Einræður heitir ljóðabók sem er nýkomin út. Höfundur hennar er Finnur Torfi Hjörleifsson (f. 1936), skáld, íslenskufræðingur og lögfræðingur. Hann hefur fengist við ritstörf í hjáverkum í rúma hálfa öld. Skrifað meðan annars endurminningar og kennslubækur. Þetta er fimmta ljóðabókin frá hans hendi.

Misjafnt er hvernig fólk les ljóðabækur.

Sumir grípa niður í þær hér og þar. Láta jafnvel nægja að lesa eitt ljóð og opna bókina síðar. Þess vegna eiga ljóðabækur að liggja nokkuð lengi í þjóðbraut heimilanna – hún fer um margar slóðir á heimilum okkar.

Aðrir lesa frá fyrsta ljóði og bókina út.

Enn aðrir byrja aftast.

Sama hvernig ljóðabók er lesin þá er eðli hennar svo að ljóðin flæða um vitund lesandans – og ef hún er góð þá er sem gróðrarskúr andans fylgi með.

Þessi ljóðabók geymir fjórar einræður: við Guð; um mýrar; um menn; og um ellina.

Þegar bókin er lesin í einni lotu og henni að því búnu lokað, þyrlast ýmsar vangaveltur upp í hugann. Það eru fyrstu áhrif. Ljóð eru áhrifatextar og áhrifavaldar í búningi orða.

Tilvistarlegar einræður. Þær eru yfirvegaðar og yfir þeim hvílir rósemd og þroski hins aldna manns. Höfundur horfir raunsæjum og asalausum augum í huga sjálfs sín og til umhverfisins.

Hann biður ekki um mikið:

hefurðu örskotsstund
fyrir mig
Guð?
(bls. 24)

En Guð bankar upp á í huga hans – eða öllu heldur hann knýr dyra hjá Guði. Svo sem ekki í fyrsta skipti:

Ósköp varstu orðfár forðum
en þó vissi ég þá
að þú varst mér nærri
(bls. 9)

Höfundur hefði gjarnan viljað að Guð kallaði á sig eins og drenginn Samúel sem segir frá í Gamla testamentinu. Samúel svaraði honum svo: „Tala þú, Drottinn, því að þjónn þinn heyrir.” Og hefði Drottinn kallað á höfundinn, eins og hann vildi gjarnan, þá hefði íslenskufræðingurinn, skáldið og lögfræðingurinn, kannski orðið spámaður eins og Samúel! Hver veit! En höfundur segir í ljóðinu:

Gastu ekki kallað á mig eins og Samúel? 

Höfundur horfir til liðins tíma án þess þó að ergjast um of út í líðandi stund. Þann liðna tíma þegar hann og Guð voru ekki svo ólíkir:

Ó liðnu tímar
þegar við vorum báðir einfaldir
og þú ríktir í svölu vatni
og gróandans feitu mjólk! 
(bls. 10)

Það var einfaldleikinn sem sameinaði þá – og hann þráir höfundur eins og svo margir sem lifa ellina.

Ekki má skilja ljóðin svo að höfundur hafi verið sérstakur trúmaður ef svo má segja. Hann snýr sér til Guðs í elli sinni, það er á vissan hátt endurfundur enda þótt sambandið hafi kannski ekki verið sterkt eða náið á árum áður. Hann rifjar upp orð sín þá hann var ungur að þau sem voru með guðsorð á vörum hefðu verið með óra eina. Höfundi er þörf á að tala við Guð, skaparann, völund veraldar, eða hvaða orð sem við kunnum að nota yfir hann. Hvers vegna? Jú, hann er:

Einræðuhæfur
við Guð
og sjálfan sig
(bls. 13).

Manneskjan stendur ætíð vanmáttug andspænis hörmungum veraldar. Og margur afskrifar almættið með þeim rökum að fyrst það taki ekki á allri hörmunginni, styrjöldum sem geisa, slysum, óförum, og listinn getur verið endalaus, þá sé ekki þess virði að trúa á; og blæs á allar guðsréttlætingu guðfræðinganna og heimspekinganna. Þetta eru forn og ný viðbrögð. En höfundur fyllir ekki flokk þeirra. Hann er varfærnari, og kannski kemur einmitt fram í henni trú. Veröldin er svo mikið undur eins og fram kemur í ljóðum hans um mýrina, náttúruna, að einhver hlýtur að vera þar að baki.

Höfundur spyr Guð alvarlegra spurninga því hann tekur afstöðu í samfélagsmálum:

Elskarðu alla þessa
jarðarinnar óværu?
Líka glæpamenn auðsins
sem stjórna hungrinu?
(bls. 15).

Trúað fólk spyr oft hvað Guð sé í neyðinni. Spyr hvort hann hafi yfirgefið mannkynið. Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig? Hver kannast ekki við þau orð. Höfundur nefnir hervirki gegn náttúrunni og spyr hvar Guð hafi verið þegar þau voru unnin:

Þeir sökktu Fagrafossi
rúlluðu yfir kóralflákana
brennisteinsmenguðu höfuðborgina

Hvar varst þú þá
Guð? (bls. 16).

Hér leikur á tveimur skautum – eins og oft er sagt þegar fjallað er um ljóð því að þau eru eins og rafmagn, glóa og hvissa, gefa birtu, stuð og flug. Já, tveimur skautum: Annars vegar fjarvist Guðs og svo nálægð.

Enn hef ég ekki orðið var við þig hérna
en eflaust ertu ekki langt undan
(bls. 19)

Segir hann í ljóði sem fjallar um sjúkrahúsvist hans. Ekki langt undan er merki um von mannsins og þrá eftir Guði þegar mannlegt hjarta þarfnast hans á ögurstundu lífsins.

Og svo er það þetta meitlaða sammannlega viðhorf:

Velti fyrir mér
hvar þú heldur þig
þegar ég man eftir þér
(bls. 20)

Andstæð hugsun er að sjálfsögðu sú hvar við höldum okkur þegar Guð man eftir okkur – en hann man okkur allar stundir!

Þau sem lifa langa ævi horfa oft til baka yfir til þess fyrirbæris sem kallast tími og enginn skilur. Hugurinn hvarflar til einhvers upphafs. Fagurrar bernsku og góðra daga. Eða bernsku með einhverjum brag hvort heldur góðum eða slæmum. Þar er svo margt skýrt í huga barnsins, kannski var hugurinn svo lítt mengaður af vonskusolli veraldar. Bernskan var hjá flestum skjól gegn köldum blæstri veraldar.

Guð
gefðu mér barnshjartað aftur

og einfeldnina

Og hjálpaðu mér
Guð
að deyja sjálfum mér
áður en ég dey öllum hinum
(bls. 22)

Í þessum orðum hefur einkum verið staldrað við samtal höfundar við Guð. Stundum minnti það á Job gamla.

Höfundur er mikið náttúrubarn og þekkir hana vel. Það kemur afar skýrt fram í einræðum hans um mýrar. Þar er hver myndin fegurri sem hann bregður á loft. Eins og:

Hef verið á torgum og séð yfir mannhöf. Hver kollur nokkurs virði. Lít nú kollana mína á mýrunum hreykinn af öllum þessum óteljandi fjalldrapasinu- og bláberjakollum. Aldrei skal ég gleyma að kinka kolli mínum til ykkar. (Bls. 31)

Ellin vekur að sjálfsögðu upp einræður því að hún felur í sér svo mikla umbreytingu á lífi manneskjunnar enda um að ræða tímamót sem vekja upp blendnar tilfinningar. Höfundur lætur sér svo sem ekkert bregða heldur horfist í augu við það sem Elli kerling býður upp á þó svo það sé ekki allt jafn kræsilegt.

Hversdagslegt umhverfi sem var leikvöllur barnsins hefur breyst í harðsnúið umhverfi. Stiginn sem leikið var í forðum daga er höfundi ekki lengur til skemmtunar:

Upp silast ég eitt og eitt þrep í senn, hægt því hjartað má ekki ofreyna (bls. 53)

Og handriðin sem rennt var sér eftir og stokkið yfir eru nú haldreipi hans í ellinni:

…nytsamlegri en margt annað (bls. 54)

Ellin færir fólki margt til að hugsa um. Sú staðreynd að jarðneskt líf er senn á enda vekur ýmsar hugsanir; andvökunætur setjast upp; menn eru andstuttir og stuttstígir; heyrnardeyfa breytir hegðun sumra og:

Raddir fólks renna saman í nið (bls. 60).

Göngugrindin, hjálpartækið sem er sumum lífsnauðsyn, getur líka vakið kvíða hjá öðrum. Hún er þrátt fyrir allt eins og kærkomin varða sem fólk er þakklátt fyrir. Höfundur horfir á gamalt fólk með grindur:

Þær eru ýmiss konar
Dag hvern mæti ég gömlu fólki með grind
holdlitlum grindum
með göngugrindur
Skorpnar, bognar, beygðar,
mjakast í átt að lokum

Þegar ég fer út á götu
æfi ég mig
að ganga uppréttur
(bls. 58)

Ævikvöldið getur veitt ánægju og gleði. En í skini þess blasa líka við verkefni sem reyna mjög á manneskjuna, andlega sem líkamlega. En sé hugur heill þá er hægt að leita í digran sjóð lífsreynslu til að takast á við Elli kerlingu. Og sé hugurinn í viðjum elliglapa þá fer hann iðulega sínar leiðir til að leysa úr vanda – þó ekki alltaf en þá koma góðar manneskjur til hjálpar.

Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í ljóðabókinni Einræður. Eins og aðrar góðar ljóðabækur tekur tíma að lesa hana vegna þess að sum ljóðanna eru lesin aftur og aftur. Höfundur bregður upp einkar vekjandi, hugljúfum og æðrulausum myndum úr lífinu hvort heldur þá hann ræðir við Guð eða gengur úti í náttúrunni, hugsar um mennina og lífið þegar það er komið í mismjúkan faðm efri áranna; fang ellinnar.

Þessa ljóðabók hafa allir gott af að lesa.

Gróðrarskúr andans fylgir með þessari bók.

Þetta er góð bók og full af vísdómi. Af henni má sitthvað læra.

Kirkjusöfnuðir landsins gerðu vel að lesa þessa bók í starfi með öldruðum þegar hausta tekur. Hlusta á viðhorf þeirra og hvetja þá jafnvel til að tjá sig í ljóðum.

Einræður – ljóð
eftir Finn Torfa Hjörleifsson
Ljóðabókin er 69 bls.
Útgefandi er Skrudda
Kápu gerði: Gísli B. Björnsson
Litlaprent sá um prentun

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Einræður heitir ljóðabók sem er nýkomin út. Höfundur hennar er Finnur Torfi Hjörleifsson (f. 1936), skáld, íslenskufræðingur og lögfræðingur. Hann hefur fengist við ritstörf í hjáverkum í rúma hálfa öld. Skrifað meðan annars endurminningar og kennslubækur. Þetta er fimmta ljóðabókin frá hans hendi.

Misjafnt er hvernig fólk les ljóðabækur.

Sumir grípa niður í þær hér og þar. Láta jafnvel nægja að lesa eitt ljóð og opna bókina síðar. Þess vegna eiga ljóðabækur að liggja nokkuð lengi í þjóðbraut heimilanna – hún fer um margar slóðir á heimilum okkar.

Aðrir lesa frá fyrsta ljóði og bókina út.

Enn aðrir byrja aftast.

Sama hvernig ljóðabók er lesin þá er eðli hennar svo að ljóðin flæða um vitund lesandans – og ef hún er góð þá er sem gróðrarskúr andans fylgi með.

Þessi ljóðabók geymir fjórar einræður: við Guð; um mýrar; um menn; og um ellina.

Þegar bókin er lesin í einni lotu og henni að því búnu lokað, þyrlast ýmsar vangaveltur upp í hugann. Það eru fyrstu áhrif. Ljóð eru áhrifatextar og áhrifavaldar í búningi orða.

Tilvistarlegar einræður. Þær eru yfirvegaðar og yfir þeim hvílir rósemd og þroski hins aldna manns. Höfundur horfir raunsæjum og asalausum augum í huga sjálfs sín og til umhverfisins.

Hann biður ekki um mikið:

hefurðu örskotsstund
fyrir mig
Guð?
(bls. 24)

En Guð bankar upp á í huga hans – eða öllu heldur hann knýr dyra hjá Guði. Svo sem ekki í fyrsta skipti:

Ósköp varstu orðfár forðum
en þó vissi ég þá
að þú varst mér nærri
(bls. 9)

Höfundur hefði gjarnan viljað að Guð kallaði á sig eins og drenginn Samúel sem segir frá í Gamla testamentinu. Samúel svaraði honum svo: „Tala þú, Drottinn, því að þjónn þinn heyrir.” Og hefði Drottinn kallað á höfundinn, eins og hann vildi gjarnan, þá hefði íslenskufræðingurinn, skáldið og lögfræðingurinn, kannski orðið spámaður eins og Samúel! Hver veit! En höfundur segir í ljóðinu:

Gastu ekki kallað á mig eins og Samúel? 

Höfundur horfir til liðins tíma án þess þó að ergjast um of út í líðandi stund. Þann liðna tíma þegar hann og Guð voru ekki svo ólíkir:

Ó liðnu tímar
þegar við vorum báðir einfaldir
og þú ríktir í svölu vatni
og gróandans feitu mjólk! 
(bls. 10)

Það var einfaldleikinn sem sameinaði þá – og hann þráir höfundur eins og svo margir sem lifa ellina.

Ekki má skilja ljóðin svo að höfundur hafi verið sérstakur trúmaður ef svo má segja. Hann snýr sér til Guðs í elli sinni, það er á vissan hátt endurfundur enda þótt sambandið hafi kannski ekki verið sterkt eða náið á árum áður. Hann rifjar upp orð sín þá hann var ungur að þau sem voru með guðsorð á vörum hefðu verið með óra eina. Höfundi er þörf á að tala við Guð, skaparann, völund veraldar, eða hvaða orð sem við kunnum að nota yfir hann. Hvers vegna? Jú, hann er:

Einræðuhæfur
við Guð
og sjálfan sig
(bls. 13).

Manneskjan stendur ætíð vanmáttug andspænis hörmungum veraldar. Og margur afskrifar almættið með þeim rökum að fyrst það taki ekki á allri hörmunginni, styrjöldum sem geisa, slysum, óförum, og listinn getur verið endalaus, þá sé ekki þess virði að trúa á; og blæs á allar guðsréttlætingu guðfræðinganna og heimspekinganna. Þetta eru forn og ný viðbrögð. En höfundur fyllir ekki flokk þeirra. Hann er varfærnari, og kannski kemur einmitt fram í henni trú. Veröldin er svo mikið undur eins og fram kemur í ljóðum hans um mýrina, náttúruna, að einhver hlýtur að vera þar að baki.

Höfundur spyr Guð alvarlegra spurninga því hann tekur afstöðu í samfélagsmálum:

Elskarðu alla þessa
jarðarinnar óværu?
Líka glæpamenn auðsins
sem stjórna hungrinu?
(bls. 15).

Trúað fólk spyr oft hvað Guð sé í neyðinni. Spyr hvort hann hafi yfirgefið mannkynið. Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig? Hver kannast ekki við þau orð. Höfundur nefnir hervirki gegn náttúrunni og spyr hvar Guð hafi verið þegar þau voru unnin:

Þeir sökktu Fagrafossi
rúlluðu yfir kóralflákana
brennisteinsmenguðu höfuðborgina

Hvar varst þú þá
Guð? (bls. 16).

Hér leikur á tveimur skautum – eins og oft er sagt þegar fjallað er um ljóð því að þau eru eins og rafmagn, glóa og hvissa, gefa birtu, stuð og flug. Já, tveimur skautum: Annars vegar fjarvist Guðs og svo nálægð.

Enn hef ég ekki orðið var við þig hérna
en eflaust ertu ekki langt undan
(bls. 19)

Segir hann í ljóði sem fjallar um sjúkrahúsvist hans. Ekki langt undan er merki um von mannsins og þrá eftir Guði þegar mannlegt hjarta þarfnast hans á ögurstundu lífsins.

Og svo er það þetta meitlaða sammannlega viðhorf:

Velti fyrir mér
hvar þú heldur þig
þegar ég man eftir þér
(bls. 20)

Andstæð hugsun er að sjálfsögðu sú hvar við höldum okkur þegar Guð man eftir okkur – en hann man okkur allar stundir!

Þau sem lifa langa ævi horfa oft til baka yfir til þess fyrirbæris sem kallast tími og enginn skilur. Hugurinn hvarflar til einhvers upphafs. Fagurrar bernsku og góðra daga. Eða bernsku með einhverjum brag hvort heldur góðum eða slæmum. Þar er svo margt skýrt í huga barnsins, kannski var hugurinn svo lítt mengaður af vonskusolli veraldar. Bernskan var hjá flestum skjól gegn köldum blæstri veraldar.

Guð
gefðu mér barnshjartað aftur

og einfeldnina

Og hjálpaðu mér
Guð
að deyja sjálfum mér
áður en ég dey öllum hinum
(bls. 22)

Í þessum orðum hefur einkum verið staldrað við samtal höfundar við Guð. Stundum minnti það á Job gamla.

Höfundur er mikið náttúrubarn og þekkir hana vel. Það kemur afar skýrt fram í einræðum hans um mýrar. Þar er hver myndin fegurri sem hann bregður á loft. Eins og:

Hef verið á torgum og séð yfir mannhöf. Hver kollur nokkurs virði. Lít nú kollana mína á mýrunum hreykinn af öllum þessum óteljandi fjalldrapasinu- og bláberjakollum. Aldrei skal ég gleyma að kinka kolli mínum til ykkar. (Bls. 31)

Ellin vekur að sjálfsögðu upp einræður því að hún felur í sér svo mikla umbreytingu á lífi manneskjunnar enda um að ræða tímamót sem vekja upp blendnar tilfinningar. Höfundur lætur sér svo sem ekkert bregða heldur horfist í augu við það sem Elli kerling býður upp á þó svo það sé ekki allt jafn kræsilegt.

Hversdagslegt umhverfi sem var leikvöllur barnsins hefur breyst í harðsnúið umhverfi. Stiginn sem leikið var í forðum daga er höfundi ekki lengur til skemmtunar:

Upp silast ég eitt og eitt þrep í senn, hægt því hjartað má ekki ofreyna (bls. 53)

Og handriðin sem rennt var sér eftir og stokkið yfir eru nú haldreipi hans í ellinni:

…nytsamlegri en margt annað (bls. 54)

Ellin færir fólki margt til að hugsa um. Sú staðreynd að jarðneskt líf er senn á enda vekur ýmsar hugsanir; andvökunætur setjast upp; menn eru andstuttir og stuttstígir; heyrnardeyfa breytir hegðun sumra og:

Raddir fólks renna saman í nið (bls. 60).

Göngugrindin, hjálpartækið sem er sumum lífsnauðsyn, getur líka vakið kvíða hjá öðrum. Hún er þrátt fyrir allt eins og kærkomin varða sem fólk er þakklátt fyrir. Höfundur horfir á gamalt fólk með grindur:

Þær eru ýmiss konar
Dag hvern mæti ég gömlu fólki með grind
holdlitlum grindum
með göngugrindur
Skorpnar, bognar, beygðar,
mjakast í átt að lokum

Þegar ég fer út á götu
æfi ég mig
að ganga uppréttur
(bls. 58)

Ævikvöldið getur veitt ánægju og gleði. En í skini þess blasa líka við verkefni sem reyna mjög á manneskjuna, andlega sem líkamlega. En sé hugur heill þá er hægt að leita í digran sjóð lífsreynslu til að takast á við Elli kerlingu. Og sé hugurinn í viðjum elliglapa þá fer hann iðulega sínar leiðir til að leysa úr vanda – þó ekki alltaf en þá koma góðar manneskjur til hjálpar.

Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í ljóðabókinni Einræður. Eins og aðrar góðar ljóðabækur tekur tíma að lesa hana vegna þess að sum ljóðanna eru lesin aftur og aftur. Höfundur bregður upp einkar vekjandi, hugljúfum og æðrulausum myndum úr lífinu hvort heldur þá hann ræðir við Guð eða gengur úti í náttúrunni, hugsar um mennina og lífið þegar það er komið í mismjúkan faðm efri áranna; fang ellinnar.

Þessa ljóðabók hafa allir gott af að lesa.

Gróðrarskúr andans fylgir með þessari bók.

Þetta er góð bók og full af vísdómi. Af henni má sitthvað læra.

Kirkjusöfnuðir landsins gerðu vel að lesa þessa bók í starfi með öldruðum þegar hausta tekur. Hlusta á viðhorf þeirra og hvetja þá jafnvel til að tjá sig í ljóðum.

Einræður – ljóð
eftir Finn Torfa Hjörleifsson
Ljóðabókin er 69 bls.
Útgefandi er Skrudda
Kápu gerði: Gísli B. Björnsson
Litlaprent sá um prentun

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir