Þjóðkirkjan er öflugur félagsskapur þegar litið er til meðlimafjölda. Langstærsta trúfélag landsins með starfsstöðvar vítt og breitt um landið. Enda er það lagaleg skylda að halda úti vígðri þjónustu á landinu öllu og tryggja að allir landsmenn geti átt kost á henni. 

Í Morgunblaðinu í gær var stutt viðtal en innihaldsríkt við forseta kirkjuþings, Drífu Hjartardóttur. Þar kemur fram að vörn hafi verið snúið í sókn hvað fjármál þjóðkirkjunnar snertir. Einn liður í því er til dæmis átak í fasteignamálum kirkjunnar. Þá sé lögð áhersla á að einfalda rekstur þjóðkirkjunnar sem er gott að heyra. Sjá skjáskot af viðtalinu hér fyrir neðan.

Gagngjald ríkisins til þjóðkirkjunnar er eldsneytið sem drífur rekstur kirkjunnar. En ljóst er að það eru of margir vagnar sem krefjast eldsneytis og til að eiga fyrir því eru góð ráð dýr. Vitað er hve mikið kemur inn af fjármunum og svo er að skipuleggja útgjöldin í samræmi við það eins og hagsýnir hússtjórnendur svo allt fari ekki í voða. Virðist ekki flókið mál í sjálfu sér. Vel verður að fara með féð og hægt er að líta á það sem arf kirkjunnar og honum má ekki sólunda.

Þetta gamalgróna trúfélag stendur nú frammi fyrir þeirri nauðsyn að taka til í rekstri sínum. Umræða á kirkjuþingi í síðustu viku endurómaði það eins og reyndar oft áður. Eins og sakir standa er greitt með rekstri þjóðkirkjunnar, eignir seldar til að lækka hallann. Það vita allir að slíkt gengur ekki til lengdar. Sumar eignir þarf vissulega að selja eins og nýsamþykktur fasteignasölulisti kirkjuþings sýnir.

Það er hægt að taka til í rekstri með ýmsu móti.

Eins og í mörgum öðrum rekstri rennur mestur hluti fjárins í launagreiðslur. Nokkur prestafækkun hefur átt sér stað þegar störf hafa verið lögð niður, sameinuð öðrum, og ekki auglýst í staðinn. Dæmi um gráupplagða sameiningu kemur upp í hugann þegar Ólafsfjarðarprestakall er nú auglýst laust til umsóknar. Af hverju er það ekki sameinað Siglufjarðarprestakalli? Ekki er farið lengur á hestum milli héraða heldur er hægt að nýta glæsileg Héðinsfjarðargöngin sem tengja plássin saman.

Í raun og veru þarf að hugsa þjónustuskipulag kirkjunnar algjörlega upp á nýtt. Hvað þetta snertir þarf þjóðkirkjan að líta feimnislaust á sig sem fyrirtæki og spyrja: Hvernig þjónum við viðskiptavinum okkur með sem bestum hætti og hagkvæmustum? Og hvernig nýtum við starfsfólk fyrirtækisins? Skilgreina hvað starfsfólkið er að gera og hvernig það háttar störfum sínum. Hvar er mestur þunginn og hvar er minni þörf? Hverjir eru í skilgreindum hálfum störfum og hvað kemur þar á móti upp í fulla launagreiðslu? Hvaða starfsaðferðum er beitt? Er notast við nútímaaðferðir samhliða hefðbundnum aðferðum?

Kynningarmál

Mikilvægt er að halda hjörðinni saman en úr henni kvarnast smám saman – því miður og ekki margt svo sem hægt að gera við því. Uppgjöf er hins vegar ekki á dagskrá og því er brýnt að virkja alla starfsmenn til að sameinast um átak í kynningarmálum kirkjunnar. Hvernig? Þeir þurfa til dæmis að vera sýnilegri og virkari í miðlun á heimasíðum kirknanna og Feisbókarsíðum (hefur heyrst áður). Skrifa greinar í blöð og vekja athygli fjölmiðla á gróskumiklu starfi safnaðanna. Það er ekki nóg að messa. Mikilvægt er að fara til fólks í nútímanum eftir þeim leiðum sem hann býður upp á. Kirkjan er fólkið í nútímanum.

Skýr og skynsamleg, fagleg og menningarleg notkun miðla nútímans gæti bætt stöðu og ásýnd þjóðkirkjunnar. Mikilvægt er að markmiðið sé glöggt.

Þó þetta sé sagt skal því til haga haldið að þó nokkrir söfnuðir haldi úti virkum reikningum á samfélagsmiðlunum. Þeir vita að það getur verið þó nokkur vinna og krefst skipulags, áræðni og innsæis.

Eitt í lokin, heimasíða þjóðkirkjunnar er kirkjan.is. Þar er dálkurinn Pistlar og prédikanir. Þegar síðasta ár er skoðað kemur í ljós að meira og minna sömu prestarnir setja inn prédikanir sínar. Alls eru prédikanirnar 91 að tölu, átta prédikanir eftir fjórar konur og 73 prédikanir eftir níu karla. Tveir karlar eru langduglegastir og birta prédikanir sínar. Þeir fáu karlar sem setja inn prédikanir eru mun virkari en þær fáu konur sem það gera. Hvers vegna í ósköpunum er þetta svona? Gaman væri að heyra skýringu á því – þessi vettvangur er opinn körlum og konum. Kennilýður þjóðkirkjunnar hefur fulla burði til að setja prédikanir sínar inn á heimasíðu kirkjunnar og sérstaklega útvarpsprédikanir sem fluttar eru en þær eru alla jafna vandaðar og góðar.

Af hverju taka starfsmenn kirkjunnar, prestar og djáknar sig ekki saman, og gera hressilegt átak í því að birta prédikanir sínar, hugleiðinar og vangaveltur, og lyfta miðlinum upp? Það gæti skapað umræðu og áhuga á fagnaðarerindinu. Fjölbreytileg útlegging 140 presta þjóðkirkjunnar gæti svo sannarlega skilað árangri. Lúthersk kirkja er kirkja orðsins, ekki satt?

Nútímamiðlunarleiðir eru öllu kirkjufólki færar. Kannski þarf að efna til námskeiðs um þetta.

Þess má og geta að Gestagluggi Kirkjublaðsins.is stendur líka öllum opinn sem vilja leggja orð í belg um hvaðeina er snertir kirkjumálin, trú og list, trú og líf.

Tækifæri til sóknar blasir við og ef það er ekki notað situr kirkjan einmana í fölnandi frægð. Nú er bara að ýta bátum úr vör!

Kirkjublaðið.is hefur áður rætt skyld mál.

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Þjóðkirkjan er öflugur félagsskapur þegar litið er til meðlimafjölda. Langstærsta trúfélag landsins með starfsstöðvar vítt og breitt um landið. Enda er það lagaleg skylda að halda úti vígðri þjónustu á landinu öllu og tryggja að allir landsmenn geti átt kost á henni. 

Í Morgunblaðinu í gær var stutt viðtal en innihaldsríkt við forseta kirkjuþings, Drífu Hjartardóttur. Þar kemur fram að vörn hafi verið snúið í sókn hvað fjármál þjóðkirkjunnar snertir. Einn liður í því er til dæmis átak í fasteignamálum kirkjunnar. Þá sé lögð áhersla á að einfalda rekstur þjóðkirkjunnar sem er gott að heyra. Sjá skjáskot af viðtalinu hér fyrir neðan.

Gagngjald ríkisins til þjóðkirkjunnar er eldsneytið sem drífur rekstur kirkjunnar. En ljóst er að það eru of margir vagnar sem krefjast eldsneytis og til að eiga fyrir því eru góð ráð dýr. Vitað er hve mikið kemur inn af fjármunum og svo er að skipuleggja útgjöldin í samræmi við það eins og hagsýnir hússtjórnendur svo allt fari ekki í voða. Virðist ekki flókið mál í sjálfu sér. Vel verður að fara með féð og hægt er að líta á það sem arf kirkjunnar og honum má ekki sólunda.

Þetta gamalgróna trúfélag stendur nú frammi fyrir þeirri nauðsyn að taka til í rekstri sínum. Umræða á kirkjuþingi í síðustu viku endurómaði það eins og reyndar oft áður. Eins og sakir standa er greitt með rekstri þjóðkirkjunnar, eignir seldar til að lækka hallann. Það vita allir að slíkt gengur ekki til lengdar. Sumar eignir þarf vissulega að selja eins og nýsamþykktur fasteignasölulisti kirkjuþings sýnir.

Það er hægt að taka til í rekstri með ýmsu móti.

Eins og í mörgum öðrum rekstri rennur mestur hluti fjárins í launagreiðslur. Nokkur prestafækkun hefur átt sér stað þegar störf hafa verið lögð niður, sameinuð öðrum, og ekki auglýst í staðinn. Dæmi um gráupplagða sameiningu kemur upp í hugann þegar Ólafsfjarðarprestakall er nú auglýst laust til umsóknar. Af hverju er það ekki sameinað Siglufjarðarprestakalli? Ekki er farið lengur á hestum milli héraða heldur er hægt að nýta glæsileg Héðinsfjarðargöngin sem tengja plássin saman.

Í raun og veru þarf að hugsa þjónustuskipulag kirkjunnar algjörlega upp á nýtt. Hvað þetta snertir þarf þjóðkirkjan að líta feimnislaust á sig sem fyrirtæki og spyrja: Hvernig þjónum við viðskiptavinum okkur með sem bestum hætti og hagkvæmustum? Og hvernig nýtum við starfsfólk fyrirtækisins? Skilgreina hvað starfsfólkið er að gera og hvernig það háttar störfum sínum. Hvar er mestur þunginn og hvar er minni þörf? Hverjir eru í skilgreindum hálfum störfum og hvað kemur þar á móti upp í fulla launagreiðslu? Hvaða starfsaðferðum er beitt? Er notast við nútímaaðferðir samhliða hefðbundnum aðferðum?

Kynningarmál

Mikilvægt er að halda hjörðinni saman en úr henni kvarnast smám saman – því miður og ekki margt svo sem hægt að gera við því. Uppgjöf er hins vegar ekki á dagskrá og því er brýnt að virkja alla starfsmenn til að sameinast um átak í kynningarmálum kirkjunnar. Hvernig? Þeir þurfa til dæmis að vera sýnilegri og virkari í miðlun á heimasíðum kirknanna og Feisbókarsíðum (hefur heyrst áður). Skrifa greinar í blöð og vekja athygli fjölmiðla á gróskumiklu starfi safnaðanna. Það er ekki nóg að messa. Mikilvægt er að fara til fólks í nútímanum eftir þeim leiðum sem hann býður upp á. Kirkjan er fólkið í nútímanum.

Skýr og skynsamleg, fagleg og menningarleg notkun miðla nútímans gæti bætt stöðu og ásýnd þjóðkirkjunnar. Mikilvægt er að markmiðið sé glöggt.

Þó þetta sé sagt skal því til haga haldið að þó nokkrir söfnuðir haldi úti virkum reikningum á samfélagsmiðlunum. Þeir vita að það getur verið þó nokkur vinna og krefst skipulags, áræðni og innsæis.

Eitt í lokin, heimasíða þjóðkirkjunnar er kirkjan.is. Þar er dálkurinn Pistlar og prédikanir. Þegar síðasta ár er skoðað kemur í ljós að meira og minna sömu prestarnir setja inn prédikanir sínar. Alls eru prédikanirnar 91 að tölu, átta prédikanir eftir fjórar konur og 73 prédikanir eftir níu karla. Tveir karlar eru langduglegastir og birta prédikanir sínar. Þeir fáu karlar sem setja inn prédikanir eru mun virkari en þær fáu konur sem það gera. Hvers vegna í ósköpunum er þetta svona? Gaman væri að heyra skýringu á því – þessi vettvangur er opinn körlum og konum. Kennilýður þjóðkirkjunnar hefur fulla burði til að setja prédikanir sínar inn á heimasíðu kirkjunnar og sérstaklega útvarpsprédikanir sem fluttar eru en þær eru alla jafna vandaðar og góðar.

Af hverju taka starfsmenn kirkjunnar, prestar og djáknar sig ekki saman, og gera hressilegt átak í því að birta prédikanir sínar, hugleiðinar og vangaveltur, og lyfta miðlinum upp? Það gæti skapað umræðu og áhuga á fagnaðarerindinu. Fjölbreytileg útlegging 140 presta þjóðkirkjunnar gæti svo sannarlega skilað árangri. Lúthersk kirkja er kirkja orðsins, ekki satt?

Nútímamiðlunarleiðir eru öllu kirkjufólki færar. Kannski þarf að efna til námskeiðs um þetta.

Þess má og geta að Gestagluggi Kirkjublaðsins.is stendur líka öllum opinn sem vilja leggja orð í belg um hvaðeina er snertir kirkjumálin, trú og list, trú og líf.

Tækifæri til sóknar blasir við og ef það er ekki notað situr kirkjan einmana í fölnandi frægð. Nú er bara að ýta bátum úr vör!

Kirkjublaðið.is hefur áður rætt skyld mál.

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir