Kópavogskirkja er í Kársnesprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.
Hún stendur í Borgarholti í vesturhluta Kópavogs.
Kirkjuna teiknaði húsameistari ríkisins, Hörður Bjarnason (1910-1990). Ragnar Emilsson (1923-1990), arkitekt, vann einnig að teikningu kirkjunnar. Yfirsmiður var Siggeir Ólafsson (1916-1987).
Hún var vígð 16. desember 1962. Kirkjan tekur tæplega 300 manns í sæti.
Kópavogskirkja er rík af listaverkum.
Átta bogstrengdir steindir gluggar prýða kirkjuna og eru þeir verk Gerðar Helgadóttur (1928-1975), myndhöggvara. Enda þótt gluggarnir séu í kjarna sínum afstraktlistaverk má ef vel er gáð sjá þar ýmis hulin tákn eins og kaleik, þríhyrninga, auga hins alsjáandi almættis.
Í forkirkju er Kristsmynd eftir Benedikt Gunnarsson (1929-2018).
Altaristafla var sett upp í kirkjuna 1990 og er eftir Steinunni Þórarinsdóttur, myndlistarkonu, Stef hennar er sótt í 13. kafla Jóhannesarguðspjalls um fótaþvott Jesú. Altaristaflan er sérstök fyrir þær sakir að hluti hennar blasir við fólki þegar gengið er út um vesturdyr kirkjunnar. Taflan er gerð úr gleri og grjóti sem sótt er í Borgarholtið.
Bænastjaki kirkjunnar er eftir Sigurð Árna Sigurðsson myndlistarmann. Stjakinn var gefinn kirkjunni 2020 og lögun hans vísar til kirkjunnar.
Á kórgafli kirkjunnar er verk eftir Barböru Árnason (1911-1975), myndlistarkonu. Stefið er Leyfið börnunum að koma til mín. Eins eru fjórar messingplötur á prédikunarstól, ígreyptar með táknum guðspjallamannanna sem Barbara gerði.
Kirkjuklukkur eru í klukknaporti sem stendur norðvestan við kirkjuna. Klukkurnar eru tvær og eru þýskar. Klukknaportið hannaði Ásgeir Long (1927-2018) vélfræðingur. Klukkurnar komu í kirkjuna 1963.
Hér má heyra hljóm klukknanna.
Orgel kirkjunnar er danskt og var vígt í janúar 1997.
Kópavogskirkja á nokkur verk eftir tréskurðarmeistarann Wilhelm Ernst Beckmann (1909-1965).

Þegar inn í forkirkju er komið blasir við Kristsmynd Benedikts Gunnarssonar á vinstri hönd

Altaristataflan ú gleri og grjót hennar er sótt í Borgarholtið

Grágrýtisteinn fyrir utan kirkjudyr með sömu áletrun og altaristaflan – helmingur hennar

Altari Kópavogskirkju, snýr í austur – steindir gluggar Gerðar Helgadóttur

Á kórgafli er mynd Barböru Árnason

Fjórar messingplötur eru á prédikunarstólnum með táknum guðspjallamannanna sem Barbara Árnason greypti í – hér er það Matteus

Suðurgluggi – rautt er litur þjáningar og andans eina

Norðurgluggi, táknar líf og starf Jesú

Vesturgluggi fyrir ofan orgel, grænt liður þroska og upprisu

Bænastjaki eða ljósberi – lögun hans vísar til bogaforms kirkjunnar

Altaristafla frá 1954 sem Wilhelm Ernst Beckmann gaf kirkjunni – nú varðveitt í safnaðarheimili hennar – temað er: Kristur tekan ofan af krossinum

Klukknaport stendur á suðvestur horni við kirkjuna – mynd tekin að vetrarlagi

Kópavogskirkja er fögur bygging og frá henni er útsýni gott í allar áttir

Listakonan Eygló Harðardóttir gerði vídeóverk sem varpað var á Kópavogskirkju í febrúar 2024 og lesa má um hér
Kópavogskirkja er í Kársnesprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.
Hún stendur í Borgarholti í vesturhluta Kópavogs.
Kirkjuna teiknaði húsameistari ríkisins, Hörður Bjarnason (1910-1990). Ragnar Emilsson (1923-1990), arkitekt, vann einnig að teikningu kirkjunnar. Yfirsmiður var Siggeir Ólafsson (1916-1987).
Hún var vígð 16. desember 1962. Kirkjan tekur tæplega 300 manns í sæti.
Kópavogskirkja er rík af listaverkum.
Átta bogstrengdir steindir gluggar prýða kirkjuna og eru þeir verk Gerðar Helgadóttur (1928-1975), myndhöggvara. Enda þótt gluggarnir séu í kjarna sínum afstraktlistaverk má ef vel er gáð sjá þar ýmis hulin tákn eins og kaleik, þríhyrninga, auga hins alsjáandi almættis.
Í forkirkju er Kristsmynd eftir Benedikt Gunnarsson (1929-2018).
Altaristafla var sett upp í kirkjuna 1990 og er eftir Steinunni Þórarinsdóttur, myndlistarkonu, Stef hennar er sótt í 13. kafla Jóhannesarguðspjalls um fótaþvott Jesú. Altaristaflan er sérstök fyrir þær sakir að hluti hennar blasir við fólki þegar gengið er út um vesturdyr kirkjunnar. Taflan er gerð úr gleri og grjóti sem sótt er í Borgarholtið.
Bænastjaki kirkjunnar er eftir Sigurð Árna Sigurðsson myndlistarmann. Stjakinn var gefinn kirkjunni 2020 og lögun hans vísar til kirkjunnar.
Á kórgafli kirkjunnar er verk eftir Barböru Árnason (1911-1975), myndlistarkonu. Stefið er Leyfið börnunum að koma til mín. Eins eru fjórar messingplötur á prédikunarstól, ígreyptar með táknum guðspjallamannanna sem Barbara gerði.
Kirkjuklukkur eru í klukknaporti sem stendur norðvestan við kirkjuna. Klukkurnar eru tvær og eru þýskar. Klukknaportið hannaði Ásgeir Long (1927-2018) vélfræðingur. Klukkurnar komu í kirkjuna 1963.
Hér má heyra hljóm klukknanna.
Orgel kirkjunnar er danskt og var vígt í janúar 1997.
Kópavogskirkja á nokkur verk eftir tréskurðarmeistarann Wilhelm Ernst Beckmann (1909-1965).

Þegar inn í forkirkju er komið blasir við Kristsmynd Benedikts Gunnarssonar á vinstri hönd

Altaristataflan ú gleri og grjót hennar er sótt í Borgarholtið

Grágrýtisteinn fyrir utan kirkjudyr með sömu áletrun og altaristaflan – helmingur hennar

Altari Kópavogskirkju, snýr í austur – steindir gluggar Gerðar Helgadóttur

Á kórgafli er mynd Barböru Árnason

Fjórar messingplötur eru á prédikunarstólnum með táknum guðspjallamannanna sem Barbara Árnason greypti í – hér er það Matteus

Suðurgluggi – rautt er litur þjáningar og andans eina

Norðurgluggi, táknar líf og starf Jesú

Vesturgluggi fyrir ofan orgel, grænt liður þroska og upprisu

Bænastjaki eða ljósberi – lögun hans vísar til bogaforms kirkjunnar

Altaristafla frá 1954 sem Wilhelm Ernst Beckmann gaf kirkjunni – nú varðveitt í safnaðarheimili hennar – temað er: Kristur tekan ofan af krossinum

Klukknaport stendur á suðvestur horni við kirkjuna – mynd tekin að vetrarlagi

Kópavogskirkja er fögur bygging og frá henni er útsýni gott í allar áttir

Listakonan Eygló Harðardóttir gerði vídeóverk sem varpað var á Kópavogskirkju í febrúar 2024 og lesa má um hér