Hjallakirkja í Ölfusi er í Þorlákshafnarprestakalli, Suðurprófastsdæmi.

Kirkja hefur staðið á Hjalla í Ölfusi allt frá 13. öld en hennar er getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar. (1155-1211).

Hjallakirkja var vígð 5. nóvember 1928. Þorleifur Eyjólfsson (1896-1968) frá Grímslæk, húsasmíðameistari, teiknaði kirkjuna en yfirsmiður var Kristinn Vigfússon (1893-1982), Eyrarbakka, síðar á Selfossi.

Kirkjan hefur tekið nokkrum breytingum frá því sem hún var upphaflega. Á níunda áratug síðustu aldar var byggt sitt hvorum megin við forkirkjuna, skrúðhús skyldi vera sunnan megin en snyrting norðan megin.

Á prédikunarstólnum stendur: „hefur látið giora Klausturhaldare pault Jónsson 1797.“ Páll (1737-1819) var klausturhaldari Kirkjubæjarklausturs. Efstu fjögur spjöld prédikunarstólsins eru rósamáluð.

Altaristaflan er frá því um 1850 og hana gaf Eyjólfur Guðmundsson (1867-1957) frá Grímslæk, faðir þess er teiknaði núverandi kirkju. Hún er mjög breytt eftirmynd af málverki eftir franska listmálarann Charlés-André van Loo (1705-1765). Arngrímur málari Gíslason (1829-1887) gerði eftirmyndir af verki hins franska listmálara og má sjá þær í kirkjunni í Stærri-Árskógi á Árskógsströnd og í kirkjunni á Þverá í Laxárdal. Hann vék og frá frummyndinni.

Gyllt grafskrift á svertu gleri er í forkirkju. Hún er um Magnús Beinteinsson (1769-1840), fyrsta sjálfseignarbóndann í Þorlákshöfn og er í óbundnu máli nema lok hennar sem hljóða svo:

Leggst andvana lík í jörðu,
völt er  vera heims;
en á upphæðum hjá aldaföður
lifir sæls manns sál.

Ljósakróna frá 1856 er næst haltari og önnur yngri fjær.

Málverk af sr. Ólafi Magnússyni (1864-1947) er yfir dyrum fram í forkirkju – hann var prestur í Arnarbæli 1903-1940 og einkar vinsæll meðal sóknarbarna sinna. Myndina gerði listamaðurinn Örlygur Sigurðsson (1920-2002.)

Orgel kirkjunnar er af gerðinni Lindholm – frá 1966.

Allar myndir: Kirkjublaðið.is

Horft inn kirkju – gluggarnir eru myndarlegir

Altaristaflan er frá miðri 19. öld

Stílhreinn skírnarfontur og gömul númeratafla 

Málverkið af sr. Ólafi Magnússyni yfir dyrum fram í forkirkju 

Gluggar háir og oddmjóir – snoturt Lindblom orgel (harmóníum) 

Minningartafla um Magnús Beinteinsson

Loftið stjörnum prýtt

Horft út kirkjuna

Hringjarinn þarf ekki að klöngrast upp í turn til að hringja klukkunum heldur togar í spotta í skrúðhúsinu. Tvær koparklukkur eru í turni

Kirkjuturninn er með kúptu þaki – krummi hefur tyllt sér á keltneska turnkrossinn 

Hjallakirkja í Ölfusi er þétt í herðum og sterk – vígsluárið 1928 yfir kirkjudyrum

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Hjallakirkja í Ölfusi er í Þorlákshafnarprestakalli, Suðurprófastsdæmi.

Kirkja hefur staðið á Hjalla í Ölfusi allt frá 13. öld en hennar er getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar. (1155-1211).

Hjallakirkja var vígð 5. nóvember 1928. Þorleifur Eyjólfsson (1896-1968) frá Grímslæk, húsasmíðameistari, teiknaði kirkjuna en yfirsmiður var Kristinn Vigfússon (1893-1982), Eyrarbakka, síðar á Selfossi.

Kirkjan hefur tekið nokkrum breytingum frá því sem hún var upphaflega. Á níunda áratug síðustu aldar var byggt sitt hvorum megin við forkirkjuna, skrúðhús skyldi vera sunnan megin en snyrting norðan megin.

Á prédikunarstólnum stendur: „hefur látið giora Klausturhaldare pault Jónsson 1797.“ Páll (1737-1819) var klausturhaldari Kirkjubæjarklausturs. Efstu fjögur spjöld prédikunarstólsins eru rósamáluð.

Altaristaflan er frá því um 1850 og hana gaf Eyjólfur Guðmundsson (1867-1957) frá Grímslæk, faðir þess er teiknaði núverandi kirkju. Hún er mjög breytt eftirmynd af málverki eftir franska listmálarann Charlés-André van Loo (1705-1765). Arngrímur málari Gíslason (1829-1887) gerði eftirmyndir af verki hins franska listmálara og má sjá þær í kirkjunni í Stærri-Árskógi á Árskógsströnd og í kirkjunni á Þverá í Laxárdal. Hann vék og frá frummyndinni.

Gyllt grafskrift á svertu gleri er í forkirkju. Hún er um Magnús Beinteinsson (1769-1840), fyrsta sjálfseignarbóndann í Þorlákshöfn og er í óbundnu máli nema lok hennar sem hljóða svo:

Leggst andvana lík í jörðu,
völt er  vera heims;
en á upphæðum hjá aldaföður
lifir sæls manns sál.

Ljósakróna frá 1856 er næst haltari og önnur yngri fjær.

Málverk af sr. Ólafi Magnússyni (1864-1947) er yfir dyrum fram í forkirkju – hann var prestur í Arnarbæli 1903-1940 og einkar vinsæll meðal sóknarbarna sinna. Myndina gerði listamaðurinn Örlygur Sigurðsson (1920-2002.)

Orgel kirkjunnar er af gerðinni Lindholm – frá 1966.

Allar myndir: Kirkjublaðið.is

Horft inn kirkju – gluggarnir eru myndarlegir

Altaristaflan er frá miðri 19. öld

Stílhreinn skírnarfontur og gömul númeratafla 

Málverkið af sr. Ólafi Magnússyni yfir dyrum fram í forkirkju 

Gluggar háir og oddmjóir – snoturt Lindblom orgel (harmóníum) 

Minningartafla um Magnús Beinteinsson

Loftið stjörnum prýtt

Horft út kirkjuna

Hringjarinn þarf ekki að klöngrast upp í turn til að hringja klukkunum heldur togar í spotta í skrúðhúsinu. Tvær koparklukkur eru í turni

Kirkjuturninn er með kúptu þaki – krummi hefur tyllt sér á keltneska turnkrossinn 

Hjallakirkja í Ölfusi er þétt í herðum og sterk – vígsluárið 1928 yfir kirkjudyrum

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir