
Fyrirlestri er lokið og gestir ganga til kaffiveitinga – húsráðandi ánægður með hvernig til tókst
Kvoslækur í Fljótshlíð er menningarsetur sem heldur úti kröftugu starfi allt sumarið. Þau hjónin Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, og Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari, standa þar í öndvegi og reka staðinn með myndarskap og hlýju.
Hlaðan á Kvoslæk er hjarta staðarins og frá henni liggja æðar menningarinnar sem húsráðendur sjá til að stíflist ekki. Hún er djúp og góður fyrirlestra- og tónleikasalur. Setið er bæði niðri og eins á pallsvölum umkringis með góðri útsjón.
Dagskráin á Kvoslæk er fjölbreytileg og boðið upp á lista- og menningarefni af ýmsum toga. Að loknum fyrirlestrum eða tónleikum er svo boðið upp á kaffiveitingar og fólk spjallar saman um menninguna eða málefni líðandi stundar í fögru umhverfi.
Menningarstarfsemi af þessu tagi er til fyrirmyndar og eiga þau hjón, Björn og Rut, heiður skilið fyrir að halda henni úti af hugsjón og menningarlegum áhuga. Einkaframtak af þessu tagi er lofsvert.
Síðastliðinn laugardag bauð Kvoslækur upp á fyrirlestur Helga Gíslasonar myndhöggvara. Yfirskriftin var: Myndhöggvari í hálfa öld. Listamaðurinn er fæddur 1947 og hinn hressilegasti í allri framgöngu, afdráttarlaus og kíminn. Hann fór í stuttu máli yfir listferil sinn og sýndi myndir af verkum sínum og ræddi um þau. Helgi vinnur verk sín í margs konar efni, járn, tré, gifs, brons og stál svo dæmi séu nefnd.
Mörg verka Helga verða á vegi fólks í almannarýminu. Nefna má sem dæmi skúlptúr af íþróttamanni í Laugardal í Reykjavík, hurð Seðlabanka Íslands (lágmynd), firnastórt minnismerki um sjómenn á Höfn í Hornafirði, skúlptúr í Þorlákshöfn, altaristöflu í Fossvogskirkju, minnismerki um séra Valdimar Briem á Stóra-Núpi og höggmynd um Thor Jensen í Hallargarðinum í Reykjavík – þetta eru aðeins dæmi.
Nokkur umræða fór fram um altaristöfluna í Fossvogskirkju og kannski er hún það verk hans sem borið hefur fyrir flestra augu án þess að fólk hafi kannski vitað hver höfundur þess væri. Var mikilli hrifningu lýst á því verki og kom fram að altaristaflan nái vel til kristins fólks í táknfræði sinni og einnig annarra sem ekki eru hallir undir kristna trú. Fossvogskapella er því hvort tveggja kristinn helgidómur og hlutlaus útfararstaður í augum þeirra er túlka hann svo.
Helgi Gíslason er fæddur í Reykjavík, var í námi í Myndlista- og handíðaskólanum 1965-69, í Frjálsri myndalistardeild 1969-70 og Valands konstskola í Gautaborg 1971-76. Verk eftir Helga eru víða til í opinberri eigu á Íslandi. Hann hefur haldið fjölda sýninga bæði á Íslandi, í Skandinavíu og Þýskalandi. Hann er búsettur og starfandi í Reykjavík þar sem hann hefur fengist við kennslu og setið í ýmsum nefndum og ráðum tengdum myndlist.
Í haust er von á bók um listamanninn sem verður mikill fengur fyrir allt áhugafólk um list og menningu.

Verk eftir Helga Gíslason í Grasagarðinum í Laugardal – frá 1982 – án titils

Minnismerki um séra Valdimar Briem á Stóra-Núpi

Listaverk eftir Helga Gíslason við ráðhús Þorlákshafnar, og heitir Við sjónarrönd – frá 2001

Fossvogskirkja: Altaristafla, altarisumgjörð, eftir Helga Gíslason, kom í kirkjuna 1990

Minnisvarði um Gísla Sigurbjörnsson, forstjóra Grundar, eftir Helga Gíslason – frá 1995

Fyrirlestri er lokið og gestir ganga til kaffiveitinga – húsráðandi ánægður með hvernig til tókst
Kvoslækur í Fljótshlíð er menningarsetur sem heldur úti kröftugu starfi allt sumarið. Þau hjónin Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, og Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari, standa þar í öndvegi og reka staðinn með myndarskap og hlýju.
Hlaðan á Kvoslæk er hjarta staðarins og frá henni liggja æðar menningarinnar sem húsráðendur sjá til að stíflist ekki. Hún er djúp og góður fyrirlestra- og tónleikasalur. Setið er bæði niðri og eins á pallsvölum umkringis með góðri útsjón.
Dagskráin á Kvoslæk er fjölbreytileg og boðið upp á lista- og menningarefni af ýmsum toga. Að loknum fyrirlestrum eða tónleikum er svo boðið upp á kaffiveitingar og fólk spjallar saman um menninguna eða málefni líðandi stundar í fögru umhverfi.
Menningarstarfsemi af þessu tagi er til fyrirmyndar og eiga þau hjón, Björn og Rut, heiður skilið fyrir að halda henni úti af hugsjón og menningarlegum áhuga. Einkaframtak af þessu tagi er lofsvert.
Síðastliðinn laugardag bauð Kvoslækur upp á fyrirlestur Helga Gíslasonar myndhöggvara. Yfirskriftin var: Myndhöggvari í hálfa öld. Listamaðurinn er fæddur 1947 og hinn hressilegasti í allri framgöngu, afdráttarlaus og kíminn. Hann fór í stuttu máli yfir listferil sinn og sýndi myndir af verkum sínum og ræddi um þau. Helgi vinnur verk sín í margs konar efni, járn, tré, gifs, brons og stál svo dæmi séu nefnd.
Mörg verka Helga verða á vegi fólks í almannarýminu. Nefna má sem dæmi skúlptúr af íþróttamanni í Laugardal í Reykjavík, hurð Seðlabanka Íslands (lágmynd), firnastórt minnismerki um sjómenn á Höfn í Hornafirði, skúlptúr í Þorlákshöfn, altaristöflu í Fossvogskirkju, minnismerki um séra Valdimar Briem á Stóra-Núpi og höggmynd um Thor Jensen í Hallargarðinum í Reykjavík – þetta eru aðeins dæmi.
Nokkur umræða fór fram um altaristöfluna í Fossvogskirkju og kannski er hún það verk hans sem borið hefur fyrir flestra augu án þess að fólk hafi kannski vitað hver höfundur þess væri. Var mikilli hrifningu lýst á því verki og kom fram að altaristaflan nái vel til kristins fólks í táknfræði sinni og einnig annarra sem ekki eru hallir undir kristna trú. Fossvogskapella er því hvort tveggja kristinn helgidómur og hlutlaus útfararstaður í augum þeirra er túlka hann svo.
Helgi Gíslason er fæddur í Reykjavík, var í námi í Myndlista- og handíðaskólanum 1965-69, í Frjálsri myndalistardeild 1969-70 og Valands konstskola í Gautaborg 1971-76. Verk eftir Helga eru víða til í opinberri eigu á Íslandi. Hann hefur haldið fjölda sýninga bæði á Íslandi, í Skandinavíu og Þýskalandi. Hann er búsettur og starfandi í Reykjavík þar sem hann hefur fengist við kennslu og setið í ýmsum nefndum og ráðum tengdum myndlist.
Í haust er von á bók um listamanninn sem verður mikill fengur fyrir allt áhugafólk um list og menningu.

Verk eftir Helga Gíslason í Grasagarðinum í Laugardal – frá 1982 – án titils

Minnismerki um séra Valdimar Briem á Stóra-Núpi

Listaverk eftir Helga Gíslason við ráðhús Þorlákshafnar, og heitir Við sjónarrönd – frá 2001

Fossvogskirkja: Altaristafla, altarisumgjörð, eftir Helga Gíslason, kom í kirkjuna 1990

Minnisvarði um Gísla Sigurbjörnsson, forstjóra Grundar, eftir Helga Gíslason – frá 1995