Í nokkrum kirkjum eru altaristöflur sem ekki er vitað hver gerði eða hverjar fyrirmyndir þeirra eru ef svo háttar til. Í sumum tilvikum eru þær býsna gamlar og hafa borist til landsins frá útlöndum og ekki hirt um að spyrja um nafn listamannsins. Kannski var það ekki einu sinni vitað hafi verkið verið keypt á forngripamörkuðum.

Kristur blessar lítið barn, frummynd Carls H. Bloch – gerð 1873. Eftirmynd þessa verks af hendi Brynjólfs er að finna í þremur kirkjum hér á landi – frummyndin er í Sankti Nikolaj-kirkjunni í Holbæk á Sjálandi. Auk þess má finna eftirprentanir þess í nokkrum kirkjum.  Mynd: Kirkjublaðið.is

Í ellefu kirkjum hér á landi má finna altaristöflur sem eru eftirmyndir af hendi listmálarans Brynjólfs Þórðarsonar (1896-1938). Tíu þeirra eru gerðar eftir myndum danska listmálarans Carls H. Bloch (1834-1890). Sumar þeirra voru málaðar oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Eitt myndefni varð vinsælla en önnur og það var til dæmis Kristur blessar lítið barn.

Kirkjan á Suðureyri við Súgandafjörð geymir eftirmynd sem Brynjólfur Þórðarson gerði. Sumir hafa haldið að myndin væri eftir hann en það fer ekkert á milli mála að hún er eftirmynd. Það stendur á henni. En eftir hvaða mynd er hún gerð? Illa hefur gengið að svara þeirri spurningu þar til nú.

Suðureyrarkirkja við Súgandafjörð var vígð 1. ágúst 1937. Kirkjan fékk altaristöflu að gjöf við vígsluna.

Morgunblaðið sagði svo frá þann 4. ágúst 1937:

Vissulega málaði Brynjólfur altaristöfluna. Fólk vissi líklega að þetta var eftirmynd enda þótt það komi hvergi fram í rituðum heimildum. Kannski hefur láðst að spyrja Brynjólf listmálara eftir hvaða mynd hann hafi farið.

Nú er sem sé komið í ljós hver á frummyndina.

Það er þýski listamaðurinn Ludwig Glotzel eða Glötzle (1847-1929). Hann var einn þekktasti kirkjulistamaður Þýskalands á sinni tíð.

Kirkjublaðið.is var af ákveðnu tilefni að grafast fyrir um eftirmyndir Brynjólfs Þórðarsonar. Sú vinna gekk nokkuð vel fyrir sig hvað snertir hinn danska málara, Carl H. Bloch. Enda var hann mjög svo vinsæll á sínum tíma og til er urmull af eftirmyndum af verkum hans í Danmörku. En altaristaflan í Suðureyrarkirkju stóð út af borðinu þar til tæknin kom til sögunnar og leysti málið. Til er Google-forrit sem greinir listaverk með þeim hætti að tekin er mynd af því og á augabragði renna eftir skjánum tillögur að verki sem næst myndinni standa ásamt nöfnum listamanna sé þeim fyrir að fara. Þegar mynd af altaristöflu þeirra Súgfirðinga var brugðið undir hið alvísa auga herra Googles þá stóð ekki á svari.

Hér má sjá frummyndina og bera hana við eftirmyndina:

Þjóðverjinn Ludwig Glotzel málaði þessa mynd árið 1918. Undir henni stendur: Herra, kenn oss að biðja. Ekki er vitað hvar frummyndin er né heldur um stærð hennar

Hér er eftirmynd Brynjólfs af verki þýska listamannsins:

Eftirmynd Brynjólfs Þórðarsonar af verki þýska listamannsins. Takið eftir litavali hans samanborið við frumverkið. Mynd: Kirkjublaðið.is

Takið eftir litavali hans samanborið við frumverkið. Mynd: Kirkjublaðið.is                                                                                             

Í hægra horni stendur: BÞ Copi (ekkert ártal). Listmálarar skrifuðu gjarnan orðið „copi“ til að sýna að um eftirmynd var að ræða. Mynd: Fjölnir Ásbjörnsson

Hver var Brynjólfur Þórðarson?

Brynjólfur Þórðarson var hámenntaður listamaður á sinni tíð.

Hann fæddist í Bakkakoti á Seltjarnarnesi 30. júlí 1896 og lést 5. ágúst 1938 aðeins 42 ára gamall. Foreldrar hans voru þau hjónin Halldóra Jónsdóttir frá Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi og Þórður Jónsson, bóndi í Bakkakoti – hann var af Snæfellsnesi.

Brynjólfur naut föður síns ekki lengi við og ólst upp hjá móður sinni og seinni eiginmanni hennar. Móðir hans fluttist svo til Reykjavíkur eftir að hafa verið orðin ekkja öðru sinni.

Það var Ólafía Hansen sem veitti Brynjólfi fyrstu tilsögn í teikningu. Síðan nam hann teikningu í Iðnskólanum í Reykjavík hjá Þórarni B. Þorlákssyni.

Brynjólfur sigldi utan til Danmerkur árið 1918 og nam við Det Kgl. Akademi for Skönne Kunster í Kaupmannahöfn 1919-1920 og sömuleiðis í nokkra mánuði við teikniskóla í Stokkhólmi.

Heim kom Brynjólfur 1920 og var ráðinn teiknikennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og kenndi einnig í Iðnskólanum í Reykjavík 1920-1925.

Brynjólfur var við myndlistarnám í París 1925-1927 í École des Beaux-Arts. Hann fór einnig á sama tíma í námsferðir um Frakkland og Ítalíu. Veturinn 1928 stundaði hann nám við sama skóla í freskótækni.

Fyrsta sýning Brynjólfs og sú eina sem var á hans eigin vegum var í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík um 1923. Árið 1971 var haldin yfirlitssýning á verkum hans í Listasafni alþýðu.

Listasafn Íslands á 39 verk eftir Brynjólf. Á sýningu á verkum Brynjólfs 1982 voru 92 verk sýnd en hann gerði miklu fleiri verk á starfsævi sinni. Flest eru þetta olíumálverk en hann fékkst líka við vatnslitaverk.

Eftirmyndir Brynjólfs er að finna í eftirfarandi kirkjum. Allar eru þær eftirmyndir af verkum Carls H. Bloch nema ein eins og fram hefur komið:

Grafarkirkja í Suðurprófastsdæmi
Víkurkirkja, Vík í Mýrdal, Suðurprófastsdæmi
Stóruborgarkirkja í Suðurprófastsdæmi
Tungufellskirkja í Suðurprófastsdæmi
Reynivallakirkja í Kjalarnessprófastsdæmi
Kolbeinsstaðakirkja í Vesturlandsprófastsdæmi
Fáskrúðabakkakirkja í Vesturlandsprófastsdæmi
Garpsdalskirkja í Vestfjarðaprófastsdæmi
Holtskirkja í Vestfjarðaprófastsdæmi
Flateyrarkirkja í Vestfjarðaprófastsdæmi
Suðureyrarkirkja í Vestfjarðaprófastsdæmi

Þá skal þess getið í lokin að til eru þrjár fumaltaristöflur eftir Brynjólf. Ein er í Hvanneyrarkirkju, kom þangað 1924. Listasafn Íslands á eina. Þá birtist á forsíðu Kirkjuritsins 1938 mynd af altaristöflu eftir Brynjólf en ekki er vitað hvar hún er. Fleiri altarisverk eftir hann kunna að vera í einkaeign en ekki er um þau vitað.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Í nokkrum kirkjum eru altaristöflur sem ekki er vitað hver gerði eða hverjar fyrirmyndir þeirra eru ef svo háttar til. Í sumum tilvikum eru þær býsna gamlar og hafa borist til landsins frá útlöndum og ekki hirt um að spyrja um nafn listamannsins. Kannski var það ekki einu sinni vitað hafi verkið verið keypt á forngripamörkuðum.

Kristur blessar lítið barn, frummynd Carls H. Bloch – gerð 1873. Eftirmynd þessa verks af hendi Brynjólfs er að finna í þremur kirkjum hér á landi – frummyndin er í Sankti Nikolaj-kirkjunni í Holbæk á Sjálandi. Auk þess má finna eftirprentanir þess í nokkrum kirkjum.  Mynd: Kirkjublaðið.is

Í ellefu kirkjum hér á landi má finna altaristöflur sem eru eftirmyndir af hendi listmálarans Brynjólfs Þórðarsonar (1896-1938). Tíu þeirra eru gerðar eftir myndum danska listmálarans Carls H. Bloch (1834-1890). Sumar þeirra voru málaðar oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Eitt myndefni varð vinsælla en önnur og það var til dæmis Kristur blessar lítið barn.

Kirkjan á Suðureyri við Súgandafjörð geymir eftirmynd sem Brynjólfur Þórðarson gerði. Sumir hafa haldið að myndin væri eftir hann en það fer ekkert á milli mála að hún er eftirmynd. Það stendur á henni. En eftir hvaða mynd er hún gerð? Illa hefur gengið að svara þeirri spurningu þar til nú.

Suðureyrarkirkja við Súgandafjörð var vígð 1. ágúst 1937. Kirkjan fékk altaristöflu að gjöf við vígsluna.

Morgunblaðið sagði svo frá þann 4. ágúst 1937:

Vissulega málaði Brynjólfur altaristöfluna. Fólk vissi líklega að þetta var eftirmynd enda þótt það komi hvergi fram í rituðum heimildum. Kannski hefur láðst að spyrja Brynjólf listmálara eftir hvaða mynd hann hafi farið.

Nú er sem sé komið í ljós hver á frummyndina.

Það er þýski listamaðurinn Ludwig Glotzel eða Glötzle (1847-1929). Hann var einn þekktasti kirkjulistamaður Þýskalands á sinni tíð.

Kirkjublaðið.is var af ákveðnu tilefni að grafast fyrir um eftirmyndir Brynjólfs Þórðarsonar. Sú vinna gekk nokkuð vel fyrir sig hvað snertir hinn danska málara, Carl H. Bloch. Enda var hann mjög svo vinsæll á sínum tíma og til er urmull af eftirmyndum af verkum hans í Danmörku. En altaristaflan í Suðureyrarkirkju stóð út af borðinu þar til tæknin kom til sögunnar og leysti málið. Til er Google-forrit sem greinir listaverk með þeim hætti að tekin er mynd af því og á augabragði renna eftir skjánum tillögur að verki sem næst myndinni standa ásamt nöfnum listamanna sé þeim fyrir að fara. Þegar mynd af altaristöflu þeirra Súgfirðinga var brugðið undir hið alvísa auga herra Googles þá stóð ekki á svari.

Hér má sjá frummyndina og bera hana við eftirmyndina:

Þjóðverjinn Ludwig Glotzel málaði þessa mynd árið 1918. Undir henni stendur: Herra, kenn oss að biðja. Ekki er vitað hvar frummyndin er né heldur um stærð hennar

Hér er eftirmynd Brynjólfs af verki þýska listamannsins:

Eftirmynd Brynjólfs Þórðarsonar af verki þýska listamannsins. Takið eftir litavali hans samanborið við frumverkið. Mynd: Kirkjublaðið.is

Takið eftir litavali hans samanborið við frumverkið. Mynd: Kirkjublaðið.is                                                                                             

Í hægra horni stendur: BÞ Copi (ekkert ártal). Listmálarar skrifuðu gjarnan orðið „copi“ til að sýna að um eftirmynd var að ræða. Mynd: Fjölnir Ásbjörnsson

Hver var Brynjólfur Þórðarson?

Brynjólfur Þórðarson var hámenntaður listamaður á sinni tíð.

Hann fæddist í Bakkakoti á Seltjarnarnesi 30. júlí 1896 og lést 5. ágúst 1938 aðeins 42 ára gamall. Foreldrar hans voru þau hjónin Halldóra Jónsdóttir frá Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi og Þórður Jónsson, bóndi í Bakkakoti – hann var af Snæfellsnesi.

Brynjólfur naut föður síns ekki lengi við og ólst upp hjá móður sinni og seinni eiginmanni hennar. Móðir hans fluttist svo til Reykjavíkur eftir að hafa verið orðin ekkja öðru sinni.

Það var Ólafía Hansen sem veitti Brynjólfi fyrstu tilsögn í teikningu. Síðan nam hann teikningu í Iðnskólanum í Reykjavík hjá Þórarni B. Þorlákssyni.

Brynjólfur sigldi utan til Danmerkur árið 1918 og nam við Det Kgl. Akademi for Skönne Kunster í Kaupmannahöfn 1919-1920 og sömuleiðis í nokkra mánuði við teikniskóla í Stokkhólmi.

Heim kom Brynjólfur 1920 og var ráðinn teiknikennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og kenndi einnig í Iðnskólanum í Reykjavík 1920-1925.

Brynjólfur var við myndlistarnám í París 1925-1927 í École des Beaux-Arts. Hann fór einnig á sama tíma í námsferðir um Frakkland og Ítalíu. Veturinn 1928 stundaði hann nám við sama skóla í freskótækni.

Fyrsta sýning Brynjólfs og sú eina sem var á hans eigin vegum var í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík um 1923. Árið 1971 var haldin yfirlitssýning á verkum hans í Listasafni alþýðu.

Listasafn Íslands á 39 verk eftir Brynjólf. Á sýningu á verkum Brynjólfs 1982 voru 92 verk sýnd en hann gerði miklu fleiri verk á starfsævi sinni. Flest eru þetta olíumálverk en hann fékkst líka við vatnslitaverk.

Eftirmyndir Brynjólfs er að finna í eftirfarandi kirkjum. Allar eru þær eftirmyndir af verkum Carls H. Bloch nema ein eins og fram hefur komið:

Grafarkirkja í Suðurprófastsdæmi
Víkurkirkja, Vík í Mýrdal, Suðurprófastsdæmi
Stóruborgarkirkja í Suðurprófastsdæmi
Tungufellskirkja í Suðurprófastsdæmi
Reynivallakirkja í Kjalarnessprófastsdæmi
Kolbeinsstaðakirkja í Vesturlandsprófastsdæmi
Fáskrúðabakkakirkja í Vesturlandsprófastsdæmi
Garpsdalskirkja í Vestfjarðaprófastsdæmi
Holtskirkja í Vestfjarðaprófastsdæmi
Flateyrarkirkja í Vestfjarðaprófastsdæmi
Suðureyrarkirkja í Vestfjarðaprófastsdæmi

Þá skal þess getið í lokin að til eru þrjár fumaltaristöflur eftir Brynjólf. Ein er í Hvanneyrarkirkju, kom þangað 1924. Listasafn Íslands á eina. Þá birtist á forsíðu Kirkjuritsins 1938 mynd af altaristöflu eftir Brynjólf en ekki er vitað hvar hún er. Fleiri altarisverk eftir hann kunna að vera í einkaeign en ekki er um þau vitað.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir