Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Nú fór Jesús í bátinn og lærisveinar hans fylgdu honum. Þá gerði svo mikið veður á vatninu að bylgjurnar gengu yfir bátinn. En Jesús svaf. Þeir fara til, vekja hann og segja: „Drottinn, bjarga okkur, við förumst.“
Hann sagði við þá: „Hví eruð þið hræddir, þið trúlitlir?“ Síðan reis hann upp, hastaði á vindinn og vatnið og varð stillilogn.
Mennirnir undruðust og sögðu: „Hvílíkur maður er þetta? Jafnvel vindar og vatn hlýða honum.“

Matteusarguðspjall 8. 23-27

Hundrað orða hugleiðing

Hún gat ekki hætt að hugsa um stríðshörmungar heimsins. Skyldi ekki hvers vegna forystumenn heimsins létu það líðast að fólki væri slátrað miskunnarlaust. Hún hafði svo oft beðið meistarann frá Nasaret um að hasta á stríðsherra heimsins svo friður kæmist á. Stillilogn í heiminum. Oft hafði hún spurt sjálfa sig hvort trú hennar væri svo lítil að hún megnaði einskis. Hvað gat hún gert? Ekki var hún sú manngerð sem sótti mótmælafundi á Austurvelli. Bænin var hennar vina- og mótmælafundur. Stundum gat hún verið býsna stórorð og grunaði almættið um að hafa blokkerað sig. Tárvot biðlund hennar var á þrotum.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Nú fór Jesús í bátinn og lærisveinar hans fylgdu honum. Þá gerði svo mikið veður á vatninu að bylgjurnar gengu yfir bátinn. En Jesús svaf. Þeir fara til, vekja hann og segja: „Drottinn, bjarga okkur, við förumst.“
Hann sagði við þá: „Hví eruð þið hræddir, þið trúlitlir?“ Síðan reis hann upp, hastaði á vindinn og vatnið og varð stillilogn.
Mennirnir undruðust og sögðu: „Hvílíkur maður er þetta? Jafnvel vindar og vatn hlýða honum.“

Matteusarguðspjall 8. 23-27

Hundrað orða hugleiðing

Hún gat ekki hætt að hugsa um stríðshörmungar heimsins. Skyldi ekki hvers vegna forystumenn heimsins létu það líðast að fólki væri slátrað miskunnarlaust. Hún hafði svo oft beðið meistarann frá Nasaret um að hasta á stríðsherra heimsins svo friður kæmist á. Stillilogn í heiminum. Oft hafði hún spurt sjálfa sig hvort trú hennar væri svo lítil að hún megnaði einskis. Hvað gat hún gert? Ekki var hún sú manngerð sem sótti mótmælafundi á Austurvelli. Bænin var hennar vina- og mótmælafundur. Stundum gat hún verið býsna stórorð og grunaði almættið um að hafa blokkerað sig. Tárvot biðlund hennar var á þrotum.

Viltu deila þessari grein með fleirum?