Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson (f. 1957) hefur ritað fjölmargar bækur um guðfræði.
Á síðasta ári kom út bók eftir hann sem ber heitið
Augljóst en hulið – Að skilja táknheim kirkjubygginga
Hann hefur skrifað nokkrar greinar í Gestagluggann sem tengjast list og trú

Útlaginn er ein af þekktustu styttum Einars Jónssonar (1874–1954). Hún var frumsýnd árið 1901 á Vorsýningunni í Charlottenborg í Kaupmannahöfn í Danmörku en núna rúmri öld síðar er m.a. afsteypu af henni að finna við suðurvegg gamla kirkjugarðsins í Reykjavík. Gerð verður grein fyrir því hvað um styttuna segir í sýningarskránni frá 1901, henni lýst í meginatriðum og greint frá því hvernig um hana hefur verið fjallað af nokkrum áhrifamönnum íslenskrar menningar en þar verða dregin fram þau þrjú meginsjónarhorn sem listaverkið hefur helst verið metið út frá. Sérstaklega verður lagt mat á það hversu borðleggjandi þessi sjónarhorn geti talist.

Listaverkið „Útilaginn“ við Hólavallagarð í Reykjavík

Útlaginn

Óhætt er að segja að Íslendingar þekki vel til styttu Einars Jónssonar af Ingólfi Arnarsyni á Arnarhóli og má fullyrða að hið sama eigi við um styttuna hans Útlagann. Þegar afsteypan af henni við suðurvegg gamla kirkjugarðsins í Reykjavík er skoðuð, blasir við veðurbarinn maður. Við fyrstu sýn virðist hann halda á göngustaf í hægri hendi, en við nánari skoðun kemur í ljós að um skóflu er að ræða. Á vinstri armlegg heldur hann á barni sem leggur hendur um háls hans, en við hlið hans gengur álíka veðurbarinn hundur. Á bakinu ber hann konu sem liggur á baki sínu á baki hans. Konan er vafin eða bundin í lak sem gæti verið rúmfatnaður. Þyngdarpunkturinn hvílir á vinstra fæti mannsins og greinilegt er að gengið er niður í móti. Andlit hans snýr til vinstri og öll áherslan í myndverkinu beinist að því. Þegar horft er á ásjónu hans, blasir við tregafull og veðurbarin ásýnd útlaga. Vangi konunnar er sömuleiðis greinilegur og einnig barnið sem þrýstir sér að honum. Klæðnaður þeirra er þjóðlegur en áberandi munur er þó á honum og áferð persónanna. Útlit konunnar er klassískt og fágað. Hún er greinilega látin og hvílir yfir henni tign og friður. Barnið er mótað í svipuðum stíl og minnir á barnslegan engil. Það er berfætt, klætt í sauðargæru og með þjóðlega húfu á höfði. Útlit þess og áferð vísar til konunnar, en klæðnaður þess til mannsins. Föt mannsins eru gróf. Sjálfur er hann þrekinn og er dreginn fram sterklegur líkami hans með sýnilegum vöðvum og æðum. Allt útlit mannsins er með natúralísku yfirbragði[1] en hundinum svipar til húsbóndans sem er veðurbarinn og jarðbundinn. Persónur styttunnar mynda þannig samhljóm. Klassískt yfirbragð konunnar vísar til mildar og göfgi  sem endurspeglast í barninu. Klæði barnsins tengjast frekar þeim jarðbundna veruleika sem útlaginn er fulltrúi fyrir. Og hundurinn virkar sem holdtekja hins jarðneska og þjóðlega. Fáguð áferð hægri handleggs útlagans gæti haft einhverja skírskotun til klassísks útlits konunnar.

Styttan gefur sterklega til kynna að hér sé fjölskylda á ferð. Byrði eiginmannsins er þung, samhliða þeirri sorg og ábyrgð sem liggur í bókstaflegri merkingu á honum. Útlaginn er í orðsins fyllstu merkingu milli lífs og dauða, það að hann heldur á barninu er táknmynd lífs og á baki hans hvílir hið liðna og dauðinn. Listaverkið er enn fremur greinilega með tilvistarlegar skírskotanir í íslenskan sagnaheim. Að útlaginn haldi á skóflu gefur til kynna ásetning hans um að jarða eiginkonu sína. Að hann skuli ganga niður í móti bendir til að hann haldi til byggða og það líklega til að jarða líkið í kirkjugarði.

Listaverkið segir þannig ekki einungis sögu heldur vísar það um leið út fyrir sig til frásagnar sem veitir því eiginlega merkingu. Slíkt þarfnast skýringar og kallar þannig á túlkun.

 

Hér sést hvernig látin kona útlagans liggur á baki hans

                                                     Takið eftir skófatnaði útlagans 

Saga og túlkun

Í sýningarskrá Vorsýningarinnar í Charlottenborg í Kaupmannahöfn árið 1901 má finna eftirfarandi lýsingu:

Verkið er byggt á myndefni sem er að hluta til sótt í íslenska sögu. Hún fjallar um útlaga sem var dæmdur fyrir afbrot, en tókst að flýja með unga konu sína til óbyggða en á dánarbeði bað hún þess eindregið að hún yrði jarðsett í vígðri jörð og verkið sýnir útlagann með látna konu sína á bakinu að næturlagi á leið til kirkjugarðsins.[2]

Í riti Ólafs Kvarans um Einar Jónsson myndhöggvara er gerð grein fyrir forsögu listaverksins. Þar segir að í einni skissu þess sé útlaginn staðsettur í inngangi kirkjugarðs sem dregur enn frekar fram baksögu þess.[3] Á undan og jafnvel jafnhliða vinnu sinni við Útlagann fékkst Einar við táknhyggju (þ.e. symbolisma) og gerði tvær skissur undir þeim áhrifum í brenndan leir, þ.e. skissurnar Dauðinn (1900) og Eigin örlög (1900).[4] Af því má ráða að listaverkið Útlaginn sé á mörkum natúralisma og táknhyggju í þroskasögu listamannsins en það er táknhyggjan sem verður ráðandi í verkum hans upp úr aldamótunum 1900. Áherslan í hugmyndinni sem listaverkið vísar til er táknfræðileg. Samkvæmt Einari á ekki að samsama það veruleikanum heldur vísa út fyrir hann eða eins og hann orðar það: „En mjer þykir aðeins vænt um þá kúnst, þar sem komið er með einhverja Orginal idé, að búa til Mynd af einhverjum, vissum manni þykir mér ekki meira tilkoma, en að búa til skó handa þeim sama, ef ég gæti“.[5] Af þessu má vel álykta að styttan af Útlaganum sé á mærum náttúralisma og táknhyggju.

Af umfjöllun um Útlagann

Finna má mismunandi áherslur hjá þeim sem fjallað hafa um listaverkið.

Í umfjöllun sinni í Ísafold, „Íslenzku listamanna efnin erlendis“ (1901), leggur Jón Helgason (1866–1942), síðar biskup, áherslu á þjóðernislegt vægi styttunnar. Hann segir að Danir eigi erfitt með að greina það, enda ekki fæddir og uppaldir með „útilegumönnunum okkar“, en það sem virki framandi á þá sé „einmitt íslenzki útilegu maðurinn, eins og eg hefi hugsað mér hann, mikilfenglegur og stórskorinn, en jafnframt göfuglyndur og tryggur“. Hann eigi ekkert skylt með sauðaþjófinum og „er boðinn og búinn til að bæta bóndanum ríkulega sauðatökuna hve nær hann getur“.[6] Markmið listaverksins samkvæmt Jóni er því þjóðlegt enda göfugt að jarða konu sína í vígðri mold.

Í grein sinni „Útilegumaðurinn‟ frá árinu 1946 grípur Halldór Laxness (1902–1998) sömuleiðis til þessarar þjóðernislegu myndar, en áherslan er í grundvallaratriðum önnur. Myndmál styttunnar er krefjandi fyrir honum enda segir hann: „ég stóð líklega sjö ára gamall […] andspænis myndinni af útilegumanninum […] þá er þessi mynd […] enn hin sama opinberun – og áskorun – og þegar ég sá hana fyrst.“[7] Styttan er Halldóri táknmynd fyrir þær breytingar sem íslenskt þjóðfélag var að ganga í gegnum og um átökin milli sveitamenningar og borgarmenningar. Þessi túlkun er að mati Jóns Karls Helgasonar ástæða þess að teikning af styttunni er höfð á kápu annars bindis af Sjálfstæðu fólki. Útilegumaðurinn er hér tákngerfingur íslenska bóndans. Útilegumaðurinn er Bjartur í Sumarhúsum.[8] Jón Helgason og Halldór Laxnes tengja útilegumanninn þannig við þjóðlega arfleið. Að mati Jóns er að finna í listaverkinu skírskotun til grunndyggða Íslendinga eða göfuglyndis og tryggð en Halldór sér frekar í útilegumanninum átök þjóðar í þrjóskri staðfestu við horfin viðmið í gjörbreyttri íslenskri samfélagsgerð.

Björn Th. Björnsson (1922–2007) staðsetur listaverkið aftur á móti í víðu samhengi félags– og listasögu. Að mati Björns eiga sér stað breytingar á Íslandi um aldamótin 1900. Nú eru það ekki bara tungumálið, sagnararfurinn og menningararfleifð hans sem skilgreina þjóðarvitund Íslendinga, heldur einnig sjálft landið og landslag þess. Fegurðin miðaðist ekki lengur við hvað landið sé búsældarlegt, heldur fær það nú sjálfstætt vægi.[9] Þetta kemur vel fram í hugmyndum manna um útlaga. Þær voru markaðar af þeirri sýn almennings að öræfin væru annað land sem byggt væri annarri þjóð sem væri líkleg „til góðrar sambúðar […] Langt fram á 19. öld fóru menn leiðangra til að svipast um eftir hinum blómlegu útilegumanna byggðum, þá einkum í Þórisdal, þar sem fé var sagt vænna, grös sætari og menn meiri að burðum en nokkurstaðar í sveitum.“[10] Björn yfirgefur í túlkun sinni hið þrönga íslenska sjónarhorn og sýnir náin skyldleika Útlagans við listaverkið Forbannet eftir Gustav Vigeland (1869–1943) sem vinnur þar með sögu ritningarinnar um Kain (1Mós 4). Björn ber myndirnar saman og bendir á að þær séu báðar hópmyndir. Í styttu Vigelands gangi persónur og hundur hlið við hlið en Einar setji þær saman í „eina steypu“. Þrátt fyrir þessi líkindi sé mynd Einars margbrotnari en hjá Viegeland. Raunsæið hjá Einari sé þó einungis á yfirborðinu. Efnið vísi sterklega til „trúarlegrar viðkvæmni“ þar sem Útlaginn vilji jarða konu sína á laun í vígðri mold og barnið líkist helst snyrtilegum engli.[11] Þannig mótist Útlaginn af togstreitu í listsköpun Einars á milli raunsæis og rómantískra áhrifa og mætti orða það svo að tilvistarleg áhersla sé hér í forgrunni.

Ólafur Kvaran leitast við að staðsetja listaverkið Útlaginn innan listasögunnar og innan höfundarferils Einars. Í náminu var Einar hvattur af kennara sínum Stephan Sinding (1846–1922) til að sækja sér myndefni í íslenska sagnararfinn og varð Einari Grettis saga þá hugleikin. Myndefnið var sem sé frá upphafi þjóðernislegt. Í útfærslu sinni grípur Einar vissulega til aðferða natúralismans, klassískrar hefðar og þýskættaðs nýbarroks, en hann er auk þess orðinn hallur undir táknhyggjuna. Nægir í því sambandi að minna á listaverkin Dauðinn og Eigin örlög sem áður hafa verið nefnd.[12] Myndefnið er auk þess með skýra þjóðernislega skírskotun sem samræmist vel lífsskoðun og hugmynd Einars um leit „hinnar útlægu sálar að þeim fjársjóði sem væri að finna í einsemd náttúrunnar“.[13]

Í BA-ritgerð Sigríðar Ernu Sverrisdóttur Einar myndhöggvari er að finna nokkuð aðrar áherslur. Hún tengir verkið við efnahagsleg og pólitísk átök í samtíð Einars þar sem Útlaginn er táknmynd einstaklings sem rís upp gegn ríkjandi regluverki. Listaverkið kennir að mati hennar að sannleikur og réttlæti standi ofar öllu því regluverki sem kirkja og stofnunarbundin kristni séu hluti af. Sigríður álítur Einar finna þessa áherslu í þeim hindúisma sem hann kynntist í guðspekinni.[14] Hún segir engu að síður að allt eins megi túlka Útlagann sem útfærslu á dæmisögu Jesú um týnda soninn (Lúk 6.11–32) og jafnvel líka þjóðernisbaráttuna.[15] Greinilegt er af ritgerð Sigríðar að listaverkið getur haft margar skírskotanir.

Listfræðingurinn Aðalsteinn Ingólfsson talar um þrjár megináherslur í myndsköpun Einars. Í fyrsta lagi er um að ræða íslenska þjóðsagnaarfleifð og þjóðernishyggju í bland við evrópska táknhyggju. Í annan stað er þar um að ræða einstaklingsdýrkun sem birtist í hugmyndinni um hinn sterka einstakling sem fer sínar eigin leiðir. Og loks í þriðja lagi tilvist mannsins og styrkur hans andspænis dauðanum og náttúruöflum.[16] Að mati Aðalsteins eru þessar hugmyndir enn í mótum hjá Einari um aldamótin 1900.

Niðurstaða

Af ofangreindu er ljóst að Útlaginn býður upp á marga túlkunarmöguleika. Þeir virðast vera gefnir með styttunni sem endurspeglar þau tímamót sem þá áttu sér stað í listsköpun Einars. Listaverkið vitnar um átök milli raunsæis, táknhyggju og rómantískra og tilvistarlegra áhrifa sem endurspeglast í mismunandi túlkunum manna á henni. Þannig hefur styttan samtal við sérhvern áhorfanda og kallar eftir túlkun hans.

Listasafn Einars Jónssonar

Heimildir

Aðalsteinn Ingólfsson, „Íslensk myndlist 1870–1970“, fyrirlestur 11 september 2019, glæra nr. 11.

Björn Th. Björnsson, Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld I. bindi, Helgafell, Reykjavík 1964.

Jón Helgason, „Íslenzku listamanna efnin erlendis“, í Ísafold 19.05. 1901, bls. 122.

Halldór Kiljan Laxnes, „Útilegumaðurinn“, í Sjálfssagðir hlutir. Ritgerðir. Helgafell, Reykjavík 1946, bls. 201–204.

Jón Karl Helgason, Hetjan og höfundurinn – Brot úr íslenskri menningarsögu, Heimskringla háskólaforlag Máls og menningar, Reykjavík 1998.

Ólafur Kvaran, Einar Jónsson myndhöggvari – Verk, táknheimur og menningarsögulegt samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2018,

„Brautryðjendur í upphafi aldar“, í Íslensk listasaga frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. 1. bindi. Landslag, rómantík og symbólismi, höfundar Júlía Gottskáldsdóttir og Ólafur Kvaran, ritstjóri Ólafur Kvaran, Forlagið og Listasafn íslands Reykjavík 2011, 46–75.

Sigríður Erna Sverrisdóttir, Einar Jónsson myndhöggvari – Táknmál í verkum Einars Jónssona. BA-ritgerð í listfræði, Hugvísindasvið Háskóla Íslands 2014.

Neðanmálsgreinar

[1] Ólafur Kvaran, Einar Jónsson myndhöggvari – Verk, táknheimur og menningarsögulegt samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2018, bls. 29.

[2] Tilvitnun er að finna í Ólafur Kvaran, Einar Jónsson myndhöggvari, bls. 28.

[3] Ólafur Kvaran, Einar Jónsson myndhöggvari, bls. 29.

[4] Ólafur Kvaran, Einar Jónsson myndhöggvari, bls. 23–24.

[5] Tilvitnun er að finna í Ólafur Kvaran, „Brautryðjendur í upphafi aldar“, í Íslensk listasaga frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. 1. bindi. Landslag, rómantík og symbolismi, höfundar Júlía Gottskáldsdóttir og Ólafur Kvaran,ritstjóri Ólafur Kvaran, Forlagið og Listasafn íslands Reykjavík 2011, bls. 53 [46–75].

[6] Jón Helgason „Íslenzku listamanna efnin erlendis“ Ísafold 19.05. 1901, bls. 122.

[7] Tilvitnun er að finna í Jón Karl Helgason, Hetjan og höfundurinn – Brot úr íslenskri menningarsögu, Heimskringla Háskólaforlag Máls og menningar, Reykjavík 1998, bls. 10. Halldór Kiljan Laxnes, „Útilegumaðurinn“, í Sjálfssagðir hlutir. Ritgerðir. Helgafell, Reykjavík 1946, bls. 201–204.

[8] Jón Karl Helgason, Hetjan og höfundurinn – Brot úr íslenskri menningarsögu, Heimskringla Háskólaforlag Máls og menningar, Reykjavík 1998, bls. 9–10.

[9] Björn Th. Björnsson, Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld, I. bindi, Helgafell, Reykjavík 1964, bls. 40–41.

[10] Björn Th. Björnsson, Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld, I. bindi, bls. 40.

[11] Björn Th. Björnsson, Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld, I. bindi, bls. 64.

[12] Ólafur Kvaran, „Brautryðjendur í upphafi aldar“, bls. 47–48. „Stíll verksins í heild, myndbyggingin og áherslan á söguleg og frásagnarkennd smáatriði er í anda nútúralisma og nýbarokks“. Ólafur Kvaran, Einar Jónsson myndhöggvari, bls. 29.

[13] Ólafur Kvaran, Einar Jónsson myndhöggvari, bls. 32.

[14] Sigríður Erna Sverrisdóttir, Einar Jónsson myndhöggvari – Táknmál í verkum Einars Jónssona. BA ritgerð í listfræði, Hugvísindasvið Háskóla Íslands 2014, bls. 5–6.

[15] Sigríður Erna Sverrisdóttir, Einar Jónsson myndhöggvari, bls. 7.

[16] Aðalsteinn Ingólfsson, „Íslensk myndlist 1870–1970“, fyrirlestur 11. september 2019, glæra nr. 11.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

 


Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson (f. 1957) hefur ritað fjölmargar bækur um guðfræði.
Á síðasta ári kom út bók eftir hann sem ber heitið
Augljóst en hulið – Að skilja táknheim kirkjubygginga
Hann hefur skrifað nokkrar greinar í Gestagluggann sem tengjast list og trú

Útlaginn er ein af þekktustu styttum Einars Jónssonar (1874–1954). Hún var frumsýnd árið 1901 á Vorsýningunni í Charlottenborg í Kaupmannahöfn í Danmörku en núna rúmri öld síðar er m.a. afsteypu af henni að finna við suðurvegg gamla kirkjugarðsins í Reykjavík. Gerð verður grein fyrir því hvað um styttuna segir í sýningarskránni frá 1901, henni lýst í meginatriðum og greint frá því hvernig um hana hefur verið fjallað af nokkrum áhrifamönnum íslenskrar menningar en þar verða dregin fram þau þrjú meginsjónarhorn sem listaverkið hefur helst verið metið út frá. Sérstaklega verður lagt mat á það hversu borðleggjandi þessi sjónarhorn geti talist.

Listaverkið „Útilaginn“ við Hólavallagarð í Reykjavík

Útlaginn

Óhætt er að segja að Íslendingar þekki vel til styttu Einars Jónssonar af Ingólfi Arnarsyni á Arnarhóli og má fullyrða að hið sama eigi við um styttuna hans Útlagann. Þegar afsteypan af henni við suðurvegg gamla kirkjugarðsins í Reykjavík er skoðuð, blasir við veðurbarinn maður. Við fyrstu sýn virðist hann halda á göngustaf í hægri hendi, en við nánari skoðun kemur í ljós að um skóflu er að ræða. Á vinstri armlegg heldur hann á barni sem leggur hendur um háls hans, en við hlið hans gengur álíka veðurbarinn hundur. Á bakinu ber hann konu sem liggur á baki sínu á baki hans. Konan er vafin eða bundin í lak sem gæti verið rúmfatnaður. Þyngdarpunkturinn hvílir á vinstra fæti mannsins og greinilegt er að gengið er niður í móti. Andlit hans snýr til vinstri og öll áherslan í myndverkinu beinist að því. Þegar horft er á ásjónu hans, blasir við tregafull og veðurbarin ásýnd útlaga. Vangi konunnar er sömuleiðis greinilegur og einnig barnið sem þrýstir sér að honum. Klæðnaður þeirra er þjóðlegur en áberandi munur er þó á honum og áferð persónanna. Útlit konunnar er klassískt og fágað. Hún er greinilega látin og hvílir yfir henni tign og friður. Barnið er mótað í svipuðum stíl og minnir á barnslegan engil. Það er berfætt, klætt í sauðargæru og með þjóðlega húfu á höfði. Útlit þess og áferð vísar til konunnar, en klæðnaður þess til mannsins. Föt mannsins eru gróf. Sjálfur er hann þrekinn og er dreginn fram sterklegur líkami hans með sýnilegum vöðvum og æðum. Allt útlit mannsins er með natúralísku yfirbragði[1] en hundinum svipar til húsbóndans sem er veðurbarinn og jarðbundinn. Persónur styttunnar mynda þannig samhljóm. Klassískt yfirbragð konunnar vísar til mildar og göfgi  sem endurspeglast í barninu. Klæði barnsins tengjast frekar þeim jarðbundna veruleika sem útlaginn er fulltrúi fyrir. Og hundurinn virkar sem holdtekja hins jarðneska og þjóðlega. Fáguð áferð hægri handleggs útlagans gæti haft einhverja skírskotun til klassísks útlits konunnar.

Styttan gefur sterklega til kynna að hér sé fjölskylda á ferð. Byrði eiginmannsins er þung, samhliða þeirri sorg og ábyrgð sem liggur í bókstaflegri merkingu á honum. Útlaginn er í orðsins fyllstu merkingu milli lífs og dauða, það að hann heldur á barninu er táknmynd lífs og á baki hans hvílir hið liðna og dauðinn. Listaverkið er enn fremur greinilega með tilvistarlegar skírskotanir í íslenskan sagnaheim. Að útlaginn haldi á skóflu gefur til kynna ásetning hans um að jarða eiginkonu sína. Að hann skuli ganga niður í móti bendir til að hann haldi til byggða og það líklega til að jarða líkið í kirkjugarði.

Listaverkið segir þannig ekki einungis sögu heldur vísar það um leið út fyrir sig til frásagnar sem veitir því eiginlega merkingu. Slíkt þarfnast skýringar og kallar þannig á túlkun.

 

Hér sést hvernig látin kona útlagans liggur á baki hans

                                                     Takið eftir skófatnaði útlagans 

Saga og túlkun

Í sýningarskrá Vorsýningarinnar í Charlottenborg í Kaupmannahöfn árið 1901 má finna eftirfarandi lýsingu:

Verkið er byggt á myndefni sem er að hluta til sótt í íslenska sögu. Hún fjallar um útlaga sem var dæmdur fyrir afbrot, en tókst að flýja með unga konu sína til óbyggða en á dánarbeði bað hún þess eindregið að hún yrði jarðsett í vígðri jörð og verkið sýnir útlagann með látna konu sína á bakinu að næturlagi á leið til kirkjugarðsins.[2]

Í riti Ólafs Kvarans um Einar Jónsson myndhöggvara er gerð grein fyrir forsögu listaverksins. Þar segir að í einni skissu þess sé útlaginn staðsettur í inngangi kirkjugarðs sem dregur enn frekar fram baksögu þess.[3] Á undan og jafnvel jafnhliða vinnu sinni við Útlagann fékkst Einar við táknhyggju (þ.e. symbolisma) og gerði tvær skissur undir þeim áhrifum í brenndan leir, þ.e. skissurnar Dauðinn (1900) og Eigin örlög (1900).[4] Af því má ráða að listaverkið Útlaginn sé á mörkum natúralisma og táknhyggju í þroskasögu listamannsins en það er táknhyggjan sem verður ráðandi í verkum hans upp úr aldamótunum 1900. Áherslan í hugmyndinni sem listaverkið vísar til er táknfræðileg. Samkvæmt Einari á ekki að samsama það veruleikanum heldur vísa út fyrir hann eða eins og hann orðar það: „En mjer þykir aðeins vænt um þá kúnst, þar sem komið er með einhverja Orginal idé, að búa til Mynd af einhverjum, vissum manni þykir mér ekki meira tilkoma, en að búa til skó handa þeim sama, ef ég gæti“.[5] Af þessu má vel álykta að styttan af Útlaganum sé á mærum náttúralisma og táknhyggju.

Af umfjöllun um Útlagann

Finna má mismunandi áherslur hjá þeim sem fjallað hafa um listaverkið.

Í umfjöllun sinni í Ísafold, „Íslenzku listamanna efnin erlendis“ (1901), leggur Jón Helgason (1866–1942), síðar biskup, áherslu á þjóðernislegt vægi styttunnar. Hann segir að Danir eigi erfitt með að greina það, enda ekki fæddir og uppaldir með „útilegumönnunum okkar“, en það sem virki framandi á þá sé „einmitt íslenzki útilegu maðurinn, eins og eg hefi hugsað mér hann, mikilfenglegur og stórskorinn, en jafnframt göfuglyndur og tryggur“. Hann eigi ekkert skylt með sauðaþjófinum og „er boðinn og búinn til að bæta bóndanum ríkulega sauðatökuna hve nær hann getur“.[6] Markmið listaverksins samkvæmt Jóni er því þjóðlegt enda göfugt að jarða konu sína í vígðri mold.

Í grein sinni „Útilegumaðurinn‟ frá árinu 1946 grípur Halldór Laxness (1902–1998) sömuleiðis til þessarar þjóðernislegu myndar, en áherslan er í grundvallaratriðum önnur. Myndmál styttunnar er krefjandi fyrir honum enda segir hann: „ég stóð líklega sjö ára gamall […] andspænis myndinni af útilegumanninum […] þá er þessi mynd […] enn hin sama opinberun – og áskorun – og þegar ég sá hana fyrst.“[7] Styttan er Halldóri táknmynd fyrir þær breytingar sem íslenskt þjóðfélag var að ganga í gegnum og um átökin milli sveitamenningar og borgarmenningar. Þessi túlkun er að mati Jóns Karls Helgasonar ástæða þess að teikning af styttunni er höfð á kápu annars bindis af Sjálfstæðu fólki. Útilegumaðurinn er hér tákngerfingur íslenska bóndans. Útilegumaðurinn er Bjartur í Sumarhúsum.[8] Jón Helgason og Halldór Laxnes tengja útilegumanninn þannig við þjóðlega arfleið. Að mati Jóns er að finna í listaverkinu skírskotun til grunndyggða Íslendinga eða göfuglyndis og tryggð en Halldór sér frekar í útilegumanninum átök þjóðar í þrjóskri staðfestu við horfin viðmið í gjörbreyttri íslenskri samfélagsgerð.

Björn Th. Björnsson (1922–2007) staðsetur listaverkið aftur á móti í víðu samhengi félags– og listasögu. Að mati Björns eiga sér stað breytingar á Íslandi um aldamótin 1900. Nú eru það ekki bara tungumálið, sagnararfurinn og menningararfleifð hans sem skilgreina þjóðarvitund Íslendinga, heldur einnig sjálft landið og landslag þess. Fegurðin miðaðist ekki lengur við hvað landið sé búsældarlegt, heldur fær það nú sjálfstætt vægi.[9] Þetta kemur vel fram í hugmyndum manna um útlaga. Þær voru markaðar af þeirri sýn almennings að öræfin væru annað land sem byggt væri annarri þjóð sem væri líkleg „til góðrar sambúðar […] Langt fram á 19. öld fóru menn leiðangra til að svipast um eftir hinum blómlegu útilegumanna byggðum, þá einkum í Þórisdal, þar sem fé var sagt vænna, grös sætari og menn meiri að burðum en nokkurstaðar í sveitum.“[10] Björn yfirgefur í túlkun sinni hið þrönga íslenska sjónarhorn og sýnir náin skyldleika Útlagans við listaverkið Forbannet eftir Gustav Vigeland (1869–1943) sem vinnur þar með sögu ritningarinnar um Kain (1Mós 4). Björn ber myndirnar saman og bendir á að þær séu báðar hópmyndir. Í styttu Vigelands gangi persónur og hundur hlið við hlið en Einar setji þær saman í „eina steypu“. Þrátt fyrir þessi líkindi sé mynd Einars margbrotnari en hjá Viegeland. Raunsæið hjá Einari sé þó einungis á yfirborðinu. Efnið vísi sterklega til „trúarlegrar viðkvæmni“ þar sem Útlaginn vilji jarða konu sína á laun í vígðri mold og barnið líkist helst snyrtilegum engli.[11] Þannig mótist Útlaginn af togstreitu í listsköpun Einars á milli raunsæis og rómantískra áhrifa og mætti orða það svo að tilvistarleg áhersla sé hér í forgrunni.

Ólafur Kvaran leitast við að staðsetja listaverkið Útlaginn innan listasögunnar og innan höfundarferils Einars. Í náminu var Einar hvattur af kennara sínum Stephan Sinding (1846–1922) til að sækja sér myndefni í íslenska sagnararfinn og varð Einari Grettis saga þá hugleikin. Myndefnið var sem sé frá upphafi þjóðernislegt. Í útfærslu sinni grípur Einar vissulega til aðferða natúralismans, klassískrar hefðar og þýskættaðs nýbarroks, en hann er auk þess orðinn hallur undir táknhyggjuna. Nægir í því sambandi að minna á listaverkin Dauðinn og Eigin örlög sem áður hafa verið nefnd.[12] Myndefnið er auk þess með skýra þjóðernislega skírskotun sem samræmist vel lífsskoðun og hugmynd Einars um leit „hinnar útlægu sálar að þeim fjársjóði sem væri að finna í einsemd náttúrunnar“.[13]

Í BA-ritgerð Sigríðar Ernu Sverrisdóttur Einar myndhöggvari er að finna nokkuð aðrar áherslur. Hún tengir verkið við efnahagsleg og pólitísk átök í samtíð Einars þar sem Útlaginn er táknmynd einstaklings sem rís upp gegn ríkjandi regluverki. Listaverkið kennir að mati hennar að sannleikur og réttlæti standi ofar öllu því regluverki sem kirkja og stofnunarbundin kristni séu hluti af. Sigríður álítur Einar finna þessa áherslu í þeim hindúisma sem hann kynntist í guðspekinni.[14] Hún segir engu að síður að allt eins megi túlka Útlagann sem útfærslu á dæmisögu Jesú um týnda soninn (Lúk 6.11–32) og jafnvel líka þjóðernisbaráttuna.[15] Greinilegt er af ritgerð Sigríðar að listaverkið getur haft margar skírskotanir.

Listfræðingurinn Aðalsteinn Ingólfsson talar um þrjár megináherslur í myndsköpun Einars. Í fyrsta lagi er um að ræða íslenska þjóðsagnaarfleifð og þjóðernishyggju í bland við evrópska táknhyggju. Í annan stað er þar um að ræða einstaklingsdýrkun sem birtist í hugmyndinni um hinn sterka einstakling sem fer sínar eigin leiðir. Og loks í þriðja lagi tilvist mannsins og styrkur hans andspænis dauðanum og náttúruöflum.[16] Að mati Aðalsteins eru þessar hugmyndir enn í mótum hjá Einari um aldamótin 1900.

Niðurstaða

Af ofangreindu er ljóst að Útlaginn býður upp á marga túlkunarmöguleika. Þeir virðast vera gefnir með styttunni sem endurspeglar þau tímamót sem þá áttu sér stað í listsköpun Einars. Listaverkið vitnar um átök milli raunsæis, táknhyggju og rómantískra og tilvistarlegra áhrifa sem endurspeglast í mismunandi túlkunum manna á henni. Þannig hefur styttan samtal við sérhvern áhorfanda og kallar eftir túlkun hans.

Listasafn Einars Jónssonar

Heimildir

Aðalsteinn Ingólfsson, „Íslensk myndlist 1870–1970“, fyrirlestur 11 september 2019, glæra nr. 11.

Björn Th. Björnsson, Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld I. bindi, Helgafell, Reykjavík 1964.

Jón Helgason, „Íslenzku listamanna efnin erlendis“, í Ísafold 19.05. 1901, bls. 122.

Halldór Kiljan Laxnes, „Útilegumaðurinn“, í Sjálfssagðir hlutir. Ritgerðir. Helgafell, Reykjavík 1946, bls. 201–204.

Jón Karl Helgason, Hetjan og höfundurinn – Brot úr íslenskri menningarsögu, Heimskringla háskólaforlag Máls og menningar, Reykjavík 1998.

Ólafur Kvaran, Einar Jónsson myndhöggvari – Verk, táknheimur og menningarsögulegt samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2018,

„Brautryðjendur í upphafi aldar“, í Íslensk listasaga frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. 1. bindi. Landslag, rómantík og symbólismi, höfundar Júlía Gottskáldsdóttir og Ólafur Kvaran, ritstjóri Ólafur Kvaran, Forlagið og Listasafn íslands Reykjavík 2011, 46–75.

Sigríður Erna Sverrisdóttir, Einar Jónsson myndhöggvari – Táknmál í verkum Einars Jónssona. BA-ritgerð í listfræði, Hugvísindasvið Háskóla Íslands 2014.

Neðanmálsgreinar

[1] Ólafur Kvaran, Einar Jónsson myndhöggvari – Verk, táknheimur og menningarsögulegt samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2018, bls. 29.

[2] Tilvitnun er að finna í Ólafur Kvaran, Einar Jónsson myndhöggvari, bls. 28.

[3] Ólafur Kvaran, Einar Jónsson myndhöggvari, bls. 29.

[4] Ólafur Kvaran, Einar Jónsson myndhöggvari, bls. 23–24.

[5] Tilvitnun er að finna í Ólafur Kvaran, „Brautryðjendur í upphafi aldar“, í Íslensk listasaga frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. 1. bindi. Landslag, rómantík og symbolismi, höfundar Júlía Gottskáldsdóttir og Ólafur Kvaran,ritstjóri Ólafur Kvaran, Forlagið og Listasafn íslands Reykjavík 2011, bls. 53 [46–75].

[6] Jón Helgason „Íslenzku listamanna efnin erlendis“ Ísafold 19.05. 1901, bls. 122.

[7] Tilvitnun er að finna í Jón Karl Helgason, Hetjan og höfundurinn – Brot úr íslenskri menningarsögu, Heimskringla Háskólaforlag Máls og menningar, Reykjavík 1998, bls. 10. Halldór Kiljan Laxnes, „Útilegumaðurinn“, í Sjálfssagðir hlutir. Ritgerðir. Helgafell, Reykjavík 1946, bls. 201–204.

[8] Jón Karl Helgason, Hetjan og höfundurinn – Brot úr íslenskri menningarsögu, Heimskringla Háskólaforlag Máls og menningar, Reykjavík 1998, bls. 9–10.

[9] Björn Th. Björnsson, Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld, I. bindi, Helgafell, Reykjavík 1964, bls. 40–41.

[10] Björn Th. Björnsson, Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld, I. bindi, bls. 40.

[11] Björn Th. Björnsson, Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld, I. bindi, bls. 64.

[12] Ólafur Kvaran, „Brautryðjendur í upphafi aldar“, bls. 47–48. „Stíll verksins í heild, myndbyggingin og áherslan á söguleg og frásagnarkennd smáatriði er í anda nútúralisma og nýbarokks“. Ólafur Kvaran, Einar Jónsson myndhöggvari, bls. 29.

[13] Ólafur Kvaran, Einar Jónsson myndhöggvari, bls. 32.

[14] Sigríður Erna Sverrisdóttir, Einar Jónsson myndhöggvari – Táknmál í verkum Einars Jónssona. BA ritgerð í listfræði, Hugvísindasvið Háskóla Íslands 2014, bls. 5–6.

[15] Sigríður Erna Sverrisdóttir, Einar Jónsson myndhöggvari, bls. 7.

[16] Aðalsteinn Ingólfsson, „Íslensk myndlist 1870–1970“, fyrirlestur 11. september 2019, glæra nr. 11.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir