Kirkjublaðið.is hefur áður fjallað um altaristöflur frá siðbótartíma og reynt að greina þær.

Þriggja þrepa nálgun menningarfræðingsins Erwin Panofskys (1892-1968) er eins og leiðarvísir til skilnings á því hvað listaverk hefur að geyma. Fyrsta þrepið er víðáttumikið og verkið er skoðað sem heild sem blasir við augum (íkónógrafíska þrepið.) Nánari athugun á verkinu fer fram í öðru þrepi (íkónólógiska þrepinu.) Í þriðja þrepi er glímt við hina óeiginlegu merkingu og kafað dýpra en á fyrri þrepum. (2)

Það listaverk sem verður leitast við að greina er altaristafla 3 í Borgarkirkjunni (Stadtkirche) í Wittenberg í Þýskalandi. Höfundur hennar er Lucas Cranach eldri (1472-1553), hirðmálari og borgarstjóri. Þýskur endurreisnarmálari. Sonur hans og alnafni kom einnig að gerð þessarar töflu. 4

Altaristafla þessi er þrískipt (e. triptych) en skoðast sem eitt verk. Talað er um miðhluta sem er aðalmyndflötur töflunnar og vængi til beggja hliða. Þessari altaristöflu fylgir og undirtafla (ít. predella). 5 Henni er hægt að loka, tvær myndir eru á sitt hvorum vængnum framanverðum og verða þær ekki teknar hér til umræðu.

Tilgáta sú sem glímt verður við í þessum orðum felst í þeirri fullyrðingu að umrætt listaverk, altaristafla, sé trúarpólitískt 6 og hafi verið ætlað að styðja við kenningar siðbótarmannsins Marteins Lúthers og gefa honum aukið vægi. 7

Verkið skoðað í heild sinni

Þegar allt verkið er virt fyrir sér er ekki annað að sjá en misfjölmenna hópa fólks við einhver tilefni. Á vinstri væng töflunnar stendur hópur fyrir framan hringlaga brunn eða tunnu, skírnarfont, og skríður barn þar á barminum. Maður heldur á bók og handklæði hægra megin, og vinstra megin heldur annar maður á púða. Í forgrunni má og sjá konur. Flestir snúa baki í rýnanda. Í hægra horni sér í glugga með hringlaga rúðum.

Miðhlutinn sýnir einhvers konar borðhald, karlmenn sitja í hring – nema hvað einn stendur – alls fjórtán karlar. Andlitssvipur þeirra er með ýmsum hætti. Bak mönnunum er gluggi og sér í vænt tré vinstra megin og hægra megin kastala. Gluggakarmur skilur þar á milli.

Hægri vængur myndarinnar sýnir krjúpandi mann og aðra í kringum hann – og þrjár konur. Einn mannanna leggur lykil á höfuð þess er gerir knéfall og heldur á öðrum í vinstri hendi. Í vinstra horni sér í glugga með hringlaga rúðum.

Undirtaflan

Undirtaflan (ít. predella) sýnir svo krossfestingu, og hóp fólks vinstra megin sem horfir á, karlar, konur og börn. Lendaklæði hins krossfesta flaksast til beggja hliða og skapar hreyfingu í verkið sem og útrétt hönd prédikarans. Hægra megin er maður í svartri skikkju í prédikunarstól sem gengur út úr vegg; maðurinn bendir til hins krossfesta. Fyrir framan hann er opin bók – eða ræðan á lausum blöðum. Fólkið og skikkjuklæddi maðurinn virðist horfast í augu. Litur myndanna allra ber með sér gult yfirbragð og milt, rauðleitum blæ slær yfir allt.

Á prédikunarstólnum er mynd af fugli.

Þessi fyrsti hluti aðferðar Panofskys er að mörgu leyti varfærinn og kannski settur fram til að hemja hugann. Eflaust skynjar fólk myndir misjafnlega. Sumir sjá strax heildina. Aðrir eitthvað eitt sem sker sig úr. Enn aðrir tengja myndefnið kannski við einhverja aðra mynd. Segja má að það sé skynsamlegt að láta augu hvarfla yfir verk í fyrstu og einkum ef það er stórt – til að átta sig á heild og hvað hugsanleg nær að fanga athygli rýnanda. Það á við um þessa mynd.

Aðferð í þremur þrepum er líka að mörgu leyti ágæt leið til að ana ekki að neinu heldur til að koma skipulagi á hugsunina. Forathugun er mikilvæg því að hún leggur línuna ef svo má segja. Form og efni er skoðað án þess að kveða upp úr um það á þessu stigi – sumt er kunnuglegt úr hversdeginum, form og merking þeirra auk innsæis; staðreyndir og tjáning. 8

Nánari athugun á verkinu

Í öðrum greiningarhluta aðferðar Panofskys, nánari athugun (íkónógrafíska þrepið) sem nú hefst er kafað dýpra ofan í verkið á grundvelli þekkingar á myndstefjum og öðru því er kann að koma fyrir í verkinu. Hér er og til að taka það sem myndrýnir að auki les sig til um efnið að gefnu tilefni.

Sú staðreynd að um er að ræða altaristöflu kallar sjálfkrafa til almennrar trúarlegrar tilvísunar sem rýnt verður nánar í og spurt meðal annars hvort hún er hefðbundin eða nýstárleg.

Ljóst er að verkið fléttar saman 16. öld og 1. öld – persónur frá báðum öldum koma fram og myndefni sömuleiðis.

Skírn – vinstri vængur

Mynd á vinstri væng er frá skírnarathöfn. Skírnarfontar voru fyrrum djúpir og víðir vegna þess að börnum var stungið á bólakaf í vatnið – vatn sést enda drjúpa yfir barnið úr hægri lófa karlmanns sem hallar ögn höfð til hægri. Þetta hefur ekki verið niðurdýfingarskírn. Handþerran til að strjúka vatn af barninu er til reiðu hjá þeim manni sem heldur á helgri bók. Sömuleiðis púðinn sem hinn hvítskeggprúði maður heldur á – þar á að leggja barnið. Viðstaddir, karlar og konur, eru prúðbúnir.

Miðhluti myndar: Þá er þess að geta að í hefðbundnum kvöldmáltíðarmyndum eru það lærisveinar Krists sem sitja þar til borðs með honum og hann gjarnan fyrir miðju eða enda borðs. Hér hefur sú hefð riðlast og aðrir komnir á vettvang sem er nýstárlegt. Það eru meðal annars nafngreindir siðbótarmenn og Lúther snýr sér að manni er afhendir honum glas – sá er Cranach. 9 Lúther er auðþekkjanlegur vegna þess að höfundur þessarar þrískiptu myndar málaði fræga mynd af honum þegar hann var í útlegð, bannfærður og réttdræpur og leyndist í Wartborgarkastala; gekk undir nafninu Jörg junkari.

Kristur vinstra megin – kvöldmáltíðin

Kristur situr vinstra megin í bláum kyrtli og lærisveinninn Jóhannes sem sagt var að Jesús hefði elskað 10 hallar sér að brjósti hans. Páskalambið er á borðum og svipur nærstaddra óráðinn. Júdas, lærisveinninn sem sveik Jesú er við borðið, hægra megin og fótur hans fer út fyrir hring lærisveinanna, rýfur hringinn. Það sér í pyngju hans með silfurpeningunum þrjátíu. Pyngjan er með þremur hvítum hnöppum og rauðir dílar inni í þeim. Auk þess ganga reimar niður úr henni. Svo er að sjá sem Jesús stingi einhverju upp í munn hans meðan Jóhannes kúrir upp við brjóst hans.

Hér sitja siðbótarmenn til borðs, hafa rutt nokkrum postulum til hliðar enda þótt til dæmis Pétur postuli fljóti þarna með (hægra megin við Krist). Myndin hefur á vissan hátt breytt um hlutverk, er ekki helgimynd eins og áður, heldur þjónar að hluta til öðrum tilgangi, sem trúarpólitískt verk til að koma nýjum áherslum að.

Sitthvað má lesa úr svip lærisveinanna sem er ólíkur frá einum til annars. En Lúther horfir ögn upp til þess sem færir honum glas, syni Cranachs málarans. Þessi stund dregur dám sitt af hinni grafalvarlegu fullyrðingu frelsarans: „Einn af ykkur mun svíkja mig.“ 11 Til að sýna hver það er virðist hann stinga brauði upp í viðkomandi. 12 Mætti yfirfæra þetta tákn á Rómarkirkjuna – hún hafi svikið frelsarann? Það er að sönnu tilgáta – kannski of siðbótarpólitísk – en gæti skotið stoð undir málstað Lúthers. Mótmæli Lúthers snerust um að páfinn í Róm hefði farið út af sporinu og meira en það. 13 Og Lúther sé þarna kominn til að rétta kúrsinn við?

Hægri vængur töflunnar sýnir mann veita iðrandi syndara aflausn og setur lykil á höfuð hans – með vísan til þess að kirkjan hafi lyklavald að æðri bústöðum. 14 Hann heldur og á öðrum lykli í hægri hönd. 15

Undirtaflan er helguð hinu mælta orði í kirkjunni, prédikuninni, og þeirri guðfræði sem í henni er fram borin. Það er guðfræði krossins að hætti Lúthers sem gæti verið stefið hér. Myndin á prédikunarstólnum er af fugli, líkast til erni. Örn var tákn guðspjallamannsins Jóhannesar. Örninn táknar líka upprisuna, táknar einnig Krist. Sömuleiðis er hann tákn fyrir hið nýja líf sem byrjar með skírn og þeirrar náðar sem styrkir kristna manneskju. 16 Þannig tengjast undirtaflan og vinstri vængur töflunnar sem sýnir skírn. Táknræn gildi eru og sterk – sem Panofsky segir að séu listamanninum oft ómeðvituð. 17

Hvað þennan þátt rýningar snertir þá er rýnanda ekki ætíð ljóst hvað eigi nákvæmlega við í hverju þessu þrepi eða því næsta. Þess vegna skríður kannski sitthvað á milli þegar rýnanda skriðnar fótur í rýni sinni. En þessi þrep eða hólf eru kannski ekki vatnsheld; má vera að gott sé að það dreypi á milli.

Merking verksins

Þá er komið að því að skoða verkið út frá þriðja greiningarhluta í anda Panovskys, þar sem grafist er fyrir um merkingu og innihald (íkónólógíska þrepið).

Umræddri altaristöflu Lucasar Cranach var komið fyrir í Borgarkirkjunni í Wittenberg árið 1547, ári eftir andlát Lúthers.

Samkvæmt guðfræði Lúthers var skírn sakramenti (náðarmeðal/leyndardómur) og einhugur með hinni kaþólsku kirkju um það. Hér er það hins vegar maður að nafni Filippus Melankton sem skírir en hann var náinn aðstoðarmaður Lúthers en ekki prestvígður. Með því kann að vera lögð áhersla á eitt kenningaratriða Lúthers, sem var hinn almenni prestsdómur 18, og að hverjum kristnum manni væri heimilt að skíra barna í ákveðnum aðstæðum.

Skírnin á vinstri væng töflunnar ítrekar ennfremur þá skoðun Lúthers að skírn væri barnaskírn en ekki fullorðinna eins og margir héldu fram – hún væri ekki heldur endurskírn. Um þetta var hann sammála hinni kaþólsku kirkju. Á þessum tíma voru ýmsar hreyfingar sem vildu bæði fullorðinna skírn og endurskírn, gegn þeim barðist Lúther. Það er vinur hans sem skírir, óvígður maður, kannski listmálaraleyfi/skáldaleyfi – eða vísan til hins almenna prestsdóms. 19

Við hefðbundnar kvöldmáltíðarmyndir eru það lærisveinar Krists sem sitja til borðs með honum. Þrettán. Á miðhluta altaristöflunnar eru fjórtán viðstaddir. Þar þekkist Lúther og tekur mót glasi úr hendi þjóns sem sagður er hafa verið Lucas Cranach yngri. 20

Lúther er settur á bekk með fyrstu lærisveinum Jesú með táknrænum hætti og gefinn því staða postula. Vissulega var listamanninum ljóst að Lúther hafði ekki verið viðstaddur síðustu kvöldmáltíðina. En segja má að þetta sé allegórísk myndsneið hjá honum að koma Lúther þarna fyrir. Hann er að segja aðra sögu en þá að Lúther hafi verið viðstaddur. Hvaða sögu? Jú, að hann hafi verið það nálægur frelsaranum í sínum anda og Biblíufræðum að það komi nánast niður í sama stað að hann hafi verið viðstaddur máltíðina.

Þegar Lúther frétti að listamaðurinn hefði sett hann þarna við borðið brást hann illa við og sagðist vera sem hver annar illa þefjandi rakki. 21 Útsýnið á miðfletinum mun vera frá Ágústínusarklaustrinu í Wittenberg þar sem Lúthers og fjölskylda bjuggu í. 22 Með því að setja Lúther til borðs með frelsaranum á heimaslóðum er listamaðurinn að styrkja stöðu hans og sem vægi postula. Einnig orðum hans. Skilningi hans á kvöldmáltíðarsakramentinu er veittur aukinn stuðningur með því – nærvera með sérstökum hætti.

Lúther taldi að þau sem gengju til altaris ættu að fá hvort tveggja brauðið og vínið en kaþólska kirkjan heldur enn þann í dag víninu frá (aðeins prestarnir fá það). Hér kemur skýrt fram á miðhlutanum að leikmenn fá ekki aðeins brauðið heldur og vínið. Þannig verður þessi myndþráður einnig siðbótarpólitískur (kannski jafnvel „sakramentispólitískur“!), boðar það sem siðbótarmaðurinn Marteinn Lúther hélt fram hvað þetta snertir. Hver sem myndin lítur getur samsamað sig þeim sem þar eru og fundið að hann eða hún er verðugur að njóta brauðs og víns í þessari tilteknu helgu athöfn. Þarna liggur djúp merking – og sterk skoðun sem er ekki legið á.

Hægri vængur altaristöflunnar, þar sem veitt er aflausn snýst líka um sakramentið 23 – að skoðun Lúthers. Það er maður að nafni Jóhannes Bugenhagen, vinur Lúthers, sem veitir sakramentið. 24 Það var þó nokkurt vald sem fólst í því að veita aflausn frá syndum. 25

Lúther prédikar og bendir á krossinn

Undirtaflan sýnir Lúther tala úr prédikunarstól Borgarkirkjunnar en hún skipaði sérstakan sess í huga hans – var uppáhaldskirkjan hans – í borginni sem hann bjó í og starfaði sem prófessor við háskólann. Hann bendir til hins krossfesta Krists sem leið fyrir syndir mannanna, og opinberaði Guð sig fyrir mönnunum með þeim hætti. Upprisa hins krossfesta var grundvöllur trúar – og maðurinn réttlætist fyrir trúna eina, ekki nein verk eins og kaþólskir kenndu, aðeins trúna. Lúthersk kirkja er oft kölluð kirkja orðsins og hið talaða orð, prédikunin, skipar öndvegi í henni. Í þessu sambandi er rétt að geta guðfræði krossins hjá Lúther er höfuðatriði í kenningum Lúthers. 26

Sú tilgáta sem sett var fram hér í upphafi þess efnis að um væri að ræða trúarpólitískt verk til stuðnings skoðunum Marteins Lúthers, skal nú áréttuð með eftirfarandi hætti:

Munkurinn Marteinn Lúther (1483-1543) gerði uppreisn gegn kaþólsku kirkjunni með formlegum hætti 31. október 1517. Hann var bannfærður af kaþólsku kirkjunni árið 1521 til dauðadags og réttdræpur ef til hans næðist. 27 Það var hvort tveggja í senn trúarleg uppreisn sem og pólitísk enda trú og stjórnmál nátengd á þeim tíma. Auk þess sem skoðanir hans urðu þess valdandi að greint var glöggar en áður milli hins veraldlega valds og þess andlega.

Nokkur atriði stóðu upp úr í andstöðu hans gegn kirkjunni og túlkunum hans á grundvallaratriðum eins og Biblíuskilningi, skírn og kvöldmáltíð 28 – og skriftir. 29

Niðurstaða

Listamaðurinn tekur afdráttarlausa stöðu með mótmælandanum Marteini Lúther með því að sýna sakramentin þrjú á afgerandi hátt á altaristöflunni í Borgarkirkjunni í Wittenberg í anda þess skilnings sem Lúther hafði á þeim. Tekur trúarpólitíska afstöðu með honum. Sjálfur var listamaðurinn vel metinn borgari í Wittenberg. Hann lyfti með öðrum orðum Lúther upp og skýtur stoðum undir minningu hans þar sem Lúther hafði látist árinu áður en verkið var sett upp, þ.e. 1546.

Menningarsögulegt gildi verksins felst í þeirri stöðu sem siðbótarmanninum Marteini Lúther er fengið í verkinu.

Altaristaflan hefur verið kölluð „siðbótartaflan“ eða „trúarjátning siðbótarinnar.“ 30 Það eitt og sér sýnir mikilvæg hennar í ljósi þessarar sögu.

Greining Panovskys nær vel til þessa þriðja hluta enda er litið yfir völlinn og menningarásýnd hans skoðuð, einkenni og tákn, ræð sem óráð, saga og bókmenntir, list og fræði, tekin í þjónustu þessa þreps til þess að grafast fyrir um merkingu verksins. Þetta er aðferð til að greina með skipulögðum hætti list sem er sett fram og spyrja grundvallarspurningar: hvað er verið að segja með þessu verki? Vill listamaðurinn koma einhverjum sérstökum skilaboðum á framfæri? Eru þau dulin, til dæmis fólgin í táknum – o.s.frv. Er boðskapur verksins sá hinn sami og þá það var sýnt fólki á öðrum tíma í sögunni en nú?

Það getur eflaust verið álitamál hvort fetað skuli með þessum hætti andspænis listaverki. Kosturinn er sá að ekki er rasað um ráð fram.

Aðferð Panofskys takmarkast ekki af sjálfri sér að öllu leyti heldur og þeim er henni beitir. Hvernig? Jú, setjum svo að skoða eigi listaverk úr framandi menningarheimi, með nokkrum táknum og menningarlegum tilvísunum, sem rýnandi kann engin skil á. Þá er hann skák og mát – að minnsta kosti í bili. Hann getur sannarlega aflað sér upplýsinga um aðra menningarheima og tákn sem þeim fylgja. Slíkt þekkir fólk sem horfir á framandi list.

En dauða aðferðarinnar er ekki spáð þó svo menn hafi talið hana stundum flókna og hún orðið enn flóknari með breyttu samfélagi og nýrri listsköpun. Hún er listsöguleg aðferð (þ. gesichtliche Methode) og menningunni nauðsynleg að áliti sumra listfræðinga. 31

Þá má og spyrja hvort aðferð Panofskys sé ekki gerð fyrir menntaða millistétt og líti framhjá listneyslu annarra lægri stétta. Íkónólógísk túlkun gerir þó nokkuð viðameiri kröfur til athugandans heldur en almenna athugun 32 – ætli mætti ekki segja að þetta sé aðferð hins menntaða manns? En það á nú við um svo margt þegar öllu er á botninn hvolft.

Tilvísanir
 1. Sjá til dæmis List í þágu málstaðar og Trúfræðipólitískur boðskapur og list.
 2. Erwin Panofsky, Iconography and Iconology: An Introduction to the Study of Renaissance Art, 220-235 og: Alice Bowden, Who the Hell is Erwin Panofsky? And what are his theories on art history all about? 52-57. Áður höfðu nokkrir listfræðingar glímt við aðferðina og settu sér sérstaklega það takmark að greina kistna list (e. Christian religious art) 16. og 17. aldar og setja fram einhvers konar alfræðirit um hugtök þeirra og tákn og gera þar með athuganir á listaverkum mun vísindalegri en áður. Hér er átt við listfræðingana Anton Springer og Émile Mâle (sjá 51).
 3. Altaristafla er trúarlegt myndverk sem er gjarnan fyrir ofan kirkjualtari sem er helgasti tilbeiðslustaður kirkjuhússins. Oft er sagt að kirkja sé reist utan um altari. Sjá: Arngrímur Jónsson, Hátterni í kirkjusiðum, Reykjavík , Bjartur 1995, 19.
 4. Gunnar Kristjánsson, Marteinn Lúther – Svipmyndir úr siðbótarsögu, 172. Sonur Cranachs og alnafni vann að töflunni með föður sínum, sjá: Hartmund Ellrich, Auf den Spuren von Lucas Cranach d. Ä., Erfurt, Sutton Verlag, 54. Einnig: Maria Schülze, Lutheraltarbilder Kunsthistorische, kirchenhistorische und theologische Betrachtungen zu evangelischen Altären mit Darstellungen Martin Luthers im 16. Jahrhundert.  Sótt 23. janúar 2024, 16 og 95.
 5. Skiptar altaristöflur eru venjulega heild þótt einhvers konar rammi sé utan um hverja mynd og hlutar þeirra nefndir vængir (til hliðanna, vinstri og hægri), miðhluti, miðtafla, þrískipt tafla, og undirtafla (sökkull töflunnar með áletrun eða mynd). Dæmi um orðanotkun í þessum dúr má finna hjá: Þóra Kristjánsdóttir, Mynd á þili – íslenskir myndlistarmenn á 16., 17. og 18. öld, p. 121, 122, 123, 131, og Gunnar Kristjánsson, Gengið í guðshús, Reykjavík 1988, 50. Altaristafla er líka víða kölluð altarisbrík.
 6. Hvert það verk sem teflir fram trúarskoðunum sem eru umdeildar og ekki samþykktar af þorra fólks má skilgreina sem trúarpólitískt.
 7. Marteinn Lúther var afkastamikill maður og tímamótamaður í uppreisn sinni gegn páfa og miðaldakirkju. Kunnastur er hann fyrir andstöðu sína gegn braski kaþólsku kirkjunnar með s.k. aflátsbréf þar sem fólk keypti sig laust frá syndum og þurfti því að dveljst skemur í hreinsunareldinum samkvæmt kenningum kirkjunnar. Í augum Lúthers var Biblían Guðs orð og opin til túlkunar (sola scriptura= rtiningin ein) og taldi kjarna hennar vera fagnaðarerindið um Jesú Krist. Manneskjan réttlættist frammi fyrir Guði fyrir trúna en ekkert annað (sola fide=trúin ein). Sakramenti kirkjunnar væru skírn, kvöldmáltíð og skriftir – kaþólska kirkjan segir þau vera sjö. Mikilvægt stef í guðfræði Lúthers er guðfræði krossins (lat. theologia crucis).
 8. Erwin Panofsky, Iconography and Iconology: An Introduction to the Study of Renaissance Art, 220-221.
 9. Gunnar Kristjánsson, Marteinn Lúther – Svipmyndir úr siðbótarsögu, 333.
 10. Jóhannesarguðspjall 20.2, Biblían, (11. íslenska útgáfan).
 11. Sjá Markúsarguðspjall 14.18-21: „Þegar þeir sátu að borði og mötuðust sagði Jesús: ‚Sannlega segi ég ykkur: Einn af ykkur mun svíkja mig, einn sem með mér etur.‘ Þeir urðu hryggir við og sögðu við hann, einn af öðrum: ‚Er það ég?‘ Hann svaraði þeim: ‚Það er einn þeirra tólf. Hann dýfir brauðinu í fatið með mér. Mannssonurinn fer að sönnu héðan svo sem um hann er ritað en vei þeim manni sem því veldur að Mannssonurinn verður framseldur. Betra væri þeim manni að hafa aldrei fæðst.‘ “ Biblían, (11. íslenska útgáfan).
 12. Thomas R. Hoffmann, Luther – eine Ikone wird ersschaffen im Bild, 43.
 13. Lúther líkti páfanum t.d. við Antikrist (höfuðandstæðing Krists) og ásakaði páfa fyrir villutrú, sjá: Gunnar Kristjánsson, Marteinn Lúther – Svipmyndir úr siðbótarsögu, 89-90.
 14. Frithiof Dahlby, Symboler og tegn i den kristne kunst, p. 77-78. Samanber og orð Jesú við Pétur: „Ég mun fá þér lykla himnaríkis og hvað sem þú bindur á jörðu mun bundið á himnum og hvað sem þú leysir á jörðu mun leyst á himnum.“ (Biblían, Matteusarguðspjall 16.19, (11. íslenska útgáfan).
 15. Tákn lyklavaldsins voru oftast tveir lyklar. Sjá: George Ferguson, Signs and symbols in christian art, 176.
 16. George Ferguson, Signs and symbols in christian art, 17.
 17. Erwin Panofsky, Iconography and Iconology: An Introduction to the Study of Renaissance Art, 223.
 18. Marteinn Lúther, Til hins kristna aðals þýskrar þjóðar – um siðbót þeirrar kristilegu stéttar árið 1520, 54.
 19. Einar Sigurbjörnsson, Credo – kristin trúfræði, 356-358.
 20. Gunnar Kristjánsson, Marteinn Lúther – Svipmyndir úr siðbótarsögu, 333. – Listamaðurinn Lucas Cranach eldir (faðir hins yngri) voru miklir vinir. Hann var einlægur stuðningsmaður Lúthers og hafði málað margar myndir af honum, hann var hirðmálari Friðriks vitra kjörfursta, þess er hélt verndahendi yfir Lúther.
 21. Stanford, Peter, Martin Luther – catholic dissident, 9.
 22. Sami, 7.
 23. Sakramenti þýðir leyndardómur og má skilgreina svo: Athöfn sem byggir á orðum Krists og og atferli.
 24. Bennie Noble, Lucas Cranach Elder – Art and Devotion of the German Reformation, location 1340.
 25. Skírn og heilög kvöldmáltíð eru sakramenti lútherskrar kirkju – Lúther taldi skriftir vera á mörkum þess að vera sakramenti, sjá: Einar Sigurbjörnsson, Credo – kristin trúfræði, 372-373.
 26. Gunnar Kristjánsson, Marteinn Lúther – Svipmyndir úr siðbótarsögu, p. 189: „Í guðfræði krossins er lögð á það áhersla að Guð sé aðeins að finna á krossinum og í þjáningunni, þar nálgist Guð manninn með óvæntum hætti. Guðfræði krossins er því stefnt gegn visku og styrk mannsins en um leið er umræðunni beint að krossinum og þeim leyndardómi sem hann felur í sér. … Guð sýnir styrk sinn í að reisa hinn krossfesta frá dauðum.“
 27. Sami, 91.
 28. Sakramenti rómversk-kaþólsku kirkjunnar eru níu að tölu. Sakramenti telst vera athöfn sem Jesús Kristur stofnaði og hægt er að vísa til hans sjálfs og ritningarstaða því til stuðnings. Lúther taldi sakramentin aðeins vera þrjú: skírn, kvöldmáltíð og að auki skriftir sem yfirbót fylgir en hefur oft verið kallað týnda sakramentið – hvarf síðar úr kirkjulífinu. Orðið sakramenti þýðir leyndardómur.
 29. Einar Sigurbjörnsson, Credo – kristin trúfræði, 391.
 30. Gunnar Kristjánsson, Marteinn Lúther – Svipmyndir úr siðbótarsögu, 333.
 31. Frank Büttner, Andre Goddagn, Einführung in die Ikononographie – Wege zur Deutung von Bildinhalten, 275.
 32. Erwin Panofsky, Iconography and Iconology: An Introduction to the Study of Renaissance Art, 227.

  Heimildir

  Arngrímur Jónsson, Hátterni í kirkjusiðum, Reykjavík, Bjartur, 1995.

  Bowden, Alice, Who the Hell is Erwin Panofsky? And what are his theories on art history all about? Woolverstone: Bowden and Brazil Ltd., 2019.

  Büttner, Frank, Goddagn, Andre, Einführung in die Ikononographie – Wege zur Deutung von Bildinhalten, München: Verlag C.H.Beck, 2019.

  Dahlby, Frithiof. Symboler og tegn i den kristne kunst. Kaupmannahöfn: Bogtrykkeri Tönder, 1979.

  Einar Sigurbjörnsson. Credo – kristin trúfræði. Reykjavík: Háskólaútgáfan og Guðfræðistofnun, 1989.

  Ferguson, George, Signs and symbols in christian art, New York: Oxford University Press, 1976.

  Gunnar Kristjánsson, Gengið í guðshús, Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1988.

  Gunnar Kristjánsson. Marteinn Lúther – Svipmyndir úr sögu siðbótar. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2014.

   

  Hartmund, Ellrich, Auf den Spuren von Lucas Cranach d. Ä., Erfurt, Sutton Verlag, 2012.Hoffmann, Thomas R. , Luther – eine Ikone wird ersschaffen im Bild, Stuttgart: Belser, 2017.

  Lúther, Marteinn, Til hins kristna aðals þýskrar þjóðar – um siðbót þeirrar kristilegu stéttar árið 1520, (ísl. þýðing Vilborg Ísleifsdóttir), Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2012.

  Noble, Bonnie. Lucas Cranach the Elder: Art and Devotion of the German Reformation.

  Lanham: University Press of America, 1984.

  Panofsky, Erwin. „Iconography and Iconology. An Introduction to the Study of Renaissance Art.“ Í An Introduction to the Study of Renaissance Art, ritstj. Donald Preziosi, 220-236. Oxford: Oxford University Press, 2009.

  Stanford, Peter, Martin Luther – catholic dissident, London: Hodder and Stoughton, 2017.

  Þóra Kristjánsdóttir, Mynd á þili – íslenskir myndlistarmenn á 16., 17. og 18. öld, Reykjavík: JPV-útgáfa, 2005.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Kirkjublaðið.is hefur áður fjallað um altaristöflur frá siðbótartíma og reynt að greina þær.

Þriggja þrepa nálgun menningarfræðingsins Erwin Panofskys (1892-1968) er eins og leiðarvísir til skilnings á því hvað listaverk hefur að geyma. Fyrsta þrepið er víðáttumikið og verkið er skoðað sem heild sem blasir við augum (íkónógrafíska þrepið.) Nánari athugun á verkinu fer fram í öðru þrepi (íkónólógiska þrepinu.) Í þriðja þrepi er glímt við hina óeiginlegu merkingu og kafað dýpra en á fyrri þrepum. (2)

Það listaverk sem verður leitast við að greina er altaristafla 3 í Borgarkirkjunni (Stadtkirche) í Wittenberg í Þýskalandi. Höfundur hennar er Lucas Cranach eldri (1472-1553), hirðmálari og borgarstjóri. Þýskur endurreisnarmálari. Sonur hans og alnafni kom einnig að gerð þessarar töflu. 4

Altaristafla þessi er þrískipt (e. triptych) en skoðast sem eitt verk. Talað er um miðhluta sem er aðalmyndflötur töflunnar og vængi til beggja hliða. Þessari altaristöflu fylgir og undirtafla (ít. predella). 5 Henni er hægt að loka, tvær myndir eru á sitt hvorum vængnum framanverðum og verða þær ekki teknar hér til umræðu.

Tilgáta sú sem glímt verður við í þessum orðum felst í þeirri fullyrðingu að umrætt listaverk, altaristafla, sé trúarpólitískt 6 og hafi verið ætlað að styðja við kenningar siðbótarmannsins Marteins Lúthers og gefa honum aukið vægi. 7

Verkið skoðað í heild sinni

Þegar allt verkið er virt fyrir sér er ekki annað að sjá en misfjölmenna hópa fólks við einhver tilefni. Á vinstri væng töflunnar stendur hópur fyrir framan hringlaga brunn eða tunnu, skírnarfont, og skríður barn þar á barminum. Maður heldur á bók og handklæði hægra megin, og vinstra megin heldur annar maður á púða. Í forgrunni má og sjá konur. Flestir snúa baki í rýnanda. Í hægra horni sér í glugga með hringlaga rúðum.

Miðhlutinn sýnir einhvers konar borðhald, karlmenn sitja í hring – nema hvað einn stendur – alls fjórtán karlar. Andlitssvipur þeirra er með ýmsum hætti. Bak mönnunum er gluggi og sér í vænt tré vinstra megin og hægra megin kastala. Gluggakarmur skilur þar á milli.

Hægri vængur myndarinnar sýnir krjúpandi mann og aðra í kringum hann – og þrjár konur. Einn mannanna leggur lykil á höfuð þess er gerir knéfall og heldur á öðrum í vinstri hendi. Í vinstra horni sér í glugga með hringlaga rúðum.

Undirtaflan

Undirtaflan (ít. predella) sýnir svo krossfestingu, og hóp fólks vinstra megin sem horfir á, karlar, konur og börn. Lendaklæði hins krossfesta flaksast til beggja hliða og skapar hreyfingu í verkið sem og útrétt hönd prédikarans. Hægra megin er maður í svartri skikkju í prédikunarstól sem gengur út úr vegg; maðurinn bendir til hins krossfesta. Fyrir framan hann er opin bók – eða ræðan á lausum blöðum. Fólkið og skikkjuklæddi maðurinn virðist horfast í augu. Litur myndanna allra ber með sér gult yfirbragð og milt, rauðleitum blæ slær yfir allt.

Á prédikunarstólnum er mynd af fugli.

Þessi fyrsti hluti aðferðar Panofskys er að mörgu leyti varfærinn og kannski settur fram til að hemja hugann. Eflaust skynjar fólk myndir misjafnlega. Sumir sjá strax heildina. Aðrir eitthvað eitt sem sker sig úr. Enn aðrir tengja myndefnið kannski við einhverja aðra mynd. Segja má að það sé skynsamlegt að láta augu hvarfla yfir verk í fyrstu og einkum ef það er stórt – til að átta sig á heild og hvað hugsanleg nær að fanga athygli rýnanda. Það á við um þessa mynd.

Aðferð í þremur þrepum er líka að mörgu leyti ágæt leið til að ana ekki að neinu heldur til að koma skipulagi á hugsunina. Forathugun er mikilvæg því að hún leggur línuna ef svo má segja. Form og efni er skoðað án þess að kveða upp úr um það á þessu stigi – sumt er kunnuglegt úr hversdeginum, form og merking þeirra auk innsæis; staðreyndir og tjáning. 8

Nánari athugun á verkinu

Í öðrum greiningarhluta aðferðar Panofskys, nánari athugun (íkónógrafíska þrepið) sem nú hefst er kafað dýpra ofan í verkið á grundvelli þekkingar á myndstefjum og öðru því er kann að koma fyrir í verkinu. Hér er og til að taka það sem myndrýnir að auki les sig til um efnið að gefnu tilefni.

Sú staðreynd að um er að ræða altaristöflu kallar sjálfkrafa til almennrar trúarlegrar tilvísunar sem rýnt verður nánar í og spurt meðal annars hvort hún er hefðbundin eða nýstárleg.

Ljóst er að verkið fléttar saman 16. öld og 1. öld – persónur frá báðum öldum koma fram og myndefni sömuleiðis.

Skírn – vinstri vængur

Mynd á vinstri væng er frá skírnarathöfn. Skírnarfontar voru fyrrum djúpir og víðir vegna þess að börnum var stungið á bólakaf í vatnið – vatn sést enda drjúpa yfir barnið úr hægri lófa karlmanns sem hallar ögn höfð til hægri. Þetta hefur ekki verið niðurdýfingarskírn. Handþerran til að strjúka vatn af barninu er til reiðu hjá þeim manni sem heldur á helgri bók. Sömuleiðis púðinn sem hinn hvítskeggprúði maður heldur á – þar á að leggja barnið. Viðstaddir, karlar og konur, eru prúðbúnir.

Miðhluti myndar: Þá er þess að geta að í hefðbundnum kvöldmáltíðarmyndum eru það lærisveinar Krists sem sitja þar til borðs með honum og hann gjarnan fyrir miðju eða enda borðs. Hér hefur sú hefð riðlast og aðrir komnir á vettvang sem er nýstárlegt. Það eru meðal annars nafngreindir siðbótarmenn og Lúther snýr sér að manni er afhendir honum glas – sá er Cranach. 9 Lúther er auðþekkjanlegur vegna þess að höfundur þessarar þrískiptu myndar málaði fræga mynd af honum þegar hann var í útlegð, bannfærður og réttdræpur og leyndist í Wartborgarkastala; gekk undir nafninu Jörg junkari.

Kristur vinstra megin – kvöldmáltíðin

Kristur situr vinstra megin í bláum kyrtli og lærisveinninn Jóhannes sem sagt var að Jesús hefði elskað 10 hallar sér að brjósti hans. Páskalambið er á borðum og svipur nærstaddra óráðinn. Júdas, lærisveinninn sem sveik Jesú er við borðið, hægra megin og fótur hans fer út fyrir hring lærisveinanna, rýfur hringinn. Það sér í pyngju hans með silfurpeningunum þrjátíu. Pyngjan er með þremur hvítum hnöppum og rauðir dílar inni í þeim. Auk þess ganga reimar niður úr henni. Svo er að sjá sem Jesús stingi einhverju upp í munn hans meðan Jóhannes kúrir upp við brjóst hans.

Hér sitja siðbótarmenn til borðs, hafa rutt nokkrum postulum til hliðar enda þótt til dæmis Pétur postuli fljóti þarna með (hægra megin við Krist). Myndin hefur á vissan hátt breytt um hlutverk, er ekki helgimynd eins og áður, heldur þjónar að hluta til öðrum tilgangi, sem trúarpólitískt verk til að koma nýjum áherslum að.

Sitthvað má lesa úr svip lærisveinanna sem er ólíkur frá einum til annars. En Lúther horfir ögn upp til þess sem færir honum glas, syni Cranachs málarans. Þessi stund dregur dám sitt af hinni grafalvarlegu fullyrðingu frelsarans: „Einn af ykkur mun svíkja mig.“ 11 Til að sýna hver það er virðist hann stinga brauði upp í viðkomandi. 12 Mætti yfirfæra þetta tákn á Rómarkirkjuna – hún hafi svikið frelsarann? Það er að sönnu tilgáta – kannski of siðbótarpólitísk – en gæti skotið stoð undir málstað Lúthers. Mótmæli Lúthers snerust um að páfinn í Róm hefði farið út af sporinu og meira en það. 13 Og Lúther sé þarna kominn til að rétta kúrsinn við?

Hægri vængur töflunnar sýnir mann veita iðrandi syndara aflausn og setur lykil á höfuð hans – með vísan til þess að kirkjan hafi lyklavald að æðri bústöðum. 14 Hann heldur og á öðrum lykli í hægri hönd. 15

Undirtaflan er helguð hinu mælta orði í kirkjunni, prédikuninni, og þeirri guðfræði sem í henni er fram borin. Það er guðfræði krossins að hætti Lúthers sem gæti verið stefið hér. Myndin á prédikunarstólnum er af fugli, líkast til erni. Örn var tákn guðspjallamannsins Jóhannesar. Örninn táknar líka upprisuna, táknar einnig Krist. Sömuleiðis er hann tákn fyrir hið nýja líf sem byrjar með skírn og þeirrar náðar sem styrkir kristna manneskju. 16 Þannig tengjast undirtaflan og vinstri vængur töflunnar sem sýnir skírn. Táknræn gildi eru og sterk – sem Panofsky segir að séu listamanninum oft ómeðvituð. 17

Hvað þennan þátt rýningar snertir þá er rýnanda ekki ætíð ljóst hvað eigi nákvæmlega við í hverju þessu þrepi eða því næsta. Þess vegna skríður kannski sitthvað á milli þegar rýnanda skriðnar fótur í rýni sinni. En þessi þrep eða hólf eru kannski ekki vatnsheld; má vera að gott sé að það dreypi á milli.

Merking verksins

Þá er komið að því að skoða verkið út frá þriðja greiningarhluta í anda Panovskys, þar sem grafist er fyrir um merkingu og innihald (íkónólógíska þrepið).

Umræddri altaristöflu Lucasar Cranach var komið fyrir í Borgarkirkjunni í Wittenberg árið 1547, ári eftir andlát Lúthers.

Samkvæmt guðfræði Lúthers var skírn sakramenti (náðarmeðal/leyndardómur) og einhugur með hinni kaþólsku kirkju um það. Hér er það hins vegar maður að nafni Filippus Melankton sem skírir en hann var náinn aðstoðarmaður Lúthers en ekki prestvígður. Með því kann að vera lögð áhersla á eitt kenningaratriða Lúthers, sem var hinn almenni prestsdómur 18, og að hverjum kristnum manni væri heimilt að skíra barna í ákveðnum aðstæðum.

Skírnin á vinstri væng töflunnar ítrekar ennfremur þá skoðun Lúthers að skírn væri barnaskírn en ekki fullorðinna eins og margir héldu fram – hún væri ekki heldur endurskírn. Um þetta var hann sammála hinni kaþólsku kirkju. Á þessum tíma voru ýmsar hreyfingar sem vildu bæði fullorðinna skírn og endurskírn, gegn þeim barðist Lúther. Það er vinur hans sem skírir, óvígður maður, kannski listmálaraleyfi/skáldaleyfi – eða vísan til hins almenna prestsdóms. 19

Við hefðbundnar kvöldmáltíðarmyndir eru það lærisveinar Krists sem sitja til borðs með honum. Þrettán. Á miðhluta altaristöflunnar eru fjórtán viðstaddir. Þar þekkist Lúther og tekur mót glasi úr hendi þjóns sem sagður er hafa verið Lucas Cranach yngri. 20

Lúther er settur á bekk með fyrstu lærisveinum Jesú með táknrænum hætti og gefinn því staða postula. Vissulega var listamanninum ljóst að Lúther hafði ekki verið viðstaddur síðustu kvöldmáltíðina. En segja má að þetta sé allegórísk myndsneið hjá honum að koma Lúther þarna fyrir. Hann er að segja aðra sögu en þá að Lúther hafi verið viðstaddur. Hvaða sögu? Jú, að hann hafi verið það nálægur frelsaranum í sínum anda og Biblíufræðum að það komi nánast niður í sama stað að hann hafi verið viðstaddur máltíðina.

Þegar Lúther frétti að listamaðurinn hefði sett hann þarna við borðið brást hann illa við og sagðist vera sem hver annar illa þefjandi rakki. 21 Útsýnið á miðfletinum mun vera frá Ágústínusarklaustrinu í Wittenberg þar sem Lúthers og fjölskylda bjuggu í. 22 Með því að setja Lúther til borðs með frelsaranum á heimaslóðum er listamaðurinn að styrkja stöðu hans og sem vægi postula. Einnig orðum hans. Skilningi hans á kvöldmáltíðarsakramentinu er veittur aukinn stuðningur með því – nærvera með sérstökum hætti.

Lúther taldi að þau sem gengju til altaris ættu að fá hvort tveggja brauðið og vínið en kaþólska kirkjan heldur enn þann í dag víninu frá (aðeins prestarnir fá það). Hér kemur skýrt fram á miðhlutanum að leikmenn fá ekki aðeins brauðið heldur og vínið. Þannig verður þessi myndþráður einnig siðbótarpólitískur (kannski jafnvel „sakramentispólitískur“!), boðar það sem siðbótarmaðurinn Marteinn Lúther hélt fram hvað þetta snertir. Hver sem myndin lítur getur samsamað sig þeim sem þar eru og fundið að hann eða hún er verðugur að njóta brauðs og víns í þessari tilteknu helgu athöfn. Þarna liggur djúp merking – og sterk skoðun sem er ekki legið á.

Hægri vængur altaristöflunnar, þar sem veitt er aflausn snýst líka um sakramentið 23 – að skoðun Lúthers. Það er maður að nafni Jóhannes Bugenhagen, vinur Lúthers, sem veitir sakramentið. 24 Það var þó nokkurt vald sem fólst í því að veita aflausn frá syndum. 25

Lúther prédikar og bendir á krossinn

Undirtaflan sýnir Lúther tala úr prédikunarstól Borgarkirkjunnar en hún skipaði sérstakan sess í huga hans – var uppáhaldskirkjan hans – í borginni sem hann bjó í og starfaði sem prófessor við háskólann. Hann bendir til hins krossfesta Krists sem leið fyrir syndir mannanna, og opinberaði Guð sig fyrir mönnunum með þeim hætti. Upprisa hins krossfesta var grundvöllur trúar – og maðurinn réttlætist fyrir trúna eina, ekki nein verk eins og kaþólskir kenndu, aðeins trúna. Lúthersk kirkja er oft kölluð kirkja orðsins og hið talaða orð, prédikunin, skipar öndvegi í henni. Í þessu sambandi er rétt að geta guðfræði krossins hjá Lúther er höfuðatriði í kenningum Lúthers. 26

Sú tilgáta sem sett var fram hér í upphafi þess efnis að um væri að ræða trúarpólitískt verk til stuðnings skoðunum Marteins Lúthers, skal nú áréttuð með eftirfarandi hætti:

Munkurinn Marteinn Lúther (1483-1543) gerði uppreisn gegn kaþólsku kirkjunni með formlegum hætti 31. október 1517. Hann var bannfærður af kaþólsku kirkjunni árið 1521 til dauðadags og réttdræpur ef til hans næðist. 27 Það var hvort tveggja í senn trúarleg uppreisn sem og pólitísk enda trú og stjórnmál nátengd á þeim tíma. Auk þess sem skoðanir hans urðu þess valdandi að greint var glöggar en áður milli hins veraldlega valds og þess andlega.

Nokkur atriði stóðu upp úr í andstöðu hans gegn kirkjunni og túlkunum hans á grundvallaratriðum eins og Biblíuskilningi, skírn og kvöldmáltíð 28 – og skriftir. 29

Niðurstaða

Listamaðurinn tekur afdráttarlausa stöðu með mótmælandanum Marteini Lúther með því að sýna sakramentin þrjú á afgerandi hátt á altaristöflunni í Borgarkirkjunni í Wittenberg í anda þess skilnings sem Lúther hafði á þeim. Tekur trúarpólitíska afstöðu með honum. Sjálfur var listamaðurinn vel metinn borgari í Wittenberg. Hann lyfti með öðrum orðum Lúther upp og skýtur stoðum undir minningu hans þar sem Lúther hafði látist árinu áður en verkið var sett upp, þ.e. 1546.

Menningarsögulegt gildi verksins felst í þeirri stöðu sem siðbótarmanninum Marteini Lúther er fengið í verkinu.

Altaristaflan hefur verið kölluð „siðbótartaflan“ eða „trúarjátning siðbótarinnar.“ 30 Það eitt og sér sýnir mikilvæg hennar í ljósi þessarar sögu.

Greining Panovskys nær vel til þessa þriðja hluta enda er litið yfir völlinn og menningarásýnd hans skoðuð, einkenni og tákn, ræð sem óráð, saga og bókmenntir, list og fræði, tekin í þjónustu þessa þreps til þess að grafast fyrir um merkingu verksins. Þetta er aðferð til að greina með skipulögðum hætti list sem er sett fram og spyrja grundvallarspurningar: hvað er verið að segja með þessu verki? Vill listamaðurinn koma einhverjum sérstökum skilaboðum á framfæri? Eru þau dulin, til dæmis fólgin í táknum – o.s.frv. Er boðskapur verksins sá hinn sami og þá það var sýnt fólki á öðrum tíma í sögunni en nú?

Það getur eflaust verið álitamál hvort fetað skuli með þessum hætti andspænis listaverki. Kosturinn er sá að ekki er rasað um ráð fram.

Aðferð Panofskys takmarkast ekki af sjálfri sér að öllu leyti heldur og þeim er henni beitir. Hvernig? Jú, setjum svo að skoða eigi listaverk úr framandi menningarheimi, með nokkrum táknum og menningarlegum tilvísunum, sem rýnandi kann engin skil á. Þá er hann skák og mát – að minnsta kosti í bili. Hann getur sannarlega aflað sér upplýsinga um aðra menningarheima og tákn sem þeim fylgja. Slíkt þekkir fólk sem horfir á framandi list.

En dauða aðferðarinnar er ekki spáð þó svo menn hafi talið hana stundum flókna og hún orðið enn flóknari með breyttu samfélagi og nýrri listsköpun. Hún er listsöguleg aðferð (þ. gesichtliche Methode) og menningunni nauðsynleg að áliti sumra listfræðinga. 31

Þá má og spyrja hvort aðferð Panofskys sé ekki gerð fyrir menntaða millistétt og líti framhjá listneyslu annarra lægri stétta. Íkónólógísk túlkun gerir þó nokkuð viðameiri kröfur til athugandans heldur en almenna athugun 32 – ætli mætti ekki segja að þetta sé aðferð hins menntaða manns? En það á nú við um svo margt þegar öllu er á botninn hvolft.

Tilvísanir
 1. Sjá til dæmis List í þágu málstaðar og Trúfræðipólitískur boðskapur og list.
 2. Erwin Panofsky, Iconography and Iconology: An Introduction to the Study of Renaissance Art, 220-235 og: Alice Bowden, Who the Hell is Erwin Panofsky? And what are his theories on art history all about? 52-57. Áður höfðu nokkrir listfræðingar glímt við aðferðina og settu sér sérstaklega það takmark að greina kistna list (e. Christian religious art) 16. og 17. aldar og setja fram einhvers konar alfræðirit um hugtök þeirra og tákn og gera þar með athuganir á listaverkum mun vísindalegri en áður. Hér er átt við listfræðingana Anton Springer og Émile Mâle (sjá 51).
 3. Altaristafla er trúarlegt myndverk sem er gjarnan fyrir ofan kirkjualtari sem er helgasti tilbeiðslustaður kirkjuhússins. Oft er sagt að kirkja sé reist utan um altari. Sjá: Arngrímur Jónsson, Hátterni í kirkjusiðum, Reykjavík , Bjartur 1995, 19.
 4. Gunnar Kristjánsson, Marteinn Lúther – Svipmyndir úr siðbótarsögu, 172. Sonur Cranachs og alnafni vann að töflunni með föður sínum, sjá: Hartmund Ellrich, Auf den Spuren von Lucas Cranach d. Ä., Erfurt, Sutton Verlag, 54. Einnig: Maria Schülze, Lutheraltarbilder Kunsthistorische, kirchenhistorische und theologische Betrachtungen zu evangelischen Altären mit Darstellungen Martin Luthers im 16. Jahrhundert.  Sótt 23. janúar 2024, 16 og 95.
 5. Skiptar altaristöflur eru venjulega heild þótt einhvers konar rammi sé utan um hverja mynd og hlutar þeirra nefndir vængir (til hliðanna, vinstri og hægri), miðhluti, miðtafla, þrískipt tafla, og undirtafla (sökkull töflunnar með áletrun eða mynd). Dæmi um orðanotkun í þessum dúr má finna hjá: Þóra Kristjánsdóttir, Mynd á þili – íslenskir myndlistarmenn á 16., 17. og 18. öld, p. 121, 122, 123, 131, og Gunnar Kristjánsson, Gengið í guðshús, Reykjavík 1988, 50. Altaristafla er líka víða kölluð altarisbrík.
 6. Hvert það verk sem teflir fram trúarskoðunum sem eru umdeildar og ekki samþykktar af þorra fólks má skilgreina sem trúarpólitískt.
 7. Marteinn Lúther var afkastamikill maður og tímamótamaður í uppreisn sinni gegn páfa og miðaldakirkju. Kunnastur er hann fyrir andstöðu sína gegn braski kaþólsku kirkjunnar með s.k. aflátsbréf þar sem fólk keypti sig laust frá syndum og þurfti því að dveljst skemur í hreinsunareldinum samkvæmt kenningum kirkjunnar. Í augum Lúthers var Biblían Guðs orð og opin til túlkunar (sola scriptura= rtiningin ein) og taldi kjarna hennar vera fagnaðarerindið um Jesú Krist. Manneskjan réttlættist frammi fyrir Guði fyrir trúna en ekkert annað (sola fide=trúin ein). Sakramenti kirkjunnar væru skírn, kvöldmáltíð og skriftir – kaþólska kirkjan segir þau vera sjö. Mikilvægt stef í guðfræði Lúthers er guðfræði krossins (lat. theologia crucis).
 8. Erwin Panofsky, Iconography and Iconology: An Introduction to the Study of Renaissance Art, 220-221.
 9. Gunnar Kristjánsson, Marteinn Lúther – Svipmyndir úr siðbótarsögu, 333.
 10. Jóhannesarguðspjall 20.2, Biblían, (11. íslenska útgáfan).
 11. Sjá Markúsarguðspjall 14.18-21: „Þegar þeir sátu að borði og mötuðust sagði Jesús: ‚Sannlega segi ég ykkur: Einn af ykkur mun svíkja mig, einn sem með mér etur.‘ Þeir urðu hryggir við og sögðu við hann, einn af öðrum: ‚Er það ég?‘ Hann svaraði þeim: ‚Það er einn þeirra tólf. Hann dýfir brauðinu í fatið með mér. Mannssonurinn fer að sönnu héðan svo sem um hann er ritað en vei þeim manni sem því veldur að Mannssonurinn verður framseldur. Betra væri þeim manni að hafa aldrei fæðst.‘ “ Biblían, (11. íslenska útgáfan).
 12. Thomas R. Hoffmann, Luther – eine Ikone wird ersschaffen im Bild, 43.
 13. Lúther líkti páfanum t.d. við Antikrist (höfuðandstæðing Krists) og ásakaði páfa fyrir villutrú, sjá: Gunnar Kristjánsson, Marteinn Lúther – Svipmyndir úr siðbótarsögu, 89-90.
 14. Frithiof Dahlby, Symboler og tegn i den kristne kunst, p. 77-78. Samanber og orð Jesú við Pétur: „Ég mun fá þér lykla himnaríkis og hvað sem þú bindur á jörðu mun bundið á himnum og hvað sem þú leysir á jörðu mun leyst á himnum.“ (Biblían, Matteusarguðspjall 16.19, (11. íslenska útgáfan).
 15. Tákn lyklavaldsins voru oftast tveir lyklar. Sjá: George Ferguson, Signs and symbols in christian art, 176.
 16. George Ferguson, Signs and symbols in christian art, 17.
 17. Erwin Panofsky, Iconography and Iconology: An Introduction to the Study of Renaissance Art, 223.
 18. Marteinn Lúther, Til hins kristna aðals þýskrar þjóðar – um siðbót þeirrar kristilegu stéttar árið 1520, 54.
 19. Einar Sigurbjörnsson, Credo – kristin trúfræði, 356-358.
 20. Gunnar Kristjánsson, Marteinn Lúther – Svipmyndir úr siðbótarsögu, 333. – Listamaðurinn Lucas Cranach eldir (faðir hins yngri) voru miklir vinir. Hann var einlægur stuðningsmaður Lúthers og hafði málað margar myndir af honum, hann var hirðmálari Friðriks vitra kjörfursta, þess er hélt verndahendi yfir Lúther.
 21. Stanford, Peter, Martin Luther – catholic dissident, 9.
 22. Sami, 7.
 23. Sakramenti þýðir leyndardómur og má skilgreina svo: Athöfn sem byggir á orðum Krists og og atferli.
 24. Bennie Noble, Lucas Cranach Elder – Art and Devotion of the German Reformation, location 1340.
 25. Skírn og heilög kvöldmáltíð eru sakramenti lútherskrar kirkju – Lúther taldi skriftir vera á mörkum þess að vera sakramenti, sjá: Einar Sigurbjörnsson, Credo – kristin trúfræði, 372-373.
 26. Gunnar Kristjánsson, Marteinn Lúther – Svipmyndir úr siðbótarsögu, p. 189: „Í guðfræði krossins er lögð á það áhersla að Guð sé aðeins að finna á krossinum og í þjáningunni, þar nálgist Guð manninn með óvæntum hætti. Guðfræði krossins er því stefnt gegn visku og styrk mannsins en um leið er umræðunni beint að krossinum og þeim leyndardómi sem hann felur í sér. … Guð sýnir styrk sinn í að reisa hinn krossfesta frá dauðum.“
 27. Sami, 91.
 28. Sakramenti rómversk-kaþólsku kirkjunnar eru níu að tölu. Sakramenti telst vera athöfn sem Jesús Kristur stofnaði og hægt er að vísa til hans sjálfs og ritningarstaða því til stuðnings. Lúther taldi sakramentin aðeins vera þrjú: skírn, kvöldmáltíð og að auki skriftir sem yfirbót fylgir en hefur oft verið kallað týnda sakramentið – hvarf síðar úr kirkjulífinu. Orðið sakramenti þýðir leyndardómur.
 29. Einar Sigurbjörnsson, Credo – kristin trúfræði, 391.
 30. Gunnar Kristjánsson, Marteinn Lúther – Svipmyndir úr siðbótarsögu, 333.
 31. Frank Büttner, Andre Goddagn, Einführung in die Ikononographie – Wege zur Deutung von Bildinhalten, 275.
 32. Erwin Panofsky, Iconography and Iconology: An Introduction to the Study of Renaissance Art, 227.

  Heimildir

  Arngrímur Jónsson, Hátterni í kirkjusiðum, Reykjavík, Bjartur, 1995.

  Bowden, Alice, Who the Hell is Erwin Panofsky? And what are his theories on art history all about? Woolverstone: Bowden and Brazil Ltd., 2019.

  Büttner, Frank, Goddagn, Andre, Einführung in die Ikononographie – Wege zur Deutung von Bildinhalten, München: Verlag C.H.Beck, 2019.

  Dahlby, Frithiof. Symboler og tegn i den kristne kunst. Kaupmannahöfn: Bogtrykkeri Tönder, 1979.

  Einar Sigurbjörnsson. Credo – kristin trúfræði. Reykjavík: Háskólaútgáfan og Guðfræðistofnun, 1989.

  Ferguson, George, Signs and symbols in christian art, New York: Oxford University Press, 1976.

  Gunnar Kristjánsson, Gengið í guðshús, Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1988.

  Gunnar Kristjánsson. Marteinn Lúther – Svipmyndir úr sögu siðbótar. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2014.

   

  Hartmund, Ellrich, Auf den Spuren von Lucas Cranach d. Ä., Erfurt, Sutton Verlag, 2012.Hoffmann, Thomas R. , Luther – eine Ikone wird ersschaffen im Bild, Stuttgart: Belser, 2017.

  Lúther, Marteinn, Til hins kristna aðals þýskrar þjóðar – um siðbót þeirrar kristilegu stéttar árið 1520, (ísl. þýðing Vilborg Ísleifsdóttir), Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2012.

  Noble, Bonnie. Lucas Cranach the Elder: Art and Devotion of the German Reformation.

  Lanham: University Press of America, 1984.

  Panofsky, Erwin. „Iconography and Iconology. An Introduction to the Study of Renaissance Art.“ Í An Introduction to the Study of Renaissance Art, ritstj. Donald Preziosi, 220-236. Oxford: Oxford University Press, 2009.

  Stanford, Peter, Martin Luther – catholic dissident, London: Hodder and Stoughton, 2017.

  Þóra Kristjánsdóttir, Mynd á þili – íslenskir myndlistarmenn á 16., 17. og 18. öld, Reykjavík: JPV-útgáfa, 2005.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir