsrík.
  • Mistök eru mannleg. Það er til marks um óheilbrigða starfsmenningu ef fólk er látið gjalda um of fyrir það að „verða á í messunni.“ Slíkt leiðir til þess að samskiptin einkennast af ásökunum og afsökunum, leyndarhyggja ræður för sem og fælni við aðgerðir og ákvarðanir. Í heilbrigðri starfsmenningu eru mistök aftur á móti túlkuð með jákvæðum hætti sem mikilvæg leið til aukinnar þekkingar.
  • Þau sem virðast hafa „hreinan skjöld“ í þessum efnum gætu á sama hátt hafa veigrað sér við að mæta þeim aðstæðum þar sem raunverulega reyndi á þau. Slíkt er ekki til marks um góða leiðtoga.

Sjálfsagt munu einhverjir kjósenda ekki enn hafa gert það upp við sig á kjördegi, hvaða eiginleika þeir telja vænlegasta í fari þeirrar manneskju sem á standa fremst meðal jafningja á vettvangi þjóðkirkjunnar. Fyrir vikið er hætt við því að frambjóðendur sem hafa stigið út fyrir þægindarammann, tekið áhættu, talað af hreinskilni og haft brennandi löngun til breytinga, falli sjálfkrafa út. Þess í stað velji kjósendur einhvern sem hefur sjaldan hætt sér út fyrir öryggissvæði sitt. Það er einmitt fólkið sem almannarómur gæti úrskurðað að sé „gallalaust“.

Að vita hvað við viljum

Biskupskosningarnar eru tækifæri fyrir okkur til að ræða framtíð kirkjunnar. Sá leiðtogi sem við veljum úr okkar röðum þarf að hafa hugmyndir á því sviði og miðla þeim áfram. Ef ekki, þá sitjum við uppi með þann sem skvaldrið metur skástan. Þá eru líkur á því að þjóðkirkjunni miði hægt áfram á tímum örra breytinga.

Því skiptir miklu máli að við tökum þetta samtal, eða eins og einhver spekingurinn sagði: „Ef við vitum ekki hvað við viljum, þá er vandséð hvernig við ætlum að uppfylla væntingar okkar.“

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Dr. Skúli S. Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju, sest við Gestaglugga Kirkjublaðsins.is og skrifar þriðju greinina um biskupskosningu á næsta ári. Dr. Skúli hefur m.a. setið í framkvæmdanefnd kirkjuþings og á kirkjuþingi.

Frumkvöðullinn Ben Horowitz (f. 1966) er þaulreyndur á sínu sviði og hefur byggt upp blómleg fyrirtæki. Í bók sinni The Hard Thing About Hard Things: Building a Business when there are no Easy Answers, frá árinu 2014 ræðir hann stóru ákvarðanirnar sem mæta fólki í viðskiptalífinu. Meðal annars fjallar hann um það vandasama verkefni að ráða yfirmenn (bls. 124).

Að velja rétt

Ráðleggingar hans á þessu sviði finnast mér eiga erindi til okkar sem kjósum í vor. Biskup leiðir kjarnastarfsemi kirkjunnar og fyrir vikið þarf að meta hvort reynsla og þjálfun frambjóðenda nýtist í því vandasama verkefni.

Ástæða þess að pistlar þessir birtast núna, hálfu ári fyrir kosningar, er sú að ekki hefur enn verið með formlegum hætti upplýst um frambjóðendur. Þessar hugrenningar eru því ekki settir fram með einhverja ákveðna einstaklinga í huga.

Þau gallalausu

Draga má hugmyndir Horowitz á þessu sviði saman í eina setningu: „Höldum okkur við staðreyndir.“ Þetta hljómar ekki flókið en auðvelt er að villast af leið svo að við látum aðra þætti ráða. Hann telur upp nokkur atriði í því sambandi en mig langar að staldra við eitt þeirra:

Það er, þegar við veljum fremur þau sem hafa fáa galla fremur en hin sem búa yfir mörgum kostum. Í ljósi þess að „skvaldrið“ má skoða sem ónæmiskerfi samfélags, er sennilegt að fólk veigri sér við að velja þau sem koma illa út úr því mati. Það eru sennilega þau sem hafa stigið á einhverjar tær. Einhver úr hópi þeirra sem minnst er skvaldrað um getur því staðið uppi sem sigurvegari. Þetta er ekki góð leið til ákvörðunartöku:

 

  • Vart þarf að útskýra fyrir þeim sem taka þátt í kirkjulegu starfi að öll erum við með einhverja veikleika. Við þekkjum svar Jesú til þeirra sem hugðust grýta hórseku konuna (Jóh. 8.2–11). Sannleikurinn er sá að hvorki kjósendur né frambjóðendur eru hafnir yfir gagnrýni. Enginn er fullkominn.
  • Hafi einhver frambjóðenda sýnt ógætilega hegðun eða farið óvenjulegar leiðir, þarf það síst af öllu að vera frágangssök. Það getur þvert á móti verið til marks um að viðkomandi hafi öðlast reynslu við krefjandi aðstæður og sennilega hefur hún verið lærdómsrík.
  • Mistök eru mannleg. Það er til marks um óheilbrigða starfsmenningu ef fólk er látið gjalda um of fyrir það að „verða á í messunni.“ Slíkt leiðir til þess að samskiptin einkennast af ásökunum og afsökunum, leyndarhyggja ræður för sem og fælni við aðgerðir og ákvarðanir. Í heilbrigðri starfsmenningu eru mistök aftur á móti túlkuð með jákvæðum hætti sem mikilvæg leið til aukinnar þekkingar.
  • Þau sem virðast hafa „hreinan skjöld“ í þessum efnum gætu á sama hátt hafa veigrað sér við að mæta þeim aðstæðum þar sem raunverulega reyndi á þau. Slíkt er ekki til marks um góða leiðtoga.

Sjálfsagt munu einhverjir kjósenda ekki enn hafa gert það upp við sig á kjördegi, hvaða eiginleika þeir telja vænlegasta í fari þeirrar manneskju sem á standa fremst meðal jafningja á vettvangi þjóðkirkjunnar. Fyrir vikið er hætt við því að frambjóðendur sem hafa stigið út fyrir þægindarammann, tekið áhættu, talað af hreinskilni og haft brennandi löngun til breytinga, falli sjálfkrafa út. Þess í stað velji kjósendur einhvern sem hefur sjaldan hætt sér út fyrir öryggissvæði sitt. Það er einmitt fólkið sem almannarómur gæti úrskurðað að sé „gallalaust“.

Að vita hvað við viljum

Biskupskosningarnar eru tækifæri fyrir okkur til að ræða framtíð kirkjunnar. Sá leiðtogi sem við veljum úr okkar röðum þarf að hafa hugmyndir á því sviði og miðla þeim áfram. Ef ekki, þá sitjum við uppi með þann sem skvaldrið metur skástan. Þá eru líkur á því að þjóðkirkjunni miði hægt áfram á tímum örra breytinga.

Því skiptir miklu máli að við tökum þetta samtal, eða eins og einhver spekingurinn sagði: „Ef við vitum ekki hvað við viljum, þá er vandséð hvernig við ætlum að uppfylla væntingar okkar.“

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir