Eitt fallegasta minningarmarkið í Hólavallagarði í Reykjavík er legsteinninn sem er á gröf listamannsins Muggs eða Guðmundar Thorsteinssonar (1891-1924). Fyrir nokkru var þessi legsteinn tekinn allur í gegn en hann var farinn að láta á sjá, skófir og mosi höfðu gert sig heimakomin og gyllingar voru orðnar býsna daufar. Ítalskur forvörður var fenginn til að gera að steininum og tókst það einstaklega vel eins og sést á myndinni. Steinninn er sem nýr.

Mósaíkmyndin sem prýðir steininn sem og áletrunin er gerð af danska listamanninum Elof Rysebye (1892-1961) eftir skissu sem Muggur hafði látið eftir sig. Þegar Elof frétti að Muggur hvíldi í ómerktri gröf í Hólavallagarði tók hann til sinna ráða og gekkst fyrir því að leiðið yrði merkt með þessum hætti. Þarflaust er að taka fram að G.Th. er fangamark listamannsins sem hann setti á myndir sínar.

Elof safnaði verkum Muggs og gaf síðan safnið sitt til Listasafns Íslands 1958. Þar á meðal var verkið Sjöundi dagur í Paradís. Elof kynntist aldrei Muggi í lifanda lífi en féll algjörlega fyrir list hans.

Ýmsir hafa velt fyrir sér hvaða fugl þetta sé á mósaíkmyndinni. Haft er eftir Birni Th. Björnssyni (1922-2007) listfræðingi að þetta sé örmagna mávur á leið til Íslands. Sumir sjá ekki annan fugl en svaninn í Sögunni um Dimmalimm.

Guðmundur Thorsteinsson, Muggur, fæddist á Bíldudal 1891 og var af vel stæðu fólki kominn. Hann stundaði listnám við Listaakademíuna í Kaupmannahöfn 1911-1915 og bætti við listmálaramenntun sína með námsferðum til Þýskalands, Bandaríkjanna og Ítalíu. Muggur er þekktastur fyrir nokkur verk eins og Sjöunda dag í Paradís sem er klippimynd, og myndskreytingar við Söguna af Dimmalimm sem hann samdi sjálfur. Þá er altaristaflan í Bessastaðakirkju (tölvugerð eftirmynd af töflu hans) mjög kunn en hann lauk aldrei við hana. Krítarmyndin, Kolaburður, frá 1919, er sömuleiðis mjög þekkt en hún sýnir hóp kvenna bera kolapoka frá bryggju. Loks má geta þess að hann myndskreytti íslensku mannspilin. Muggur lék líka í Sögu Borgarættarinnar 1921 en hann var mjög svo liðtækur leikari. Hann andaðist 32 ára að aldri á heilsuhæli í Danmörku en banamein hans voru berklar.

Þegar gengið er um Hólavallagarð má sjá mörg fögur minningarmörk, legsteina. Kirkjublaðið.is hefur fjallað um minningarmarkið yfir Erlendi í Unuhúsi eftir Sigurjón Ólafsson (1908-1922) myndhöggvara  og er það glæsilegt verk.

Á göngu sinni um Hólavallagarð í gær rakst Kirkjublaðið.is einnig á fallegt og mjög svo viðeigandi minningarmark yfir dansk-íslenska sellóleikaranum Erling Blöndal Bengtsson (1932-2013) sem hvílir ekki langt frá Muggi. Verkið er eftir danska myndhöggvarann Gottfred Eickhoff (1902-1982). Annað verk er að finna af Erling í Reykjavík fyrir utan Hörpuna og kannast margir við það og höfundur þess er Ólöf Pálsdóttir (1920-2018), myndhöggvari. Mikill munur er á þessum tveimur verkum Ólafar og Eickhoffs þó að þau virðist vera nokkuð svipuð og átta glöggir lesendur sig kannski á því og þá er ekki verið að tala um stærð listaverksins heldur sérstaklega eitt atriði.

Þess má geta í lokin að Hólavallagarður var friðlýstur í sumar. Garðinum má því ekki breyta og það ber að varðveita hann eins og hann er, skipulag hans, kirkjugarðsvegginn allan, klukknaportið og útlit garðsins almennt.

Erling Blöndal Bengtsson – faðir hans var danskur en móðirin íslensk

 

Hér má lesa athyglisvert viðtal við Elof Rysebye.

Leiði Muggs í Hólavallagarði við Suðurgötu er að finna í reit: B-15-16.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Eitt fallegasta minningarmarkið í Hólavallagarði í Reykjavík er legsteinninn sem er á gröf listamannsins Muggs eða Guðmundar Thorsteinssonar (1891-1924). Fyrir nokkru var þessi legsteinn tekinn allur í gegn en hann var farinn að láta á sjá, skófir og mosi höfðu gert sig heimakomin og gyllingar voru orðnar býsna daufar. Ítalskur forvörður var fenginn til að gera að steininum og tókst það einstaklega vel eins og sést á myndinni. Steinninn er sem nýr.

Mósaíkmyndin sem prýðir steininn sem og áletrunin er gerð af danska listamanninum Elof Rysebye (1892-1961) eftir skissu sem Muggur hafði látið eftir sig. Þegar Elof frétti að Muggur hvíldi í ómerktri gröf í Hólavallagarði tók hann til sinna ráða og gekkst fyrir því að leiðið yrði merkt með þessum hætti. Þarflaust er að taka fram að G.Th. er fangamark listamannsins sem hann setti á myndir sínar.

Elof safnaði verkum Muggs og gaf síðan safnið sitt til Listasafns Íslands 1958. Þar á meðal var verkið Sjöundi dagur í Paradís. Elof kynntist aldrei Muggi í lifanda lífi en féll algjörlega fyrir list hans.

Ýmsir hafa velt fyrir sér hvaða fugl þetta sé á mósaíkmyndinni. Haft er eftir Birni Th. Björnssyni (1922-2007) listfræðingi að þetta sé örmagna mávur á leið til Íslands. Sumir sjá ekki annan fugl en svaninn í Sögunni um Dimmalimm.

Guðmundur Thorsteinsson, Muggur, fæddist á Bíldudal 1891 og var af vel stæðu fólki kominn. Hann stundaði listnám við Listaakademíuna í Kaupmannahöfn 1911-1915 og bætti við listmálaramenntun sína með námsferðum til Þýskalands, Bandaríkjanna og Ítalíu. Muggur er þekktastur fyrir nokkur verk eins og Sjöunda dag í Paradís sem er klippimynd, og myndskreytingar við Söguna af Dimmalimm sem hann samdi sjálfur. Þá er altaristaflan í Bessastaðakirkju (tölvugerð eftirmynd af töflu hans) mjög kunn en hann lauk aldrei við hana. Krítarmyndin, Kolaburður, frá 1919, er sömuleiðis mjög þekkt en hún sýnir hóp kvenna bera kolapoka frá bryggju. Loks má geta þess að hann myndskreytti íslensku mannspilin. Muggur lék líka í Sögu Borgarættarinnar 1921 en hann var mjög svo liðtækur leikari. Hann andaðist 32 ára að aldri á heilsuhæli í Danmörku en banamein hans voru berklar.

Þegar gengið er um Hólavallagarð má sjá mörg fögur minningarmörk, legsteina. Kirkjublaðið.is hefur fjallað um minningarmarkið yfir Erlendi í Unuhúsi eftir Sigurjón Ólafsson (1908-1922) myndhöggvara  og er það glæsilegt verk.

Á göngu sinni um Hólavallagarð í gær rakst Kirkjublaðið.is einnig á fallegt og mjög svo viðeigandi minningarmark yfir dansk-íslenska sellóleikaranum Erling Blöndal Bengtsson (1932-2013) sem hvílir ekki langt frá Muggi. Verkið er eftir danska myndhöggvarann Gottfred Eickhoff (1902-1982). Annað verk er að finna af Erling í Reykjavík fyrir utan Hörpuna og kannast margir við það og höfundur þess er Ólöf Pálsdóttir (1920-2018), myndhöggvari. Mikill munur er á þessum tveimur verkum Ólafar og Eickhoffs þó að þau virðist vera nokkuð svipuð og átta glöggir lesendur sig kannski á því og þá er ekki verið að tala um stærð listaverksins heldur sérstaklega eitt atriði.

Þess má geta í lokin að Hólavallagarður var friðlýstur í sumar. Garðinum má því ekki breyta og það ber að varðveita hann eins og hann er, skipulag hans, kirkjugarðsvegginn allan, klukknaportið og útlit garðsins almennt.

Erling Blöndal Bengtsson – faðir hans var danskur en móðirin íslensk

 

Hér má lesa athyglisvert viðtal við Elof Rysebye.

Leiði Muggs í Hólavallagarði við Suðurgötu er að finna í reit: B-15-16.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir