Stundum hefur verið sagt að það sé aðallega gamalt fólk sem sæki kirkju. Þegar litið er yfir kirkjubekkina megi sjá gráa kolla hér og þar. En svarið við þessari athugasemd hefur ætíð verið að alltaf verði til gamalt fólk. En þá er hægt að spyrja má móti: mun það gamla fólk sækja kirkjuna?

Á því gæti orðið breyting.

Nýleg viðamikil rannsókn um aldur og kyn þeirra sem aðhyllast trúarbrögð í Englandi og Wales var birt í lok janúar síðastliðnum. Hún var gerð af The Office for National Statistics (ONS) í Bretlandi sýnir meðal annars að sá hópur eldra fólks sem sækir kirkju fer minnkandi og yngri kynslóðin telur sig ver trúlausa. Meðalaldur þeirra sem telja sig vera kristin hefur í fyrsta skipti í þessari rannsóknarsögu farið í 51 prósent (þrír af hverjum tíu). Meðalaldur í Englandi og Wales er 40 ár.

Fram kemur að af þeim sem telja sig vera kristin eru 29% 65 ára og eldri til samanburðar við 22,3% í könunninni 2011. En að meðaltali var 18.6% íbúa Englands og Wales 65 ára og eldri.

Þessi könnun sagði margt fleira um önnur trúarbrögð.

Meðalaldur meðlima annarra höfuðtrúarbragða hefur einnig hækkað. Hindúar komnir í 37 ár (í fyrri könnun 2011: 32) og sömu hlutföll hjá síkum; búddistar úr 37 árum (í fyrri könnun 2011: 32) og í 43 ár. Aðeins meðalaldur þeirra sem töldu sig vera Gyðinga var óbreyttur, eða 41 ár.

Þau sem telja sig vera múslíma voru að meðaltali 27 ára gömul en þau sem sögðust engin trúarbrögð aðhyllast voru að meðaltali 32 ára (í fyrri könnun 2011: 30).

Meðalaldur þess hóps sem taldi sig engum trúarbrögðum tilheyra var lægri en meðaldur íbúa í Englandi og Wales – þá var í honum 8,8% eldri en 65 ára.

Karlar voru flestir sem lýstu því yfir að þeir tilheyrðu engum trúarbrögðum eða 52.9%.

Konur voru fleiri en karlar í hópnum sem merkti við að þær tilheyrðu öðrum trúarbrögðum en kristni eða 56.1% alls. Þar af voru búddistar 55.7%, kristnir 54.6% – fjöldi kvenna í Englandi og Wales er 51% íbúa.

Það skal tekið fram að spurningin um hvaða trú viðkomandi aðhylltist var valkvæð. Engu að síður var svarhlutfallið 94% (56 milljónir svöruðu) og hærra en 2011 sem þá var 92.9%.

Enska kirkjan lítur þessi mál alvarlegum augum og kirkjunnar fólk gerir sér grein fyrir því að margar ástæður liggja að baki þessum niðurstöðum. Breyttir tímar og breytt þjóðfélag. Sérstaklega hefur forystufólk í kirkjunni lýst því yfir að mikilvægt sé að ná til þeirra sem þau kalla Kynslóðin Z (Generation Z) en það er fólk fætt á árabilinu 1997-2015. Þegar hafi verið brugðist við því og telur kirkjan það afar brýnt að fá fleira fólk til liðs við sig.

Þau sem eru áhugasöm um málið geta skoðað þessa könnun hér.

Þjóðkirkjan horfist í augu við þá þróun að í henni fækkar og samfélagið breytist.

Í stefnumótunarumræðu í þjóðkirkjunni  sem hófst fyrir rúmum tveimur árum komu fram sjö atriði sem fólk taldi að huga þyrfti sérstaklega að:

1) Efla og bæta æskulýðsstarf.
2) Endurskoða stjórnskipun kirkjunnar.
3) Efla til muna kynningarstarf.
4) Tryggja fjárhagslegt öryggi og gæta að ráðdeild.
5) Efla mannauð kirkjunnar.
6) Efla stuðning við einstaka þætti í starfsemi söfnuða.
7) Efla aðsókn að kirkjunni.

Vinna í þessum málaflokkum er komin mislangt.

Þá skal bent á kirkjuþing samþykkti síðastliðið metnaðarfulla fræðslustefnu þjóðkirkjunnar og verður spennandi að sjá hvernig tekst til með hana. Hins vegar er undirtitill hennar: Frá vöggu til grafar, kaldranalegur, þarna ætti að vera: Frá uppvexti til lífs. Eða eitthvað í þá áttina. En það er nú önnur saga.

Kirkjublaðið.is hefur áður vikið að þessum málum:

 Kirkjublaðið.is heyrir fleiri og fleiri segja að börn og ungmenni þekki ekki kunnustu frásagnir Nýja testamentisins. Kannski er kominn tími til að horfast í augu við að kristinfræðikennslan í grunnskólunum er upp og ofan, gloppótt og hátíðabundin, og við því þarf að bregðast innan safnaðanna sjálfra með vandaðri og kraftmikilli biblíufræðslu handa börnum og ungmennum. Þegar biblíusagan týnist er hætt við að mergurinn málsins sé skafinn út og stoðir kirkjunnar gliðni.

Sjá einnig:

Fáein orð um þjóðkirkju í samfélaginu

Hvað segja nýjar tölur?

Hér eru skjáskot af þremur töflum úr könnuninni:

Tafla 1: Meðalaldur þeirra sem leit á sig sem kristið fólk hækkaði í 51 ár (var 45 ár í könnun 2011)

Tafla 2: Hærra hlutfall þeirra sem litu á sig sem kristið fólk var eldra að árum. 

Tafla 3: Fólk sem sagðist engu trúa var yngra en meðalaldur úrtaksins.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Stundum hefur verið sagt að það sé aðallega gamalt fólk sem sæki kirkju. Þegar litið er yfir kirkjubekkina megi sjá gráa kolla hér og þar. En svarið við þessari athugasemd hefur ætíð verið að alltaf verði til gamalt fólk. En þá er hægt að spyrja má móti: mun það gamla fólk sækja kirkjuna?

Á því gæti orðið breyting.

Nýleg viðamikil rannsókn um aldur og kyn þeirra sem aðhyllast trúarbrögð í Englandi og Wales var birt í lok janúar síðastliðnum. Hún var gerð af The Office for National Statistics (ONS) í Bretlandi sýnir meðal annars að sá hópur eldra fólks sem sækir kirkju fer minnkandi og yngri kynslóðin telur sig ver trúlausa. Meðalaldur þeirra sem telja sig vera kristin hefur í fyrsta skipti í þessari rannsóknarsögu farið í 51 prósent (þrír af hverjum tíu). Meðalaldur í Englandi og Wales er 40 ár.

Fram kemur að af þeim sem telja sig vera kristin eru 29% 65 ára og eldri til samanburðar við 22,3% í könunninni 2011. En að meðaltali var 18.6% íbúa Englands og Wales 65 ára og eldri.

Þessi könnun sagði margt fleira um önnur trúarbrögð.

Meðalaldur meðlima annarra höfuðtrúarbragða hefur einnig hækkað. Hindúar komnir í 37 ár (í fyrri könnun 2011: 32) og sömu hlutföll hjá síkum; búddistar úr 37 árum (í fyrri könnun 2011: 32) og í 43 ár. Aðeins meðalaldur þeirra sem töldu sig vera Gyðinga var óbreyttur, eða 41 ár.

Þau sem telja sig vera múslíma voru að meðaltali 27 ára gömul en þau sem sögðust engin trúarbrögð aðhyllast voru að meðaltali 32 ára (í fyrri könnun 2011: 30).

Meðalaldur þess hóps sem taldi sig engum trúarbrögðum tilheyra var lægri en meðaldur íbúa í Englandi og Wales – þá var í honum 8,8% eldri en 65 ára.

Karlar voru flestir sem lýstu því yfir að þeir tilheyrðu engum trúarbrögðum eða 52.9%.

Konur voru fleiri en karlar í hópnum sem merkti við að þær tilheyrðu öðrum trúarbrögðum en kristni eða 56.1% alls. Þar af voru búddistar 55.7%, kristnir 54.6% – fjöldi kvenna í Englandi og Wales er 51% íbúa.

Það skal tekið fram að spurningin um hvaða trú viðkomandi aðhylltist var valkvæð. Engu að síður var svarhlutfallið 94% (56 milljónir svöruðu) og hærra en 2011 sem þá var 92.9%.

Enska kirkjan lítur þessi mál alvarlegum augum og kirkjunnar fólk gerir sér grein fyrir því að margar ástæður liggja að baki þessum niðurstöðum. Breyttir tímar og breytt þjóðfélag. Sérstaklega hefur forystufólk í kirkjunni lýst því yfir að mikilvægt sé að ná til þeirra sem þau kalla Kynslóðin Z (Generation Z) en það er fólk fætt á árabilinu 1997-2015. Þegar hafi verið brugðist við því og telur kirkjan það afar brýnt að fá fleira fólk til liðs við sig.

Þau sem eru áhugasöm um málið geta skoðað þessa könnun hér.

Þjóðkirkjan horfist í augu við þá þróun að í henni fækkar og samfélagið breytist.

Í stefnumótunarumræðu í þjóðkirkjunni  sem hófst fyrir rúmum tveimur árum komu fram sjö atriði sem fólk taldi að huga þyrfti sérstaklega að:

1) Efla og bæta æskulýðsstarf.
2) Endurskoða stjórnskipun kirkjunnar.
3) Efla til muna kynningarstarf.
4) Tryggja fjárhagslegt öryggi og gæta að ráðdeild.
5) Efla mannauð kirkjunnar.
6) Efla stuðning við einstaka þætti í starfsemi söfnuða.
7) Efla aðsókn að kirkjunni.

Vinna í þessum málaflokkum er komin mislangt.

Þá skal bent á kirkjuþing samþykkti síðastliðið metnaðarfulla fræðslustefnu þjóðkirkjunnar og verður spennandi að sjá hvernig tekst til með hana. Hins vegar er undirtitill hennar: Frá vöggu til grafar, kaldranalegur, þarna ætti að vera: Frá uppvexti til lífs. Eða eitthvað í þá áttina. En það er nú önnur saga.

Kirkjublaðið.is hefur áður vikið að þessum málum:

 Kirkjublaðið.is heyrir fleiri og fleiri segja að börn og ungmenni þekki ekki kunnustu frásagnir Nýja testamentisins. Kannski er kominn tími til að horfast í augu við að kristinfræðikennslan í grunnskólunum er upp og ofan, gloppótt og hátíðabundin, og við því þarf að bregðast innan safnaðanna sjálfra með vandaðri og kraftmikilli biblíufræðslu handa börnum og ungmennum. Þegar biblíusagan týnist er hætt við að mergurinn málsins sé skafinn út og stoðir kirkjunnar gliðni.

Sjá einnig:

Fáein orð um þjóðkirkju í samfélaginu

Hvað segja nýjar tölur?

Hér eru skjáskot af þremur töflum úr könnuninni:

Tafla 1: Meðalaldur þeirra sem leit á sig sem kristið fólk hækkaði í 51 ár (var 45 ár í könnun 2011)

Tafla 2: Hærra hlutfall þeirra sem litu á sig sem kristið fólk var eldra að árum. 

Tafla 3: Fólk sem sagðist engu trúa var yngra en meðalaldur úrtaksins.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir