Þess er nú víða minnst að 550 ár eru liðin frá fæðingu Albrecht Dürer en hann var sá myndlistarmaður á siðbótartímanum sem bar höfuð og herðar yfir aðra sem fengust við listsköpun á þeim tíma.

Hann fæddist 21. maí 1471 í Nürnberg í Þýskalandi og lést þar 6. apríl 1528. Faðir hans var gullsmiður og vildi að sonurinn lærði þá iðn sem og hann gerði að vissu marki. Snemma kom í ljós að hann var snjall teiknari og var honum komið í listnám. Dürer fékkst við ýmsar greinar myndlistarinnar, olíumálverk, grafík, vatnsliti og myndútskurð. Hann þróaði tækni fyrir útskurðinn. Einnig stóð hann í útgáfumálum og var stærðfræðingur.

Listamenn þessa tíma fengust flestir við að mála myndir fyrir kirkju og veraldlega höfðingja. Væru þeir snjallir þurftu þeir ekki að kvíða því að eiga ekki til hnífs og skeiðar.

En listamenn eru auga samtímans. Auga líðandi stundar.

Albrecht Dürer var í hópi þeirra snjöllu listamanna sem lifðu mikla róstutíma. Marteinn Lúther fór ekki framhjá honum. Sumir telja sig sjá áhrif frá Lúther í myndverkum hans.

Þó hann væri samtímamaður Marteins Lúhters þá hittust þeir aldrei. Dürer hafði þó látið það í ljós með þessum orðum:

„Svo sannarlega bið ég til Guðs um að mega hitta dr. Martein Lúther vegna þess að ég ætla að gera góða portrettmynd af honum og hamra hana í kopar til eilífrar minningar um kristinn mann sem hjálpaði mér í miklum þrenginum.“

Hann var hallur undir siðbótarhreyfinguna enda þótt hvergi sé fært til bókar að hann hafi yfirgefið rómversk-kaþólska kirkju.

En hann teiknaði kunna mynd af nánasta samstarfsmanni Lúthers, Filippusi Melankton.

Meðal frægra verka hans eru myndir af Adam og Evu og af Maríu guðsmóður. Riddarinn, dauðinn og djöfullinn vakti mikla athygli sem og myndin af heilögum Híerónýmusi. Þunglyndi I., er líka kröftugt verk sem og myndin Biðjandi hendur.

Það þykir nokkuð sérstakt hvað til eru miklar heimildir um Dürer. Hann hélt sjálfur dagbækur og skrifaði margt um sögu fjölskyldu sinnar. Sjálfsmyndir hans segja líka merka sögu. Tvær ævisögur hans voru skrifaður af samferðamönnum hans, það er meira að segja til hárlokkur af honum. Dürer var líka mjög umhugað um að ungt og frambærilegt listafólk fengi viðhlítandi listmenntun.

Í Nürnberg er að finna safn um listamanninn.

Margir héldu að Marteinn Lúther hefði verið tekinn af lífi eftir ríkisþingið í Worms 1521 en strax eftir þingið fór hann í kastalann í Wartburg. Dürer var einn þeirra sem héldu að Lúther væri allur og hann skrifaði í dagbók sína 17. maí 1521:

„Og þannig misstum við þennan mann sem hafði ritað skýrar en nokkur annar undanfarin 140 ár af þeim sem þú hefur gefið evangelískan anda. Við biðjum þig, himneski faðir, að þú gefir nú heilagan anda þinn einhverjum öðrum sem getur safnað saman þinni heilögu kirkju, þannig að við lifum öll saman í eindrægni í kristinni trú svo…“ (Marteinn Lúther – Svipmyndir úr sögu siðbótar, eftir Gunnar Kristjánsson, R. 2014, bls. 123

 

 

Filippus Melankton (1497-1560) – mynd eftir Dürer

Heilagur Híerónýmus (347-420) – mynd eftir Dürer

Adam og Eva – mynd eftir Dürer

Myndir: Wikipedia

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Þess er nú víða minnst að 550 ár eru liðin frá fæðingu Albrecht Dürer en hann var sá myndlistarmaður á siðbótartímanum sem bar höfuð og herðar yfir aðra sem fengust við listsköpun á þeim tíma.

Hann fæddist 21. maí 1471 í Nürnberg í Þýskalandi og lést þar 6. apríl 1528. Faðir hans var gullsmiður og vildi að sonurinn lærði þá iðn sem og hann gerði að vissu marki. Snemma kom í ljós að hann var snjall teiknari og var honum komið í listnám. Dürer fékkst við ýmsar greinar myndlistarinnar, olíumálverk, grafík, vatnsliti og myndútskurð. Hann þróaði tækni fyrir útskurðinn. Einnig stóð hann í útgáfumálum og var stærðfræðingur.

Listamenn þessa tíma fengust flestir við að mála myndir fyrir kirkju og veraldlega höfðingja. Væru þeir snjallir þurftu þeir ekki að kvíða því að eiga ekki til hnífs og skeiðar.

En listamenn eru auga samtímans. Auga líðandi stundar.

Albrecht Dürer var í hópi þeirra snjöllu listamanna sem lifðu mikla róstutíma. Marteinn Lúther fór ekki framhjá honum. Sumir telja sig sjá áhrif frá Lúther í myndverkum hans.

Þó hann væri samtímamaður Marteins Lúhters þá hittust þeir aldrei. Dürer hafði þó látið það í ljós með þessum orðum:

„Svo sannarlega bið ég til Guðs um að mega hitta dr. Martein Lúther vegna þess að ég ætla að gera góða portrettmynd af honum og hamra hana í kopar til eilífrar minningar um kristinn mann sem hjálpaði mér í miklum þrenginum.“

Hann var hallur undir siðbótarhreyfinguna enda þótt hvergi sé fært til bókar að hann hafi yfirgefið rómversk-kaþólska kirkju.

En hann teiknaði kunna mynd af nánasta samstarfsmanni Lúthers, Filippusi Melankton.

Meðal frægra verka hans eru myndir af Adam og Evu og af Maríu guðsmóður. Riddarinn, dauðinn og djöfullinn vakti mikla athygli sem og myndin af heilögum Híerónýmusi. Þunglyndi I., er líka kröftugt verk sem og myndin Biðjandi hendur.

Það þykir nokkuð sérstakt hvað til eru miklar heimildir um Dürer. Hann hélt sjálfur dagbækur og skrifaði margt um sögu fjölskyldu sinnar. Sjálfsmyndir hans segja líka merka sögu. Tvær ævisögur hans voru skrifaður af samferðamönnum hans, það er meira að segja til hárlokkur af honum. Dürer var líka mjög umhugað um að ungt og frambærilegt listafólk fengi viðhlítandi listmenntun.

Í Nürnberg er að finna safn um listamanninn.

Margir héldu að Marteinn Lúther hefði verið tekinn af lífi eftir ríkisþingið í Worms 1521 en strax eftir þingið fór hann í kastalann í Wartburg. Dürer var einn þeirra sem héldu að Lúther væri allur og hann skrifaði í dagbók sína 17. maí 1521:

„Og þannig misstum við þennan mann sem hafði ritað skýrar en nokkur annar undanfarin 140 ár af þeim sem þú hefur gefið evangelískan anda. Við biðjum þig, himneski faðir, að þú gefir nú heilagan anda þinn einhverjum öðrum sem getur safnað saman þinni heilögu kirkju, þannig að við lifum öll saman í eindrægni í kristinni trú svo…“ (Marteinn Lúther – Svipmyndir úr sögu siðbótar, eftir Gunnar Kristjánsson, R. 2014, bls. 123

 

 

Filippus Melankton (1497-1560) – mynd eftir Dürer

Heilagur Híerónýmus (347-420) – mynd eftir Dürer

Adam og Eva – mynd eftir Dürer

Myndir: Wikipedia

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir