Leirárkirkja er í Garða- og Saurbæjarprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi.
Kirkju er getið á Leirá í kirknatali Páls biskups Jónssonar frá því um 1200.
Rögnvaldur Ólafsson (1874-1917) arkitekt gerði teikningar kirkjunnar 1914 og yfirsmiður var Ólafur Þorsteinsson (?) í Halldórshúsi. Leirárkirkja er steypt kirkja en síðar var slegið utan um hana járni. Forkirkja var byggð við kirkjuna 1950-1951 og hún rifin á áttunda áratug síðustu aldar og byggð ný.
Leirárkirkja tekur um 80 manns í sæti.
Það var prófasturinn í Görðum á Akranesi, sr. Jón Sveinsson (1858-1921), sem vígði kirkjuna 6. desember 1914.
Altaristaflan er eftir Eggert Guðmundsson (1906-1983) listmálara, olíumálverk á striga, 167×122 sm og kom í kirkjuna 1950. Hún er eftirmynd altaristöflu sem var í Fossvogskirkju í Reykjavík frá 1950-1990 og sú tafla var þá stærsta málaða altaristaflan í íslenskri kirkju, 1.90×2.70 m. Myndefnið er Kristur upprisinn við gröfina og María Magdalena (Jóhannesarguðspjall 20.11-15).
Fyrsta orgel í kirkju á Íslandi kom í Leirárkirkju 1800 að tilstuðlan Magnúsar Stephensen (1762-1833), dómstjóri og lögmaður en hann var fæddur á Leirá og bjó þar um tíma eða til ársins 1803 en það ár flutti hann að Innra-Hólma og hafði orgelið með sér.
Tvíarma koparljósastjaki með miðsúlu á altari er frá því um 1600 og smíðaður í Noregi.
Í kirkjunni er koparljósahjálmur frá 17. öld.
Kirkjan á silfurkaleik og patínu sem Sigurður Þorsteinsson (1714-1794), gullsmíðameistari í Kaupmannahöfn, smíðaði. Hvort tveggja er gjöf Magnúsar Stephensen til kirkjunnar og er það letrað á hann sem og patínuna.
Áttstrendur prédikunarstóll kirkjunnar var áður í Akraneskirkju.
Sexhyrndur skírnarfontur kirkjunnar er úr eik og söngtafla sömuleiðis.
Leirárkirkja á tvær klukkur, sú stærri og eldri er frá 1699 en hin er frá 1739.
Kirkjan á frumútgáfu hinnar frægu sálmabókar frá 1801 en hún var prentuð í Leirárprenti. Hún var uppnefnd Leirgerður.

Horft inn kirkju frá forkirkju

Horft frá altari og til forkirkju

Altaristaflan er eftir Eggert Guðmundsson – kertstjakinn fyrir miðju er frá um 1600

Ljósahjálmur frá 16. öld – úr kopar

Altarið er oðrað og altarisbrúnin sígild

Kaleikur úr silfri, gjöf til kirkjunnar1797, og hægra megin oblátuöskjur úr silfri frá 1840

Áletrun á kaleiknum sem Magnús Stephensen gaf

Patínan með áletrun

Sexstrendur skírnarfontur með loki – minningargjöf

Glerljósahjálmur

Orgel kirkjunnar er hið prýðilegasta

Leirárkirkja er sveitarprýði og vel um hirt guðshús
Allar myndir: Kirkjublaðið.is
Heimild: Kirkjur Íslands, 13. bindi, 2009, bls. 211-248
Leirárkirkja er í Garða- og Saurbæjarprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi.
Kirkju er getið á Leirá í kirknatali Páls biskups Jónssonar frá því um 1200.
Rögnvaldur Ólafsson (1874-1917) arkitekt gerði teikningar kirkjunnar 1914 og yfirsmiður var Ólafur Þorsteinsson (?) í Halldórshúsi. Leirárkirkja er steypt kirkja en síðar var slegið utan um hana járni. Forkirkja var byggð við kirkjuna 1950-1951 og hún rifin á áttunda áratug síðustu aldar og byggð ný.
Leirárkirkja tekur um 80 manns í sæti.
Það var prófasturinn í Görðum á Akranesi, sr. Jón Sveinsson (1858-1921), sem vígði kirkjuna 6. desember 1914.
Altaristaflan er eftir Eggert Guðmundsson (1906-1983) listmálara, olíumálverk á striga, 167×122 sm og kom í kirkjuna 1950. Hún er eftirmynd altaristöflu sem var í Fossvogskirkju í Reykjavík frá 1950-1990 og sú tafla var þá stærsta málaða altaristaflan í íslenskri kirkju, 1.90×2.70 m. Myndefnið er Kristur upprisinn við gröfina og María Magdalena (Jóhannesarguðspjall 20.11-15).
Fyrsta orgel í kirkju á Íslandi kom í Leirárkirkju 1800 að tilstuðlan Magnúsar Stephensen (1762-1833), dómstjóri og lögmaður en hann var fæddur á Leirá og bjó þar um tíma eða til ársins 1803 en það ár flutti hann að Innra-Hólma og hafði orgelið með sér.
Tvíarma koparljósastjaki með miðsúlu á altari er frá því um 1600 og smíðaður í Noregi.
Í kirkjunni er koparljósahjálmur frá 17. öld.
Kirkjan á silfurkaleik og patínu sem Sigurður Þorsteinsson (1714-1794), gullsmíðameistari í Kaupmannahöfn, smíðaði. Hvort tveggja er gjöf Magnúsar Stephensen til kirkjunnar og er það letrað á hann sem og patínuna.
Áttstrendur prédikunarstóll kirkjunnar var áður í Akraneskirkju.
Sexhyrndur skírnarfontur kirkjunnar er úr eik og söngtafla sömuleiðis.
Leirárkirkja á tvær klukkur, sú stærri og eldri er frá 1699 en hin er frá 1739.
Kirkjan á frumútgáfu hinnar frægu sálmabókar frá 1801 en hún var prentuð í Leirárprenti. Hún var uppnefnd Leirgerður.

Horft inn kirkju frá forkirkju

Horft frá altari og til forkirkju

Altaristaflan er eftir Eggert Guðmundsson – kertstjakinn fyrir miðju er frá um 1600

Ljósahjálmur frá 16. öld – úr kopar

Altarið er oðrað og altarisbrúnin sígild

Kaleikur úr silfri, gjöf til kirkjunnar1797, og hægra megin oblátuöskjur úr silfri frá 1840

Áletrun á kaleiknum sem Magnús Stephensen gaf

Patínan með áletrun

Sexstrendur skírnarfontur með loki – minningargjöf

Glerljósahjálmur

Orgel kirkjunnar er hið prýðilegasta

Leirárkirkja er sveitarprýði og vel um hirt guðshús
Allar myndir: Kirkjublaðið.is
Heimild: Kirkjur Íslands, 13. bindi, 2009, bls. 211-248





