Á nýliðnu kirkjuþingi var kynnt sniðmát fyrir hollvinasamtök kirkna.

Rúmlega 300 kirkjur eru á Íslandi og flestar þeirra eru sveitakirkjur. Söfnuðir hafa takmarkað bolmagn til að sinna viðhaldi þeirra og á það bæði við hinar stærri kirkjur sem hinar smærri.

Góð leið til að styrkja við bakið á kirkjum er að hollvinir þeirra í einstaka sóknum landsins taki höndum saman og stofni hollvinasamtök. Slík samtök hafa reynt mjög vel eins og Hollvinasamtök Hallgrímskirkju í Saurbæ og Hollvinasamtök Kvíabekkjarkirkju í Ólafsfirði. Sum átthagafélög hafa stutt við kirkjur í heimahögum með miklum ágætum. Hollvinasamtök geta verið skipuð heimamönnum, brottfluttum og öðrum sem tengjast viðkomandi kirkjum eða hafa sérstakan áhuga á málefninu.

Fyrir þremur árum var stofnað Hollvinafélag Hallgrímskirkju í Saurbæ. Í lögum félagsins er tilgreint að tilgangur félagsins sé að styðja við kirkjulegt og menningarlegt starf í Saurbæ, sem efli áhrif kristinnar trúar og kristinnar menningar í íslensku þjóðlífi, og að standa vörð um verk og nafn Hallgríms Péturssonar og þær menningarminjar er tengjast nafni hans og Guðríðar Símonardóttur í Saurbæ.

Sumar gamlar kirkjur liggja undir miklum skemmdum. Prófastur einn sem Kirkjublaðið.is ræddi við fyrir skömmu nefndi til dæmis eina kirkju í sínu prófastsdæmi sem væri að grotna niður. Þær eru fleiri, því miður.

Gamlar kirkjur geyma merkilega sögu fólks í heimabyggð og eru mikil trúar- og menningarverðmæti sem halda verður við. Hið sama er að segja um nýrri kirkjur sem fóstra menningarrætur nútímans og komandi kynslóða.

Hollvinasamtök þarf að stofna formlega eins og lesa má um hér. Íslendingar eru kunnir af því að bregðast skjótt við þegar gera þarf átak í hinum og þessum málum. Svo sannarlega þarf víða að gera átak í viðhaldi og endurreisn margra kirkna til sjávar og sveita.

Eins og kunnugt er þá læðist ríkisvaldið ofan í vasa sóknarbarna og tekur þar væna fúlgu af sóknargjöldum í skjóli lagasetningar. Það er fráleitt til fyrirmyndar en engu að síður staðreynd sem hægt er að bregðast við með stofnum hollvinasamtaka kirkna því að eins og allir vita þá vill hin gíruga hönd ríkisvaldsins alltaf meira og meira.

Kirkjublaðið.is hvetur hollvini kirkna að stofna Hollvinasamtök því að þau geta komið miklu í verk eins og dæmin sanna, Kvíabekkjakirkja í Ólafsfirði er þar gott fordæmi og sjá hér nánar um það. Einnig fyrrnefnd Hollvinasamtök Hallgrímskirkju í Saurbæ.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Á nýliðnu kirkjuþingi var kynnt sniðmát fyrir hollvinasamtök kirkna.

Rúmlega 300 kirkjur eru á Íslandi og flestar þeirra eru sveitakirkjur. Söfnuðir hafa takmarkað bolmagn til að sinna viðhaldi þeirra og á það bæði við hinar stærri kirkjur sem hinar smærri.

Góð leið til að styrkja við bakið á kirkjum er að hollvinir þeirra í einstaka sóknum landsins taki höndum saman og stofni hollvinasamtök. Slík samtök hafa reynt mjög vel eins og Hollvinasamtök Hallgrímskirkju í Saurbæ og Hollvinasamtök Kvíabekkjarkirkju í Ólafsfirði. Sum átthagafélög hafa stutt við kirkjur í heimahögum með miklum ágætum. Hollvinasamtök geta verið skipuð heimamönnum, brottfluttum og öðrum sem tengjast viðkomandi kirkjum eða hafa sérstakan áhuga á málefninu.

Fyrir þremur árum var stofnað Hollvinafélag Hallgrímskirkju í Saurbæ. Í lögum félagsins er tilgreint að tilgangur félagsins sé að styðja við kirkjulegt og menningarlegt starf í Saurbæ, sem efli áhrif kristinnar trúar og kristinnar menningar í íslensku þjóðlífi, og að standa vörð um verk og nafn Hallgríms Péturssonar og þær menningarminjar er tengjast nafni hans og Guðríðar Símonardóttur í Saurbæ.

Sumar gamlar kirkjur liggja undir miklum skemmdum. Prófastur einn sem Kirkjublaðið.is ræddi við fyrir skömmu nefndi til dæmis eina kirkju í sínu prófastsdæmi sem væri að grotna niður. Þær eru fleiri, því miður.

Gamlar kirkjur geyma merkilega sögu fólks í heimabyggð og eru mikil trúar- og menningarverðmæti sem halda verður við. Hið sama er að segja um nýrri kirkjur sem fóstra menningarrætur nútímans og komandi kynslóða.

Hollvinasamtök þarf að stofna formlega eins og lesa má um hér. Íslendingar eru kunnir af því að bregðast skjótt við þegar gera þarf átak í hinum og þessum málum. Svo sannarlega þarf víða að gera átak í viðhaldi og endurreisn margra kirkna til sjávar og sveita.

Eins og kunnugt er þá læðist ríkisvaldið ofan í vasa sóknarbarna og tekur þar væna fúlgu af sóknargjöldum í skjóli lagasetningar. Það er fráleitt til fyrirmyndar en engu að síður staðreynd sem hægt er að bregðast við með stofnum hollvinasamtaka kirkna því að eins og allir vita þá vill hin gíruga hönd ríkisvaldsins alltaf meira og meira.

Kirkjublaðið.is hvetur hollvini kirkna að stofna Hollvinasamtök því að þau geta komið miklu í verk eins og dæmin sanna, Kvíabekkjakirkja í Ólafsfirði er þar gott fordæmi og sjá hér nánar um það. Einnig fyrrnefnd Hollvinasamtök Hallgrímskirkju í Saurbæ.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir