Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þá kom til Jesú fræðimaður einn. Hann hafði hlýtt á orðaskipti þeirra og fann að Jesús hafði svarað þeim vel. Hann spurði: „Hvert er æðst allra boðorða?“
Jesús svaraði: „Æðst er þetta: Heyr, Ísrael! Drottinn, Guð vor, hann einn er Drottinn. Og þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum. Annað er þetta: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ekkert boðorð annað er þessum meira.“
Fræðimaðurinn sagði þá við Jesú: „Rétt er það, meistari, satt sagðir þú. Einn er Guð og enginn er Guð annar en hann. Og að elska hann af öllu hjarta, öllum skilningi og öllum mætti og elska náungann eins og sjálfan sig, það er öllum brennifórnum og sláturfórnum meira.“
Jesús sá að hann svaraði viturlega og sagði við hann: „Þú ert ekki fjarri Guðs ríki.“
Og enginn þorði framar að spyrja hann.

Markúsarguðspjall 12.28-34

Hundrað orða hugleiðing

Hann vatt sér að meistaranum á Laugavegi. Nýkominn af hitafundi um hvort hækka ætti eða lækka laun ræstitæknanna. Spyr hvert væri æðsta boðorðið og fær svarið: Elska, elska Drottinn. Náungann. Elska, elska… Og hann er ánægður með svarið. Hjartanlega sammála því. Endurtekur það. Elskan stendur öllu framar. Öllum helgisiðum og venjum. Stekkur út fyrir elsku hverdagsins. Elskan. Meistaranum frá Nasaret fannst spyrjandinn ekki vera skyni skroppinn og segir glaðlega við hann: „Þú ert ekki fjarri Guðs ríki.“ Þú átt ekki ýkja langt í land. En það er eitthvað sem vantar upp á. Eins og hjá mér, kannski líka þér. Hvað?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þá kom til Jesú fræðimaður einn. Hann hafði hlýtt á orðaskipti þeirra og fann að Jesús hafði svarað þeim vel. Hann spurði: „Hvert er æðst allra boðorða?“
Jesús svaraði: „Æðst er þetta: Heyr, Ísrael! Drottinn, Guð vor, hann einn er Drottinn. Og þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum. Annað er þetta: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ekkert boðorð annað er þessum meira.“
Fræðimaðurinn sagði þá við Jesú: „Rétt er það, meistari, satt sagðir þú. Einn er Guð og enginn er Guð annar en hann. Og að elska hann af öllu hjarta, öllum skilningi og öllum mætti og elska náungann eins og sjálfan sig, það er öllum brennifórnum og sláturfórnum meira.“
Jesús sá að hann svaraði viturlega og sagði við hann: „Þú ert ekki fjarri Guðs ríki.“
Og enginn þorði framar að spyrja hann.

Markúsarguðspjall 12.28-34

Hundrað orða hugleiðing

Hann vatt sér að meistaranum á Laugavegi. Nýkominn af hitafundi um hvort hækka ætti eða lækka laun ræstitæknanna. Spyr hvert væri æðsta boðorðið og fær svarið: Elska, elska Drottinn. Náungann. Elska, elska… Og hann er ánægður með svarið. Hjartanlega sammála því. Endurtekur það. Elskan stendur öllu framar. Öllum helgisiðum og venjum. Stekkur út fyrir elsku hverdagsins. Elskan. Meistaranum frá Nasaret fannst spyrjandinn ekki vera skyni skroppinn og segir glaðlega við hann: „Þú ert ekki fjarri Guðs ríki.“ Þú átt ekki ýkja langt í land. En það er eitthvað sem vantar upp á. Eins og hjá mér, kannski líka þér. Hvað?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir