Það er sannarlega forvitnilegt að heyra af framtíðarsýn sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur, sem vígð verður á morgun til starfs biskups Íslands.

Sr. Guðrún fjallaði um framtíðarsýn sína til kirkjunnar í málstofu á kirkjudögum sem staðið hafa yfir í þessari viku en þeim lýkur í dag.

Kirkjublaðið.is hlýddi á mál hins nýkjörna biskups og reifar nú kjarnann úr því lesendum sínum til fróðleiks og umhugsunar. Í lok reifunar er bent á hlekk þar sem hægt er að hlusta á innlegg sr. Guðrúnar um hvernig hún sér fyrir sér starf kirkjunnar á næstunni.

Sr. Guðrún sagði að það væri býsna yfirgripsmikið verkefni þegar ræða ætti framtíðarsýn kirkjunnar og sagðist ekki mundu fara yfir alla sína eigin framtíðarsýn heldur ræða það sem fram undan væri. Hún minnti á að búið væri að móta stefnu fyrir kirkjuna og eftir henni ætlaði hún að fara.

Hún rifjaði það upp að í aðdraganda biskupskosninga hefði hún lagt áherslu á kirkju í sókn og sagðist vilja vinna að því samkvæmt þeim orðum.

Sr. Guðrún sagði að nú væri lag fyrir kirkjuna að stíga inn á sviðið styrkum fótum því að hún væri á tímamótum að ýmsu leyti. Hún galt vara við þeirri hugsun að þjóðkirkjan myndi ná fyrri stöðu sinni og nefndi þá þann tíma þegar um og yfir 90% landsmanna voru innan hennar vébanda. Ljóst væri að kirkjan væri ekki á samfélagstorginu miðju í þeim mæli sem hún var áður. Kirkjan hafi færst til hliðar og skýringar á því væru ýmsar breytingar sem orðið hafa í samfélaginu. Nú væri hins vegar komið að því að kirkjan spyrði sig hvar hún gæti náð eyrum fólks best – hún sagði að kirkjan væri reyndar „þegar byrjuð á þessu öllu“ en hún teldi að skerpa þyrfti á þessu í sameiningu.

Hún minnti á að stefnumótun hafi farið fram á kirkjuþingi 2021. Samþykkt var að setja þrennt í öndvegi: Æskulýðsmál, skipulagsmál og samskiptamál. (Sjá nánar hér: Gerðir kirkjuþings, bls.131-132). Hún minnti á viðbótarsamning við kirkjujarðasamkomulagið og ný lög um kirkjuna. Eðlilegt hefði verið að kirkjan skerpti á ýmsu í starfi sínu í tengslum við þær breytingar. Það hafi verið erfitt og ekki að undra þar sem margir hafi skoðanir á málunum. Þetta hafi verið átakaár á kirkjuþingi. Sér litist vel á skipulagið sem búið væri að samþykkja – það mun eflaust breytast í framtíðinni, kirkjan væri lifandi, og við værum alltaf að læra af mistökum. Sr. Guðrún sagðist vera ánægð með fyrirkomulagið hvað snertir að hafa sérstaka stjórn þjóðkirkjunnar (sjá nánar: Gerðir kirkjuþings, bls. 12-26) og hún sæi ekki betur en það virkaði vel.

Æskulýðsmálin hafa líka verið tekin föstum tökum að mati sr. Guðrúnar og settir svæðisstjórar um allt land. Í ráði sé að á þessu ári komi svæðisstjórar í æskulýðsmálum á Vesturland og Norðurland. Hlutverk svæðisstjóranna sé fyrst og fremst að styðja söfnuðina í vinnu þeirra í barna- og æskulýðsmálum, til dæmis að standa fyrir námskeiðum og finna leiðtoga. Æskulýðsmálin skipta öllu máli að mati sr. Guðrúnar – þar er verið að tala um framtíðina og ef engin nýliðun er þá deyi kirkjan.

Sr. Guðrún lagði áherslu á að ungt fólk þyrfti að eiga rödd í kirkjunni og taka þátt í að móta hana. Hafa áhrif á kirkjuna. Unga fólkið þurfi að vera með. Hún benti á að fleira ungt fólk þyrfti á kirkjuþing sem og í sóknarnefndir um allt land.

Hún sagðist vera að setja saman breiðan ráðgjafahóp biskups með fólki úr ýmsum áttum samfélagsins og þar muni yngra fólk eiga fleiri fulltrúa en aðrir. Þetta væri liður í því að auka áhrif unga fólksins í kirkjunni.

Samskiptamálin tóku óvænta stefnu þegar samskiptastjórinn varð biskupsritari á sínum tíma og því mætti að segja að dregið hafi verið úr vægi þeirra mála. Samskiptastjórastarfið varð hlutastarf. Sr. Guðrún sagði að samskiptamálin þyrfti að taka mjög föstum tökum:

„Ef við ætlum á annað borð, ja, að lifa af sem kirkja í rauninni vegna þess að við erum hluti af samfélagi þar sem er ekkert auðvelt að eiga rödd – þar sem er ekki auðvelt að koma sér á framfæri og við erum með besta boðskapinn og starfið og þjónustuna – og ef enginn heyrir af því þá því miður sækir það enginn heldur.“

Nú sé kominn samskiptastjóri sem muni taka á þessum málum og verði spennandi að fylgjast með því.

Samskiptamálin snúist ekki eingöngu um hvernig kirkjan birtist út á við heldur og einnig inn á við: „Hvernig við sem kirkja og kirkjufólk eigum samskipti.“ Hún sagðist vilja leggja mikla áherslu á samskipti og samtal við fólk og ekki síst við kirkjufólk: „Við getum ekki farið út með góðan boðskap nema við séum öll með – við séum öll samtaka um það.“ Varðandi þetta síðastnefnda sagðist hún vera með ýmislegt á döfinni og þá sérstaklega hvað snertir presta, djákna, og annað starfsfólk kirkjunnar sem og sóknarnefndir. Þessu tengt er hugsunin um að vera með skrifstofu biskups í ólíkum landshlutum og þá sér hún fyrir sér að hægt verði að eiga samtal við kirkjufólkið og kynnast því – allar boðleiðir verði styttri og samskipti liprari.

Sr. Guðrún minntist á að komið hafi fram hjá þingmönnum í einni málstofunni á kirkjudögunum að kirkjan hafi eignast sterkari rödd í samfélaginu hin síðari ár til dæmis í málefnum flóttafólks, umhverfismálum og mannréttindamálum. Hún sagðist vilja efla þessa áherslu og gera rödd kirkjunnar enn sterkari í þessum málaflokkum og bætti við:

„En það sem kirkjan snýst um þegar upp er staðið er fagnaðarerindið. Það að vera biðjandi, boðandi og þjónandi.“

Mikilvægt sé að þegar fólk setji sér einhverja framtíðarsýn að gera sér grein fyrir því hvernig eigi að ná markmiðinu. Spyrja verði hvort fólk sé sæmilega sammála um framtíðarsýnina og það sé töluverð vinna að taka þá umræðu með kirkju um allt land og ólík sjónarmið. Ljóst verði að vera hvers vegna fólk vilji fara þessa leið í einhverjum málum en ekki aðra og hvað taki við þegar sú leið er farin á enda.

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir ræðir framtíðarsýn sína: 2.02.45.

Í biskupskosningum lagði Kirkjublaðið.is fjórar spurningar um kirkjumál fyrir þau sem gáfu kost á sér til biskupsstarfsins. Hér má lesa svör sr. Guðrúnar við spurningunum sem falla vel að orðum hennar þegar hún horfir til framtíðar kirkjunnar.

Guðrún Karls Helgudóttir er fædd í Reykjavík. Hún ólst að mestu leyti upp í Kópavogi en bjó í tvö ár í Hnífsdal. Eiginmaður hennar er Einar Sveinbjörnsson prófessor í eðlisfræði og eiga þau tvær dætur. Að loknu guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands tók Guðrún prestsvígslu í Svíþjóð árið 2004. Hún þjónaði sem prestur í Gautaborg í rúmlega fjögur ár. Árið 2008 var hún valin prestur til Grafarvogssóknar og átta árum síðar varð hún sóknarprestur í sömu sókn. Árið 2016 lauk Guðrún framhaldsnámi í prédikunarfræðum frá Lúterska háskólanum í Chicago (LSTC). Hún kenndi í nokkur ár prédikunarfræði við guðfræðideild Háskóla Íslands. Guðrún sat á kirkjuþingi í átta ár, átti jafnlengi sæti í stjórn Prestafélags Íslands og í héraðsnefnd, og sinnti auk þess fjölmörgum nefndar- og trúnaðarstörfum fyrir þjóðkirkjuna. Hún samdi fermingarfræðsluefni og skrifaði bókina „Í augnhæð,“ sem Skálholtsútgáfan gaf út árið 2020. Guðrún hefur lengi haldið úti heimasíðum og birt efni þar tengt kirkju, kristni og samfélagsmálum.

Hún var kjörinn biskup Íslands í maí sl. og hlaut 52,19% atkvæða.

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Það er sannarlega forvitnilegt að heyra af framtíðarsýn sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur, sem vígð verður á morgun til starfs biskups Íslands.

Sr. Guðrún fjallaði um framtíðarsýn sína til kirkjunnar í málstofu á kirkjudögum sem staðið hafa yfir í þessari viku en þeim lýkur í dag.

Kirkjublaðið.is hlýddi á mál hins nýkjörna biskups og reifar nú kjarnann úr því lesendum sínum til fróðleiks og umhugsunar. Í lok reifunar er bent á hlekk þar sem hægt er að hlusta á innlegg sr. Guðrúnar um hvernig hún sér fyrir sér starf kirkjunnar á næstunni.

Sr. Guðrún sagði að það væri býsna yfirgripsmikið verkefni þegar ræða ætti framtíðarsýn kirkjunnar og sagðist ekki mundu fara yfir alla sína eigin framtíðarsýn heldur ræða það sem fram undan væri. Hún minnti á að búið væri að móta stefnu fyrir kirkjuna og eftir henni ætlaði hún að fara.

Hún rifjaði það upp að í aðdraganda biskupskosninga hefði hún lagt áherslu á kirkju í sókn og sagðist vilja vinna að því samkvæmt þeim orðum.

Sr. Guðrún sagði að nú væri lag fyrir kirkjuna að stíga inn á sviðið styrkum fótum því að hún væri á tímamótum að ýmsu leyti. Hún galt vara við þeirri hugsun að þjóðkirkjan myndi ná fyrri stöðu sinni og nefndi þá þann tíma þegar um og yfir 90% landsmanna voru innan hennar vébanda. Ljóst væri að kirkjan væri ekki á samfélagstorginu miðju í þeim mæli sem hún var áður. Kirkjan hafi færst til hliðar og skýringar á því væru ýmsar breytingar sem orðið hafa í samfélaginu. Nú væri hins vegar komið að því að kirkjan spyrði sig hvar hún gæti náð eyrum fólks best – hún sagði að kirkjan væri reyndar „þegar byrjuð á þessu öllu“ en hún teldi að skerpa þyrfti á þessu í sameiningu.

Hún minnti á að stefnumótun hafi farið fram á kirkjuþingi 2021. Samþykkt var að setja þrennt í öndvegi: Æskulýðsmál, skipulagsmál og samskiptamál. (Sjá nánar hér: Gerðir kirkjuþings, bls.131-132). Hún minnti á viðbótarsamning við kirkjujarðasamkomulagið og ný lög um kirkjuna. Eðlilegt hefði verið að kirkjan skerpti á ýmsu í starfi sínu í tengslum við þær breytingar. Það hafi verið erfitt og ekki að undra þar sem margir hafi skoðanir á málunum. Þetta hafi verið átakaár á kirkjuþingi. Sér litist vel á skipulagið sem búið væri að samþykkja – það mun eflaust breytast í framtíðinni, kirkjan væri lifandi, og við værum alltaf að læra af mistökum. Sr. Guðrún sagðist vera ánægð með fyrirkomulagið hvað snertir að hafa sérstaka stjórn þjóðkirkjunnar (sjá nánar: Gerðir kirkjuþings, bls. 12-26) og hún sæi ekki betur en það virkaði vel.

Æskulýðsmálin hafa líka verið tekin föstum tökum að mati sr. Guðrúnar og settir svæðisstjórar um allt land. Í ráði sé að á þessu ári komi svæðisstjórar í æskulýðsmálum á Vesturland og Norðurland. Hlutverk svæðisstjóranna sé fyrst og fremst að styðja söfnuðina í vinnu þeirra í barna- og æskulýðsmálum, til dæmis að standa fyrir námskeiðum og finna leiðtoga. Æskulýðsmálin skipta öllu máli að mati sr. Guðrúnar – þar er verið að tala um framtíðina og ef engin nýliðun er þá deyi kirkjan.

Sr. Guðrún lagði áherslu á að ungt fólk þyrfti að eiga rödd í kirkjunni og taka þátt í að móta hana. Hafa áhrif á kirkjuna. Unga fólkið þurfi að vera með. Hún benti á að fleira ungt fólk þyrfti á kirkjuþing sem og í sóknarnefndir um allt land.

Hún sagðist vera að setja saman breiðan ráðgjafahóp biskups með fólki úr ýmsum áttum samfélagsins og þar muni yngra fólk eiga fleiri fulltrúa en aðrir. Þetta væri liður í því að auka áhrif unga fólksins í kirkjunni.

Samskiptamálin tóku óvænta stefnu þegar samskiptastjórinn varð biskupsritari á sínum tíma og því mætti að segja að dregið hafi verið úr vægi þeirra mála. Samskiptastjórastarfið varð hlutastarf. Sr. Guðrún sagði að samskiptamálin þyrfti að taka mjög föstum tökum:

„Ef við ætlum á annað borð, ja, að lifa af sem kirkja í rauninni vegna þess að við erum hluti af samfélagi þar sem er ekkert auðvelt að eiga rödd – þar sem er ekki auðvelt að koma sér á framfæri og við erum með besta boðskapinn og starfið og þjónustuna – og ef enginn heyrir af því þá því miður sækir það enginn heldur.“

Nú sé kominn samskiptastjóri sem muni taka á þessum málum og verði spennandi að fylgjast með því.

Samskiptamálin snúist ekki eingöngu um hvernig kirkjan birtist út á við heldur og einnig inn á við: „Hvernig við sem kirkja og kirkjufólk eigum samskipti.“ Hún sagðist vilja leggja mikla áherslu á samskipti og samtal við fólk og ekki síst við kirkjufólk: „Við getum ekki farið út með góðan boðskap nema við séum öll með – við séum öll samtaka um það.“ Varðandi þetta síðastnefnda sagðist hún vera með ýmislegt á döfinni og þá sérstaklega hvað snertir presta, djákna, og annað starfsfólk kirkjunnar sem og sóknarnefndir. Þessu tengt er hugsunin um að vera með skrifstofu biskups í ólíkum landshlutum og þá sér hún fyrir sér að hægt verði að eiga samtal við kirkjufólkið og kynnast því – allar boðleiðir verði styttri og samskipti liprari.

Sr. Guðrún minntist á að komið hafi fram hjá þingmönnum í einni málstofunni á kirkjudögunum að kirkjan hafi eignast sterkari rödd í samfélaginu hin síðari ár til dæmis í málefnum flóttafólks, umhverfismálum og mannréttindamálum. Hún sagðist vilja efla þessa áherslu og gera rödd kirkjunnar enn sterkari í þessum málaflokkum og bætti við:

„En það sem kirkjan snýst um þegar upp er staðið er fagnaðarerindið. Það að vera biðjandi, boðandi og þjónandi.“

Mikilvægt sé að þegar fólk setji sér einhverja framtíðarsýn að gera sér grein fyrir því hvernig eigi að ná markmiðinu. Spyrja verði hvort fólk sé sæmilega sammála um framtíðarsýnina og það sé töluverð vinna að taka þá umræðu með kirkju um allt land og ólík sjónarmið. Ljóst verði að vera hvers vegna fólk vilji fara þessa leið í einhverjum málum en ekki aðra og hvað taki við þegar sú leið er farin á enda.

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir ræðir framtíðarsýn sína: 2.02.45.

Í biskupskosningum lagði Kirkjublaðið.is fjórar spurningar um kirkjumál fyrir þau sem gáfu kost á sér til biskupsstarfsins. Hér má lesa svör sr. Guðrúnar við spurningunum sem falla vel að orðum hennar þegar hún horfir til framtíðar kirkjunnar.

Guðrún Karls Helgudóttir er fædd í Reykjavík. Hún ólst að mestu leyti upp í Kópavogi en bjó í tvö ár í Hnífsdal. Eiginmaður hennar er Einar Sveinbjörnsson prófessor í eðlisfræði og eiga þau tvær dætur. Að loknu guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands tók Guðrún prestsvígslu í Svíþjóð árið 2004. Hún þjónaði sem prestur í Gautaborg í rúmlega fjögur ár. Árið 2008 var hún valin prestur til Grafarvogssóknar og átta árum síðar varð hún sóknarprestur í sömu sókn. Árið 2016 lauk Guðrún framhaldsnámi í prédikunarfræðum frá Lúterska háskólanum í Chicago (LSTC). Hún kenndi í nokkur ár prédikunarfræði við guðfræðideild Háskóla Íslands. Guðrún sat á kirkjuþingi í átta ár, átti jafnlengi sæti í stjórn Prestafélags Íslands og í héraðsnefnd, og sinnti auk þess fjölmörgum nefndar- og trúnaðarstörfum fyrir þjóðkirkjuna. Hún samdi fermingarfræðsluefni og skrifaði bókina „Í augnhæð,“ sem Skálholtsútgáfan gaf út árið 2020. Guðrún hefur lengi haldið úti heimasíðum og birt efni þar tengt kirkju, kristni og samfélagsmálum.

Hún var kjörinn biskup Íslands í maí sl. og hlaut 52,19% atkvæða.

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir