Dr. Skúli S. Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju, sest við Gestaglugga Kirkjublaðsins.is og skrifar athyglisverða grein um kirkjumálin eins og jafnan áður. Dr. Skúli hefur m.a. setið í framkvæmdanefnd kirkjuþings og á kirkjuþingi.

Ostrur eru ekki eins æðrulausar einhver kynni að ætla. Eitt sandkorn getur pirrað þær svo mikið að þær verja árum og jafnvel áratugum í að amast við því.

Í leit að framtíðarsýn

Í mánaðarlegri könnun á afstöðu fólks innan þjóðkirkjunnar (HR-monitor), kemur fram að svarendur eru afar ósammála fullyrðingunni: „Þjóðkirkjan hefur skýrt langtímamarkmið og skýra framtíðarsýn.“ Sá liður fær aðeins 2,6 af 5,0 í einkunn (ágúst 2023) sem er sú lakasta af þeim atriðum sem könnuð eru. Aðrir þættir á borð við starfsánægju, gæði og tengsl fá eru til að mynda 4,5—4,7.

Til mikils er ætlast af leiðtogum að þurfa að setja fram sýn til framtíðar. Og það er ekki eins og þeir starfi einir á akrinum. Forysta fer aldrei fram í tómarúmi, þar koma margir að málum og stundum verður niðurstaðan ólík því sem upphaflega stóð til að gera.

Hvað þýðir þá að kalla eftir því að frambjóðendur til biskups tefli fram framtíðarsýn? Verður nokkuð úr því verki þegar haft er í huga hversu fjölbreyttur og ólíkur söfnuðurinn er, sem þeir eiga að leiða? Svarið við því er á þá leið að hugsjónir eru á öðru sviði en þær ákvarðanir sem varða daglegan rekstur. Þær hjálpa vissulega til í þeim efnum en hefja sig engu að síður upp yfir þau málefni.

Hvað pirrar okkur?

Ef ostrur eru ekki ónæmar fyrir áreiti þá hlýtur eitthvað að geta angrað okkur. Svo við víkjum að starfsemi kirkjunnar, þá koma hér nokkur dæmi:

Á áratugnum 2011–2021 hefur samanlagður hallarekstur numið yfir 700 milljónum á verðlagi ársins 2021.

Enn verri mynd blasir við ef eignasafn kirkjunnar á þessu tímabili er skoðað. Árið 2011 sat kirkjan á fasteignum og jörðum að andvirði 6,7 milljarða króna (á verðlagi ársins 2021). Tíu árum síðar hafði þessi höfuðstóll rýrnað um 50% og var þá kominn í 3,2 milljarða.

Traust til biskups er komið niður í 11% (2023) úr tæpum 50% (2012).

Traust til þjóðkirkjunnar fer að sama skapi minnkandi.

Rödd fulltrúa þjóðkirkjunnar heyrist vart í umræðunni nema þegar vandamál hafa komið upp í þeirra röðum.

Áhrif kirkjunnar fara að sama skapi minnkandi þegar kemur að samtali um siðferði og menningu.

Utan hins kirkjulega ramma eru mörg brýn vandamál sem þarf að takast á við. Þau eru meðal annars á sviði umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnunar.

Vissulega lúta sum þessara atriða rekstri og eignarhaldi. Það blasir samt við í þeim efnum að leiðtogar sem hafa haldið svo á spöðum, virðast ekki hafa hugsað til framtíðar. Fólk sem ætlar sér að leiða kirkjuna áfram þarf á hinn bóginn að móta hugmyndir sínar með þeim hætti að þar sé ekki tjaldað til einnar nætur. Það birtist svo í aðkomu kirkjunnar að umræðunni, beinum aðgerðum til úrbóta og forgangsröðun sem endurspeglast í því hvernig útgjöldum er ráðstafað.

Pirringur býr til perlur

Ráðgjafar á sviði almannatengsla vara viðskiptavini gjarnan við því að tala á neikvæðum nótum. Persónulega held ég að fólk ætti að taka þeim aðvörunum með fyrirvara. Við ættum ekki að gefa afslátt af heiðarleika okkar og hreinskilni. Og við skulum ekki heldur vanmeta það sem pirrar. Þar kann svarið að leynast við því hverju við viljum breyta og þá um leið hvert við viljum stefna. Upp úr þeirri hugsun mótast framtíðarsýn um betra samfélag.

Já, næst þegar við virðum fyrir okkur fallega perlu, skulum við leiða hugann að því að þetta var einu sinni sandkorn sem pirraði skeldýr á hafsbotni.[1]

Tilvísun

[1] Hugmyndin er sótt í bók James Laub: Leveraging the Power of Servant Leadership: Building High Performing Organizations, (New York: Springer, 2018), 3. kafla.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Dr. Skúli S. Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju, sest við Gestaglugga Kirkjublaðsins.is og skrifar athyglisverða grein um kirkjumálin eins og jafnan áður. Dr. Skúli hefur m.a. setið í framkvæmdanefnd kirkjuþings og á kirkjuþingi.

Ostrur eru ekki eins æðrulausar einhver kynni að ætla. Eitt sandkorn getur pirrað þær svo mikið að þær verja árum og jafnvel áratugum í að amast við því.

Í leit að framtíðarsýn

Í mánaðarlegri könnun á afstöðu fólks innan þjóðkirkjunnar (HR-monitor), kemur fram að svarendur eru afar ósammála fullyrðingunni: „Þjóðkirkjan hefur skýrt langtímamarkmið og skýra framtíðarsýn.“ Sá liður fær aðeins 2,6 af 5,0 í einkunn (ágúst 2023) sem er sú lakasta af þeim atriðum sem könnuð eru. Aðrir þættir á borð við starfsánægju, gæði og tengsl fá eru til að mynda 4,5—4,7.

Til mikils er ætlast af leiðtogum að þurfa að setja fram sýn til framtíðar. Og það er ekki eins og þeir starfi einir á akrinum. Forysta fer aldrei fram í tómarúmi, þar koma margir að málum og stundum verður niðurstaðan ólík því sem upphaflega stóð til að gera.

Hvað þýðir þá að kalla eftir því að frambjóðendur til biskups tefli fram framtíðarsýn? Verður nokkuð úr því verki þegar haft er í huga hversu fjölbreyttur og ólíkur söfnuðurinn er, sem þeir eiga að leiða? Svarið við því er á þá leið að hugsjónir eru á öðru sviði en þær ákvarðanir sem varða daglegan rekstur. Þær hjálpa vissulega til í þeim efnum en hefja sig engu að síður upp yfir þau málefni.

Hvað pirrar okkur?

Ef ostrur eru ekki ónæmar fyrir áreiti þá hlýtur eitthvað að geta angrað okkur. Svo við víkjum að starfsemi kirkjunnar, þá koma hér nokkur dæmi:

Á áratugnum 2011–2021 hefur samanlagður hallarekstur numið yfir 700 milljónum á verðlagi ársins 2021.

Enn verri mynd blasir við ef eignasafn kirkjunnar á þessu tímabili er skoðað. Árið 2011 sat kirkjan á fasteignum og jörðum að andvirði 6,7 milljarða króna (á verðlagi ársins 2021). Tíu árum síðar hafði þessi höfuðstóll rýrnað um 50% og var þá kominn í 3,2 milljarða.

Traust til biskups er komið niður í 11% (2023) úr tæpum 50% (2012).

Traust til þjóðkirkjunnar fer að sama skapi minnkandi.

Rödd fulltrúa þjóðkirkjunnar heyrist vart í umræðunni nema þegar vandamál hafa komið upp í þeirra röðum.

Áhrif kirkjunnar fara að sama skapi minnkandi þegar kemur að samtali um siðferði og menningu.

Utan hins kirkjulega ramma eru mörg brýn vandamál sem þarf að takast á við. Þau eru meðal annars á sviði umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnunar.

Vissulega lúta sum þessara atriða rekstri og eignarhaldi. Það blasir samt við í þeim efnum að leiðtogar sem hafa haldið svo á spöðum, virðast ekki hafa hugsað til framtíðar. Fólk sem ætlar sér að leiða kirkjuna áfram þarf á hinn bóginn að móta hugmyndir sínar með þeim hætti að þar sé ekki tjaldað til einnar nætur. Það birtist svo í aðkomu kirkjunnar að umræðunni, beinum aðgerðum til úrbóta og forgangsröðun sem endurspeglast í því hvernig útgjöldum er ráðstafað.

Pirringur býr til perlur

Ráðgjafar á sviði almannatengsla vara viðskiptavini gjarnan við því að tala á neikvæðum nótum. Persónulega held ég að fólk ætti að taka þeim aðvörunum með fyrirvara. Við ættum ekki að gefa afslátt af heiðarleika okkar og hreinskilni. Og við skulum ekki heldur vanmeta það sem pirrar. Þar kann svarið að leynast við því hverju við viljum breyta og þá um leið hvert við viljum stefna. Upp úr þeirri hugsun mótast framtíðarsýn um betra samfélag.

Já, næst þegar við virðum fyrir okkur fallega perlu, skulum við leiða hugann að því að þetta var einu sinni sandkorn sem pirraði skeldýr á hafsbotni.[1]

Tilvísun

[1] Hugmyndin er sótt í bók James Laub: Leveraging the Power of Servant Leadership: Building High Performing Organizations, (New York: Springer, 2018), 3. kafla.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir