Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hún gat ekki hætt að hugsa um stríðshörmungar heimsins. Skyldi ekki hvers vegna forystumenn heimsins létu það líðast að fólki væri slátrað miskunnarlaust. Hún hafði svo oft beðið meistarann frá Nasaret um að hasta á stríðsherra heimsins svo friður kæmist á. Stillilogn í heiminum. Oft hafði hún spurt sjálfa sig hvort trú hennar væri svo lítil að hún megnaði einskis. Hvað gat hún gert? Ekki var hún sú manngerð sem sótti mótmælafundi á Austurvelli. Bænin var hennar vina- og mótmælafundur. Stundum gat hún verið býsna stórorð og grunaði almættið um að hafa blokkerað sig. Tárvot biðlund hennar var á þrotum.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hún gat ekki hætt að hugsa um stríðshörmungar heimsins. Skyldi ekki hvers vegna forystumenn heimsins létu það líðast að fólki væri slátrað miskunnarlaust. Hún hafði svo oft beðið meistarann frá Nasaret um að hasta á stríðsherra heimsins svo friður kæmist á. Stillilogn í heiminum. Oft hafði hún spurt sjálfa sig hvort trú hennar væri svo lítil að hún megnaði einskis. Hvað gat hún gert? Ekki var hún sú manngerð sem sótti mótmælafundi á Austurvelli. Bænin var hennar vina- og mótmælafundur. Stundum gat hún verið býsna stórorð og grunaði almættið um að hafa blokkerað sig. Tárvot biðlund hennar var á þrotum.